Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNt 1976 Frá Arnarstapa — Stapafoll Ferðafélag Islands hefur um næstum hálfrar aldar skeið efnt til ferðar á Snæfellsjökul um hvítasunnuna. Þessi hefð er enn I gildi. Framan af árum var þetta ýmsum erfiðleikum bundið, meðan ekki var akfært nema nokkurn hluta leiðarinnar vestur á Snæfellsnes, varð þá að sæta skipaferðum til Ölafsvíkur eða Arnarstapa og ganga þaðan á jökulinn. Eigi að síður flykktist múgur og margmenni f þessar jökulferðir, stundum á annað hundrað manns og létu enga erfiðleika hefta för sína. Á siðari árum, eftir að akfært varð alla leið vestur, er stigið i langferða- bilana á Umferðarmiðstöðinni, setzt i þægileg sæti og eftir það þarf ekki mikið fyrir lífinu að hafa, fyrr en komið er i tjaldstað austan undir Stapafelli í Breiðu- vikurhreppi. Þaðan er venjulega gengið á jökulinn. Hvítasunnuferðir Ferða< félagsins á Snæfellsnes eru ár- vissar og meðal vinsælustu ferða féiagsins. Þær hafa aldrei fallið niður vegna þátttökuleysis. Jafn- vel misjafnlega elskuleg veðurspá og veðurútlit hefur ekki dregið kjark'nn úr mönnum, enda bjart- sýnin ,em gildir. Enginn kemst á jökulinn með því að sitja heima. En hvað er það sem dregur fólk í þessar hvítasunnuferðir á Snæfellsnes, fær það til að taka þær fram yfir aðrar ferðir, sem á boðstólum eru, og gerir þær svona eftirsóttar og vinsælar? Aður en því er svarað væri kannski ekki úr vegi að víkja lítillega að lands- lagi og leiðum þarna á Snæfells nesinu og þá sérstaklega jöklin- um. Kannski verður spurningunni líka bezt svarað ein- faldlega með því að benda á jökulinn. nóg að skoða annað og þó meiri tími væri til umráða en hvíta- sunnan. Ekki má heldur gleyma fugla- lífinu á þessum slóðum. Bjarg- fuglinn hreiðrar sig á hverri syllu og býr þarna búi sínu vel og myndarlega, enda stutt á fengsæl mið úti af nesinu, jafnt að sunnan sem norðan. Um það vitna líka hinar mörgu gömlu og góðu ver- stöðvar undir Jökli. Það kemur fyrir, að fróðleiks- fúsir menn, sem eru að fara i fyrsta sinn á Snæfellsnes, koma til mín og spyrja mig, hvort ekki sé eitthvað til á prenti um Snæfellsnes sem þeir geti lesið sér til sálubótar áður en þeir leggi upp i reisuna. Ég nefni þá venju lega verk þriggja höfuðsnillinga islenzkra, þótt auðvitað komi fleiri til greina: Árbók Ferða- félags íslands um Snæfellsnes eftir Helga Hjörvar, sem er að vísu úrelt orðin að sumu leyti; ævisögu Árna Þórarinssonar færða I letur af Þórbergi Þórðar- syni og Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Það verður held ég enginn svikinn á þessum bókmenntum. Þær lýsa hver á sinn hátt Snæfellsnesi, Snæ- fellingum — og Snæfellsjökli. Og þá er ég kominn að spurningunni sem ég varpaði fram i upphafi þessa greinarkorns: Hvað er það sem dregur fólk ár eftir ár I hvíta- sunnuferðirnar á Snæfellsnes og Snæfellsjökul og fyllir bíla Ferða- félagsins þangað vestur, jafnvel þó að rigni eldi og brennisteini og veðurgurðirnir hafi allt á hornum sér? Því er fljótsvarað. Það er i fyrsta lagi Snæfellsjökull, I öðru lagi Snæfellsjökull og i þriðja lagi Snæfellsjökull, sem þarna á hlut að máli. Sumum þykir Snæfellsjökull fegurstur íslenzkra jökla. Ég held ég geti tekið undir það en uni slikt má að sjálfsögðu deila. Alltaf verður hann að minnsta kosti framarlega i röðinni. Utsýni er mikið og frítt af jökultindinum í góðu veðri og skyggni. Gangan sjálf á jökulinn I sól og veður- bliðu, þótt hún komi út á manni svitadropunumer áreiðanlegaeitt- hvað í ætt við sjálfa lífsnautnina. Þarna fær maður ómælda brúnku á hörundið, kannski jafnmikið á einum sólrikum degi og I mánaðardvöl í Afriku eða á Spáni og freknurnar á andlitinu aukast og margfaldast með ótrúlegum hraða. Þess eru jafnvel dæmi að fólk hefur varla þekkt sjálft sig að kvöldi, þegar það hefur litið í spegilinn, feftir gönguferð á Snæfellsjökul. Allt þetta og reyndar miklu fleira er ástæðan fyrir vinsældum hvítasunnuferðanna á Snæfells- nes. ✓----------------------\ * Aslóðum F er ðafélagsins ________________j Gestur Guðfinnsson: Snæfellsjökull blasir við úr Reykjavík eins og allir höfuð borgarbúar vita. Fjarlægðin er nokkuð mikil, en formfegurð jökulsins leynir sér ekki. Hins vegar verður reisnin auðvitað meiri þegar nær dregur, og ýmis smáatriði og sérkenni koma í ljós. Snæfellsjökull ber höfuð og herðar yfir önnur fjöll á Snæfells- nesi. Hann er 1446 m yfir sjávar- mál. Hins vegar er hann ekki ýkja stór um sig, líklega um eða innan við 10 ferkílómetrar að flatar- máli. Um skeið fór hann ört minnkandi, en gengur nú fram að nýju síðustu árin. Hann er viðast hvar nokkuð brattur en sprungu- laus að mestu og greiðfær, a.m.k. framan af sumri. Austan í jöklin- um ofariega rís þrítypptur klepptahaus upp úr hjarnbreið- unni og kallast Þríhyrningur eða Þríhyrningar. En þarna er fleira þríeitt. Efst uppi á jöklinum eru sem sé þrír tindar eða þúfur: Norðurþúfa, Miðþúfa og Vestur- þúfa. Einu nafni kallaðar Jökul- þúfur. Þúfurnar eru bergnibbur huldar sjón, og er Miðþúfan þeirra hæst og bröttust og getur verið erfið viðureignar án hjálpartækja. En illt þykir til af- spurnar meðal fjallamanna að hverfa á braut án þess að hafa gengið á þúfuna. Snæfellsjökull er gamalt eld- fjall og á keilulögunina því að þakka eins og mörg fegurstu fjöll jarðar. 1 jökulkollinum er heljar- mikil gígskál, um 200 m djúp, girt snarbröttum íshömrum. Jökul- þúfurnar eru á barmi gigskálar- innar. Ekki er talið, að gosið hafi þarna síðan land byggðist og lík- lega ekki siðustu tvö þúsund árin. Hins vegar eru langtum yngri eld- Hvíta- sunnu- ferðir á Snæfellsjökul stöðvar þarna í nágrenninu og þvi skyldi enginn sverja fyrir gos í Snæfellsjökli, en við reiknum samt ekki með þvf um hvítasunn- una! Ekki er ýkjalangt siðan fyrst var gengið á Snæfellsjökul, svo vitað sé, en það var fyrir rúmum 200 árum eða nánar tiltekið 1. júlí 1754. Það voru þeir félagarnir Eggert Ólafsson og Bjarni Páls- son, sem til þess urðu fyrstir manna. Þeir lögðu upp frá Ingjaldshóli og voru 8 tíma upp. För þeirra þótti hin mesta of- dirfska og voru þeir lattir mjög fararinnar. Nú er oftast gengið á jökulinn að sunnanverðu, upp með Stapafelli austanverðu, en það er hvassbrýnt, strýtumyndað móbergsfell skammt frá Arnar- stapa. Gera má ráð fyrir, að gangan upp taki 4—5 tima og er þá ffekar rólega farið, en auð- vitað fer þetta eftir dugnaði hvers og eins, sömuleiðis færi á jöklin- um. Auðvitað kemur iðulega fyrir, að ekki gefur á jökulinn í þessum hvítasunnuferðum. Hann er þokusæll eins og verða vill um há fjöll og þá er að leita annarra kosta. En þeir eru margir og góðir á Snæfellsnesi. Ströndin um- hverfis nesið er öll hin sérkenni- legasta og býður upp á marga fallega staði, ef grannt er skoðað. Talning og tíundun á þeim yrði alltof löng og fyrirferðarmikil I þessu greinarkorni. Það þarf þess vegna enginn að láta sér leiðast á Snæfellsnesi, þótt ekki gefi á jökulinn. Það er miklu meira en Á Snæfellsjökli Rekstur heimila Styrktarfélags vangefinna gengu vel á sl. ári AÐALFUNDUR Styrktarfélags vangefinna 1976 var haldinn fyrir skömmu. Mikil gróska hefur ver- ið I starfi félagsins á s.I. starfsári og hefur rekstur heimila félags- ins, sem eru dagheimilið Lyngás með 42 vistmönnum og vinnu- og dagheimilið Bjarkarás með 41 vistmanni, gengið mjög vel miðað við aðstæður. Fjáröflun félagsins gekk ágæt- lega á liðnu ári og einkanlega hið árlega happdrætti þess og kann félagið öllum velunnurum þess bestu þakkir fyrir góðan skilning og veitta aðstoð. Félagið festi kaup á húseign, einbýlishúsi, í okt. s.l. og hófst starfsemin þar þegar í marzmán- uði s.I., en þetta einbýlishús er ætlað sem fjölskylduheimili (pensionat) fyrir vangefna. Ráð- gert er að rúm fáist fyrir 5—7 stúlkur á þessu fjölskylduheimili, en það er liður í því að gera þeim, sem mögulegt er, að komast áleið- is út í lífið og er þetta eitt þrepið i þeirri keðju. Þau grundvallarmál, sem stjórnin hefur hvað mest barist fyrir á s.l. ári, er áframhaldandi tilveruréttur Styrktarsjóðs van- gefinna, sem hefur staðið undir byggingarkostnaði við flest heim- ili vangefinna í landinu síðan árið 1958. Ekki er enn útséð um það hvert framhald hans verður, en unnið er að þeim málum af kappi ‘með góðum skilningi félagsmála- ráðuneytisins. Þá hefur og mikið verið barist fyrir að vangefnir fái þá tannlæknaþjónustu í landinu, sem aðrir njóta samkvæmt lögum um tannlæknaþjónustu. Stjórn fé- lagsins hefur oftsinnis ýtt undir þetta mál við trygginga- og heil- brigðisráðuneytið og telur mjög brýnt að úrlausn fáist á fullnægj- andi tannlæknaþjónusu fyrir van- gefna í landinu, en árangur af því starfi er ekki þesslegur, að von sé til þess að þau mál komist í höfn á næstu mánuðum a.m.k., að óbreyttum aðstæðum. Þá hefur stjórnin unnið ötul- lega að því, að sett verði á heildar- löggjöf fyrir alla þjónustu og menntun vangefinna í landinu, en ísland mun nú vera hið eina af Norðurlöndunum, sem ekki hefur heildarlöggjöf fyrir vangefna. Þetta telur stjórnin mjög mikil- vægt, því að þessi mál eru öll í hinni mestu ringulreið og sýni- legt er, að vangefnir fá ekki sin réttindi að lögum i þjóðfélaginu, fyrr en komið verður á heildarlög- gjöf um þeirra málefni. Ur stjórn Styrktarfélagsins gengu Hörður Ásgeirsson og Sig- urbjörg Siggeirsdóttir eftir langt og gott starf. Stjórn félagsins í dag skipa: Magnús Kristinsson, Gunnar Þormar, Jóhann Guð- mundsson, Kristrún Guðmunds- dóttir, Davíð Jensson, Sveinbjörg Klemenzdóttir, Ragnheiður Jóns- dóttir, Sigurður Hallgrimsson, Halldóra Sigurgeirsdóttir og Ölaf- ur Ölafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.