Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNl 1976 Alvöru- borgin eftir Hugrúnu frúin. ,,Hver var það sem fyrirgaf óvin- um sínum, bað fyrir þeim, þótt þeir negldu hann á kross?“ In^a var fljótust að svara móður sinni. „Það var ,Jesús.“ „Það er alvejt rétt,“ sagói móðir hennar, „ojí lanyar ykkur ekki til þess að líkjast honum?" „É« ætla að vera eins og Jesúinn," sagði Kútur litli með mikilli alvöru. Hann var alltaf góður. „Ég ætla að biðja (!uð að blessa mennina, ef þeir krossfesta mig.“ Krakkarnir gátu ekki stillt sig um að hlæja. Það var svo erfitt að sýnast alvörugefrnn jafnvel undir þessum raunalegu kringumstæðum. Kút- ur gat stundum verið svo skringilegur. Kebekka tók fyrir munninn á bröður A B C TKIKNARINN sp.vr: Hvorl er það andlitið inorkt A, B oda U, scm heima á í rammanum? sínum og sagði í ávítunarrómi: „Svona máttu aldrei tala Kútur. Þetta er 1 jótt.“ „Ég má tala eins og þið,“ sagði drengur- inn og þreif í hönd systur sinnar. „Ég var ekki að tala ljótt. Ég ætla aldrei að blóta og aldrei að stríða neinum krökkum og aldrei aó brjóta niður borg.“ „Þú ert góður drengur," sagði frúin, „en nú langar mig til þess að bjóða ykkur í afmælið hans Bjössa næstkomandi laugardag. Hann var búinn að tala um það fyrir löngu en mig langar til þess að fá fleiri gesti þennan dag.“ „Hverja fleiri?“ spurði Bjössi og leit undrandi á móður sína. „Ég vil ekki fleiri gesti, bara krakkana á Harnri." „Mér datt svona í hug hvort þú myndir ekki samþykkja það að vió byðum honum Ara á Heiði. Hann þekkir svo fáa í sveit- inni og mig langar til þess að gera eitt- hvað fyrir hann, hann er hálfgeróur ein- stæðingur. Ertu ekki samþykkur þessu Bjössi minn?“ „Mamma hvernig dettur þér annað eins og þetta í hug?“ „Það er nú einmitt það. Mér datt það í hug þegar ég sá strákana vera að eyðileggja borgina ykkar. Ég hugsaði meö mér: Mikið eiga þessir drengir bágt. Þaó þarf að sýna þeim kærleika, sérstaklega Ara, sem hefur átt svo erfiða æsku. Þú mátt bjóða hinum tveimur líka, ef þú vilt, Þaö voru víst bræðurnir á Sandi. Annars er það ekki eins nauðs^ynlegt, en þú skalt ráða þessu." Krakkarnir stóðu steinþegjandi langa stund. Bjössi horfði á móður sína eins og hann gæti ekki trúað því sem hún var að segja. Hún hlaut að vera orðin eitthvaó rugluð i ríminu að láta sér detta svona vitleysu í hug, hvað þá að hafa orð á því. Nei, hann varð aó hafa vit fyrir henni. Þetta var bókstaflega hlægilegt. „Mamma, þú — þér hlýtur aó — ertu að meina þetta?“ „Já, ég meina þaö sem ég segi. Ég vil að þú bjóðir Ara í afmælið þitt.“ „Ég held að ég vilji þá bara enga afmælisveislu," sagði Bjössi. „Þú ert búinn að lofa því að bjóða okkur í af- mælið þitt,“ sagði Anna. „Við erum meira aó segja búin að kaupa handa þér afmælisgjöf." „Þegiðu", hrópaði Jonni. „Þessar stelpur geta aldrei þagað yfir neinu." „Ég sagði ekki hvað við værum búin að kaupa,“ sagði Anna sneypt. „Það varð aftur löng þögn. „Ég þarf að hugsa málið,“ sagði Bjössi, „ en þú hefðir ekki vtct> MORö-JKi KAFPINU Ég tek frjálst uppeldi framyfir hitt, — og þvf skulud þið ákveða sjálfir á hvorum ég b.vrja. Þrátt fyrir allt, ættir þú að vera þakklátur fyrir að eiga konu sem nennir að bóna gólfin. Hve oft má ég reyna? Presturinn: — Hevrðu, Jón minn, fullur ertu í dag og full- ur varstu í gær. Þú ert orðinn gamall maður og ættir að bæta ráð þitt áður en þú veikist og deyrð. Jón: — Ég hef nú drukkið alla ævina, prestur minn, svo að ég held að það sé orðið of seint fvrir mig að fara að hætta núna. Prestur: — Nei, nei, það er aldrei of seint — aldrei. Jón: — Nú fyrst það er svo — aldrei of seint — þá held ég að ég megi halda þessu áfram svo- lítið enn. Ferðalangur: — — Má ég spyrja, hvað klukkan er? Bóndi: — Hún er tólf. Ferðalangur: — Er hún tólf? Ég hélt hún væri meira. Bóndi: — Ó-nei, f þessari sveit verður klukkan aldrei meira, þvf að þegar hún hefur slegið tólf, byrjar hún aftur á einum og nær aldrei lengra en f tólf. Ég hef tekið eftir þér hér f vinnunni, Gvendur — enda annað ekki hægt, svo hrottalega sem þú hrýtur. Andrés: — Var það ekki skammarlegt, hvernig Jón hraut f kirkjunni í gær? Árni: — Jú, minnstu ekki á það, hann hraut svo hátt, að maður gat ekki einu sinni dott- að. X Ella litla: — Var ég í brúð- kaupinu ykkar pabba? Móðirin: — Nei, sem betur fer varstu það ekki. Ella: — Það er alltaf svona, ég fæ aldrei að vera með, þegar gestir koma. — Þeir segja, að sonur þinn, sem er í menntaskóla fyrir sunnan, sé skáld. Skrifar hann fyrir peninga? — Já, öll bréfin hans snúast um það að fá senda meiri pen- inga. Arfurinn í Frakklandi 79 — Spurningin er, sagði David. — Var hann að Ijúga eða sagði hann satt. Var einhver annar sem skaut Richardsson og stal sfðan peningasendingunni til and- spyrnuhreyfingarinnar? — Það getur varla verið. Því skyldi þessi óþekkti maður þá ekki hafa tekið gullið líka? — Hann gæti hafa heyrt einhvern koma. Til dæmis Carrier. Hann gæti hafa haldið það væru Þjóðverjar og þá hefði hann ekki talið á það hættandi. Hann hafði þó alténd þessi fimmtfu þúsund steriingspund upp úr krafsinu. — Það er vissulega möguleiki, sagði Gautier. — En ekki hvarflar að mér að trúa að Herault læknir hafi skotið Richardson og ég býst við að þeir þrfr hafi verið þeir einu sem vissu hvað f vændum var. — Það var ekki Herault. Það var fjórði maður f málinu. Ég er að minnsta kosti alveg sannfærð- ur um það. Það er eina skýringin á því sem gerzt hefur sfðan. Mér er sagt það hafi verið framkvæmd rannsókn sfðar. Varst þú yfir- heyrður? — Ég? Ilvers vegna hefðu þeir átt að yfirheyra mig? — Þú varst f andspyrnuhreyf- ingunni, skilst mér? sagði David. — Ég sá mynd af þér sem var tekin á frelsisdaginn. — Hver einasti ungur maður með vit f kollinum reyndi að kom- ast inn f einhver samtök and- spyrnuhreyfingarinnar. Þar fékk maður að borða, maður fékk byssu og dálitla þjálfun. Við börð- umst ekki míkið. Og enda þótt ég sé að vfsu mjög reifur á myndinni verð ég vfst að viðurkenna að afrek mfn f andspyrnuhreyfing- unni voru ósköp takmörkuð. Ég snattaði þó nokkuð og fór ýmissa erinda. En ég hef ekkert haldið þvf á lofti. Vegna þess að ég er það hégómlegur að mig langar ekki til að fólk viti hversu smátt peð ég var í þessum leik. Myndin segir þvf ekki nema þann sann- leika sem ég vildi sjálfur að hefði verið. Hvað hefði verið eðlilegra en brosa við þessu. En David stökk ekki bros. Gautíer reykti sígarett- una og horfði hugsi á hann. Spennan fór að breiðast út til hans Ifka. — Gekkstu Ifka erinda fyrir Ridchardsson? — Ég vissi hver hann var. En ég þekkti hann ekki mikið. — Ég held þú sért of Iftillátur, sagði David. Ég held að þú hafir gegnt mun mikilvægara hlutverki en þú vilt sjálfur vera láta. 0, já, mikiu merkilegra hlutverki. Og þú ert mikilsháttar maður hér. Ríkur ertu Ifka. Þú átt vissulega marga dýra og fallega muni á heimili: þfnu. Sumir þeirra hljóta að hafa verið fokdýrír. Og svo áttu dýrindis sumarhús og glæsi- legan bfl. Gautier hreyfði hvorki legg né lið. Hann mælti ekki orð af vörum. David andvarpaði þreytuiega. — Ég veit núna hver látna kon- an f Herault-húsinu var, sagði hann. — Það voru mistök að taka myndina niður. Það vakti athygli mína að hún var horfin. í herbergínu varð nú löng þögn. Gautier hugsaði djúpt. Hann stóp upp, drap í sígarett- unni og settist svo niður aftur. — Það var leiðinlegt, sagði hann. — Ég held f alvöru að þú vitir... David kinkaði kolli. —Systirin sem þú sagðir að væri dáin ... henni höfðu verið ætlaðir lengri Iffdagar. — Jæja, sagði Gautier. — Þú getur alténd ekki tengt hana á neinn hátt við mig. _ — Þú ert eina persónan sem ég get tengt hana við. Hún kom til að hitta mig, var það ekki rétt? Hver annar gat sagt henni að mín væri von? Stað og stund? Hvert annað myndi hún snúa sér en til þfn til að spyrjast fyrir um mig? Hvað var eðlilegra en lögfræðingur f jölskyldunnar, hinn virti og alúðlegi Jacques Gautier, kæmi á fundi með henni og mér? Meðal annarra orða, þá mátti reyndar ekki miklu muna. Og þú varst ekki nógu gætinn. Hún ferðaðist reyndar f sömu járnbrautarlest og ég. — Hún átti að koma fyrr, sagði Gautier. — En lestinni seinkaði og þá varð hún að bfða eftir næstu iest. Þannig stendur á þvf. — Og ég var einmitt í þeirri sömu lest. Og það sem meira var, við sátum f sama kiefa. Eg tók eftir henni og hugsaði um hana. Hvers konar kona hún væri. Ef hún hefð litið upp og horft fram- an f mig hefði hún kannski séð svip Madeleine af mér. Hver veit. Hún hefði kannski skilið að ég var maðurinn sem hún var á leið- inni að hitta. Þá væri hún lifandi núna og þú Gautier, hvar værir þú þá niðurkominn? 1 fangelsi fyrir morð sem þú framdir fyrir þrjátfu árum? Þvflfk skuld sem þú stendur f við mig, vinur minn. Fyrst drepur þú föður minn, Ian Richardsson og sfðan heilli kyn- slóð sfðar, drepur þú einu konuna sem gat upplýst sannleikann. Sennilega hefði hún getað sagt mér allt um móður mfna og hún hefði sennilega getað sagt mér frá dauða föður mfns. En eitt skil ég ekki. Fyrst hún vissi sannleik-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.