Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1976 11 Listahðtiö 1976 Brúðuleikur Helgi Tómasson. Kenneth Tillson. og ballett í Þjóðleikhúsinu FRAMLAG Þjóðleikhússins tii Listahátíðar er tvenns konar að þessu sinni. Það er sýning sænska Marionette-leikhússins og Þjóðieikhússins á Litla prinsinum eftir Saint Exupéry undir stjórn Michael Meschke. Hins vegar iistdanssýning, þar sem fram koma Helgi Tómas- son og Anna Aragno auk ís- lenzka leikflokksins, sem styrktur er tveimur karlmönn- um, Erni Guðmundssyni og finnska dansaranum Alpo Pakarinen. Stjórnandi er Eng- lendingurinn Kenneth TiIIson. Dansa þau Helgi og Anna Aragno tvo tvídansa, en dans- flokkurinn þrjá balletta. Sagan um Litla prinsinn, sem kom niður á jörðina, er alþekkt ævintýri og til í vandaðri is- lenzkri þýóingu. Þar er sýning sem börn og fullorðnir hafa gaman af. Hér fáum við hana í nýjum og sérstæðum búningi, bæði með leikurum og brúðum. Michael Meschke leikhússtjóri Marionette-leikhússins í Stokk- hólmi kemur hingað við fimmta mann með sýninguna, sem að mestu er flutt af brúðum, en á Anna Aragno. Dansarinn Alpo Pakarinen. Helgi Tómasson kemur á mið- vikudag frá New York ásamt ballettdansmeynni Önnu Aragno, en þau dansa í Þjóð- leikhúsinu á laugardag og sunnudag. Helga þarf ekki að kynna hér, hann er einn af þekktustu dönsurum í heimi og starfar við New York City Ballet. Anna Aragno er ítölsk að uppruna og er sólódansari við ballet Metropolitanóper- unnar, eins og fram kom, er hún vqr kynnt hér í blaðinu nýlega. Helgi og hún munu dansa tvo tvídansa éða Pas de deux, úr Hnotubrjótnum við tónlist Tsjaikovskís og úr Don Quiquote við tónlist Leos Min- gus. Á sömu sýningu dansar svo íslenzki ballettflokkurinn ung- verska dansa eftir Ingibjörgu Björnsdóttur tvo balletta, sem balletmeistarinn Kenneth Till- son hefur samið og æft. En- hann er ásamt finnska ballet- dansaranum Alpo Pakarinen gestur Þjóðleikhússins á lista- hátíð. Fyrri ballettinn er stuttur og saminn við tónlist eftir Glazunov. Hinn síðari nefnist Kerran og er dansaður við tónlist Prokoffieffs. Kerran fjallar um fjölskyldu farand- leikara og ókunna stúlku, sem kemur einhverju róti á fjöl- t)r ballettinum Kerrunni, sem Prokoffieffs. skyldulífið í flokknum. Hefur þessi ballett Tillsons verið sýndur víðar á Norðurlöndum, en hann hefur starfað sem kennari, danshöfuúdur og ball- ettmeistari í Danmörku, Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. í kerrunni dansa þær Guðmunda H. Jóhannesdóttir og Ásdís Magnúsdóttir móðurina Maríu, Örn Guðmundsson dansar Mikaelo, eldri son hennar, Alpo Pakarinen Carlo, yngri soninn, Guðrún Pálsdóttir og Ingibjörg Pálsdóttir Miriam, konu hans, Kenneth Tillson samdi við tónlist og Brosandi landi eftir Léhar. Hann er mjög fjölhæfur lista- maður, hefur leikið, leikstýrt, samið dansa og dansað viða um land. Einnig fengist við dans- kennslu á ólíkustu stöðum svo sem i Ástralíu, Kanada, Japan, Hong Kong og viðar. Hann hef- ur starfað við óperuna i Ösló og m.a. samið dansa í Ödipus Rex eftir Stravinsky. Nú vinnur hann að samningu balletts fyrir Konunglega danska ballettinn og mun halda því verki áfram að lokinni dvöl sinni hérlendis. meðan dvöl Svíanna stendur, æfa þeir íslenzka leikara inn í sýninguna, þannig að raddir Úr Kerrunni. Stúlkur úr fslenzka dansflokknum, sem f þessari sýningu er styrktur með tveimur karlmönnum, Erni Guðmundssyni og finnska dansaranum Alpo Pakarinen. Helga Bernhard og Ölafia Bjarnleifsdóttir Gabriellu sak- leysingja og Auður Bjarnadótt- ir og Nanna Ólafsdóttir ókunnu stúlkuna Teresu. Finnski gesturinn í þessari sýningu, Alpo Pakarinen, hefur stundað balletnám í Finnlandi, en dvalið sl. 2 ár i London við nám og störf. Hefur hann stundað nám við Dance Center í London og komið fram með London Festival Ballet og víð- ar. Hann er 26 ára gamall. Kenneth Tillson, höfundur dansanna og ballettmeistari og viða starfað og m.a. verið ball- ettmeistari 6 ballettflokka, þar á meðal New London Ballet, sem hann hefur nýlega fárið með i sýningarferO til Norður- Ameríku með Margot Fonteyn i fararbroddi. Hann er búscttur í Ösló, þar sem kona hans er primaballerina við Norsku óperuna. í vetur hefur hann m.a. starfað i Þrándheimi við sviðsetningu á Kaupmanninum í Feneyjum eftir Shakespeare persónanna eru íslenzkar og þessir leikarar taka svo við sýn- ingunni og sýna hana áfram i haust. Marionette-leikhúsið hefur lánað brúður og sviðs- búnað, sem er að ýmsu leyti sérstæður, hluti sýningarinnar er leikinn i útfjólubláu ljósi, þannig að leikarar geta hreyft sig svartklæddir ósýnilegir um sviðið, en brúðurnar og leik- munir eru sýnileg. Flugmaður- inn er eina lifandi persónan í sýningunni og leikur hann Sig- mundur Örn Arngrímsson. Þessi sýning leikhússins er með frægari sýningum og var m.a. send til Asíulands á síðast- liðnu ári og hlaut mjög góðar viðtökur. Marionetta-leikhúsið hefur einu sinni áður komið hingað til lands, á listahátið 1970 með Bubba kóng eftir Al- fred Jarry. I fyrravor kom Meschke aftur og hélt nám- skeið í leikbrúðugerð á vegum Bandalags ísl. leikfélaga i Litli prinsinn kemur niður á jörðina og hittir fiugmanninn, vin sinn í eyðimörkinni. Þarna er blandað saman brúðuleik og hlutverki leikara. Litli Prinsinn og refurinn. Rödd litla prinsins leikur Monika Barth f sænsku útgáfunni, en Angeta Ginsburg er refurinn. Islenzkir leikarar taka svo við hlutverkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.