Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNI 1976 29 VELVAKANDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 14—1 5, frá mánudégi til föstu- dags. 0 Ljótur leikur Ólafur Tryggvason skrifar: Á uppstigningardag klukkan 10.30 um morguninn gekk ég sem oftar bak við Grandann. Bak við Slysavarnaskýlið (Gróubúð) er frárennsli frá grandanum, stór og breiður stokkur. Þar eru oft strákar með færi að veiða ufsa, og mikið er af grámáv og svartbak. Við frárennslið þarna er stór- grýttur varnargarður til að hlífa Slysavarnaskýlinu við stórsjó, sem oft er þar. Eg geng aldrei svo fram hjá þessum stað, að ég ekki gái yfir garðinn, að frárennslinu. Þennan morgun var logn og lágsjávað og engir fuglar og er það sjaldgæft. Er ég gægðist yfir garðinn, blasti við ljót sjón. A stokknum, sem er breiður steyptur flötur, stóð grá- mávur með eitthvað stungið í brjóstið og nælonþráður þar úr. Hann var bundinn upp i stór- grýtið. En til þess að fuglinn hefði lítið svigrúm, var stór steinn lagð- ur ofan á þráðinn, svo fuglinn héldi sig á stokknum. Þegar styggð kom að fuglinum streittist hann við og bungaði þá út brjóstið á honum, en ekkert lét undan. Ég hringdi á lögregluvarð- stofuna og lýsti þessari sjón. Ég var beðinn um að vera staddur þarna og vísa lögregluþjónunum á staðinn. Þeir komu kl. 2 með skammbyssu og skutu fuglinn, því stór öngull var í gegnum skipið á brjóstinu. Þess vegna rifnaði ekki út úr, þegar fuglinn spyrnti á móti. Þeir sem unnu þetta níðingsverk, hafa á ein- hvern hátt náð fuglinum, til að ganga frá þessum stóra öngli. Þetta hefur verið kvalafullt. Mér finnst svona níðingsverk ekki vera til að leyna þvi. En ég hefi ekki séð þess getið frá lögreglunni. Þess vegna skrifa ég þetta. Enginn vafi er á því að strákarnir, sem þarna stunda veiðar, hafa gert þetta og fengið að vera i friði við það, því fáir líta yfir þetta stórgrýti, þó að ég geri það oft. 0 Laugardals- garðurinn S. Björnsdóttir skrifar: Einu sinni lét maðursigdreyma um að geta dvalið i þessum for- ann, hvers vegna sagði hún þá ekki orð f þrjátfu ár? — Eg veit það ekki, sagði Gautier. — Ég veit heldur ekki hvað hún vissi mikið. Hún hafði minnzt á bréf. Hún sagði að Simone hefði beðið sig að koma til þfn boðum, ef Simone dæi og þú kæmir til Frakklands að heimta arf þinn. Hún hafði búizt við þvl að hitta þig. Eg hafði sagt henni ég myndi koma því ( kring. Hún var ekki tortryggin í minn garð. Hún hafði aðeins áhyggjur af því að hún myndi verða of sein f klaustrið aftur. IIann þagnaði. — Hún vildiekkigefa mér þær upplýsingar sem hún ætlaði þér. Eg reyndi að fara að henni með góður og reyna að fiska upp úr henni, hvað hún vissi I raun og veru míkið. Eg hélt hún hlyti að vita allt. Ég var sannfærður og hef alltaf verið það að Richards- son hafi lifað það að skýra frá þvf hver skaut hann. Eg hef beðið öll þessi ár f ótta að einhver kæmi og benti á mig og segði: Þarna er morðinginn. Þess vegna varð ég að drepa hana. En þegar ég leit- aði f fötum hennar fann ég ekkert bréf, reyndar ekki nokkurn skap- aðanhlut. kunnarfagra garði að sumarlagi, en nú hefur draumurinn rætzt, nú er hann orðinn eign okkar allra. Ég hef eytt þarna mörgum sumardögum með litla syni mínum, en nú er strákurinn orð- inn 7 ára, og segist ekki „nenna að hanga þarna Iengur“ það megi ekki einu sinni leika sér með bolta. Börn láta sér ekki nægja að horfa á gróðurinn, það þarf að vera eitthvert líf, eitthvað skemmtilegt. Hvernig væri að koma þarna fyrir virkilega „spennandi" leiktækjum fyrir börnin. Þetta þarf ekki að taka út yfir stórt svæði, garðurinn er svo geysilega stór. Eg þori nú varla að minnast á Tívoli því að við erum svo skuld- ug, en væri ekki athugandi að stefna að þvf? Þetta var bréf S. Björnsdóttur. Velvakandi minnist þess að hafa fyrir skömmu séð auglýsingu i blöðunum frá garðyrkjustjóra, þar sem auglýst var eftir þeim, sem reka vildu leiktæki, minigolf eða eitthvað slikt, i skemmtigörð- um borgarinnar. En ekki er Vel-; vakanda kunnugt um hvað úr hefur orðið. Það er satt, að Laugardals- garðurinn er orðinn góður úti- vistarstaður með flötum og lund- um til skjóls. Og margir taka með sér auk bolta einhver leikföng fyrir börnin að leika sér með, sippubönd, eitthvað að byggja úr og ýmislegt slíkt. Það gildir bara að skilja það ekki eftir, heldur þrífa eftir sig. Aðrir una þar í friði i kyrrð og hvfld, og varla væri allir ánægðir með tivoli á þessum stað, eða mikil læti, umfram þau sem börnin fram- kalla sjálf í leik sínum. # Yfirfljótanleg vantsorka Sigurður Draumland skrifar: Er ekki yfirfljótandi vatnsorka hér á íslandi, svo það borgaði sig að fullnýta hana með erlendu fjármagni og selja afgangs raf- magn til annarra landa, gegnum sæstreng? Kæmu þá einkum til greina landshlutar erlendis, t.d. Grimsby á Englandi o.s.frv. Auglýsendur athugið Auglýsingar sem birtast eiga í Morgunblaðinu laugardaginn 5. júní (síðasta útkomudag fyrir Hvítasunnu) þurfa að hafa borist auglýsinga- deildinni fyrir kl. 1 1 föstudaginn 4 júní. Auglýsingar sem birtast eiga í miðvikudags- blaði 9. júnt þurfa að berast fyrir kl 1 1,8. júní. Auglýsingadeild Morgunblaðsins. HÖGNI HREKKVÍSI ,Högni. Þetta er ekki mús— heldur dverghundur!* S2P S\G6A V/öGA % 1/LVtRAU Á börnin í sveitina Heklupeysur Heklubuxur Denimsett Ullarhosur Strigaskór Stígvél Styðjum íslenzkan iðnað cyiusturstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.