Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1976næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. JUNl 1976 23 Aðalsteinn Ingólfs- — Minningarorð son Laugardagsmorguninn 15. þ.m. þegar íbúar Hafnarkauptúns, þessa litla friðsæla staðar, risu úr rekkju, var sem þeir hefðu vakn- að af þungum löngum svefni. Eitthvað voðalegt hlaut að hafa gerst. Fánar blöktu í hálfa stöng víðsvegar um bæinn. Og hin voðafrétt barst til eyrna manna. Einn af æskumönnum héraðsins, aðeins 17 ára gamall piltur, hafði þá um nóttina beðið bana af vélvæðingu nútímans. Þessi ungi piltur var Aðalsteinn Ingólfsson, Bogaslóð 15 hér á Höfn. Hann var fæddur 6. apríl 1959 og þvi nýorðinn 17 ára, þegar jarðnesku æviskeiði hans lauk. Aðalsteinn var sonur hjón- anna Fjólu Rafnkelsdóttur og Ingólfs Eyjólfssonar. Þeim hjón- um ásamt systkinum og nánustu ættingjum hins látna er nú mikill harmur búinn, að sjá á eftir ást- ríkum syni og vini, sem svo mikl- ar vonir voru við bundnar. En máltækið segir „Enginn ræður sínum næturstað", og þó að ég hafi ekki fram til þessa talið mig forlagatrúar, þá held ég naumast að komist verði hjá að hugleiða þetta forna spakmæli, ef hugsað er til þeirra ógnaratburða, sem yfir okkar fámenna byggðarlag hafa dunið hin síðari árin. Aðalsteinn heitinn, eða Alli eins og hann var gjarnan kallaður i stórum vinahópi og skólafélaga, var ákaflega farsæll unglingur, fastur fyrir og traustur, eins og hann átti kyn til. Leitaði ekki mikið á, en var mjög glaðlyndur og góður félagi þeim, sem til hans leituðu. Hér um get ég talað af eigin reynslu, því auk þess að hafa eftirlit með honum í skóla á fyrstu árum skólalærdóms, eða allt til fermingaraldurs og kenna þó nokkuð, var hann nábúi okkar hjóna og margra barna um árabil. Mikil vinátta tókst með þeim frændum og jafnöldrum Gísla Sverri syni okkar og Alla litla. Sú vinátta hélst til síðustu stundar, enda þó að samband þeirra yrði minna hin seinni árin þegar lengra varð á milli heimila þeirra og leiðir skildi nokkuð vegna skólagöngu. Ég minnist nú þeirra stunda, er þeir félagarnir sem ungir strákar léku sér saman, oft- ast tveir einir, heima hjá öðrum hvorum. Þannig gátu þeir dundað heilu dagana án þess að nokkur þyrfti að skipta sér af þeim. Og vissum við hjónin af þeim saman, höfóum við engar áhyggjur af þeim félög- unum. Yfirgangur var ekki til í huga Alla, en þar i móti sáttfýsi og glaðværð, ef eitthvað bar á milli. Aðalsteinn var nú í vor að ljúka gagnfræðaprófi og hann var bú- inn að leggja á ráðin um áfram- haldandi menntun næsta vetur og einhverja áætlun var hann búinn að gera fram í tímann. Þessi ungi maður hafði þvf markað sér stefnu. Þrek hafði hann mikið og vilja nægan. Við, sem lifum á þessari storma- sömu jarðkúlu, sjáum ekki fleiri Sigurður F. Olafsson Vinur okkar og félagi, hann Sig- urður Ólafsson, eins og við nefnd- um hann jafnan, er farinn héðan af jörðu. Það er þungbær missir hinu fá- menna félagi okkar að fá eigi lengur notið starfskrafta og and- legs stuðnings hans, því að hann er einn af okkar allra beztu mönn- um. Ekki er aðeins að hann hafi borið af okkur hinum með fram- úrskarandi prúðmannlegri fram- komu sinni, heldur hafði ein sam- an nærvera hans einhver svo já- kvæð og róandi áhrif á aðra. Sigurður Ólafsson var einn þeirra manna, er fylgja skoðun sinni einarðlega og óhikað eftir og láta verk fylgja orðum. Allt frá stofnun Félags nýalssinna var hann traustur stuðningsmaður þess, og þó að barátta svo örfárra og vanmegna einstaklinga sem við erum, hafi oft tekið á taugarn- ar svo um munaði, lét hann það aldrei á sig fá, en hélt jafnan geðró sinni. Þegar félagið réðst i það, sem nokkurt afrek má kallast á þess mælikvarða, að endurútgefa Nýal I vandaðri útgáfu, gerðist Sigurð- ur strax einn virkasti fram- kvæmdamaður þess verkefnis og þegar' svo tekizt var á við enn stærra verkefni, þar sem var bygging Stjörnusambandsstöðv- ar, hinnar fyrstu hér á jörð, varð hann aðalmaðurinn i þvi máli. Og svo annt lét hann sér um, að það verk væri vel af hendi leyst, að hann fylgdist með byggingunni daglega. Er það til efs, að úr fram- kvæmdum hefði orðið, ef hann hefði eigi veitt málinu svo örugga og trausta forystu. Sigurður var bæði sjálfsagður og hefði verið sjálfkjörinn for- maður félagsins, en hann færðist eindregið undan slíku vegna meó- fæddrar hæversku og einnig átti hann við vanheilsu að stríða. Hann lét það þó ekki aftra sér frá að takast á hendur langvandasam- asta hlutverkið i stjórn félagsins, nefnilega að sjá um fjármálin. Mætti nú margur félagsskapur- inn vel við una að hafa slíka menn í sínum röðum, en ennþá er þó ótalió það verkið sem hann mat mest og sem hann batt mestar vonir við, en sem fáum er senni- lega kunnugt um, en þaó voru miðilsstörf eða sambandstilraun- Guðrún Margrét Ingi- marsdóttir - Minning Fædd 4. marz 1945. Dáin 30. aprfl 1976. Guðrún Margrét Ingimarsdóttir var fædd 4. marz 1945 á Sjávar- borg í Seyðisfirði, hjá ömmu sinni og afa, sem hún hafði miklar mæt- ur á. Hún var dóttir hjónanna Elsu Björnsdóttur og Ingimars Þorlákssonar, sem síðar bjuggu í Siglufirði. Bettý eins og við kölluðum hana ólst þar upp. Hún var elst af stór- um systkinahópi, en við vorum níu. Auðvitað skiptast á skin og skúrir á svo f jölmennu heimili, en öll erum við systkinin sammála um það, að við áttum dásamleg uppvaxtarár heima hjá mömmu og pabba. Bettý átti sinn þátt í því. Þegar vandamál æskunnar bar á góma en eins og allir vita eru það oft viðkvæm mál, sem manni finnast varla hægt að segja neinum, þá var alltaf hægt að ræða við Bettý. Þannig var hún, mild, góð og skilningsrík. Hún átti auðvelt með að slétta úr hrukkum smámálanna og bæta úr ef ein- hver átti um sárt að binda. Það var ekki einungis við fjölskylda hennar sem nutum þessarar góð- vildar heldur allir, sem hún taldi sig geta orðið að liði. Bettý hafði mikinn áhuga á hjúkrunarmálum, hún fór til Dan- merkur og vann þar á sjúkrahúsi rúmt ár. Þar kunni hún vel við sig og átti marga góða kunningja frá þeim tíma. Eftir heimkomuna vann hún nokkur ár á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Bettý var hamingjusöm kona. 2. sept. 1965 eignaðist hún dóttur, þessi litla stúlka var augasteinn móður sinnar frá því hún leit dagsins ljós. 4. júni 1967 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Birni Jónassyni, bankamanni hér I bæ. Það var gaman að heim- sækja Björn og Bettý, heimilið var stórglæsilegt og ungu hjónin höfðingjar heim að sækja, enda var oft mannmargt og glatt á hjalla á Háveginum. Nýlega höfðu þau hafið byggingu á einbýlishúsi, sem þau höfðu ákveðið að flytja í á næsta ári. Allt lék i lyndi. En sorgin gleymir engum. Bettý lagðist ipn á Borgarspítal- ann. Lengi hafði hún von um fullan bata, von um að komast heim til mannsins sins, litlu dótturinnar, foreldranna og annarra vanda- manna i Siglufirði. Hún bað Guð af heitu hjarta að gefa sér heilsuna og lifið, bað og bað og það gerðum við öll. Enginn veit hvað hún leið, þegar henni var ljóst að komið var að lokadegi, hún sagði það aldréi neinum. Á svona stundu spyr maður ósjálf- rátt. Hvers vegna góði Guð. Við þeirri spurningu fæst aldrei svar. Siðast þegar við hittum hana, og stóðum hljóð og döpur við sjúkrarúm hennar, þá var hún eins og áður, stóra systir, sem reyndi á allan hátt að létta okkur þann harm er hún vissi að beið okkar. Nú að síðustu viljum við þakka Bettý fyrir ótal góðar og glaðar stundir, sem við áttum saman. Við þökkum henni fyrir hvað hún var trygg og trú allri fjöl- skyldu sinni til æviloka. Við systurnar þökkum henni sérstak- lega fyrir börnin okkar. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja litlu dóttur hennar og manninn hennar, sem stóð svo dyggilega við hlið henni, þegar mest á reyndi, foreldra, tengda- foreldra og aðra ástvini. Systkinin. drauma Alla litla Ingólfssonar rætast. En við vitum og trúum að nám hans og starf haldi áfram. En nú í öðrum og meiri skóla en við gátum búið honum hér á jörðinni. Skóla, sem við öll eigum eftir að ganga í. Og við vonum að í þeim skóla rætist allir okkar draumar. Ibúar Hafnarkauptúns eiga nú á bak að sjá ungum, efnilegum og atorkusömum samborgara. Sam- borgara, sem án efa hefði helgað sinu heimahéraði alla starfskraft- ana. Hann átti allt lífið framund- an, eins og við gjarnan segjum. Hann átti svo mikið ógert. Við öll söknum. þessa unga, elskulega pilts. En harmur okkar er þó smá- vægilegur og söknuður okkar létt- vægur, hjá því stóra sári, sem nú hefur verið rist í hjörtu ástríkra foreldra, systkina og aldinna afa og ömmu. Gimsteinninn þeirra, sem allir bundu svo miklar vonir við, er allt i einu horfinn. Hann er ekki týndur, en þau sjá hann ekki lengur. Eg held að það sé ógern- ingur fyrir þá, sem ekki hafa upp- lifað slíkar kringumstæður að gera sér í hugarlund hvílíkar and- legar sálarkvalir þetta blessaða fólk líður. Það verður erfitt að græða þau sár, sem nú blæða, og sjálfsagt gróa þau aldrei. En eina huggunin þeirra mun þó vera vissan um það, að litli drengurinn þeirra, sem þau unnu svo mjög, sé nú í örmum þess, sem öllu ræður og alls gætir. Megi minningin um þennan elskulega dreng og góður Guð verða þeim Fjólu og Ingólfi, afa og ömmu og öðrum nánum eftir- lifendum sá styrkur, sem þau þarfnast í miklum og sárum sökn- uði. Guð blessi minningu hins látna drengs. Arni Stefánsson. — Kveðja ir, eins og nýalssinnar kalla það, sem hann tók virkan þátt í. Til þess var Stjörnusambands- stöðin reist. Til þess, f samræmi við lífsskoð- un hans og okkar, að freista þess að ná sambandi við göfugri og lífmagnaðri verur á öðrum stjörn- um og reyna með þvf að opna farveg göfgandi og lífmagnandi áhrifum til einstaklinga og til mannkynsins í heild. Er það mjög svo einkennandi fyrir þennan góða dreng að hafa gert slíka stefnu áð sinni, og enda þótt við njótum hans eigi lengur hér á meðal okkar, þá er hitt vfst, að samstarfi okkar er alls ekki lokið. Nú er hann, sem veit svo vel hve vandamál okkar eru gífur- leg og hversu heitt við þráum upplýsingar um hvernig betur megi standa að hlutunum, kom- inn þangað, sem betur er vitað. Kominn þangað, sem sú stefna hefir sigrað, er hann barðist fy. ir að tekin yrði hér á jörð, þangað — eins og hin dásamlegu orð Nýals segja,.....þar sem ekki einungis enginn er Ijótur, heldur á engan hátt öðruvisi en fagur og fríður, enginn sjúkur, ekki einu sinni veill eða ósterkur, enginn illa inn- rættur, ekki einu sinni á nokkurn hátt öðruvísi en göfugur, enginn fávís, ekki einu sinni ófróður um neitt af því, sem allt mannkyn varðar, eða sérstaklega kemur til hans að vita ...“ Heill og gæfa fylgi Sigurði á lifstefnujörð þeirri, þar er hann nú lifir. f.h. Félags nýalssinna K.N. HörðurÓlafur Eydal—Minning Hörður Ólafur Eydal, Hliðar- götu 8, Akureyri, lézt þann 3. apríl síðastliðinn og var til moldar borinn þann 12. sama mánaðar. Hörður var fæddur á Akureyri 13. febrúar 1909, elztur barna þeirra hjóna Guðfinnu og Ingi- mars Eydals ritstjóra. Hörður ólst upp á Akureyri með foreldrum sínum í hópi fjögurra systkina, en þau eru Hlíf, Brynjar, Þyri og Gunnar Birgir, sem er búsettur í Reykjavík. En hin systkinin þrjú hafa alla tíð verið búsett á Akur- eyri. Þann 13. september 1930 kvæntist Hörður Pálfnu Indriða- dóttur frá Búðum í Fáskrúðsfirði. Þeim varð þriggja sona auðið. Þeir eru: Ingimar kennari og hljómlistarmaður, kvæntur Ástu Sigurðardóttur sjúkraliða, Finn- ur hljómlistarmaður, kvæntur Helenu Eyjólfsdóttur söngkonu, Gunnar lögfræðingur í Reykjavfk, kvæntur Ásgerði Ragnarsdóttur kennara. Á ísafirði býr einnig sonur Harðar, Kristbjörn, sjómað- ur en móðir hans var Margrét Friðriksdóttir. Kona Kristbjarnar er Steinunn Guðmundsdóttir kennari, og er hann elstur þeirra bræðra. Eins og að líkum lætur átti Hörður stóran hóp sonar- barna og má með sanni segja, að sá prúði hópur hafi verið Herði afa þeirra kær. Hörður var starfsmaður hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Ey- firðinga alla sína starfsævi. Þegar Jónas Kristjánsson, sem veitti þessu fjöreggi Eyfirðinga for- stöðu fyrstur manna, tók að und- irbúa byggingu og vélvæðingu mjólkursamlagsins á miðju sumri 1927 réð hann þá Hörð og Svavar Helgason, sem nú er forstjóri Smjörlíkisgerðar KEA, sér til að- stoðar. Þegar mjólkurbúinu hafði verið hleypt af stokkunum gerðist Hörður starfsmaður þess og var það til æviloka. Lengst vann Hörður við ostagerð. En af þessu má ráða að starfstimi Harðar hjá mjólkursamlaginu hefur verið orðinn iangur, eða um það bil hálf öld. Samferðamenn okkar á lífsleið- Framhald ð bls. 20 Námskeið í blástursaðferð og nokkrum öðrum meginatriðum skyndihjálpar, verður haldið á næstunni. Námskeiðið verður í þrjú kvöld (9 kennslustundir) J 7 Þátttaka óskast tilkynnt strax i sima 28222. svo unnt sé að vita um fjölda þátnakenda. )'Vv^*VA ' / Komið og lærið — það kann að verSa öSrum til lifs. REYKJAVÍKURDEILD RauSa kross íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 118. tölublað (02.06.1976)
https://timarit.is/issue/116484

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

118. tölublað (02.06.1976)

Aðgerðir: