Morgunblaðið - 12.06.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.06.1976, Qupperneq 10
10 MORGIJNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JUNÍ 1976 I>ossir nemendur luku raungreinadeildarprófi 1 Revkjavík. Talið frá vinstri (standandi) Sfmon Már (iissurarson, Páll Arnason, Sólmundur Jónsson llrólfur Jónsson, Evjólfur Ámundason. Jóhannes Jóhannesson, Guðjón Ingi Gestsson, Jón II. Ólafsson, Finnur Sturluson, Níels Ólafsson, Sigurður Ilaraldsson, Ólafur II. Jónsson, Guðjón II. Árnason og Stefán L. Stefánsson. Sitjandi frá vinstri: Ólafur Jens Pétursson deildarst jóri undirhúnings- og raungreinadeildar og Bjarni Kristjánsson rektor. Tækniskólinn braut- skráir 39 nemendur Skólinn færir SKÓLASLIT fóru fram I 12. sinn við Tækniskóla Islands, laugard. 29. maí s.l. t ra-ðu rektors, Bjarna Kristjánssonar, kom meðal annars fram, að á skólaárinu stunduðu 242 nemendur nám við skólann. Brautskráðir voru: 16 meina- tæknar; 13 byggingatækni- fra'ðingar; 5 raftæknar; 5 véltæknar og var það fyrsti hópurinn. Við skólaslitin fengu 6 raf- magnsmenn og 4 vélamenn áfangaskírteini, en þeir eiga f.vrir höndum 2ja ára nám til tæknifræðiprófs við danska tækniskóla. Raungreinadeild út kvíarnar og undirbúningsdeild starfa einnig á Akureyri og á Isafirði. Raungreinadeild luku með full- nægjandi árangri 21 nemandi og undirbúningsdeild 36 nemendur. Hæstu meðaleinkunnir á vor- prófi hlutu nú: Byggingadeild, tæknifræðisvið. 1. hluti Bragi Haraldsson 8.6 2. hluti Steingrímur Hauksson 8.0 3. hluti Ómar Örn íngólfsson 8.5 Rafmagnsdeild, tæknifræðisvið, Kristinn Daníelsson 8.8 tæknasvið, Valgeir Kárason 8.7 Véladeild, tæknifræðisvið, Valgeir Hallvarðsson 8.7 tæknasvið, Þorbjörn Stefánsson 8.1 Meinatæknadeild 1, Margrét Agútsdóttir 8.9 Raungreinadeild, Oddur Ingavarsson 8.4 Undirbúningsdeild, Björn Eiríksson, Friðrik Jósepsson, Jón Eiríksson og Viðar Harðarson, allir með 8.4. Skólinn starfar nú í nýju rúmgóðu húsnæði að Höfða bakka 9. Inngönguskilyrðum hefur nú verið breytt, og í því sambandi er einna merkust sú stefna að hleypa inn i undirbúningsdeild- Framhald á bls. 20 Þessir nemendur luku prófi í 1. hluta tæknifræðináms, vélum og rafmagni. Standandi frá vinstri: Baldvin Viðarsson, Þórður Árnórsson, Magnús M. Valdimarsson Kristján Hauksson, Kristinn Danfelsson, Asgeir Magnússon, Valgeir Hallvarðsson, Pétur Sigurbjörnsson og Jóhann Karlsson. Sitjandi frá vinstri: Stefán Guðjohnsen deildarstjóri rafmagnsdeildar, Bjarni Kristjánsson rektor og Helgi Gunnarsson deildarstjóri véladeildar. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands: Búið að greiða 88% af gmndvaUarverði kindalijöts sL hausts AÐALFUNDUR Sláturfélags Suðurlands var haldinn sl. mið- vikudag í Félagsheimilinu Árnesi 1 Gnúpverjahreppi. Á fundinum kom fram að heildarvelta SS á sfðasta ári var 3.941 millj. kr. og er það 58,6% aukning frá árinu áður. Af fyrrnefndri tölu nam velta afurðadeilda 1546 millj. króna. Rekstrarkostnaður Slátur- félagsins hækkaði um 59,2% i árinu. Á sl. ári greiddi SS meðal grundvallarverð fvrir framleiðslv ársins 1974, en það voru kr. 299,81 á I. flokks dilkakjöt. Nú hafa ver ið greidd um 88% af grundvallar verðinu til bænda fvrir fé, sem slátrað var á sl. hausti. Sölutekjui matvöruverzlana SS jukust um 99,2% miðað við árið áður. For- maður stjórnar Sláturfélags Suð- urlands var endurkjörinn, Gísli Andrésson, bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós. Á aðalfundi Sláturfélagsins mættu 88 kjörnir fulltrúar en fé- lagar SS eru nú 4443 í 43 deildum. Fundarstjórar voru kjörnir Jón Ólafsson, Eystra-Geldingaholti, og Guðmundur Brynjólfsson, Hrafnabjörgum. í skýrslum for- manns SS, Gísla Andréssonar, og Jóns Bergs, forstjóra, var gerð ítarleg grein fyrir starfi SS og afkomu á síðasta ári. Fram kom að SS fékk í sl. ári til sölumeð- ferðar meiri afurðir en nokkru sinni fyrr. Helztu framkvæmdir á vegum SS á árinu voru stækkun á frystihúsinu á Hvolsvelli, en sök- um lánsfjárskorts voru fram- kvæmdir mun minni þar en ráð- gerðar voru. Þá var keypt hús- næði Mjólkursamsölunnar við Háaleitisbraut. Nálægt 40 millj. kr. var varið til endurbóta á fast- eignum félagsins og keyptar vélar og áhöld fyrir 56,5 millj. kr. Rekstur sútunarverksmiðju SS gekk mjög vel á árinu og nam heildarsala frá henni 160,6 millj. kr., þar af var flutt út fyrir 112 millj. Eins og áður sagði jukust sölutekjur matvöruverzlana um 99,2% á árinu miðað við árið áður og munaði þar mestu um að verzl- unin 1 Glæsibæ var aðeins starf- rækt í 2 mánuði á vegum SS árið 1974 en allt árið 1975. I stjórn SS eiga sæti: Gísli Andrésson, Neðra Hálsi, Sigurður Tómasson, Barkarstöðum, Siggeir Lárusson, Kirkjubæ, Helgi Jó- hannsson, Núpum, og Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lambhaga. r Ujfar Jacobsen: 8 daga Jónsmessuferð NÚ UM Jónsmessuna býður Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen uppá nýja ferð um Borgarfjörð, Snæfellsnes og allan Vestfjarða- kjálkann. Þetta er 8 daga ferð skipulögð af Gísla Guðmunds- syni, leiðsögumanni, sem einnig verður fararstjóri. Lagt verður af stað laugardag- inn 19. júní, ekið um Borgarfjörð til Stykkishólms og gist þar. Næsta dag er Nesið skoðað ræki- lega og gisting á sama stað. Þriðji dagurinn hefst með ferð á m/s Baldri norður um Flatey til Brjánslækjar og þaðan ekið um Barðaströnd og Örlygshöfn til Látrabjarga, til baka að Gjögrum og gist þar. Næsta dag er ekið norður um fjöll og firði alla leið til Bolungarvíkur og gist þar. Þaðan til baka til ísafjarðar og eftir nokkra viðdvöl þar er ekinn hinn nýi Djúpvegur inn að Reykjanesskóla og gist þar. Á sjötta degi er haldið suður yfir Þorskafjarðarheiði til Reykhóla- sveitar norður yfir Tröllatungu- heiði til Hólmavíkur og áfram til Bjarnarfjarðar til gistingar á Klúku. Næsta dag eru Norður- strandir skoðaðar og verður það mjög eftirminnilegur dagur. Gist aftur að Klúku eða Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Síðasta og áttunda daginn er haldið suður Framhald á bls. 11 Sr. Bernharður Guðmundsson skrliar frá flddis flbeba Með villimönnum Múldýrin feta sig upp brekk- una og það sést á baksvipnum, hve sonum okkar fínnst þetta mikið ævintýri. Við erum á leið til fundar við foreldra og kenn- ara í skóla einum sem kristni- boðið rekur inni i héraði all- langan veg frá aðsetri okkar í Beghi. Moldin er falleg og frjósöm á þessum slóðum. Fjölbreyttur gróður gleður augað. Þeim mun dapurlegra er að sjá híbýli hins snauða fólks, kofaræksnin sem eru eins og skemmd í fallegri mynd. Ef menn aðeins kynnu og gætu nýtt þetta gjöfula land, myndi líf þeirra gjörbreytast. Fáfræði, fordómar og léns- skipulagið hamla öllum fram- förum ennþá. SKÓLAHEIMSÖKN Við komum til skólans. Stór hópur karla situr undir skugg- sa-lu akasiutré. Fundurinn hefst. Við reikum hinsvegar upp að skólahúsinu. Þetta er einföld bjálkabygging, sums- staðar hefur verið klístrað mold i millibilin. Víðast sést þó í gegn. Bjálkar liggja á moldar- gólfinu og eru setpláss. Nem- endur skrifa á hnjám sér. Börnin flykkjast kringum drengina okkar, hlæja, skríkja og bera ótta. Af og til reyna þau að snerta Sigurbjörn, sem kann því miðlungi vel og býst til varnar. Það vekur feikna gleði. Eyvindur, norski kristniboðinn sem við fylgjumst með, útskýrir fyrir okkur, að líklega sé þetta í fyrsta sinn sem börnin sjái hvít börn. Þessvegna kunna þau sér varla læti fyrir undrun og hrifningu. Skömmu síðar er Magnús farinn að sparka bolta 1 miðjum strákahópnum, og þá er þeim öllum ljóst að þessar furðuverur hafa hendur og fæt- ur, geta hrópað og kallað rétt eins og þeir. Innan skamms var það orðið aðalatriðið í hópnum að höndla boltann, — rétt eins og í öllum strákahópum í ver- öldinni! STAÐA KVENNA Eyvindur kallar á hóp stúlkna, líklega nálægt tvitugu, sem þarna nema. Það má ekki milli sjá hvor er stoltari, hann eða stúlkurnar, yfir veru þeirra í skólanum. Eyvindur segir að þetta sé eini skólinn í héraðinu, þar sem kristniboðinu hafi tekist að fá stúlkur í nemenda- hópinn. Staða kvenna er slik, að fjarstæða þykir að mennta þær. Þær eru þrælar karlmannanna, vinna verstu verkin, éta leifar og lifa i sífelldum ótta alla ævi, fyrst við föðurinn, síðan eigin- manninn og loks við syni sina. Kristniboðið hefur byrjað sér- stakt starf meðal kvenna til að frelsa þær í orðsins fyllstu merkingu. Stúlkurnar á skól- anum eru áþreifanlegur ávöxt- ur þess starfs. Það er nýfengin reisn yfir þessum ungu stúlkum. Þegar þær hafa lært að lesa og skrifa, eru þær þegar skör hærra en margir karlanna sem ekki kunna það. Það er fyrsta skrefið til betra lifs — til sjálfs virðingar, sem konur hér þekkja ekki ennþá, — segir Ey- vindur. VANÞRÓUN Skólanefndin hefur enn ekki látið sjá sig, og við höldum heim á leið. Eyvindur þarf því að fara uppeftir aftur einhvern næstu daga, í þeirri von að nefndarmenn láti sjá sig. — í fyrstu gramdist mér þetta virðingarleysi fyrir tíma manns — segir Eyvindur. Nú geri ég mér betur ljóst að við störfum í vanþróuðu landi. Ef allar framkvæmdir hér færu eftir vestrænu munstri, þá væri engin þörf fyrir okkur til þró- unarhjálpar. FERMINGARSTÚLKUR MEÐ BÖRN A BRJÓSTI 1 grenndinni hefur verið reist lítil kirkja. Grannir trjástofnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.