Morgunblaðið - 12.06.1976, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.06.1976, Qupperneq 26
26 MORC.UNBLAÐIÐ, LAUC.ARDAGUR 12. JUNÍ 1976 Ottar Reynisson stýrimaður 11. apríl sírtastliðinn, pálma- sunnudauur, var faftur dafíur, veðrið var kyrrt. bjart og hlýtt, sannkallaður sólskinsdaeur, hvíld í umhleypineasömu veðurfari vetrarins. Við horniö þar sem ép bý sá éjt vini mína á skemmtigönKU. Ottar Reynison stýrimann x>g konu hans, Geirlaugu Björnsdóttur. Við tókum tal saman. ,,Þú ert á sjónum. hvernig hefur eeneið hjá vkkur?" ..Kkkert. Eg held að allir séu að hætta þessu. Ég skil ekki að neinum heilvita manni detti i hug að standa í þessu lengur." Daginn eftir. siðdegis, frétti ég lát hans. Ilann fórst með vélbátn- um Alftanesi frá Grindavík. Ottar f;eddist að Mjósyndi i Villingaholtshreppi í Flóa, 31. október 1940. Móðir hans er Ing- unn Ilröbjartsdóttir, bónda Hann- essonar. Hlemmiskeiði. Móðir hennar var Guðfinna Steinsdóttir, bónda að Miklholti í Biskups- tungum og síðar á Skúfslæk í Flóa. Faðir Ottars var Ottó Reynir Þórarinsson, bóndi og hrepps- nefndarmaður í Mjós.vndi. Hann lézt árið 1971. En Ingunn hefur haldið búskap áfram í Mjósyndi, ásamt Eygló og Bjarka, börnum þeirra. Faðir Reynis var Þórar- inn, járnsmiður í Reykjavík Bjarnason. Foreldrar Þórarins voru hjónin Bjarni Gestsson og Anna María Benediktsdóttir á Syöri-Þverá, Vestur-Hópi, Húna- vatnssýslu. En móðir Reynis var Una .lönsdöttir Teitssonar bónda í Bala í Gnúpverjahreppi, Arnes- sýslu, Jönssonar bónda í Skálda- búðum og síðar í Minni- Mástungu, sömu sveit. Kona Jóns í Bala og móðir Unu var Elín Oddsdóttir. Alls voru systkinin í Mjósyndi átta. En sex eru nú á lífi. Þörar- inn Grettir fórst með vélbátnum Kristjáni Guðmundssyni frá E.vr- arbakka 1969. Fundum okkar Ottars bar sam- an fyrst í Grindavík fyrir nær fjórum árum. Eg hafði ráðið mig á humarbát frá Vestmannaeyjum sem var með löndunaraöstöðu þar á staðnum. Þegar kom fyrst niður að bryegju þar sem skipíð lá, horfði ég dálitla stund á piltana þar sem þeir voru að vinna á þilfarinu og vakti einn (aeirra strax athygli mína. Það var Ottar, stýrimaður- inn. Hann heilsaði mér glaðlega og kippti farangrinum léttilega um borð. Við urðum einhvernveg- inn vinir upp frá því. Ottar var þá 32ja ára, hávaxinn, dökkur yfirlit- um, herðabreiður og miðmjór, eins og sagt hefur verið um forn- menn, en ellítið álútur. Ef til vill hefur það stafað af vissri hæ- versku eða gamalli feimni. Hann var vel e.vgur, augnaráðið kyrrt, rólyndislegt, brúnirnar svipmikl- ar. I kringum frítt karlmannlegt andlit kom dökkjarpur hár-ramm- inn með skiptingu í vinstri vanga og hárið klippt þvert við kjálka- barð. A dekki hafði hann jafnan sauðsvarta prjónahúfu, en í landi setti hann upp svarta alpahúfu, sem hann lét slúta fram á ennið og hallast til hægri. Þegar hann stóð við spilið að vinda inn trollið, kveikti hann sér venjulega I pípu — mjög ,,nonsjallant“ — og fór ekki óðslega að neinu. Það hvarfl- aði að mér fyrst í stað að efast um. að maöur með svona „listamanns- Iegt“ útlit gæti verið góður sjó- maður. En það var nú eitthvað annað. Óttar var búinn að vera á sjó frá fimmtán ára aldri og lenda I mörgu misjöfnu. Eg held það hafi ekki verið margt á einu fiskiskipi —Minning sem hann kunni ekki skil á frá öllum hliöum. þótt hann hefði ekki pappírana upp á það. Oft var hann hvorttveggja í senn stýri- maöur og vélstjóri. Hann var geysilega sterkur; ég held hann hafi ekki vitað afl sitt, enda ham- hleypa í hverju starfi og verklag- inn eftir því. Ekki var til svo þrælsleg arga-flækja að honum ta'kist ekki með einhverju móti að greiða úr henni. Hann átti ekki til sérhlífni, — en hann var held- ur ekki I neinum vandræðum með að segja meiningu sína skýrt og skorinort, ef honum fannst hinir ekki fylgja honum eftir af sóma- samlegri einbeitni, og hafði oft gaman af að vera neyðarlegur í orðum, en fljótur að jafna sig, þótt fyki f hann í bili. Það var þægilegt að vera með honum f brúnni á togvöktum og stimi ogskemmtilegt að rabba við hann, og það var líka gott að þegja með honum, því frá honum staf- aði mikilli hlýju, og návist hans vakti traust og öryggi; mér fannst ég hefði getið siglt með honum kringum jörðina. Eg held hann hafi haft gaman af sjónum sem landslagi, þótt ég heyrði hann aldrei hrópa upp yfir sig: Mikið er þetta fallegt! Eins held ég hann hafi verið mikill náttúruunnandi eins og títt er um góða veiðimenn; hann var fljótur að koma auga á fágætar tegundir sjávardýra, sem upp komu með vörpunni Við förum þessar veiðiferðir sem farnar voru, rúmar sex vikur — framí miðjan ágúst — austur á Meðallandsdýpi, útaf Eldey eða vestur undir Snæfellsnes, að veiða þessar skrítnu krabbaklær og þann fisk sem slæddist með. I hálfsmánaðarlegum landleyfum, urðum við samferða, Óttar og tveir eða þrír skipsfélagar aðrir inn I Reykjavík og þaðan aftur til skips, auk margra ferða fram og aftur um Reykjanesið í leit að útgerðamönnum. Ég kom á heim- ili Óttars og hann á mitt og kunn- ingsskapur okkar hélzt, eftir að við hættum þessum veiðiferðum. Þá kom í ljós, að hann var vel að sér í fornsögum, með trútt minni og mikia og skemmtilega frásagn- argáfu. Hann var lika mjög Ijóð- elskur með ríkt fegurðarskyn. Óttar var mikill reglumaður í starfi. Hann vildi hafa allt í góðu lagi og hvern hlut á sínum stað, og var einlægt að dytta að hlutum og lagfæra, þegar tækifæri gáfust, enda var hann prýðilegur smiður. Heima hjá honum var ágætt lítið verkstæði I kjallaranum. Þar bar allt vott um mikla snyrtimennsku. Og hér má bæta því við að hann hafði forkunnarfagra rithönd. Það sannaðist þó að nokkru um Óttar, að ekki fer alltaf saman gæfa og gjörvuleiki. Ungur að ár- um lenti hann á vist hjá ströngum húsbónda, sem mörgum atgervis- manninum hefur reynzt erfitt að slíta vistarböndin við, því sá herra hefur harðar greipar. Þetta sveið sárast þeim, sem næstir hon- um stóðu og honum þótti vænzt um, og hann óskaði þess heitt að losna úr þessum viðjum. En sjómannsstarfið er erfitt. Það er maret sem mæðir: svækju- hiti og kalsi sitt á hvað, veltingur, vosbúð og myrkur: einmanaleiki I dauflegum félagsskap á mannfá- um bátum. Og það eru mörg sár- indin og mikil gremja sem hleðst upp í huganum og maður hugsar þessu öllu þegjandi þörfina þegar í land verði komið. ,,Það þarf að hre.vfa sig og það þarf að losna við óbragðið í munninum og nærtæk- Ástkær eígínkona mín, MARÍA ÁGÚSTA MALMQUIST. Skarðshllð 2E. Akureyri, sem andaðist að heimili sínu 4 júní, verður jarðsett frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14 júníkl. 13.30 Fyrir hönd vandamanna, Einar Malmquist Minning: Jóhanna María Kristjánsdóttir asta meðalið við því mælist ekki I skeiðum. Og það verður að hafa það þó maður fari, í bili, á mis við ástúð og umhyggju yndislegrar konu sem maður elskar eins og lifið í brjósti sér og návist elsku- legra barna sem eru hrifin af manni og þykir vænt um mann og maður sjálfur dáir — nei, það verður að ganga yfir, ef svo vill til, og svo skal aldrei neitt illt henda meir. Þessi brennivfnsdjöf- ull!“ Þannig verður lífið að sveifl- ast til að haldast á hreyfingu og vera líf, hvaðeina gengur fyrir andstæðu sinni og virðist ekki geta án hennar verið. Eftir allt eru allir góðir og maður elskar þetta allt. Þeir sem þekktu Óttar vel, kveðja gáfaðan og góðan dreng sem eftirsjá er að. Hann sagði oft sjálfur: Maður fer þegar maður á að fara. Sú trú er góð, þvi hún er það eina sem getur sætt okkur við sviplega atburði. Eg sendi öllum ættmennum hans og skylduliði hugheilar sam- úðarkveðjur, svo og öðrum þeim sem eiga um sárt að binda vegna sjóslysa við strendur þessa lands. Karl Guðmundsson. ,,Svo uriKiir varstu vr hvarfstu út á hafiú. huKljúfur. Klæstur. öllum drrngjum betri.“ Tömas fiuöm. Hann kom eins og snögg bára inn i fjölskyldu konu minnar. Eft- ir það stóð hann við hlið maka síns, Geirlaugar Björnsdóttur, og barna hennar tveggja, og í öllu því, sem máli skipti, haggaðist hann aldrei. Hér er sjómaður kvaddur. Þá skiptir máli að vita deili á því hvað ekta sjómaður er. Hafi sum- arstundirnar á þeim árum, er ég var til sjós, gert mér gagn, þá er það m.a fólgið í því að bera kennsl á hreinræktaðan sjó- mann af beztu gerð, er maður kynnist honum. Ég náði því þótt það stæði því miður alltof stutt, að kynnast Óttari Reynissyni. Þar fann ég fyrir sjómann af þeirri gerð, er ég þekkti bezta. Þótt það sé ekki algengt í landi, nú á dög- um að meta menn fyrst og fremst eftir þvi, hvernig þeir gegna starfi sinu, þá leggja sjómenn enn þann mælikvarða fyrstan á félaga sinn, hvort hann „stendur sína plikt“ eða ekki. Það próf veit ég, að Óttar hefur staðizt með prýði, á hverju sem valt. Óttar hafði þann fágæta eigin- leika að vera sérstæður, og reyna ekki að breyta sjálfum sér. Um- fram allt var hann skemmtilegur. Ætti ég að reyna að lýsa kvöldinu, er hann umbar mig sláandi dellu- slagara um sjómennsku á gítar, og tók undir viðlagið? Jafnvel kona mín gaf leyfi til að við héldum áfram. Til marks um persónu Óttars er það, að hann á sinn hátt sigraði og eignaðist einlæga vináttu barna Geirlaugar, Asdísar og Skúla, er hún átti fyrir, þegar þau stofnuðu heimili. Enginn skyldi ætla sér þá dul að ráða gátu lífs og dauða. Er ég nú kveð Óttar Reynisson, stýri- mann, er ég um fátt viss, en þori þó að segja: Vertu sæll, sjóari og vinur. Þú stóðst þína plikt. Ég sé fyrir mér hafið og lokaglímuna, sem hlaut að fara á einn veg: “.Sem sjálfur nrntlinn mildum lófa Ivki um iífsins prrlu í gullnu aui'nahliki —“ T.fí. Magnús Óskarsson, hrl. Arla morguns, laugardaginn 5. júní 1976, kvaddi þennan heim, ein bezta og elskulegasta kona, sem ég hef nokkru sinni kynnst — og á ég þá við tengdamóður mína: Jóhönnu Maríu Kristjáns- dóttur frá Eskiholti i Borgarfirði. Hefði hún orðið 76 ára 7. október á þessu ári, ef hún hefði fengið að lifa áfram, en eins og kunnugt er, ræður enginn sinum endalokum og fullyrði ég, að Jóhanna var öllum vinum sínum og ættingjum mikill harmdauði,— ekki sízt ást- kærum eiginmanni hennar, sem nú 88 ára að aldri sér á eftir tryggum og traustum lífsföru- naut. Sama er að segja um börnin þeirra 7 og öll barnabörnin, sem elskuðu hana og virtu frá upphafi til hinztu stundar. Fyrir mörgum árum var ég svo lánsamur að fá að kynnast þessari dugmiklu, fórnfúsu, hjartahlýju og umhyggjusömu konu að nokkru, er ég gerðist kaupmaður í Eskiholti eitt sumar, hjá þeim Finni og Jóhönnu. Var ég þá ungur að árum og óharðnaður, en naut sömu ástúðar og umhyggju Jóhönnu sem hennar eigin börn, sem alin voru upp í góðum siðum og með vandað hugarfar. Enda fór svo, að þótt börnin árum síðar eignuðust maka og settust að víðs fjarri æskustöðvunum, rofnuðu tengslin við foreldrana aldrei, og samheldni systkinanna hefur alla tfð verið svo mikil, að óhætt er að fullyrða að óvíða hafa ættar- tengsl verið sterkari. Eftir þetta eftirminnilega og ánægjurika sumar liðu mörg ár þar til ég kvæntist einni heima- sætunni í Eskiholti. Þá fyrst byrj- aði ég raunverulega að kynnast öllum þeim mörgu mannkostum, sem tengdamóðir min bjó yfir. Hún var að eðlisfari ákaflega dul og flíkaði lítt tilfinningum sinum, allra sizt þegar ókunnugir áttu í hlut. Lund hennar var mjög við- kvæm og mátti hún aldrei neitt aumt sjá, án þess að vikna. Fórn- fýsi hennar var einstök, enda vissi enginn raunverulega hversu mikið hún þjáðist siðustu vikur, mánuði eða ár, því að það var einn af hennar eiginleikum að kvarta aldrei yfir eigin þjáningum heldur fórna sér þeim mun meira fyrir aðra. Tel ég mig aldrei hafa verið verðan allrar þeirrar ástúð- ar og umhyggju, sem hún veitti mér, er ég, ásamt fjölskyldu minni, alltof sjaldan heimsótti tengdaforeldrana, sem alla tíð undu sér bezt heima í Eskiholti. Að endingu vil ég þakka minni ástkæru tengdamóður fyrir allar samverustundirnar í Iffinu og fyrir öll þau mörgu kærleiksverk, sem hún fórnaði mér og mínum nánustu, allt frá fyrstu kynnum. Einnig bið ég góðan guð að geyma og varðveita hina göfugu sál hennar, — en eftirlifandi ástvin- um votta ég mína dýpstu samúð. Sigurgeir Þorvaldsson, Keflavík. I dag, 15. júní, verður jarðsett í Stafholtskirkjugarði Jóhanna María Kristjánsdóttir húsfreyja frá Eskiholti i Borgarhreppi, en hún andaðist í sjúkrahúsinu á Akranesi 5. júní sl. eftir langa og erfiða sjúkralegu. Jóhanna var fædd 7. október árið 1900 að Þorbergsstöðum í Dalasýslu, dóttir hjónanna Kristjáns Tómassonar og Jóhönnu Stefánsdóttur, er bjuggu þar. Ung að aldri missti hún for- eldra sina. Ólst hún upp í skjóli ættingja sinna og dvaldi á þeirra vegum, þar til hún fluttist suður í Borgarfjörð og réðist til starfa hjá frændkonu sinni, Sigriði Sig- urðardóttur, og manni hennar, Tómasi Jónassyni í Sólheima- tungu í Stafholtstungum. Á þeim árum kynntist hún eftirlifandi manni sinum, Finni Sveinssyni frá Kolsstðum í Miðdölum, en hann hafði þá nokkru áður flutzt að Eskiholti ásamt föður sínum og bróður. Arið 1930 giftust þau. Finnur og Jóhanna, og hófu þegar búskap í Eskiholti, þar sem þau áttu siðan heima alla tið, síðustu árin í skjóli Sveins sonar þeirra og Guðrúnar konu hans. Börn þeirra eru þessi: Helga húsfreyja í Hafnarfirði, gift Jóni Má Þorvaldssyni prentara; Kristján, bóndi í Laxholti í Borgarhreppi, kvæntur Guðlaugu Kristjánsdóttur; Guðrún hús- freyja í Keflavik, gift Sigurgeiri Þorvaldssyni lögregluþjóni; Svava húsfreyja í Bóndhól í Borgarhreppi, gift Jóni Guðmundssyni bónda; Sveinn, bóndi í Eskiholti, kvæntur Guðrúnu Gestsdóttur; Rósa, húfreyja i Búðardal, gift Jóni H. Stefánssyni ráðunaut; Ása, húsfreyja í Reykjavik, gift Kristjáni Helgasyni tækni- fræðingi. ÖU hafa þau erft kosti foreldra sinna meira eða minna og njóta trausts i störfum sinum hvar sem þau fara. Þegar samferðamaður er kvaddur hinztu kveðju, leitar hugurinn gjarnan til liðinna stunda. í hugskoti birtast þá þær minningar, sem verma og dýpka þær myndir, er þar geymast. Jóhanna var um margt sérstæð kona. Viðmót hennar allt og fas hafði að geyma það þel, sem orð ná ekki að lýsa. Hún Iaðaði að sér þá, sem hallir stóðu í lífinu, miðl- aði þeim af mildi sinni og hlýleik og veitti þeim þrek. Á engan hall- aði hún vitandi vits, heldur leitað- ist jafnan við að færa það til betri vegar, sem miður þótti fara. Hverjir vinna afreksverk? Hverjir hljóta stærstu sigurlaun- in? Eru það þeir, sem hæst ber á í þjóðfélaginu? Eða eru það þeir, sem vinna hljóðlátir og í kyrrþey að því að efla hag og heill fjöl- skyldu sinnar, búa börnum sínum það veganesti, sem endist þeim iífið allt, ávaxta sitt pund með kærleik og trú á hið góða og fagra og stuðla á þann veg að velferð lands og þjóðar? Þessari spurningu verður ekki svarað hér, en verk Jóhönnu sýna i hvor- um hópnum hún haslaði sér völl. Heimilið, börnin og eiginmaður skipuðu stærstan sess í vitund hennar. Hún vakti yfir velferð þeirra og lagði fram alla orku sína til að efla hagsæld þeirra og hamingju. I vináttu var hún ein- læg og fölskvalaus og bönd frænd- semi og skyldleika treysti hún eins vel og henni framast varu unnt. Á þessum vettvangi vann hún sitt stóra lífsstarf. Þar verður hennar sæti vandfyllt. Með þessum fáu kveðjuorðum, sem ná svo skammt, eru henni færðar þakkir fyrir samfylgdina, sem engan skugga hefur borið á frá fyrstu kynnum. Við færum eiginmanni, börnum og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Fjölsk.vldan frá Stóraf jalli. úllaraskreyllngar blómouol Groðurhusið v/Sigtún simi 36770

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.