Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 1
150. tbl. 63. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLt 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Líbanon: Palestínumenn komnir á undanhald Beirút og Kafró. 12. júlí. AP — Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínuaraba, skýrði frá því í kvöld, að Sýriendingar hefðu fall- ist á að draga herlið sitt til baka frá nokkrum stöðum í Lfbanon, m.a. frá Tripoli og Sidon. Þá skýrði Ismail Fahmi, utanrfkis- ráðherra Egyptalands, frá því á fundi utanrfkisráðherra Ara- babandalagsins, sem hófst f Kafró í dag til að fjalla um Lfbanonmál- ið, að Egyptar væru reiðubúnir til að láta friðargæzlusveitum Ara- barfkjanna f Lfbanon f té skrið- dreka, en ekki hermenn. U'mmæli Arafats, sem höfð eru eftir Kamal, aðstoðarforstjóra stjórnmáladeildar PLO, koma undarlega fyrir sjónir í ljósi frétta, sem hafðar eru eftir heimildum Palestínumanna í dag, þar sem viðurkennt er, að sveitir þeirra séu að hörfa undan sveit- um kristinna hægrimanna og Sýrlendinga á flestum vigstöðv- um í landinu. Sökuðu Palestinu- menn Sýrlendinga um að hafa hótað að hertaka borgirnar Sidon og Bealbek, nema Palestinumenn verði við kröfum Sýrlendinga um að viðurkenna að stríðið sé aðeins milli Libanonbúa og Palestinu- manna og að Sýrlendingar verði viðurkenndir og sáttasemjarar og verið falið að tryggja að reglu- gerðin, sem sett var fyrir 7 árum um veru Palestinumanna í Libanon, gangi aftur í gildi. Sögðu talsmenn Paiestínumanna að öllum þessum kröfum hefði verið vísað á bug, en vildi ekki segja hvaða tímatakmörk Sýrlendingar hefðu sett. Harðir bardagar geisuðu áfram alla helgina i Líbanon með gifur- legu mannfalli og er talið að 5000 manns hafi fallið eða særst. Um 1000 manns féllu í áframhaldandi bardögum um Tel al- Zaatarflóttamannabúðirnar i út- jaðri Beirút, en nú er talið að aðeins nokkrar klukkustundir líði þar til hægrimenn ná búðunum, Framhald á bls. 35 Carter meö Edmund Muskie, sem talinn er mjög ofarlega á lista sem hugsanlegt varaforseta- efni. Alger óvissa um vara- forsetaefni Carters New York, 12. Júlf. AP. JIMMY Carter væntanlegt for- setaefni demókrata f Banda- ríkjunum lauk seint í kvöld, skömmu áður en flokksþing demókrata hófst í New York, viðræðum við sfðasta manninn á lista hans yfir hugsanleg varafor- setaefni. Það var Adlai Stevenson III frá Illinois, sem var 7. og sfðasti maður á lista Carters, en faðir hans, Adlai Stevenson jr., var tvisvar forsetaefni demókrata. Andreotti væntanlega falin stjórnarmyndun Róm 12. júll. AP. GIOVANNI Leone forseti Ítalíu hóf í dag viðræður við stjórnmálaleiðtoga landsins um myndun nýrr- ar stjórnar í landinu eftir kosningarnar í sl. mánuði. Gert er ráð fyrir að Leone kveðji á morgun, þriðju- dag, Giulio Andreotti, úr flokki kristilegra demó- krata, á sinn fund.og feli honum að gera tilraun til stjórnarmyndunnar. Andreotti, sem er 57 ára að aldri, er fyrrum fjárlaga- og áætl- anamálaráðherra ttalíu. Gert er ráð fyrir að hann muni fyrst leita til sósíalista um stuðning, en talið er víst að þeir muni hafna öllu samstarfi, nema kommúnistum verði leyfð þátttaka i stjórnarsam- starfinu. Þá er einnig talinn möguleiki á að Andreotti reyni myndun minnihlutastjórnar með stuðningi eins margra flokka og unnt er þ. á m. hugsanlega kommúnista, sem myndi gefa kommúnistum áhrif i mótun áætlana ríkisstjórnarinn- ar, en ekki ráðherraembætti. Að loknum fundinum sagði Carter við fréttamenn að einn af sjömenningunum væri ekki til umræðu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um viðræðurnar. Stjórnmálafréttaritarar telja að Edmund Muskie öldungardeildar þingmaður frá Maine, sé mjög ofarlega á listanum, en einnig ræddi Carter við Walter Mondale, Frank Church, John Gleon, Henry Jackson, Abraham Ribicoff, allt öldungadeildarþing- menn og fulltrúadeildarþing- manninn Peter Rodinu, sem var formaður dómsmálanefndar- innar, sem fjallaði um Watergate- Framhald á bls. 35 SAMKOMULAG í BRUSSEL UM KJÖR- IÐ EVRÓPUÞING muni taka sér meiri völd og hleypa nýju lífi í bandalag- ið, sem hefur átt mjög í vök aó verjast undanfarið. Briissel, 12. júlf. AP. LEIÐTOGAR EBE- landanna 9 náðu í dag sam- komulagi um skiptingu þingsæta á fyrsta Evrópu- þinginu, sem kosið verður til með beinum kosning- um. Munu löndin skipta með sér 410 þingsætum í kosningum, sem fram fara 1978. Hins vegar mun James Callaghan hafa frestað formlegri sam- þykkt þar til eftir að málið hefur verið rætt í brezka þinginu. Skv. skiptingunni eiga Bretar, V-Þjóðverjar, Frakkar og ítalir að fá 81 sæti hvert land, Hollend- ingar 25, Belgar 24, Danir 16, írar 15 og Lúxemburg- arar 6. Evrópuþingið nú hefur 298 útnefnda fulltrúa, sem hafa lítil völd og enn minni vilja til að nota þau. Hvata- menn EBE hefur dreymt um slíkt þing frá lokum heimsstyrjaldarinnar síð- ari og vonast til að þing kosið beinni kosningu Uganda-Kenya: Staðhæfa og vísa á bug til skiptis Nairobi 12. júlí. AP. STJÓRN Kenya vísaði í kvöld al- gerlega á bug staðhæfingum Ugandastjórnar um liðssafnað Kenyamanna við landamæri land- anna. 1 tilkynningu stjórnarinnar I Nairobi sagði að ekki einn ein- asti Kenyahermaður væri á landa- mærunum og að ekkert hefði gerst, sem réttlætti að safna þar saman liði. Hins vegar sagði I tilkynningunni, að Ugandastjórn hefði sent fótgönguliða, 20 skrið- dreka og menn úr þjóðvarðliða- sveitum til landamæranna við Buia, Karita og Mbale, með fyrir- mæli um að vera tilbúnir'til árás- ar með augnabliksfyrirvara. Þessu hefur Ugandastjórn neitað Framhald á bls. 35 „Allt er í lagi, herinn er á flugvellinum” Sendiherra ísraels hjá S.Þ. lagði fram tutttigu liða ákæruskjal á hendur Amin New York. 12. júlí, AP. STJÓRNIR Bretlands og Bandaríkjanna lögðu I dag fyr- ir Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna tillögu, þar sem hvatt er til þess að S.Þ. rjúfi langa þögn sfna um hryðjuverk og for- dæmi flugrán og allar aðrar aðgerðir, sem stofni llfi áhafna og farþega I hættu. Tillaga þessi var lögð fram á fundi öryggisráðsins, sem fjallar um kæru Uganda á hendur Israel- um fyrir árás, er.fsraelskar vfk- ingasveitir björguðu gfslunum úr höndum skæruliðanna á Entebbeflugvelli og felldu 20 Ugandahermenn og 7 skæru- liða. Tillaga Bandarfkjanna og Bretlands var flutt af Ivor Richard, sendiherra Breta, sem sagði f ræðu sinni, að brezka stjórnin væri ekki f minnsta vafa um að fsraelsk-brezka kon- an Dora Boch væri látin og krafðist þess að Ugandastjórn . gerði grein fyrir málavöxtum. Frú Boch, sem var 75 ára að aldri, var meðal gfslanna á Ent- ebbeflugvelli, en veiktist og var flutt f sjúkrahús áður en gfslunum var bjargað. Brezki sendiráðsfulltrúinn f Uganda hitti hana f sjúkrahúsinu, skömmu eftir björgunaraðgerð- irnar, en sfðan hefur ekkert til hennar spurzt, annað en sagnir um að 2 óeinkennisklæddir menn hafi dregið hana út úr sjúkrastofunni og barið hana til bana. Yfirvöld f Uganda segjast ekkert um hana vita. Chaim Herzog, sendiherra Israels hjá S.Þ., flutti langa ræðu fyrir öryggisráðinu, þar sem hann las upp ákæruskjal stjórnar sinnar á hendur Amin þar sem hann segir að hann hafi allan timann verið í vitorði með ræningjunuíh. í ræðu sinni sagði Herzog: 1. Að flugstjóri Air France þbtunnar hafi sagt, að foringi skæruliðanna, Þjóðverjinn Wil- fred Bose, hafi vitað fyrirfram um að vélin myndi lenda á Ent- ebbeflugvelli. 2. Við lendingu hrópaði þýzka konan í hópi ræningjanna: Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.