Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JULÍ 1976 11 ástir og stjórnmál hússarkitekt eða listmálari, en í raun- inni var hann einn atkvæðamesti njósnari KGB í Varsjá Þegar Helga fór frá Varsjá og tók til starfa í utanríkis- ráðuneytinu í Bonn hélt hún sambandi sínu við þá Böx og Wöhler áfram, en sá síðarnefhdi varð nú milligöngumað- ur hennar og KGB, og kom upplýsing- um hennar áleiðis til viðtakenda. Árið 1970 fluttist Klaus Wöhler til Freiburg í V-Þýzkalandi. Hann kvaðst þá hafa dvalizt sem a-þýzkur flóttamað- ur í Nýja-Sjálandi, en kysi fremur að búa í V-Þýzkalandi. Raunar var til mað- ur með þessu nafni í Nýja-Sjálandi — en þar er sá góði maður bara enn í dag og hefur verið í mörg ár Njósnarar kommúnista hafa iðulega notað Nýja- Sjáland sem miðstöð fyrir falsanir á persónuskilríkjum Handtakan möguleg fyr- ir tveimur árum. Það var ekki v-þýzka leyniþjónustan, sem kom upp um Helgu Berger. Gang- ur málsins hefur vakið mikla athygli og er leyniþjónustan gagnrýnd mjög fyrir lélega frammistöðu sina í sambandi við það Fyrir tveimur árum hefði verið hægt að handtaka Helgu Berger, ef mark hefði verið tekið á ábendingum annars einkaritara í utanríkisráðuneyt- inu. Sú heitir Ingrid Schnurbusch. Vakti hún athygli á tíðum símtölum Helgu og Böx, sem henni þóttu ærið grunsamleg. Hún varð hins vegar að láta undan vegna hótana um meiðyrða- mál, og tók ummæli sín til baka. Það var svo ekki fyrr en ári síðar, að Helga Berger var sett undir smásjána, þegar pólskur njósnari sveikst undan merkjum og leysti frá skjóðunni. Upp- lýsingar, sem hann lét brezku leyni- þjónustunni í té, leiddu til þess að v-þýzka leyniþjónustan tók að hafa nánar gætur á Helgu og Klaus Wöhler og m.a. hafa símtöl þeirra verið hleruð Þegar njósnahjúin brugðu sér í skemmtiferð til Moskvu voru útsendar- ar V-Þjóðverja þeim samferða í flugvél- inni, en ein ástæða þess, að þau voru ekki handtekin þegar í stað, var sú, að leyniþjónustan beið eftir hentugu tæki- færi til að standa Wöhler að verki. En þeir vísu menn, sem stjórna leyniþjón- ustunni, biðu einum of lengi, — -Vöhler uggði að sér og lét sig hverfa 3inn góðan veðurdag. Þá var Helga Berger handtekin. Pólski njósnarinn Ijóstraði upp um fleira en atferli Helgu Berger og Klaus Wöhler. Upplýsingar hans leiddu með- al annars til þess að Júrgen von Alten var leystur frá störfum í maílok, en hann hefur haft umsjón með rannsókn- um á skjölum, sem v-þýzku leyniþjón- ustunni berast frá njósnurum sínum í A-Þýzkalandi. Svo virðist sem átt hafi að halda hlutdeild hans leyndri, en blöð stjórnarandstöðunnar í V- Þýzkalandi komust á snoðir um málið og slógu því kidilega upp, kannski ekki sízt vegna þess að von Alten er tlokks- bundinn sósíaldemókrati, þannkj að þarna var hægt að mynda nokkurs konar pólitískt njósnaiafnvæqi. Hinn dæmigerði njósnari nú á dögum líkist ekki hinum alkunna James Bond, heldur minnir hann fremur á Mata Hari, sem er nokkurs konar samnefnari kvennjósnara allra tíma Mata Hari dansaði í næturklúbbum, en nú sitja starfssystur hennar prúðar og snyrti- legar og eru ímynd hins fullkomna einkaritara. Þær hafa komið ár sinni svo vel fyrir borð, að þær eru hand- gengnar háttsettum embættismönnum og stjórnmálamönnum Þær hafa óhjá- kvæmilega aðgang að sömu skjölum og upplýsingum og þeir, því að slíkir menn annast sem kunnugt er ekki vélritun eða önnur skrifstofuverk. Músin sem læðist . . . Bonn hefur fengið að kenna á þess- um dulbúnu njósnurum, og ekki er hún betri sú músin sem læðist en sú sem stekkur. Árið 1969 var Eleanore Sútterlin, ritari í utanríkisráðuneytinu í Bonn, handtekin Hún hafði þá um árabil afhent manni sínum leyniskjöl, sem hún hafði aðgang að í ráðuneytinu Eleanore framdi sjálfsmorð í fangelsinu þegar hún komst að því, að eiginmað- urinn — Heinz Sútterlin — hafði ekki gifzt henni af ást, heldur af ást a-þýzku leyniþjónustunnar á skjölum og upp- lýsingum, sem fóru um hendur henn- ar. Heinz Sútterlin var dæmdur I sjö ára fangelsi, en var sleppt vegna heilsubrests með því skilyrði að hann færi úr landi. Hann fór til A-Þýzkalands ásamt nýrri eiginkonu. Heinrich Böx — einum of föðurlegur. 1970 var Irena Schultz, einkaritari Leussinks vísindalnálaráðherra, hand- tekin. Hún hafði aðgang að öllum helztu gögnum um kjarnorkurannsókn- ir. Liane Lindner samstarfsmaður hennar var handtekinn samtímis. en þremur árum siðar létu v-þýzk yfirvöld þau laus i skiptum fyrir 100 pólitíska fanga A-Þjóðverja í maí 1973 lýsti Gerda Schröter, ritari í utanríkisráðuneytinu, þvi yfir, að hún hefði um margra ára skeið aflað skjala fyrir mann sinn, sem lengi hefði verið njósnari A-Þjóðverja Máli henn- ar er enn ekki lokið, er þar sem hún gaf sig fram að fyrra bragði, var henni leyft að fara til Portúgals og hefur dvalizt þar síðan. Vitað er, að kona í starfsmannadeild v-þýzka utanrikisráðuneytisins hefur að staðaldri látiða-þýzku leyniþjónustunni — og þar með einnig hinni sovézku — í té upplýsingar um þær starfskon- ur ráðuneytisins, sem virzt gátu efni- legir njósnarar. Fyrir tilstilli hennar fékk KGB augastað á Helgu Berger Gildra var lögð fyrir hana þegar er hún Framhald á bls. 25 Aðsetur a-þýzku leyniþjónustunnar í A-Berlín. Sveinn Benediktsson bauna- og hverskonar kornupp- skeru í Kanada, Bandaríkjunum, Brasilíu og Argentínu og víðar um lönd. Hin miklu uppkaup Sov- étríkjanna draga úr framboóinu, en uppsk'era og framleiósla mat- væla og fóðurs í þessum miklu framleióslulöndum virðist ætla aó veröa enn meiri en ætlaö hafói verið. Lýsisverð Verð á lýsi hefur farið hækk- andi síðustu vikurnar. Verðið var fyrir 2 vikum komið upp i um US dollara 375,- tonnið cif. Ársfundur Alþjóðahvalveiði- ráðsins var haldinn i London um s.l. mánaðamót. Á þeim fundi mættu af hálfu íslendinga þeir Þórður Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri i sjávarútvegsráðuneytinu, Jón Jónsson, fiskifræðingur, for- stöóumaður . Hafrannsóknastofn- unarinnar og Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., sem rekur hvalveiðibátana 4, hvalstöð- ina í Hvalfirði og hraðfrystihús Hvals í Hafnarfirði. Að sumarlagi vinna alls hjá félaginu um 200 manns. Á fundi Hvalveiðiráðsins náðist samkomulag um veiði á langreyði við ísland á næsta 6 ára tímabili. Var heildarveiðin á þessu tímabili miðuð við meðalársveiði hvalbát- anna fjögurra s.l. 5 ár. Mikill kost- ur var það á þessu samkomulagi, að færa mátti töluveiddra hvala milli ára, þannig að hún mátti vera mismunandi há frá ári til árs, en skyldi á hinu umsamda tímabili ekki fara fram úr meðal- talsveiðinni á ári undanfarin 5 ár, margfaldaðri með 6. Þórður Asgeirsson var kosinn varaformaður Hvalveiðiráðsíns til næstu þriggja ára. Alþjóðahvalveiðiráðið lækkaði verulega veiðikvóta Japana og Sovétmanna á búrhveli í Suður- íshafinu. Veiði á langreyði og sandreyði á þessum slóðum hefur verið sáralitil á undanförnum ár- um og er nú alveg bönnuð. Mikil uppkaup Sovétmanna á soyabaunum að undanförnu virð- ast hafa leitt til þess, að verð á lýsi er nú nær 400 US dollurum tonnið cif en áður. 8. júlí 1976. Sv. Ben. XXX Fyrsta loðnan barst til Sildar- verksmiðja ríkisins á Siglufirði hinn 7. júlí s.l. af b/v Sigurði RE 4. Voru það 836 tonn. Auk þess landaði skipið 20 tonnum til beitufrystingar. Skv. bráðabirgða fitumælingu var fitan 13.1% og verðmæti aflans skv. því rúmar 6 milljónir króna. (Fitan reyndist minni) Sama dag landaði m/s Guð- mundur RE 29 um 620 tonnum hjá SR, Siglufirði. Skipin höfðu fengið þennan afla á 2—3 sólar- hringum djúpt út af Skaga. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson undir stjórn JHjálm- ars Vilhjálmssonar,, fiskifræð- ings, fann þá loðftugöngu, sem veiðin hefur verið sótt í. Sv. Ben. ©Passat stílhreinn og vandaður VW Passat er meira en óvenjulega glæsilegur og þægilegur fólksbíll. Hann er vestur-þýzk gæðaframleiðsla, frá Volkswagen- verksmiðjunum. VW Passat er sparneytinn, öruggur í akstri og býður upp á hina viðurkenndu Volkswagen varahluta- og viðgerðar- þjónustu. PASSAT — bíllinn sem hentar yður | — FYRIRLIGGJANDI H E Laugavegi KLA hf. 170—172 — Sirm 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.