Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JULl 1976
Júlíus Havsteen
ÞANN 13. þ.m. hefði
Júlíus Hafsteen frv.
sýslumaður á Húsavík
orðið níræður væri hann
enn í tölu lifenda. Ekki
ætla ég með þessum lín-
um, að reyna að lýsa ævi
og starfsferli þess mæta
manns, þó þar sé vissu-
lega um auðugan garð aö
gresja fyrir þá, sem til
þess hafa þekkingu og
hæfni.
Ung að árum kynntist
ég Júlíusi Havsteen,
heimili hans og fjöl-
skyldu og bast því fólki
þeim vináttuböndum,
sem enn eru órofin. Mér,
sem fleirum mun seint úr
minni líða sýslumanns-
heimilið á Húsavík, þar
sem gestrisni, hógværð
skynsemi og skilningur
réð ríkjum og leitast var
við að leysa hvers manns
vanda.
Ástæða þess, að ég
minnist Júlíusar Hav-
steen nú sérstaklega er
sú, að nú, að lokinni „sig-
ursælli baráttu þjóðar-
innar fyrir útfærslu og
yfirráðum íslenskrar
landhelgi“, þykir mér á
skorta að getið hafi verið
þáttar Júlíusar Hav-
steen, þegar rætt hefir
verið og ritað um
framámenn í þeirri bar-
áttu.
Þegar á f jórða áratugn-
um, að mig minnir, ritaði
Júlíus Havsteen athyglis-
verðar blaðagreinar um
nauðsyn á útfærslu land-
helginnar, og minnist ég
þess ekki, að aðrir hafi á
þeim tíma látið það mál
meir til sín taka. Á mann-
Framhald á bls. 35
Heyrnleysingjamótið í Reykholti:
Allar umræð-
ur á táknmáli
NU STENDUR yfir i Reykholti í
Borgarfirði norrænt æskulýðsmót
heyrnardaufra eins og frá hefur
verið skýrt í Morgunblaðinu.
Hófst það á sunnudaginn með
fánahyllingu og var íslenzki þjóð-
söngurinn fluttur við þá athöfn á
táknmáli. Stjórnandi mótsins, Vil-
hjálmur G. Vilhjálmsson, setti
mótið með ávarpi og einnig flutti
menntamálaráðherra, Vilhjálmur
Hjálmarsson, ávarp, sem var
„túlkað“ á táknmál jafnóðum.
Mótssetningin fór fram úti við
Snorralaug í góðu veðri en síðan
hófst dagskráin með þvl að
Brandur Jónsson, skólastjóri
Heyrnleysingjaskólans, flutti fyr-
irlestur um stöðu heyrnarlausra á
íslandi. Þar á eftir greindi Vil-
hjálmur Einarsson skólastjóri frá
staðháttum og um kvöldið sáu is-
lendingarnir um kvöldvöku þar
sem m.a. var sýnd kvikmynd um
Vestmannaeyjagosið.
i gær fóru einnig fram urnræð-
ur. Höfðu Finnar og Danir fram-
sögu um atvinnumálefni heyrnar-
lausra og voru miklar umræður
um þau mál sem stóðu lengi yfir.
Eftir hádegið eru stundaðar
íþróttir og hafa m.a. norðmenn
orðið að lúta í lægra haldi fyrir
íslendingum I fótboltanum. Aðrar
íþróttir eru mikið stundaðar svo
sem blak, hestamennska og veiðar
en hverju kvöldi lýkur með kvöld-
vöku og dansleik. i dag koma þátt-
takendurnir til Reykjavíkur í
skoðunar- og verzlunarferð en
fara á morgun austur fyrir fjall
og skoða m.a. Gullfoss og Geysi.
Að sögn Vilhjálms Vilhjálmsson-
ar hefur mótið gengið vel, öll
skipulagnin staðist áætlun og eru
lendu gestirnir ánægðir með dvöl-
ina i Reykholti.
Jarðýturnar hafa náð einu flak-
inu upp úr fjörunni, sem síðar
verður ýtt yfir. I baksýn til hægri
á stærri myndinni sést eitt
stærsta flakið. A minni myndinni
sjást ýturnar leggja til atlögu við
skipsskrokkana.
Grafar-
vogurinn
hreinsaður
ÞEIR, sem að undanförnu hafa
lagt leið sína upp I Gufunes hafa
eflaust veitt athygli ýmsu rusli í
Grafarvoginum. Mest hefur borið
á þessu á fjöru, en þá hafa staðið
uppúr sjónum gamlir skips-
skrokkar og annað, sem lítil prýði
er að. Nú er verið að hreinsa upp
þetta drasl og á fjöru undanfarna
morgna hafa verið að störfum þar
jarðýtur, sem reyna að draga
skipsflökin á land þar sem á að
ýta yfir þau.
Að sögn Péturs Hannessonar
hjá Hreinsunardeildinni eru
þetta gömul skip, sem tekin hafa
verið af skrá og voru dregin þang-
að inneftir. Átti að sökkva þeim
eða brenna þau en hvorugt hefur
tekizt nógu vel svo nú er brugðið
á það ráð að draga þau upp úr
fjörunni og ýta yfir þau grjóti
eins og gert hefur verið við ýmis
konar járnúrgang þarna við Sorp-
hreinsunarstöðina.
Er þess að vænta eftir þessa
hreinsun að Grafarvogurinn líti
mun snyrtilegar út en verið hefur
s6 undanförnu.
Niels P. Sigurðsson
í nendir trúnaðarbréf
1 'NN 8. júli afhenti Niels P. Sig-
'jsson Rudolf Gnaegi, forseta
i 'ss, trúnaðarbréf sitt sem
f ciiherra Islands í Sviss.
F éttatilkynning frá utanrikis-
uneytinu)
Hestamanna-
mót Snæ-
fellings
FÉLAG hestamanna í Snæfells-
og Hnappadalssýslu, Snæfelling-
ur mun vigja nýjan skeiðvöll á
Kaldármelum í Kolbeinsstaða-
hreppi laugardaginn 31. júlí n.k.
Völlurinn hefur verið í byggingu
frá árinu 1973. 1 sambandi við
vígsluna verður kynbótasýning,
Harmonikan
hljómar á
nýrri plötu
NÝLEGA kom á markaðinn
hljómplata með þremur íslenzk-
um harmonikuleikurum, en á
plötunni leika þeir einleikslög
bæði frumsamin og eftir erlenda
höfunda. Útgefandi er nýtt
hljómplötufyrirtæki, Akkord, og
Magnús Björnsson:
Lokaorð um ker
NÝLEGA sendi ég
Morgunblaðinu athuga-
semd um örnefnið Ker-
móafoss, sem sveitungi
minn og góðvinur, Helgi
Hálfdanarson, hafði gert
þar að umtalsefni
skömmu áður. Athuga-
semd mín var að visu
birt (þann 9. þ.m.) en
svo vandlega falin, að ég
hef enga manneskju
hitt, sem varð hennar
vör. En tveim dögum
síðar birtir sama blað
svar til mín frá H.H.
með stríðsletri og marg-
dálka fyrirsögn, rétt
eins og skýrt væri frá
stórsigri Sjálfstæðis-
flokksins í kosningum.
Mér flaug í hug það
sem H.H. hafði áður sagt
um þá áráttu að gera
mikið úr því, sem lítið er
í raun, og sumt af því
sem þá var eftir mér
haft.
Ég virði það við H.H.
að hann skuli fallast á
ágizkun mína um orðlið-
inn „ker“ í örnefninu
Kermóafoss, enda þótt
fkann yrði þar ekki fyrri
til. Að vísu dregur hann
nokkuð í efa, að „ker“
merki kjarr i nöfnunum
Víðiker og Kerhólar.
Vera má, að fleira komi
þar til álita. En á það vil
ég benda, að Sigfús
Blöndal hefur það eftir
Birni Halldórssyni, að
„víðirker“ merki víði-
kjarr (Vidjekrat, Pile-
krat). Hvort þar er á
ferð vafasöm ágizkun
Björns sjálfs út frá
staðarnafninu einu sam-
an, skal ósagt látið hér.
Ég tek undir þau um-
mæli H.H. að fróðlegt
væri að mega sjá í hug
fræðimönnun, jafnvel
þótt það kynni að draga
Sð nokkru úr þeirri
afna-óvissu, sem H.H.
er svo annt um. Og ekki
ber ég á móti því, að við
leikmenn höfum einatt
gaman af að bregða á
létt hjal með löggilta
fávizku okkar að skálka-
skjóli. Og ég hef stund-
um vorkennt fræði-
mönnum að þurfa,
vegna fræðimanns-æru
sinnar, að neita sér um
þann munað. En gildi
þess leiks umfram gam-
anið eitt verður hver og
einn að meta út frá sín-
um eigin forsendum.
Ég fer að dæmi H.H.
og læt með þessum lín-
um útrætt um Kermóa-
foss. Þó vil ég nota tæki-
færið og skora á ráða-
menn bæjarins að
þyrma fossinum af
fremsta megni og gera
umhverfi hans og árinn-
ar að kærkomnum griða-
stað. Það kostar lítið, því
þar má svo fátt aðhafast
annað en hreinsa svæðið
og ána sjálfa. Slíkur vist-
vangur yrði ekki aðeins
Árbæingum og Breið-
hyltingum til yndis-
auka, heldur Reykvík-
ingum öllum, svo ein-
stakur sem þessi staður
er í sinni röð.
Reykjavík,
11. júlí 1976.
folahlaup, keppt I 300 og 800
metra stökki, 250 m skeiði og 800
m brokki. Sérstakur unglinga-
þáttur fyrir yngri en 16 ára verð-
ur einnig á Kaldármelum.
I Snæfellingi eru um 100 félag-
ar og tala hesta yfir 300. Félags-
mönnum fer alltaf fjölgandi enda
er hestamennskan að verða vin-
sælasta sportið í sýslunum. Stjórn
félagsins skipa Bernt Sigurðsson
og Högni Bæringsson, Stykkis-
hólmi, Ólafur Kristjánsson Ólafs-
vík, Ingólfur Gíslason, Gröf í
Miklaholtshreppi og Helgi Guð-
jónsson, Hrútsholti, Eyjahreppi.
eru forsvarsmenn þess þeir Karl
Jónatansson, sem er vel þekktur
harmonikuleikari og tónlistar-
kennari, og sonur hans Jónatan
Karlsson. Einleikarar á plötunni
eru Jóhann Jósepsson, Bjarki
Árnason og Garðar Olgeirsson.
I stuttu samtali við Mbl. sagði
Karl að á plötunni kæmu fram
þrjár ólíkar gerðir harmoniku-
leiks þótt hljóðfærið væri hið
sama. Jóhann væri einn af braut-
ryðjendum í harmonikukennslu
hér á landi og á plötunni leikur
hann eingöngu lög eftir sjálfan
sig, og væri margt svipað með
honum og Garðari sem væri
dæmigerður fulltrúi þeirra
harmonikuleikara sem lesa nótur
og ráða yfir erfiðum, skrifuðum
laglínum, en á plötunni leikur
hann eingöngu lög eftir erlenda
höfunda. Bjarki væri hins vegar
fulltrúi þeirrar stéttar
harmonikuleikara, sem hélt uppi
skemmtanalífi íslendinga til
skamms tíma.
Auk breiðskífunnar, sem ber
nafnið „Harmonikan hljómar“,
hefur Akkord gefið út fjögurra
laga harmonikuplötu með
kvintett Karls Jónatanssonar, en
sú plata kom fyrst út fyrir átta
árum og seldist þá upp. Sagði
Karl, að Akkord mundi einkum
leggja áherzlu á útgáfu á
harmonikutónlist í framtíðinni
þótt vissulega kæmi einnig margt
annað til greina.
Karl Jónatansson með
harmonikuplöturnar tvær.
(Ljósm. Friðþjófur)