Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JULl 1976
35
Aminsagður
með sýfilis
Tel Aviv, 9 júlí. NTB UPI
IDI Amin Ugandaforseti er með
skaddaðan heila og sýfilis á háu stigi
að sögn fyrrverandi læknis hans,
Marcel Assael, sem er einn kunnasti
sálfræðingur ísraels.
„Það er ekkert leyndarmál að
Amin er með sýfilis á háu stigi,"
segir hann í viðtali vð blaðið
Yediorth Ahronoth. Hann segir að
kynsjúkdómur hans hafi komið í Ijós
þegar hann var í brezka hernum.
Assael aðstoðaði við uppbyggingu
heilbrigðisþjónustu Uganda 1959 til
1971. Hann er nú starfandi við
Kaplan-sjúkrahúsið í Rehovoth og
heldur fyrirlestra við háskólann í
Jerúsalem.
„Idi Amin var sjúklingur minn á
þessu tímabili. Hann kom til mín og
spurði mig bjánalegra, barnalegra og
furðulegra spurninga, og sagði mér að
hann talaði við guð og engla á nótt-
unni."
Hann segir að Amin sé undarlegur
að mörgu leyti: skorti dómgreind, eigi
erfitt með að taka ákvarðanir sem séu í
samræmi við veruleikann, alltaf að
leita að tækifærum til að auka sjálfs-
traust sitt, umgangist frægt fólk til að
fá af því frægð sjálfur og tilraunir hans
til að sýna hvað hann sé mikill maður
komi fram í ofsóknaræði
Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu
ísraelska hersins, Ataron Yari hers-
höfðingi, sagði í dag að Amin væri
frumstæður en ekki heimskur. Hann
tók þátt í stofnun leyniþjónustu
Ugandahers 1969
„Stundum skildi hann ekki við hvað
ég átti ef ég notaði flókin hugtök. En
hann var fljótur að skilja ef ég notaði
venjuleg orð," sagði hann.
— V-þýzkur
Framhald af bls. 36
sem áður hafa aðgang að mjög
fullkominni rannsóknardeild I
Wiesbaden f Þýzkalandi, en sjálf-
ur var Chiitz yfirmaður deildar
v-þýzku sakamálalögreglunnar í
Bonn.
Að þvf er Halldór tjáði Morgun-
blaðinu gerðu þeir menn sem
annast hafa rannsókn Geirfinns-
málsins svonefnda, ChUtz sér-
staka grein fyrir öllum gangi
rannsóknar á því máli. Kvaðst
Halldór gera ráð fyrir, að þegar
ChUtz hefði síðan fengið í hendur
öll gögn er máli skiptu og kynnt
sér þau rækilega, myndi hann
taka ákvörðun um hvort og á
hvaða hátt hann gæti komið að
liði við frekari rannsókn málsins.
Halldór sagði, að þó væri þegar
afráðið að ChUtz kæmi hingað aft-
ur til landsins til frekari við-
ræðna en ekki væri ákveðið hven-
ær það yrði né heldur kvað Hall-
dór búið að taka neina ákvörðun
um það hver þáttur ChUtz í frek-
ari rannsókn málsins yrði —
hvort starf hans yrði einungis ráð-
gefandi eða hvort hann kæmi
e.t.v. til með að taka beinan þátt i
henni.
— Sjúkraflug
Framhald af bls. 36
kom þyrla varnarliðsins á vett-
vang um kl. 1 um nóttina. Hafði
þá verið kveikt bál í Mörkinni til
að leiðbeina þyrlunni. Komið var
með manninn til Reykjavíkur um
kl. 2 og farið með hann beint i
Slysadeild Borgarspítalans. Liðan
mannsins mun vera góð eftir at-
vikum.
— Niðurstaða
Framhald af bls. 2
kom þá fram sú frásögn þeirra, að
atburðurinn hefði gerst þannig,
að bræðurnir hefðu verið í byssu-
leik. Sá elsti, Leó, hefði verið með
fjárbyssu, ellefu ára drengurinn
með riffil en sá yngsti sem er
óskírður sjö ára gamall, var með
haglabyssuna. í þeim ieik gerðist
það að skot hljóp úr hagla-
byssunni, sem sjö ára drengurinn
hélt á og í höfuð Leós, með þeim
afleiðingum sem fyrr greinir.
Endurtekin viðtöl við drengina
sýndu að þeim bar nú saman i
aðalatriðum, um hvað gerst hafði.
Var þá sérstaklega kannað,
hvernig á því stóð að skot var i
byssunni. Þótti óliklegt að sjö ára
drengur hefði sjálfur getað hlaðið
hana. Athugun leiddi i ljós að
mestar líkur eru á því að skotið
hafi verið í byssunni er drengur-
inn tók hana inni í húsinu og fór
með hana út.
Fyrr i þessari rannsókn hafði
komið fram að elsti sonur hjón-
anna 17 ára, sem ekki var heima
er slysið varð, hafði verið með
byssuna á minkaveiðum kvöldið
áður. Hann hafði þá sagt að hann
hefði aðgætt að byssan var óhlað-
in er hann lét hana frá sér við
heimkomuna. Víð síðara réttar-
hald greindi hann frá því að hugs-
ast gæti að hann hefði lagt byss-
una frá sér hlaðna er heim kom.
Hann mundi nú, að hann hafði
skotið þrem skotum og sett það
fjórða í byssuna en aldrei skotið
þvi. Gæti því verið að sér hefði
láðst að taka skotið úr byssunni
aftur.
Er hér var komið var móður
Leós gerð grein fyrir málavöxt-
um. Skýrði hún þá frá því að sér
hefði verið ljóst að slys þetta
hefði gerst, er þeir léku sér að
byssunum. Hún hefði verið ótta-
slegin og ekki treyst sér til að
upplýsa þetta.
Samkvæmt framansögðu þykir
þvi ljóst að dauða Leós Guð-
mundssonar bar að garði kl. 16.00,
7. júlí er voðaskot hljóp úr byssu.
Guðmundur Helgason var leyst-
ur úr varðhaldi á lauggrdaginn.
Fyrir atbeina sakadómsins var
fenginn sérfróður maður i sál-
fræði, Sigurður Ragnarsson, til
þess að athuga framburð drengj-
anna nánar og kanna liðan þeirra
og heilsufar. Þótt málið hafi nú
verið upplýst heldur meðferð ein-
stakra þátta þess áfram í sam-
vinnu við önnur stjórnvöld, þ.á.m.
forráðamenn um barnavernd."
— Hótel
Framhald af bls. 2
Ólafsfirði, einkanlega að sumar-
lagi en þó einnig að vetrinum til,
því mikið væri jafnan um að-
komufólk vegna útgerðarinnar
frá bænum.
I hótelinu verða 11 2ja manna
herbergi með snyrtingu og einnig
verður i húsinu veitingasalur og
íbúð fyrir hótelhaldarann. Húsið
er 510 fermetrar á stórri lóð og
fallegum stað í bænum og verður
hægt að stækka það siðar meir ef
þörf krefur.
— Voru fleiri en
Frainhald af bls. 13
barnið og sagt söguna nokkrum
vændiskonum í East End. Þær
eiga að hafa skipulagt í samein-
ingu fjárkúgunina sem kostaði
þær lífið. Þær munu hafa verið
læstar inn í hestvagni og myrtar
þannig að þær virtust hafa sætt
árás kynferðisglæpamanns.
— Allt er í lagi
Framhald af bls, 1
„Allt er I lagi, herirtn er á flug-
vellinum".
3. Bose sagði við farþega eftir
lendinguna að þeir væru komn-
ir á öruggan stað.
4. Hermenn Ugandastjórnar
umkringdu vélina þegar eftir
lendingu og i fylgd með þeim
voru 5 vopnaðir arabískir
skæruliðar, sem föðmuðu og
kysstu flugræningjana. Eftir
það tóku fimmmenningarnir
þátt i gæzlu gislanna og samn-
ingaviðræðum.
5. Fyrir lendingu skýrðu flug-
ræningjarnir farþegum frá því
að strætisvagnar myndu sækja
þá á flugvöllinn.
6. Eftir að farþegum hafði
verið komið fyrir í flugstöðvar-
byggingunni sáu þeir Amin
faðma ræningjana og taka i
hendur þeirra.
7. Þegar vélin lenti ók svört
Mercedes-Benz bifreið upp að
henni og tveir skæruliðar stigu
út og tók annar þeirra við
stjórn aðgerðanna. Hann faðm-
aði Bose að sér um borð í vél-
inni og þeir ræddu lengi saman.
8. Michael Cojot,
framkvæmdastjóri fransks fyr-
irtækis, sem var milligöngu-
maður milli gíslanna og ræn-
ingjanna sagði að flugvallar-
stjórinn I Entebbe hefði verið
tilbúinn með vistir, því að hann
hefði vitað að hann ætti von á
260 manns.
Þá viku sem samningaviðræð-
ur stóðu yfir sáu gíslarnir eftir-
farandi merki um samvinnu
Amins og ræningjanna:
1. Fyrstu 24. klst. sáu her-
menn Ugandastjórnar alger-
lega um gæzluna og fylgdu gisl-
um til og frá salernum.
2. Skæruliðarnir komu og
fóru eins og þeir væru heima
hjá sér og höfðu til ráðstöfunar
tvo bíla, sem ekið var af
Ugandahermönnum.
3. Ugandahermenn létu
ræningjunum í té vélbyssur og
sprengiefni.
4. í hvert skipti sem Amin
kom til flugvallarins átti hann
mjög vinsamlegar viðræður við
ræningjana áður en hann hitti
gíslana.
5. í upphafi meinaði Amin
franska sendiherranum að ná
sambandi við ræningjana og sá
einn um þann þátt.
6. Amin varaði gíslana við að
voga sér að reyna að flýja.
7. Öðru hverju voru herþotur
látnar fljúga yfir flugstöðvar-
bygginguna lágflug til að
hræða gíslana.
8. Ugandahermenn og skæru-
liðar skiptu bróðurlega með sér
vöktum yfir gislunum.
9. Flugræningjarnir voru al-
gerlega áhyggjulausir og af-
slappaðir meðan á biðinni stóó
og virtust öruggir um að
Ugandaher myndu ekkert gera
til að reyna að yfirbuga þá.
10. Foringi ræningjanna var
alltaf i fylgd með Amin.
11. Meðan á samningaviðræð-
um stóð flutti útvarpið í
Uganda fréttir, þar sem
ræningjarnir hrósuðu Amin
fyrir andstöðu hans við
zionisma og heimsvaldastefnu.
12. Ræningjarnir voru jarð-
settir með fullri hernaðar-
viðhöfn eins og Uganda-
hermennirnir sem féllu.
í lok ræðu sinnar sagði
Herzog, að þeir, sem kynntu sér
öll skjöl, sem fyrir lægju, þar á
meðal útvarpssendingar
Ugandaútvarps, kæmust ekki
hjá því að sjá glöggt hver hefði
verið afstaða Ugandastjórnar
til málsins.
— Carter
Framhald af bls. 1
málið og Nixon forseta í þinginu.
Fregnir bárust í dag um að Carter
hefði strikað alla mennina nema 2
út af lista sinum yfir hugsanleg
forsetaefni, en talsmaður Carters
neitaði því í kvöld.
Stjórnmálafréttaritarar segja
að alger eining ríki innan flokks-
ins um útnefningu Carters og að
mörg ár séu sfðan annar
bandarisku stjórnmálaflokkanna
hafi verið svo sameinaður. Segja
þeir að útnefning varaforseta-
efnis sé það eina, sem spennandi
sé við þingið, og að Carter og
menn hans haldi því leyndu fram
í rauðan dauðann til þess að fólk
hreinlega hverfi ekki á brott af
þinginu. Ekki er talið að neinar
umræóur verði um stefnuskrá
flokksins né önnur mál sem tekin
verða fyrir og flest eru stjórn-
unarlegs eðlis varðandi yfirstjórn
flokksins.
Hubert Humphrey öldunga-
deildarþingmaður og fyrrum for-
setaefni flokksins sagði á fundi,
sem hann átti með nokkur
hundruð fulltrúum, að Carter
væri þegar orðinn forsetaefni
flokksins, fulltrúarnir væru að-
eins komnir til að staðfesta
útnefninguna formlega. Carter
hefur stuðning 1653 fulltrúa, en
þarf aðeins 1505 til að hljóta
útnefninguna. Hann sigraði i 19
forkosningum.
Carter var ákaft fagnað er hann
kom til New York í gær og bauð
þá 8000 gestum til veizlu, þar sem
boðið var upp á kjúklinga
hrásalat, gosdrykki og bjór.
Flokksþingið var formlega sett
um miðnætti að fsl. tima með því
að Robert Strauss, formaður
flokksins, flutti ræðu. Síðan
fluttu þau John Glenn öldunga-
deildarþingmaður og fyrrum
geimfari og frú Barbara Jordan
fulltrúadeildarþingmaður hvatn-
ingar- og stefnumarkandi
ræður fyrir þingið. Á morgun,
þriðjudag, flytja svo George
McGovern öldungadeildarþing-
maður og Hubert Humphrey
skýrslu stefnuskrárnefndar. Cart-
er verður útnefndur seint á
miðvikudagskvöld og varaforseta-
efnið síðasta dag þingsins á
fimmtudag og flytja þá báðir
frambjóðendur þakkarræður
sínar áður en þinginu lýkur.
— Hjálpartækja-
bankinn
Framhald af bls. 3
daga frá 14.00—17.00 en sfminn
er 21333. Forráðamenn bank-
ans eru bjartsýnir um starfsemi
hans og var það skoðun þeirra
að þegar fólk gerði sér ljóst að
það væri fjöldi manns sem hef-
ur þörf fyrir slík tæki, þá
tæki það á sig rögg og kæmi
tækjum, sem ekki eru í notkun,
til bankans.
Stjórn Hjálpartækjabankans
er skipuð einum fulltrúa frá
Sjálfsbjörgu og einum frá
Rauða krossinum en formaður
verður jafnan hlutlaus aðili og
er það nú Víglundur Þor-
steinsson, forstjóri steypustöðv-
arinnar B.M. Vallá. Aðrir i
stjórn eru Theodór A. Jónsson,
fulltrúi Sjálfsbjargar, og Páll
Helgason, fulltrúi Rauðakross-
ins. 1 varastjórn eru þeir Eirík-
ur Einarsson og Sigurður Örn
Einarsson, en forstöðumaður er
Björgúlfur Andrésson.
— EBE-þing
Framhald af bls. 1
en þær hafa að sögn sjónarvotta
verið lagðar algerlega í rúst.
Segja sjónarvottar að Palestinu-
menn hafist nú aðeins við í neðan-
jarðargöngum og ráði ekki yfir
öðrum vopnum en vélbyssum og
riflum.
Palestínumenn binda nú allar
sínar vonir við að utanríkisráð-
herrafundir Arababandalagsins
grípi til aðgeróa, sem komi á
vopnahléi í Libanon. Segja stjórn-
málafréttaritarar að ljóst sé, að
verði ekki komið á vopnahléi i
landinu muni Palestinumenn
bíða algeran ósigur. Hafa þeir
hótað að berjast til síðasta manns
eða þar til Sýrlendingar hafa kall-
að 15000 manna herlið sitt heim.
Þeir hafa sakað Sýrlendinga um
að hafa tekjð þátt i bardögum með
kristnum mönnum, en Sýrlend-
ingar neita því að hermennirnir
hafi barist.
Útvarp kristinna manna i
Líbanon sagði i dag að Arafat
hefði átt fund með leiðtogum
kristinna manna til að ræða skil-
yrðislausan brottflutning Palés-
tínumanna frá vígvöllunum.
Þessu var í kvöld neitað af hálfu
Palestínumanna.
— Uganda
Framhald af bls. 1
og segir að Kenyamenn segi þetta
aðeins til að reyna að breiða yfir
liðssafnað sinn.
Háttsettur embættismaður i
landamæravözlu Kenya sagði í
dag að fjöldi Kenyamanna reyndi
nú að flýja yfir landamærin frá
Uganda og að fregnir hefðu borist
um fjöldamorð á Kenyamönnum í
Uganda. Ugandastjórn hefur sak-
að Kenyastjórn um að hafa verið i
samsæri með ísraelum í sambandi
við björgunaraðgerðir Israela á
Entebbeflugvelli. Þessu hefur
Kenyastjórn harðlega neitað.
Uganda hefur einnig sakað
Kenyamenn um að hafa fengið
Bandaríkjamenn í lið með sér og
að bandarískir hermenn séu
komnir til Kenya og fljúgi ásamt
ísraelskum flugmönnum eftirlits-
flug yfir landamærunum. Kenya-
stjórn hefur .vísað þessu á bug
sem fáránlegum hugarburði.
— Er Dagfari
Framhald af bls. 2
Húsráðandi gerði viðskiptabanka
sinum þegar viðvart, en hann
varð of seinn, því að þá var þjóf-
urinn þegar búinn að taka út um
87 þúsund krónur úr bókinni en
skyldi af einhverjum ástæðum
205 þúsund krónur eftir inn á
henni. Böndin bárust fljótlega að
tilteknum manni, sem siðar játaði
á sig þetta innbrot. Hann situr nú
eins og fyrr segir í fangelsi og
afplánar refsidóm fyrir eldri af-
brot. Hingað til hefur hann neitað
að eiga nokkurn hlut í fleiri íbúð-
arinnbrotum að næturlagi á svip-
uðum slóðum, sem framin hafa
verið öðru hverju á undanförnum
vikum, en verið er að kanna það
atriði frekar.
— Júlíus
Havsteen
Framhald af bls. 12
fundum og í orðræðum
reyndi hann einnig, með
skynsamlegum rökum og
þeim sannfæringar-
krafti, sem aðeins vissan
um góðan og réttan mál-
stað veitir, að brýna fyrir
mönnum bráða nauðsyn
þess, að hafist yrði handa
um að hrinda stækkun
landhelginnar i fram-
kvæmd.
Vel sé honum.
I.S.
— IOC lét undan
Framhald af bls. 34
vandamál að ræða. Sagði Killanin,
að nefndin hefði gert ráðstafanir
til að leikarnir yrðu haldnir
annars staðar í ár, hefði afstaða
Kanadastjórnar verið kunn fyrr.
Ford Bandarikjaforseti skoraði
í dag á þá Bandaríkjamenn, sem
starfa við Olympíuleikana, að
reyna að fá þvi breytt, að
Formósu-menn taki ekki þátt i
leikunum f nafni Lýðveldisins
Kína. Blaðafulltrúi forsetans
sagði, aó enn væri ekki ljóst,
hvort forsetinn ætlaði a-* beina
því til bandariskra þátttakenda i
leikunum, að þeir hætti við þátt-
töku í leikunum, en tók fram um
leið, að forsetinn hefði ekki vald
til að banna þeim aó keppa þar
fyrir hönd Bandaríkjanna.
+
í gærmorgun lézt að heimili sínu Suðurgötu 1 8
SVEINN INGVARSSON,
fyrrverandi forstjóri.
Fyrir mina hönd, barna og annarra aðstandenda
Ásta Fjeldsted Ingvarsson.