Morgunblaðið - 13.07.1976, Síða 29

Morgunblaðið - 13.07.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13, JULÍ 1976 15 Marteinn til Trier og Elmars ALLAR líkur eru á þvf að Mar- teinn Geirsson úr Fram verði næsti Islendingur sem skrifar undir atvinnusamning f knatt- spyrnu. Marteinn hefur nú fengið tilboð frá þýzka 2. deild- ar félaginu Eintracht Trier, lið- inu sem Elmar Geirsson leikur með, og fór Marteinn utan f sfðustu viku til þess að kanna aðstæður og hugsanlega samn- inga. Þá gerði félagið honum tilboð, sem Marteinn mun sennilega ganga að. — Ég er tiltölulega ánægður með þetta tilboð og tel það mér hagstætt, sagði Marteinn f við- tali við Morgunblaðið f gær, en þá var hann að leggja af stað til Finnlands með fslenzka lands- liðinu. — Aðstæður eru allar mjög góðar þarna, og greini- lega mikill áhugi. Liðið vann sig upp úr 3. deild á fyrra og þar með var það gert að at- vinnuliði, en fram til þess tfma hafði verið hálfatvinnu- mennska hjá félaginu. Marteinn sagði að forráða- menn félagsins myndu koma til Finnlands og fylgjast með landsleiknum þar, og sennilega yrði gengið formlega frá samn- ingnum að þeim leik loknum. SKAGAMENN verSa fyrir nýju áfalli nú um mánaSarmótin, en þá mun markvörður liðsins, DavlS Kristjánsson, flytjast til Sviþjóðar meS fjölskyldu sina. Er DavíS sá fimmti úr íslandsmeistaraliSinu frá i fyrra sem hættir að leika með liðinu i sumar, en hinir eru Jón Alfreðsson Haraldur Sturlaugsson og Hörður Jóhannesson, sem lögðu skóna á hilluna, og Matthias Hallgrímsson, sem fer i hálfatvinnumennsku i Sviþjóð. — Það er óneitanlega dálitið leiðinlegt að fara frá þessu svona á miðju keppnistimabili, sagði Davið Kristjánsson i viðtali við Morgunblaðið i gær, — en mig langar til að breyta til. og það er miklu heppilegra fyrir mig að fara utan núna. sérstaklega vegna skólans sem börnin munu fara i. Ég hef hugsað mér að hafa knatt- spyrnuskóna með, og vonast til þess að komast i einhvert lið þar ytra, þótt ég hafi reyndar ekki enn kannað möguleika á sliku. Hörður Helgason mun að öllum likindum taka við stöðu Daviðs i Akranesmarkinu, en hann hefur æft vel með þvi að undanförnu og var aðalmarkvörður liðsins um tima i fyrra er Davíð var frá vegna meiðsla. Þá mun Sigurður Haraldsson, sem var annar aðal- markvörður Vals í fyrra, vera innritaður í ÍA, en hann hefur ekkert æft með þvi t sumar, hvað sem verður, þegar Davið er farinn. ÍSLENZKA sundfólkið hélt af stað áleiðis til Montreal I gær, en það mun hefja keppni fyrst islenzka íþróttafólksins. Myndin var tekin af sundfólkinu í gærmorgun, en þá hafði það ekki fengið Olympiubún- inga sina afhenta. Talið frá vinstri: Sigurður Ölafsson, Þórunn Al- freðsdóttir, Vilborg Sverrisdóttir og Guðmundur Þ. Harðarson, þjálf- ari. Minni myndin er af Ágústi Ásgeirssvni i Olympiujakkanum, sem hann fékk síðdegis í gær. Tveir hættir við Olppíuþátttöku - íslenzka sundfólkið hélt utan í gær FYRSTU íslenzku keppendurnir sem fara til Ólympíuleikanna í Montreal héldu af stað þangað með Loftleiðaflugvél í gær. Var þetta sundfólkið: Sigurður Ólafsson, Vilborg Sverrisdóttir og Þórunn Alfreðsdóttir og með þeim fór þjálfari þeirra og flokksstjóri, Guð- mundur Þ. Harðarson. Sundkeppni leikanna hefst strax fyrstu dagana, þannig að sundfólkið hefur aðeins nokkra daga til þess að kynna sér aðstæður þrátt fyrir að það fari á undan aðalhópnum, sem mun fara með Loftleiðavél beint til Montreal síðdegis á fimmtudag. Nú er endanlega séð að tveir þeirra sem valdir voru til Ólympiufararinnar munu ekki fara. Það eru þeir Gústaf Agnars- son lyftingamaður og Erlendur Valdimarsson kringlukastari. Gústaf er meiddur, en Erlendur telur sig ekki nógu góðan um þessar mundir til þess að taka þátt i jafnerfiðu móti og Ólympíu- leikarnir eru. I gær var óvíst um hvort Stefán Hallgrímsson myndi fara, en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu. — Stefán mun fara til læknis í dag, og eftir þá skoðun verður sennilega endanlega ákveðið hvort hann fer eða ekki, sagði Sveinn Björnsson, aðalfararstjóri íslenzka hópsins á Ólympíuleik- unum. Morgunblaðinu höfðu borizt um það fregnir að búningur Ólympiu- faranna hefði ekki verið tilbúinn, þegar þeir áttu að koma og sækja hann. Sagði Sveinn, að upphaf- lega hefði átt að afhenda búning- ana á föstudaginn, en ekki getað orðið af því, m.a. vegna þess að sumir hefðu trassað að koma og máta þá. Þvi hefði verið ákveðið að bíóa með að afhenda þá unz allir tækju við þeim í einu. — Það mun ekki standa á búningunum, sagði Sveinn, — og fékk t.d. sund- fólkið sem fór í gær sína búninga með skilum. íslenzku keppend- urnir á Ólympíuleikunum munu klæðast islenzkum búningum jafnt í keppni og utan vallar. Bún- ingurinn er frá Gefjun h.f., eii æfingabúningur er frá Henson. sportvörugerðinni. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er búningur sá er íslenzka íþrótta- fólkið klæðist við setningaathöfn leikanna mjög litríkur — blár jakki, ljósar buxur og rauð skyrta. Sveinn Björnsson sagði að Loft- leiðir hefðu sýnt Ólympíuförum mikla velvild i sambandi við ferðalagió vestur, þar sem flog- ið yrði beint til Montreal. Alls mun fara héðan um 40 manna hópur, auk nokkurra sem fara á vegum Ferðaskrifstofu rikisins, er hafði umboð til miðasölu hér- lendis. Auk Ólympíukeppend- anna og fararstjóra þeirra, flokk- stjóra og þjálfara, fara héðan Gísli Halldórsson formaður is- lenzku Ólympíunefndarinnar, Bragi Kristjánsson, ritari Olympíunefndar, KSÍ-mennirnir Ellert B. Schram og Friðjón Friðjónsson, sem sitja munu þing alþjóðaknattspyrnusambandsins. Þá munu fara þrir íslenzkir fréttamenn til leikanna, þeir Ágúst I. Jónsson frá Morgunblað- inu, Jón Ásgeirsson frá Ríkisút- varpinu og Sigurður Magnússon frá íþróttablaðinu. TVEIR LAIMDSLEIKIR UNGLINGA í KVÖLD í KVÖLD fer fram á Laugardalsvellinum unglingalands- leikur í knattspyrnu milli íslendinga og Færeyinga. Eru það lið skipuð piltum sem eru á aldrinum 16—18 ára. Leikurinn hefst kl. 20.00. Á sama tíma hefst í Færeyjum landsleikur pilta sem eru á aldrinum 14—16 ára. höggum i keppninni, og var 9 undir pari. Næstu menn voru Ballesteros og Jack Nicklaus sem báðir léku á 285 höggum. Var þetta i fimmta sinn sem Nicklaus hafn- ar i öðru sæti i þessari keppni frá þvi að hann tók fyrst þátt i henni árið 1966. Meðfylgjandi mynd sýnir John Miller hampa verðlaunum sinum i mótinu. BANDARÍKJAMAÐURINN John Miller sigraði í hinni miklu golfkeppni „British Open“ sem lauk á Royal Birk- dale golfvellinum um helgina. Sigurinn var þó ekki fyrirhafn- arlaus, þar sem Miller var tveimur höggum á eftir hinum 19 ára gamla Spánverja, Severiano Ballesteros, er keppni síðasta dagsins hófst. En Miller lék hreint stórkost- lega siðustu 18 holurnar og var þá sex undir pari, eða á 66 höggum. Miller lék alls á 279 MILLER LÉT EKKI AÐSÉRHÆDA Snillingurinn Jack Nicklaus sýnir golf á Nesvellinum í lok ágúst GOLFSNILLINGURINN Jack Nicklaus, sem um helgina varð í þriðja sæti í ensku meistarakeppn- inni og hefur þrisvar sinnum verið kosinn íþróttamaður ársins í Bandaríkjunum mun að öllum líkindum sýna golf á Nesvellinum 22. áaúst nk. Ekki er alveg gengið frá þessu máli, en mik- ið þarf að breytast til að ekki verði af sýnikennslu Nicklaus. Það er blessaður laxinn, sem dregur Nicklaus hingað til lands í sumar, og persónuleg vinátta hans við einn af meðlimum Golfklúbbs Ness gerir það að verkum að hann ætlar að sýna þar. Nicklaus hef- ur áður komið hingað til lands I laxveiði og lfkað dvölin hér á landi mjög vel. Fyrir þá sem ekki eru .málum kunnugir er óhætt að segja að Nicklaus sé einn albezti kylfingur I heimi og nafn hans álfka þekkt meðal kylfinga og nafn Johanns Crvuff meðal knattspyrnuunn- enda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.