Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAG'UR 13. JULÍ 1976 Njósnir. skrifstofustörf. HANDTOKUR njósnara kommúnista í V Þýzkalandi hafa verið tíðar að undanförnu, og nýlega lét yfirmaður v-þýzku leyniþjónustunnar Richard Meier, hafa það eftir sér, að starfs- aðferðir þessara njósnara séu úrelt- ar. Hann sagði, að þetta gerði v-þýzku leyniþjónustunni hægt um vik, og kunni svo að fara, að á næstunni verði njósnarar komm- únistaríkjanna í landinu allir hand- teknir. Á undanfömum mánuðum hefur sú spurning vaknað hvort handtökur njósnaranna stafi af þvi, að í V- Þýzkalandi sé meira um njósnir en 1 öðrum löndum vestan járntjalds, eða hvort ástæðan sem sérstakur ötul- leiki v-þýzku leyniþjónustunnar. Sennilega kemur hvort tveggja til, en þessar stórfelldu uppljóstranir hófust i maímánuði 1974, þegar Guillaume hjónin alræmdu voru handtekin. Gúnther Guillaume var einn nánasti samstarfsmaður Willy Brandts, sem þá var kanslari V- Þýzkalands. Handtaka hjónanna leiddi til stjórnmálakreppu, sem náði hámarki með þvi að Willy Brandt sá sig tilneyddan til að segja af sér, og æ siðan hafa njósnir haft veruleg áhrif á stjórnmál i landinu. Réttum tveimur árum eftir að Guill- aume-hjónin voru sett undir lás og sfá, eða nú í maí, var Helga Berger hand tekm fyrir njósnir í þágu A-Þjóðverja og Sovétmanna Helga Berger er 35 ára og starfaði sem ritari í utanríkis- ráðuneyti V-Þýzkalands um 10 ára skeið Henni er gefið að sök að hafa látið a-þýzkum og sovézkum njósnur- um í té mikilvægar upplýsingar um öryggi V-Þýzkalands, — upplýsingar, sem voru algjört trúnaðarmál fárra manna á æðstu stöðum. Handtaka Helgu Berger er í þann veginn að leiða til samskonar ástands og varð þegar upp komst um Guillaume, og er talið að það muni hafa veruleg áhrif á þingkosningarnar, sem fram eiga að fara í landinu eftir þrjá mánuði Guillaume-málið bitnaði fyrst og fremst á Willy Brandt og flokki sósíal- demókrata, en Berger-hneykslið kemur sér emkum illa fyrir kristilega demó- krata, þar sem einn af helztu forvígis- mönnum þeirra, Heinrich Böx, er bendlaður við það Heinrich Böx er fyrrverandi sendi- herra og var um skeið yfirmaður stofn- unar þeirrar, sem fjallar um utanríkis- mál á vegum flokks kristilegra demó- krata Böx var handtekinn skömmu eftir að upp komst um Helgu Berger Honum var sleppt eftir yfirheyrslur, en liggur þó undir grun um aðild að njósnamáli þessu Klaus Wöhler innanhúsarki- tekt og njósnari. Hans er ákaft leitað, en þrátt fyrir það að v-þýzka leyniþjónustan hafði hann undir smásjá mán- uðum saman áður en hann hvarf, er þetta eina myndin, sem til er af honum. Alvarlegra en Guillaume-málið í Ijós hefur komið, að mál Helgu Berger er enn alvarlegra en mál Gúnther Guillaumes Sá tími, sem ætl- að er, að Guillaume hafi haft beinan aðgang að mikilvægum upplýsingum, er aðeins sá hálfi mánuður sem hann dvaldist ásamt Brandt-hjónunum í sumarleyfi þeirra í Noregi Helga Ber- ger hafði hins vegar beinan aðgang að slíkum upplýsingum í 10 ársamfleytt, og hún lét það stórkostlega tækifæri svo sarmarlega ekki ónotað Njósnaferill Helgu Bergerhófst þegar hún gerðist einkaritari Heinrich Böx árið 1966, en hann var þá viðskipta- fulltrúi v-þýzka sendiráðsins í Varsjá og formaður sendinefndar, sem vann að bættum tengslum Pólverja og V- Þjóðverja um þær mundir Síðar varð Helga Berger einn þeirra einkaritara háttsettra embættismanna í utanrikis- þjónustunni, sem auðsýndur er mestur trúnaður. Á þessum 10 árum hefur hún starf- að fyrir ýmsa æðstu menn þjónustunn- ar, m a Egon Bahr, sem á sinum tíma hafði yfirumsjón með framkvæmda- atriðum í scmbandi við ,,austur- pólitík" Brandts Síðast var hún einka- ritari Lautenschlágers ráðuneytisstjóra, en hann annast m a. vopnaviðskipti fyrir hönd sambandslýðveldisins. Iðin og fórnfús Helga Berger var iðin og sístarfandi, að því er fyrrverandi samstarfsfólk hennar segir. Flest kvöld, sem hún hafði til eigin umráða, dvaldist hún á heimili Heinrich Böx, fyrrverandi yfir- manns síns M.a. varði hún þessum kvöldum til að hreinrita fyrir hann skýrslur hans til utanríkismálanefndar Kristilega demókrataflokksins. ,.Hún var eins og dóttirin í húsinu", lét 4rú Böx m a hafa eftir sér þegar Helga hafði verið handtekin En hún var líka annað og meira, því að í Ijós hefur komið, að Heinrich Böx hafði lykil að íb\jð Helgu og notaði hann þegar hann heimsótti hana á síðkvöld- um. Við húsleit í íbúðinni eftir hand- tökuna fundust bréf til Helgu frá Hein- rich, og er tónninn í þeim allfrábrugð- inn þeim, sem menn nota við dætur sínar Er talið að þau hafi staðið í ástarsambandi allt frá því er þau störf- uðu saman í Varsjá. Böx var fyrsti blaðafulltrúi Konrads Adenauer Hann fór frá Adenauer í fússi, og líklegt er að við það hafi KGB fengið augastað á honum Áhuginn hefur ekki minnkað við það, að Böx var sá aðili, sem sá um peningagreiðslur Kristilega demókrataflokksins til syst- urflokkanna í Portúgal og á Ítalíu, auk þess sem hann hafði allan þann að- gang sem hann kærði sig um að leyni- skjölum um utanríkis- og öryggismál, sem rædd voru í þingflokki kristillegra demókrata, þar eð hann var forstöðu- maður utanríkismálastofnunar flokks- ins. Helga Berger lét sér ekki nægja að standa í ástarsambandi við Heinrich Böx meðan hún dvaldist í Varsjá, held- ur kynntist hún. þar Klaus nokkrum Wöhler. Ymist kvaðst hann vera innan- Höfum til sölu mjög góða 155 fm. efri sérhæð ásamt risi yfir allri hæðinni og stórum bílskúr. Skipti á góðri neðri sérhæð, með stórum stofum og þvottaherb. á hæðinni koma vel til greina. Eignaþjónustan Sími26650. 13 tonna bátur byggður 1972 í mjög góðu standi og vel búinn tækjum. Bátur í sérflokki, sem getur verið til afhendingar strax. Eignaþjónustan Sími 26650. —— Vesturbær ................ Til sölu ca 130 fm. ibúð á efrihæð á GÓÐUM stað í Vesturbæ nálægt MIÐBÆ,. LAUS FLJÓTT við góða útborgun. Laugarnesvegur Til sölu ca 95 fm. ibúð á 4. hæð (3 herb) ásamt stórri geymslu i kjallara. Yfir ibúðinni er óinnréttað ris, bar er möguleiki á að innrétta 2 til 3 herbergi eða baðstofuloft. ÍBÚÐIIM ER LAUS MJÖG GOTTVERÐ. Laugarnesvegur Til sölu 2ja herb. endaib. á 2. hæð. LAUS STRAX. Hávallagaía Til sölu PARHÚS við Hávallagötu. Hornhús. Stór bilskúr. í smíðum við Eskihlíð Af sérstökum ástæðum eigum við enn til sölu 3ja herb. ibúðir í húsi sem hafin er smíði á í ESKIHLÍÐ. íbúðunum verður skilað að mestu fullbúnum á næsta sumri. ATH. að skila þarf umsókn til Húsnæðismálastj. fyrir 1. sept. nk. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN AUSTURSTR. 7, .......-SÍMAR 20424 14120. ......... Sveinn Benediktsson: Markaðsfréttir Sveinn Benediktsson ritar grein í nýútkomið dreifi- bréf Félags ísl. fiskmjölsframleiðenda um markaðsmál, óeirðir í Perú, lýsisverð og fyrstu loðnuna, og fer grein þessi hér á eftir í heild: Markaðsverð á fiskmjöli og lýsi hefur farið mjög hækkandi síð- ustu tvo mánuði, en verðlagið þó verið háð miklum sveiflum, eink- um fyrir áhrif frá soyabauna- verði. F’ramleiðsla á jurtaolíum og mjöli úr pressuðum jurtakjörnum fór mjög vaxandi á 2. ársfjórðungi 1976, en búizt er við að draga muni verulega úr framleiðslunni á 3. fjórðungi þessa árs. I 25 tilteknum löndum er áætl- að, að framleiðslan á pressuðum jurtakjörnum muna hafa aukizt um meira en 16% samanborið við fyrra ár og um 8,9% miðað við tímabilið október/marz 1975/ 1976. Meginhluti aukningarinnar stafar af aukinni pressun á soya- baunum i Bandarikjunum, Sovét- ríkjunum, Brasiliu og Vestur- Evrópu. F'ramleiðsla á mjöli úr jurtakjörnum jókst um 20% á síð- asta ársfjórðungi á móti 12% í október/marz. Jurtaolía jókst um 14.4%. Talið er, að fóðurskortur á viss- um svæðum í Vestur-Evrópu muni auka eftirspurn á fóður- blöndum, einkum fyrir nautpen- ing. Fregnir hafa borizt um það síð- ustu daga, að Sovétríkin og fylgi- riki þeirra hafi fest kaup á miklu magni af soyabaunum og margs- konar kornvörum i Kanada, Bandarikjunum, Brasilíu, Argen- tínu og fleiri löndum. Er fullyrt, að kaup þessi nemi a.m.k. 22 milljónum tonna. Þessar fregnir hafa þó ekki fengizt staðfestar. Sumir telja, að þetta gífurlega magn kunni að vera enn meira enda þurfi mikið til að bæta úr uppskerubresti 1975/76, sem talið hefur verið, að nemi 80 milljón- um tonna, miðað við fyrirfram- gerða áætlun um heildarupp- skeru til manneldis og fóðrunar búpenings. XXX Síðustu sölur á loðnumjöli, sem fóru fram i gær, námu US dollur- um 6.70/6.72 fyrir proteineinung- una í tonni cif Stóra-Bretland. Af- skipun i júlí/ágúst. Voru alls seld 300 tonn af loðnumjöli á þessu verði í gær. Skömmu eftir að söl- urnar fóru fram féll verðið á fisk- mjöli verulega á vörumarkaðnum í Chicago, en hækkaði aftur i dag. Birgðir Efnahagsbandalags Evrópu (EEC) af smjöri og mjólkurdufti úr undanrennu hafa enn farið vaxandi, þrátt fyrir þurrkana og viðleitni til þess að minnka birgðirnar af þessum landbúnaðarafurðum. 8. júli 1976. Óeirðir í Perú 1 Dreifibréfi FÍF nr. 3/1976 var sagt frá því állítarlega, að herfor- ingjastjórnin í Perú hefði, að ráði Hafrannsóknastofnunarinnar i Perú (IMARPE), ákveðið, að hinn 15. marz, þegar veiði átti að hefjast fyrir alvöru, skyldu ekki fara á veiðar fleiri skip en 400 af fiskiskipaflotanum, sem hefur verið þjóðnýttur að öllu leyti ásamt verksmiðjum, sem aflann vinna, sem ríkisfyrirtæki, er nefnist Pesca-Peru. F’ormaður Sjómannasambands- ins krafðist þess, að send yrðu á veiðar 600 skip, hvað sem liði tillögum Hafrannsóknastofnunar- innar, er taldi óhjákvæmilegt að draga úr sókninni vegna smáfisks (Peladilles) og til þess að koma í veg fyrir frekari ofveiði en orðin væri, því ansjóvetustofninn væri í bráðri hættu. Þegar kröfu formanns Sjó- mannasambandsins var ekki sinnt, boðaði hann verkfall. Lét herforingjastjórnin þá handtaka formanninn. Eftir 2—3 daga þóf hófst vinna að nýju. Hafði stjórn- in þá hótað að ráóa aðra menn á bátana, ef fyrirmælum hennar yrði ekki hlýtt. Veiðarnar gengu verr en vænzt hafði verið. Mjög erfitt reyndist aó fá áreiðanlegar fréttir af veið- unum. Virtust þær bregðast að mestu leyti nema syðst fyrir hinni löngu strandlengju. Námugröftur var á heljarþröm, vegna verðfalls og fjárhagsörðugleika, verðbólga og atvinnuleysi hraðvaxandi. Of- an á þetta bættust náttúruham- farir og mörg og ólík þjóðarbrot. (Sbr. Dreifibréf FÍF nr. 14/1973). Um síðustu mánaðamót sauð upp úr. Brutust þá út alvarlegar óeirðir í Lima, höfuðborg lands- ins. Lýsti herforingjastjórnin þá yfir neyðarástandi í landinu, bannaði fundahöld og fyrirskip- aði algert útgöngubann að nætur- lagi. Skotið yrði fyrirvaralaust á hvern þann, sem þá væri á ferli. Talið er nú, að ansjóvetuveiðin muni stöðvast við um það bil 2.5 milljón tonna veiði, eða við svipað magn og i maflok í fyrra. En eftir er að sjá, hvernig veiðin verður frá því í september til áramóta. Margir óttast að hún kunni aftur að bregðast jafnhrapallega og þá. Góðar horfur eru nú á. soya-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.