Morgunblaðið - 13.07.1976, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.07.1976, Qupperneq 34
20 MOROUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAOUR 13. JÚLÍ 1976 l\líu norskir frjáls- íþróttamenn á OL NORÐMENN senda ad þessu sinni níu frjálsíþróttamenn til Ólympíuleikanna 1 Montreal, ojí hinda hel/t vonir við hina korn- ungu stúlku Orete Waitz, sem náð hefur mjög góðum árangri f milli- vegalengdahlaupum í ár. Þó telja Norðmenn það út af fyrir sig gott ef Waitz nær því takmarki að komast i úrslitahlaupið í grcinum þessum. Norsku frjálsíþróttamonnirnir sem keppa ó loikunum oru oftir- taldir: Grete Waitz — keppir í 800 motra hlaupi og 1500 motra hlaupi. Bozti tími hennar í 1500 motra hlaup í ár or 4:06,5 mín., og or það 12. bozti órangurinn som náðst hefur í hoiminum í ár í þessari groin. Waitz hefur okki hlaupið 800 motra hlaup i ór við sæmilog skilyrði, en telur sjálf líklegt að hún goti hlaupið á 2:03—2:04 ó Olympíuleikunum. Astrid Tveit — koppir í há- stiikki kvenna og hofur stokkið 1,84 motra í ár og or þar moð i 22. sæti ó heimsafrekaskránni. 1 ár hafa sox stúlkur stokkið yfir 1,90 motra og or þar austur-þýzka stúlkan Roso-Marie Aokormann ofst á blaði moð 1,96 motra, som or nýtt heímsmet. I.ars Martin Kaupang — koppir í 1500 motra hlaupi. Ilann setti nýlega norskt mot moð því að hlaupa á 3:37,4 mín. og er það 16. bozta afrekið i heiminum í ár í þeirrí fþróttagroin. Knut Kvalheim — koppir í 5000 motra hlaupi, on í þoirri groin á hann bezt 13:28,8 min. i ár og or hann í 18. sæti ó heimsafreka- skránni. Beztum tíma í 5000 motra hlaupi í ár hofur Ný- Sjálendingurinn Dick Quax náð 13:13,10 mín. og er það aðeins 1/10 úr sok. fró hoimsmoti Bolgíumannsins Puttomans. Knut Bórö — keppir í 10.000 motra hlaupi og bezti árangur hans í ár er 28:30,4 mín. og er hann í 37. sæti ó heimsafreka- skránni. Lasso Virón frá Finn- landi hefur náð beztum árangri í heiminum i ár 27:43,0 mín. Leif Roar Falkun — keppir í hástökki. Hann hefur stokkið bezt 2,18 motra i ár og er í 85. sæti á heimsafrekaskránni. Knut Hjeltnes — keppir i kringlukasti. Bezta afrek hans í ór er 64,64 metrar sem er nýtt nofskt met, og jafnframt 18. bezta kringlukastsafrokið i heiminum i ár. Bozta árangrinum í ár til þessa hefur Bandaríkjamaðurinn Mao Terje Thorslund — segist verða ánægður með það eitt að komast í úrslit í Montreal. Wilkens náð, en hann hefur kast- að 70,86 metra, som or nýtt hoims- met. Terje Thorslund og Björn Grimnes — keppa í spjótkasti. Þeir hafa kastað 85,00 metra og 82,38 metra í ár og eru í 16. og 36. sæti ó hoimsafrekaskránni. Bezta árangrinum í ár hefur F"inninn Seppo Hovinen náð: 93,54 metr- um. TOM B. HANSEN FER EKKIÁ OL BEZTI millivegalengdahlaupari Dana, Tom B. Hansen, hefur ákveðið að taka ekki þátt í Olympíuleikunum í Montreal, og er ástæðan sú, að hann telur að hann só ekki orðinn nógu góður af meislum sem hann hefur átt við að stríða að undanförnu. Segir Tom. B. Hansen, að það væri svo sem gaman að fara til Kanada, en hann geti ekki verið þekktur fyr- ir að láta greiða fyrir sig fargjald og uppihald til þess eins að byrja hlaup og ha*tta þvf. — Þjálfarinn minn, Arthur Lydiard, segir að óg sf* búinn að vera f bili, og ég er viss um að hann hefur rétt fyrir sér, sagði Tom B. Hansen, — það er örugglega skynsamlegra hjá mér að fá mig góðan af meiðslun- um og stefna að því að ná topp- árangri seinna á keppnistímabil- inu. Tom. B. Ilansen hefur verið í fremstu röð millivegalengda- hlaupara undanfarin ár, og varð m.a. f tfunda sæti á Olympfuleik- unum í Munchen 1972 í 1500 metra hlaupi og annar f sömu grein á sfðasta Evrópumeistara- móti. 12 LIÐ LEIKATIL ÚRSLITAÍ KÖRFUKNATTLEIK KARLA Á OL TOLE lið taka þátt í lokakeppn- inni í körfuknattleik á Ólymp- íuleikunum f Montreal, og verður þeim skipt í tvo riðla í úrslitakcppninni. I A-riðl leika lið Kanada, Mexikó, Sovétríkj- anna, Kúpu, Japans og Astral- íu, en í K-riðli leika lið Banda- rfkjanna, Júgóslavfu, Tékkó- slóvakfu, Italfu, Puerto Rico og Egypt alands. Sex lið keppa til úrslita í kvennakeppninni: Bandarfkin, Kanada, Búlgaría, Japan, Sov- étrfkin og Tékkósfóvakía. Svo sem flestum mun kunn- ug fór aðalundankeppni í körfuknattleik fyrir ÖL fram í Hamilton f Bandaríkjunum f sfðasta mánuði og voru tslend- ingar þar mcðal þátttakenda, en einnig fór fram undan- keppni f Skotlandi, svo og í Asíu og Suður-Amerfku og var þar keppt um að komast f aðal- undankeppnina.. Sovétmenn eru núverandi Öl- ympíumeistarar f körfuknatt- leik karla, sigruðu þeir Banda- rfkjamenn með 1 stigi f sögu- frægum leik f Miinchen, en allt fram til þess höfðu Bandaríkja- menn verið einir um gullverð- laun á Ólympíuleikunum. KONUNG- LEGUR KEPPANDI ANNA Bretaprinsessa mun verða meðal keppanda á Ölympíuleik- unum f Montreal og keppir hún þar í hestamennsku, en f þeirri íþróttagrein stendur hún mjög framarlega f heimalandi sfnu, og hefur m.a. verið valin þar „Iþróttamaður ársins". Maður Önnu, Mark Phillips, verður vara- maður f brezka liðinu sem keppir í hestamennsku. Anna, sem nú er 25 ára, er sú fyrsta í brezku konungsfjölskyld- unni sem keppir á Qlympíuleik- unum, og hefur val hennar mælzt mjög misjafnlega fyrir í heima- landi hennar, þar sem sumir álíta að það hafi fremur verið staða hennar í þjóðfólaginu en verð- leikar sem réðu valinu. Þá fylgdi það sögunni að framkvæmda- nefnd keppninnar í Montreal hefðí heldur ekki verið of hrifin, þar sem hún telur meiri lögreglu- vörð þurfa um prinsessuna en ,,venjulegan“ keppanda. /\hrbt* Bikila er orbinn þjóðsaxnapersóna í heimalandi sínu. Kþiópíu og alta unga menn dreymir um að feta I fótspor hans á hlaupabrautinni. Ferill hans var þó enginn dans á rósum. Á myndinni að ofan sést Bikila koma að marki sem sigurvegari I maraþonhlaupinu í Róm I9fi0. og á mvndinni vinstra megin að neðan slítur hann snúruna sem sigurtegari i maraþonhlaupinu 1964. M.vndin að neðan til hægri var tekin 1968 er Bikila varð að hætta hlaupinu I Mexikó. sárþjáður vegna meiðsla og myndin að ofan til hægri er tekin er Bikila var ekið um Ólympiuleikvanginn I Miinchen 1972 I hjólastól eftir slys sem hann varð fyrir 1969. ÞA DREYMIR UM AÐ FETAI M FOTSPOR ABEBE BIKILA ALLT frá því að Abebe Bikila hlaut gullverðlaun í maraþon- hlaupi á Olympfuleikunum í Róm 1960, hafa frjálsíþróttamenn, og þó einkum hlauparar frá Eþfópíu, verið í fremstu röð á Olympíu- leikunum og má ætla að svo verði einnig nú, þótt Eþiópfumenn tefli ekki fram eins þekktum görpum á leikunum nú og að undanförnu. Abebe Bikila varð þjóðhetja í heimalandi sínu er hann kom heim með gullið frá leikunum í Róm, en þar hafði enginn búizt við sigri hans, nema þá hann sjálf- ur, sem alltaf var sannfærður um að hann ætti möguleika. Bikila ólst upp í sárri fátækt og hafði ekki einu sinni efni á því að kaupa sér hlaupaskó. Hann hljóp því berfættur í Róm, og þegar hann hóf hlaupið voru margir sem hóldu að hann væri ekki með öllum mjalla. 1 Tókýó 1964 varði Bikila Olympíutitil sinn í maraþon- hlaupi og hafði þá mikla yfirburði yfir keppinauta'sína. Hann ætlaði sér svo þriðja maraþongullið á leikunum í Mexíkó 1968 og hafði æft sérlega vel fyrir þá leika. Viku fyrir leikana varð hann fyr- ir því óhappi að togna í nára og varð að hætta keppni eftir um það bil 1Ö kílómetra hlaup í Mexíkó. Hann gafst þó engan veginn upp og hóf strax æfingar fyrir leikana í Miinchen 1972. En Margt fer öðru vísi en ætlað er. 1969 lenti Bikila í bifreiðarslysi og lamaðist fyrir neðan mitti. Hann kom því til leikanna í Miinchen í hjólastól. Þrátt fyrir að hann væri sárþjáð- ur lét hann á engu bera og ferðað- ist um Olympiusvæðið með hjálp vina sinna. — Munchen var mér takmark og það var mór mikils virði að ná þvi, jafnvel undir þess- um kringumstæðum, sagði Bikila við fréttamenn er hann hélt heimleiðis frá leikunum. Tæpu hálfu ári eftir leikana lézt Bikila. Nú binda Eþíópíumenn miklar vonir við mjög framagjarnan maraþonhlaupara sem heitir Gebre Gurmu og segir Negussie Roba, þjálfari Olympiuliðs Eþíópiu, áð hann sé sannfærður um að Gurmu sé einn bezti mara- þonhlaupari heims um þessar mundir. Megi það bezt marka af þvi að hann hafi nýlega bætt Eþíópíumét Bikila í 20 kílómetra hlaupi mjög verulega og hlaupið þá vegalengd á 58,32 mín. Aðrir Eþíópíumenn sem taka þátt í maraþonhlaupinu eru Tadesse Tsetergachew sem er 27 ára og Dereje Nedi sem er 22 ára. — Þá skortir báða nokkra reynslu, hefur Negussie sagt, — en það hefur ekki svo mikið að segja. Ég hef trú á því að þeir verði framarlega og má benda á að á Afríkuleikjunum í Zanzibar urðu þeir í öðru og þriðja sæti á eftir Gurmu. Síðan bætti hann við að þessir Rlauparar hefðu *æft mjög mikið við góð skilyrði í Eþíópíu, og þá hefði það ekki hvað minnst að segja að alla dreymdi þá um að leika eftir af- rek Abebe Bikila. Eþíópíumenn gera sér miklar vonir um að hljóta verðlaun í 5000 og 10:000 metra hlaupi, en þar verður Miruts Yifter meðal kepp- neda, en hann er gamalreyndur hlaupari sem sagður er vera í geysilega góðri æfingu um þessar mundir. Hann keppti sem gestur á sovézka meistaramótinu á dög- unum og hljóp þá á 28:11,0 mín., sem er frábær timi, ef miðað er við að veður var heldur óhagstætt er hlaupið fór fram. Þá er og talið líklegt að Yohannes Mohammed geti blandað sér í baráttuna í 3000 metra hindrunarhlaupi og segir Negussie þjálfari að ekki sé vafi á því að hann sé einn af fimm beztu hindrunarhlaupurum í heimi um þessar mundir. Hann tók þátt i þessari grein á leikunum i Miinchen 1972, en komst þá ekki i úrslit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.