Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 18
26 MORC.UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JULÍ 1976 Jónína Guðmunds- dóttir—Minning Fædd 21. september 1883. Dáin 4. júlf 1976. Að kvöldi sunnudagsins 4. júlí andaðist hin kunna dugnaðar- kona Jónína Guðmundsdóttir, södd lífdaga á 93. aldursári. Hún sofnaði útaf á heimili sínu að Laugarnesvegi 61, og naut til hinztu stundar aðhlynningar þeirra, sem hún háði ung svo harða baráttu fyrir, dætra sinna og sona. Þeir, sem þekktu Jónínu vita að líf hennar var sjaldnast neinn dans á rósum, og einnig hitt, að ekki er öllum gefið að takast á við harðsnúna lífsbaráttu af þvílíkum krafti, þreki og seiglu sem hún gerði. Gædd stórbrotnum per- sónuleika, sjálfsvirðingu og stolti, gerði hún þá kröfu til lífsins, að fá að standa á eigin fótum á hverju sem gekk, enda stöð hún af sér alla storma af fullri reisn. Hún naut líka ótakmarkaðrar virðingar og aðdáunar allra, sem henni kynntust á langri ævi. Hún fæddist 21. september 1883 að Saurbæ í Flóa. Hún missti foreldra sína ung og fór því snemma að vinna fyrir sér. 1 Fló- anum vann hún sem unglingur alls konar sveitastörf, allt þar til hún fluttist til Grindavíkur í lok aldarinnar. Þar kynntist hún eig- inmanni sínum, Magnúsi Jónssyni frá Grindavík, og gekk að eiga hann skömmu eftir aldamótin. Börnin sáu dagsins ljós hvert af öðru, og árið 1911 fluttist hin unga móðir með manni sínum og fjórum börnum þeirra út í Viðey. Þar var þá blómlegt atvinnulíf, og allfjölmenn byggð í kringum það. Magnús varð strax vel metinn fyr- ir dugnað og samvizkusemi, og voru honum fljótlega falin mannaforráð sem verkstjóri hjá Milljónafélaginu, sem þar rak út- gerð og fiskvinnslu. Gegndi Magnús því starfi til æviloka. Brátt stækkaði barnahópurinn, og lífið gekk sinn vanagang um sinn, þar til ógæfan dundi skyndi- lega yfir. Börnin voru orðin sjö árið 1918, þegar fjölskyldan varð fyrir þeirri þungbæru raun að missa bæði fjölskylduföðurinn og elztu dótturina með fárra daga millibili. Magnús dó úr spönsku veikinni aðeins tveimur vikum eftir að þessi mikli vágestur hafði lagt dótturina, Guðbjörtu að velli. Sjálf lá Jónína milli heims og helju i 17 vikur áður en henni tókst loks að hrista af sér þessa mannskæðu farsótt, sem varla skildi svo við nokkurt heimili á landínu, að þar væri ekki skarð fyrir skildi. Þau Magnús og Guð- björt hvila nú hlið við hlið í kirkjugarðinum í Viðey. Líklega getur enginn, sem ekki lifði þessa tima, gert sér í hugar- lund, hvernig það var þá fyrir unga konu að standa ein uppi með sex börn, það elzta aðeins 11 ára og það yngsta enn i vöggu. Þá grúfði sífellt sú ógn yfir þeim, sem fátækir voru, að þeir þyrftu að leita til hins opinbera um að- stoð — segja sig til sveitar — og þótti fátt sárari niðurlæging en það. Fljótlega eftir lát Magnúsar saumaði fátæktin mjög að hinni ungu ekkju og barnahópnum, þrátt fyrir að bæði Jónína og þau barnanna, sem aldur höfðu til, þræluðu myrkranna á milli í fisk- vinnu, kola-, olíu- og saltflutning- um, og öðru því, sem til féll. Jónina sór þess dýran eið, að aldrei skyldi hún láta börnin frá sér til vandalausra, eins og þá var oft eina úrræði hinna fátæku hér. Var hún því albúin þess að heyja harða baráttu um börnin við yfir- völdin, sem fljótlega eftir dauða Magnúsar vildu svifta hana for- ræði yfir þeim og koma þeim fyrir hjá ókunnugu efnafólki. Fóru leikar svo, að kjarkur Jónínu og ódrepandi viljaþrek báru sigur- orð af þeim, sem að henni sóttu í embættis nafni, og ekkert barn- anna varð tekið frá henni. Var það henni stór sigur. Hins vegar urðu vinir hennar til þess að létta undir með henni þegar í nauðirnar rak, með því að skjóta skjólshúsi yfir yngstu börnin og veita þeim allt það, sem í þeirra valdi stóð að veita. En það var að frumkvæði og eigin ósk Jönínu, og aðeins einn leikurinn í því andsnúna tafli lífsins, sem hún tók nauðug viljug þátt í. Þannig vann hún, með hjálp góðra vina, bug á þvi, sem henni þótti alla tið hneisan mesta, að þiggja nokkuð af því opinbera. Kunnu hún og börnin þessum vin- um sínum ætíð beztu þakkir fyrir frábæra aðstoð á erfiðri stund. Jónína naut líka á þessum ár- um, eins og ávallt síðan, hjálpar barna sinna, sem öll lögðust á eitt við að létta undir með móður sinni. Við lát Magnúsar lenti óhjá- kvæmilega vænn skerfur af byrð- inni á herðum elzta sonarins, Guð- mundar R. Magnússonar, sem, þótt hann væri þá aðeins 11 ára, vann erfiðisvinnu frá morgni til kvölds til að draga björg í hið barnmarga bú. Jónína fluttist frá Viðey til Reykjavíkur árið 1921. Gekk hún að ýmsum störfum, bæði sjálf- stætt og hjá öðrum, og hélt því áfram þar til hún var komin á níræðisaldur, en þá setti biluð sjón henni loks stólinn fyrir dyrn- ar, og hún dró sig í hlé. Var það henni þó til æviloka mikið kapps- mál að fylgjast vel með, hlustaði á útvarp, og þegar sjónin hvarf henni loks að mestu, bað hún um að láta lesa dagblöðin fyrir sig. Lengst mun Jónina hafa starfað hjá Bifreiðastöð Steindórs. Bar hún ávallt hlýhug til Steindórs Einarssonar og fjölskyldu hans, sem ætíð reyndist henni vel. En skömmu eftir að hún fluttist til Reykjavíkur hitti hún kunn- ingja sinn frá bernskuárunum austur í F’lóa, Pál Jónsson frá Seljatungu. Örlögin vildu hafa það svo, að þau gengu aldrei í hjónaband, en með Páli eignaðist hún tvö börn. Sonurinn, Ingvar, dó aðeins 6 mánaða, en dóttirin, Pálína, hefur með umhyggju sinni fyrir móður sinni sannað spá einnar vinkonu Jónínu þegar hún bar Pálínu undir belti, að þar bæri hún fjársjóð, sem reynast mundi henni vel í lífinu. Þau Guðmundur og Pálína bjuggu móður sinni í sameiningu hlýlegt heimili í Reykjavík allt þar til Pálína giftist, en Guð- mundur bjó hjá móður sinni allt þar til yfir lauk. Síðustu árin bjó hún i sambýli við Guðmund og Kristfnu dóttur sína að Laugar- nesvegi 61. Öll voru þau líka sam- hent systkinin, sem ótalin eru, þau Margrét, Sigríður, Ragna og Haraldur, í því að hlúa að móður sinni, og kepptust þau alla tíð við að gera henni lífið sem ánægju- legast. Voru með þeim Jónfnu og systkinunum miklir kærleikar, sem aldrei bar skugga á. Þá létu tengdabörnin ekki sitt eftir liggja, og naut hún alla ævi ein- stakrar virðingar og ástúðar þeirra allra. Hefur Þorsteinn B. Jónsson beðið mig að geta sérstaklega í þessum Ifnum virðingar hans og þakklætis í garð látinnar tengda- móður sinnar. Það varð Jónínu þungbær raun í ellinni, þegar Ragna, næstyngsta dóttir hennar, lézt langt um aldur fram, fyrir tveimur árum síðan. En hin sex, sem eftir lifa af hin- um stóra barnahópi, sem Jónína barðist ung svo hart fyrir að halda sameinuðum, fylgja henni síðasta spölinn í dag. Mega þau bera höfuðið hátt fyrir hönd móð- ur sinnar, sem af reisn stóð af sér öll veður, og aldrei lét bilbug á sér finna. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Þorsteinsson. útfaraskreytlngar blómciucil Groóurhusið v/Sigtun simi 36770 S. Helgason hf. STílNIÐJA llnholtl 4 Slmar 2W7 og 14254 Bróðir okkar t SVERRIR BJARNASON Hverfisgötu 28 andaðist 1 1 júlí Sigurður Bjarnason Baldur Bjarnason Guðjón St. Bjarnason Bjami Þ. Bjarnason. t Systir mín SIGURBJÖRG SIGURVINNSDÓTTIR andaðist í sjúkrahúsi Kellavikur 1 1 júli 1 976 SigrrSur Sigurfínnsdóttir, Birtingaholti. t Jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa MAGNÚSAR Ó. STEPHENSEN fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 13. júlí kl 10.30 Sigurbjórg B. Stephensen Sigriður M. Stephensen Steinunn M. Stephensen Guðrún Magnúsdóttir Haraldur Bergþórsson Magnús Þorleifsson |da S. Danielsdóttir og barnabórn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi JÓSEF EGGERTSSON, vélstjóri andaðist að heimili sínu Hátúni 1 0 A föstudaginn 9 þ.m. Marta S.H. Kolbeinsdóttir Hulda Jósefsdóttir Jón Ágústsson Gréta Jósefsdóttir Þorsteinn Halldórsson Esther Jósefsdóttir Guðbergur Ólafsson Eggert Jósefsson Sigurborg Friðgeirsdóttir Ágúst Jósefsson Elfn Þorvaldsdóttir og barnaböm. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, fóstursonur og tengda- sonur KRISTJÁN HALLDÓRSSON kennari frð Patreksfirði Laufðsvegi 36, Reykjavfk verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. fimmtudaginn 15. júlíkl. 14 Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hms látna, er vinsamlega bent á Hjartavernd Jóhanna Olafsdóttir Ólafur Barði Kristjánsson Hanna Karen Kristjánsdóttir Guðrfður Kristjánsdóttir Helgi Geir Valdimarsson Gunnar Krístjánsson Helga Loftsdóttir Kristján Halldórsson Gestur Gunnarsson Ingibjörg Ólafsdóttir Elfn Jónsdóttir. t Jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS LOFTSSONAR, Heiðargerði 1 7. fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 1 5. júlí kl. 3. Sveiney Guðmundsdóttir, böm, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar GUÐMUNDUR KR. HALLDÓRSSON trésmiður Grundarstfg 5 andaðisf 9 júli i Landakostsspitala Bömin. Útför ÁGÚSTSJÓNSSONAR fyrrverandi yfirvélstjóra. Hraunbæ 1 32, fer fram frá Fossvogskirkju í dag 1 3 júli kl 1 3 30 Katrfn Ágústsdóttir Haukur Ágústsson Hilda Torfadóttir Stefán Halldórsson. Útför eiginmanns míns og föður SIGURSTEINS JÓNASSONAR. Skúlagötu 60 verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 14 júlíkl 10 30 Blóm afbeðin, en þeim er vildu minnast hans, skal bent á Slysavarnar- félag íslands Jóna Jónsdóttir Sæmundur Sigursteinsson. t Útför INGIBJARGAR GUNNLAUGSDÓTTUR Skólavörðustfg 44 fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1 4 júlí kl 3. F.h vandamanna Þórdfs Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRUNAR SIGURÐARDÓTTUR Hverfisgötu 19B, Hafnarfirði Kristján Sfmonarson Jóhanna Kolbrún Kristjánsdóttir Reynir Jónasson Hrafnhildur Kristjánsdóttir Jón Marinósson Steinþórunn Kristjánsdóttir Kristján Hauksson Guðrún Lfsa Ómarsdóttir Áslaug Ásmundsdóttir og barnaböm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.