Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13.JULÍ 1976 29 fclk í fréttum Aðgátskalhöfð.... + Boli getur stundum verið erfiður viðureignar eins og portúgalski nautabaninn Parreirita Cigano fékk að reyna á Plaza de Toiros leik- vanginum f Lissabon nú fyrir skömmu. Skömmu áður en myndin var tekin hafði Parreirita haft f frammi loddaraskap og ffflalæti við mikinn fögnuð áhorfenda en boli hefur greinilega ekki kunnað eins vel að meta fram- komu nautabanans og þvf fór sem fór. Parreirita var sendur á spftala en mun hafa sloppið við meiriháttar meiðsli og er Ifðan hans nú eftir atvikum. „Hvað ætl- ar pabbi að gera þegar hann verður stór?” + BÍTILLINN fyrrver- andi, Paul McCartney hefur að undanförnu ver- ið á hljómleikaför um Bandaríkin ásamt hljóm- sveit sinni Wings — en að sögn sérfróðra hefur förin verið ein samfelld sigurganga fyrir hann og hljómsveitina. Blöð vestra tala um „endur- komu McCartney“ og telja að vinsældir hans séu nú engu minni en þegar Bítlarnir voru og hétu. Linda, eiginkona Pauls, sem leikur á pianó í hljómsveitinni hefur þó fengið misjafna dóma sem hljómlistarmaður en Paul kærir sig kollótt- an. „Hún er konan mín og ég vil hafa hána með, hvað sem tautar,“ segir Paul. I förinni eru einnig börn þeirra hjóna og er þeirra vel gætt af lífverði á meðan mamma og pabbi leika listir sinar á sviðinu, „Börnin elska tónlist,“ segir Linda, „en þau skilja þetta tónlistar- stúss ekki fullkomnlega og spyrja oft hvað pabbi ætli að gera þegar hann verður stór.“ — Minning Guðjón » Framhald af bls. 27 jafnan meðfætt og ávanið að vera allur í starfinu. Hann hlaut virð- ingu og vinsemd margra starfsfé- laga sem kveðja hann saknaðar- kveðju. Guðjóni var ekki hugleik- ið að dvelja við störf sín i fjöl- mennu umhverfi. Hann kunni að meta kyrrðina og njóta hennar. Hann kunni vel við sig á skrifstof- unni sinni, þar sem hann hafði prúðan og vinsamlegan starfsfé- laga og hlýhugurinn teygði sig yfir borðið og létti störfin án margra orða. Þarna var gott að koma, dvelja nokkrar mínútur í starfshléi, blanda geði og finna ylinn, sem eftir var, þegar út var gengið og hurð féll að stöfum. Arið 1949 gekk Guðjón Ölafsson í hjónaband. Eiginkona hans var Auður Þórðardóttir frá Hergilsey á Breiðafirði. Voru þau hjónin á sama aldursári. Þau eignuðust og ólu upp 6 mannvænleg börn. Tveir elstu synirnir stunda að loknu undirbúningsnámi iðnaðar- störf, sá þriðji er byrjaður á við- skiptafræðinámi við Háskólann, en þrjú yngri börnin eru á bernsku og æskuárum. Auður lif- ir mann sinn. Þegar Guðjón Ólafsson vann við Kaupfélag Hvammsfjarðar áttum við margt saman að. sælda. Ég vann þar stundum um tíma sem aukastarfsmaður og dvaldist þá oft á heimili hans. Þessi samvera og samstarf treysti stöðugt vin- áttu okkar. Eftir að ég varð eins- konar nágranni hans, sem auka- starfsmaður á skattstofu Reykja- víkur, fann ég sama vininn aftur og endurnýjaði kunningsskapinn. Það sem mér verður minnisstæð- ast frá því timabili er sá hetju- skapur, sem hann sýndi á sein- ustu mánuðum ævinnar, þegar banasjúkdómurinn herjaði og leitað var i þróunar í starfinu til seinustu stundar. Undir þetta veit ég að munu taka margir starfsfé- lagar hans og vinir úr þeim 70 manna hópi, sem störfuðu í ná- lægð hans. Með undrun og aðdáun var horft á orustu þá, sem þarna var háð. En nú er hugsað til þeirra nánustu með virðingu og samúð. Það er dýrmæt og vand- meðfarin eign minning um trygg- an vin og góðan dreng Geir Sigurðsson, frá Skerðingsstöðum. Nýkomið __ • _ -■ ® TY]^T*1 TT^ 0lrlr0 í fjölbreyttu úrvali Gardinuhúsið, Ingólfsstræti 1 A, simi 16259.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.