Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JULÍ 1976 3 BBC gerir þátt «im iarðhitann HÉR A landi eru nú staddir sjón- varpsmenn frá brezka útvarpinu BBC. Þeir vinna að gerð þáttar um jarðhitasvæði á íslandi, sem verður hluti af flokki þátta um Evrópulönd sem kallaður er Bellamy’s Europe. Myndaflokkurinn er kenndur viO dr. David Bellamy náttúru- fræðing, en hann hefur dvalizt Saumastofan undirtektir á Akureyri, 12. júlí. LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur nú sýnt sjónleikinn Saumastof- una eftir Kjartan Ragnarsson í tvö kvöld í samkomuhúsinu á Akureyri við feikigóðar viðtökur leikhúsgesta. Uppselt hefur verið á sýningarnar og einnig er upp- selt á sýningu nú í kvöld og fjórða sýning ákveðin annað kvöld, þriðjudag. Höfundurinn er leik- stjóri, leikmynd er eftir Jón hér undanfarið til að undirbúa gerð þáttarins og haft sér til að- stoðar þá Ingólf Davíðsson grasa- fræðing og Gunnar Sigurðsson, frá Rannsóknarstofnun Landbún- aðarins. Með í ferðinni er einnig stjórnandinn, Anna Jackson, en Anna er hálf-íslenzk. íslenzki þátturinn mun verða kallaður „Some like it hot“. fær góðar Akureyri Þórisson og Magnús Pétursson leikur á píanó undir söngva sem sungnir eru í leiknum. Leikendur eru 9. Sýningin á laugardaginn var sú tuttugasta í leikför Leikfélagsins á þessu sumri, en farið hefur ver- ið um Vesturland, Vestfirði og vestanvert Norðurland og hefur leikflokkurinn hvarvetna hlotið hinar beztu viðtökur og góða að- sókn. Sv.P. Sjaldséður vegfarandi á götum Reykjavfkur teymdur yfir Hverfisgötuna. Ljðsm. Mbl., RAX, sést í bílspeglin- um tii hægri. Páll Helgason sýnir ýmis hjálpartæki fyrir sjúka og lamaða. Hjálpartækjabanki hefur starfsemi sína UM n.k. mánaðamót mun hef ja starfsemi sfna stofnun, sem hefur það markmið að leitast við að útvega fötluðu og sjúku fólki hvert það hjálpartæki, sem hægt er að fá. Stofnun þessi, sem hlotið hefur nafnið Hjálpartækjabankinn, er árangur af samvinnu milli Rauða kross Islands og Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra. A fundi, sem haldinn var með blaðamönnum í húsakynnum bankans að Nóatúni 21, kom fram, að bankinn mun starfa á grundvelli inn-og útlána. Bank- inn mun reyna að hafa milli- göngu um útvegun hjálpar- tækja fyrir fólk og beinir þeim tilmælum til fólks, sem hefur undir höndum hjálpartæki, en hefur ekki lengur not fyrír þau, að leggja þessi tæki inn i bank- ann þannig að þau geti komið öðru fólki að gagni. Páll Helgason endurhæf- ingarlæknir á Landspitalanum, sem sæti á i stjórn bankans, sagði það mjög tímabært að koma á fót slíkri stofnun því þörfin fyrir hjálpar- og endur- hæfingartæki væri geysileg. Hann sagði að bæði Sjálfsbjörg og Rauði krossinn hefðu um árabil unnið að útvegun slikra tækja fyrir skjólstæðinga sína og aðra og lagði hann áherzlu á að þótt bankinn ætti eftir að verða sterk stofnun, þyrftu þessi félög ekki að hætta starf- semi sinni, heldur bæri þvert á móti að efla hana. 1 fyrstu mun stefna bankans verða að hafa tæki almenns eðlis til út- lána og hugsa um almenning, en von þeirra er sú að geta síðar haft á boðstólum ýmis sér- tæki. Bankinn mun hefja starfsemi sina af fullum krafti í haust, en tímanum þangað til verður var- ið til að veita viðtöku þeim hjálpartækjum sem kunna að berast og einnig telur stjórn bankans mikilvægt að kynna þessi tæki betur en gert hefur verið og hefur verið rætt að gefa út upplýsingabækling um þessi mál. Einnig telur stjórnin mikilvægt að hafa góða við- gerðaþjónustu og munu leitast við að koma henni á fót. Þarna voru til sýnis ýmis hjálpartæki, sem aðallega eru ætluð fólki með eina hönd eða með skerta hreyfiorku, sem mörg voru bæði einföld og ódýr og kom fram að oft er fólki ekki kunnugt um þau tæki, sem til eru og gætu komið því að gagni. Aðsetur Hjálpartækjabank- ans er að Nóatúni 21 og þar verður tekið á móti tækjum alla Framhald á bls. 35 Ódýru Spánarferðirnar með Ferðamiðstöðinni COSTA BLANCA - BENIDORM Brottfarardagar: 19. júli. laus sæti 2. ágúst. aukaferð 9. ágúst. laus sæti 16. ágúst. uppselt 23. ágúst. uppselt 30. ágúst. aukaferð 6. sept. nokkur sæti laus 13. sept. uppselt Fj.ölskylduafsláttur íslenzk hjúkrunarkona og barnfóstra Vikulegar ferðir í ágúst og sept- ember. -Tapið ekki af ódýrri og skemmti legri sótarferð i sumarleyfinu. Ferðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 - Reykjavík Símar 1 1 255 — 1 2940 iííl jr Odýrar Norðurlandaferðir í allt sumar. Seljum einnig farseðla með öllum flugfélögum um allan heim á sérstaklega hagkvæmum fargjöldum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.