Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JULI 1976
5
Næg atvinna þrátt
fyrir lítinn afla
í Stykkishólmi
í STYKKISHÓLMI hefur verið
næg atvinna I vor og sumar.
Byggingaframkvæmdir hafa ver-
ið þar miklar. m.a. er verið að
bvggja þar nokkuð stóra fbúðar-
blokk við Skúlagötu. 1 blokkinni
verða 8 fbúðir, 4 tveggja her-
bergja og 4 þriggja herbergja.
Áætlað er að fullgera 2 íbúðir
fyrir 1. október og hinar í febrúar
n.k. Trésmiðjan Ösp f Stykkis-
hólmi sér um framkvæmdirnar.
Byggingarnar eru á vegum Leign-
íbúðanefndar og framkvæmda-
nefndar um byggingu verka-
mannabústaða á staðnum. Einnig
eru margir einstaklingar með hús
f smfðum.
Þá fara fram miklar endurbæt-
ur og endurnýjanir á vegum Sig.
Ágústssonar h.f. á skelfisk-
vinnslu, sem fyrirtækið rekur. Öll
aðstaða og vélakostur hafa verið
stórbætt. Skelfiskvinnslan hefur
þegar hafið störf og komast færri
að en vilja — því afli hefur verið
rýr og margir hafa hug á að gera
út á skelfisk. Tveir stórir bátar og
2 trillur hafa verið á handfæra-
veiðum og eins og áður kom fram
fengið litinn afla. Þó hefur verið
spannað yfir stórt svæði. M.b.
Þórsnes hefur í sumar verið með
linu og farið í 3 4-daga ferðir en
aðeins aflað um 40—50 tonn alls.
Rækjuafli hefur verið sáralítill.
Skelfiskveiðar eru nýhafnar aftur
eftir nokkurt hlé, en einnig geng-
ið illa. Reynt hefur verió við mið-
in kringum Flatey en skelin þar
var léleg. Einnig hefur verið
reynt á miðunum við Höskuldsey
og þar var sömu sögu að segja. Er
því ekki víst hvaða stefnu skel-
fiskveiðarnar taka nú á næstunni
og eins er ekki vitað, hvernig þau
mið þróast, þar sem alltaf hefur
verið fiskað.
Þrátt fyrir aflaleysið er næg
atvinna í Stykkishólmi, bæði í
byggingarframkvæmdunum og
við vegagerð, en nú er verið að
vinna að varanlegri gatnagerð á
staðnum. í vor og í sumar hefur
verið skipt um jarðveg á þeim
götum, sem verða steyptar og
oliubornar á næstunni. Einnig
hefur verið gengið frá skólp-,
vatns-, rafmagns- og símaleiðslum
i gatnakerfinu. i þessum mánuði
verður Aðalgata steypt og hluti af
Austurgötu, eða allt niður að
höfn. Hús, sem byggt var um alda-
mótin þurfti að fjarlægja en það
stóð út í Aðalgötuna. Húsið var
malað niður og brakið brennt að
viðstöddum mörgum bæjarbúum.
Mynd þessi var tekin ( upphafi fegurðarsamkeppninnar ( Hong Kong.
lsraelska stúlkan, sem bar sigur úr býtum, stendur lengst til hægri á
myndinni, en önnur frá vinstri er Guðmunda Hulda Jóhannesdóttir frá
tslandi.
„Ungfrú alheim-
ur” frá ísrael
Heyjað
af
fullum
krafti
Bændur sunnanlands hófu
heyskap i góðviðriskaflanum
fyrir helgi og héldu áfram að
heyja í sólinni í gær, þrátt fyr-
ir rigningu á sunnudag. Eftir
langvarandi óþurrka kom góð-
viðrið fyrir helgi í góðar þarfir
og var víða byrjað að heyja af
miklum krafti. Spretta hefur
verið góð um allt land og að
sögn Viðars Þorsteinssonar hjá
Búnaðarfélaginu er útlit fyrir
góðan heyfeng víðast hvar á
landinu. Sláttur í Eyjafirði,
Skagafirði og í Þingeyjarsýsl-
um er vel á veg kominn og er
allmikið hey á þessum stöðum
komið í hús. Að sögn Viðars
þurfa bændur sunnanlands nú
góðan þurrkakafla til að koma
heyjum sínum í hús.
Hong Kong, 12. Júlí — AP.
ISRAELSK stúika, Rina Messing-
er, varð hlutskörpust í samkeppn-
inni um titiíinn „Ungfrú Alheim-
339 bílar á hverja þús-
und íbúa 1 Reykjavík
í REYKJAVÍK eru nu
skráðar 28.654 bifreiðir,
þar af eru fólksbílar 26.182
og bifhjól 182. Á hverja
1000 íbúa í Reykjavík eru
því skráðar 339 bifreiðir,
310 fólksbílar og 29 vöru-
bifreiðir. \
Þetta kemur fram í
skýrslu, sem hagstofan
hefur gefið út. í skýrslunni
er að finna ýmsar upp-
lýsingar um bifreiðir og
bifreiðaeigu landsmanna.
Þar kemur fram, að
heildarbílaeign lands-
manna er 71.928 bílar, af
því eru fólksbílar 63.900 og
bifhjól 469. Annað eru
stærri fólksbifreiðir og
vörubifreiðir. Einnig eru í
skýrslunni tala bifreiða í
einstökum kaupstöðum og
sýslum landsins og hvernig
þær skiptast, s.s. eftir orku-
gjafa og þunga. Þá er í
skýrslunni tafla yfir öku-
tæki eftir gerðum og birt-
um við hér samdrátt af
þeirri töflu, fólki til fróð-
leiks og gamans.
Tölur þær sem birtar eru
i skýrslunni eru byggðar á
bifreiðaskrám, sem færðar
eru af bæjarfógetum og
sýslumönnum, af lögreglu-
stjóranum á Keflavíkur-
flugvelli og í Reykjavík og
af Bifreiðaeftirliti ríkisins.
ur". sem haldin var í Hong Kong
að þessu sinni.
Þegar úrslitin voru kunn orðin
var haldin krýningarhátíð, þar
sem sigurvegarinn dansaði m.a.
við sir Denys Roberts, landstjóra i
nýlendunni, en öryggisráðstafan-
ir voru svo strangar, að fréttaljós-
myndarar fengu ekki aðgang að
dansleiknum, en hætta er talin á
því að palistínskir hryðjuverka-
menn kunni að láta til skarar
skríða gagnvart stúlkunni, þar
sem hún er frá ísrael.
AUGI.ÝSINGASÍMINN ER:
22480
Jtl»T0imt>I«biÖ
Verkfræðinga-
deilan enn óleyst
DElLA Stéttarfélags verk-
fræðinga og Reykjavíkur-
borgar er enn óleyst og
hefur ekki verið boðað til
nýs fundar deiluaðila. Sjö
menn eru í verkfalli af um
30 félögum sem hjá
Reykjavíkurborg vinna.
Að sögn Gunnars Gunnars-
sonar formanns samninga-
nefndar verkfræðinga hef-
ur ekki verið ákveðið hvort
gripið verður til frekari
verkfallsaðgerða gegn
borginni.
Ford Hefurþú séð hann!-
Granada sýningarbíll á staðnum
rord................... B.570 13,2 |
Volkawtgen ............ 7.74C 11,91
Fiat....................... 4.100 G,r.
Land P.ovor................ 3,420 0,3'
Volvo...................... 3.0G4 4,C!
Moskvitch *. 2.720 4,2
Skoda...................... 2.047 4.1
Saab....................... 2.3GC 3,7
Toyota .................... 2.121 3,3
V.'illys Jeep.............. 2.107 3,2i
Chevrolet ................. 1.032 3,1
Upel....................... 1.056 3,0
Ford Bronco................ 1.890 2,9
Mercedes-Bonz ............. 1.424 2,2
Mazdo................ 1.202 1,9
Peugeot ................... 1.143 1,3
Citroön ................... 1.12G 1,7
Datsun .................... Í.OIO 1,5
Gunboam ................... 1.004 1,0
Vauxhal 1............. 951 .1,5
Áustin............... 934 1,4
Gaz 69 856 1,3
Dod(-e................ 703 1,2
Volga................. 745 1,1
Mercury.............. 624 1,0
Renault.............. 622 1,0
Rambler.............. , 551 O, C
Plymouth............. 530 0,3
Hillmon.............. 487 0,8
Morris............... 471 0,7
International Gcout . . 462 0,7
Austin ípsy.......... 423 0,7
Trabant.............. 412 0,0
Lada................. 375 0,6
Magge Rover.......... 314 0,5
C.A.Z. 450 303 0,5
Simca................ 223 0,3
V'illya Station ..... 214 0,3
Aðrar gerðir: 140 . . . 2.C21 4.3
Alls 64.83C 100.0
NÝR FORD GRANADA - ÞÝSKUR árgerð 1976
FORD GRANADA 2000 L4ra dyra
INNIFALIÐ ER M.A.:
2000 cc. vél 99 DIN hö. Hraðaaukning 0 —100
km. á 14.1 sek.
Hámarkshraði 161 km. — Aflhemlar — Rafhituð
afturrúða — Stólar með afturhallanlegu baki. —
Leðurlíkisáklæði á sætum. — Stærri rafgeymir
— Styrkt fjöðrun. — Hlífðarpönnur undir vél og
benzíntank. — Krómlistar á hliðum með gúmmí-
innleggi. — Krómlistar á hjólbogum. — Gúmmí-
listar á stuðurum. — Vinstri utíspegill. — Teppí á
gólfi. — Fjölhraða miðstöð ásamt loftræstikerfi.
— Ljós í Hanskahólfi. — Víndlakveikjari. —
Spegill í hægra sólskyggni. — Klukka. — Stýrls-
lás. — Halogen aðalljós. — Bakkljós. — Hjól-
barðar 175 SR x 14.—
VerðfráKr 2-350-000--
FORD GRANADA 2300GL4ra dyra
INNIFALIÐ ER MA.:
Sama og með 2000-L en auk þess: 2300 cc. vél
108 DINhö.
Mraðaaukning 0 —100 km. á 13.7 sek. Hámarks-
hraði 164 km.—
Sjálfskifting. — Vökvastýri. — Tauáklæði á sæt-
um. — Krómlistar á sílsum. — Krómhólkur á út-
blástursröri. — Stuðarahorn. — Snúnings-
hraðamælir. —
Ofangreindar upplysingar um verð og útbúnað
eru háðar fyrirvaralausum breytingum af hálfu
Ford Motor Company, og án skutdbindinga af
okkar hálfu.
SVEINN EGILSSON HF
FORD HUSINU SKEIFUNNI 17 SlMI 85100 REYKJAVÍK
Taflan sýnir tölu fólksbifreíða
eftir gerðum.