Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 13. JULI 1976 Pat úr lífshœttu Long Beach, Kalifomfu, 12. júlf— AP. Patricia Nixon er nú úr lífs- hættu, en líðan hennar er enn slæm eftir hjartaslagið, sem hún fékk s.l. miðvikudag. Frú Nixon er lömuð vinstra megin eftir áfallið, og segja læknar, að ekki fáist úr því skorið fyrr en eftir þrjá mánuði hvort hún muni ná sér að fullu. — og Formósumenn fara a.ö.1. til síns heima kynnti s.l. sunnudag, að Olympíu- leikarnir færu fram eins og upp- haflega var gert ráð fyrir, þrátt fyrir þá afstöðu Kandastjórnar að banna íþróttamönnum frá For- mósu að keppa þar fyrir hönd Lýðveldisins Kina. Killanin lávarður sagði í dag, að fyrrnefnd tillaga um þátttöku Formósu- manna hefði verið tilraun til málamiðlunar, en ákvörðun nefndarinnar um að halda leik- ana þrátt fyrir ágreininginn við Kandastjórn hefði einungis verið tekin vegna allra þeirra keppenda, sem hefðu undirbúið þátttöku sína i leikunum árum saman. Killanin sagði ennfremur, að vissulega hefði komið til greina að aflýsa Olympíuleikun- um, en nefndin hefði valið þann kost að gera það ekki, þar sem slik ákvörðun hefði getað haft þær afleiðingar, að hún hefði ekki lengur áhrif á framkvæmd Olympíuleikanna. Á fréttamannafundi var Killan- áttunni áfram. Mér er sama þótt ég fái glóðarauga. Ég ris upp aftur, og það mun Alþjóða- olympíunefndin einnig gera.“ A fundinum gagnrýndi Killanin Kandastjórn harðlega, og sagði, að allur heimurinn væri búinn að fá nóg af stjórnmálamönnum, sem væru að skipta sér af íþrótt- um. Sagði hann Kandastjórn hafa gengið á bak orða sinna, því að í samningi sínum við Alþjóða- olympiunefndina hefði stjórnin heitið óhindraði þátttöku allra þeirra iþróttamanna, sem sam- þykktir væru af nefndinni, auk þess sem hann hefði fært For- mósu-málið í tal við fulltrúa Kanadastjórnar oftar en einu sinni á siðasta ári, og þá hefði ekki verið orðað, að þar yrði um Framhald á bls. 35 Montreal — 12. júlf — AP ALLAR horfur eru nú á því, að Formósu-menn hætti við þátttöku f Olympfuleikunum, sem hefjast í Montreaf n.k. laugardag. Þeir hafa hafnað málamiðlunartillögu Killanins lávarðar, forseta Al- þjóðaolympfunefndarinnar (IOC), um að þeir taki þátt f göngunni við opnunarathöfnina og beri þar fána Olympíunefndar- innar og merki með heiti Alþjóðaolympfunefndarinnar. Formósu-menn segjast ætfa að hætta við þátttöku verði banni Kanadastjórnar við þvf að þeir beri fána Lýðveldisins Kína við opnunarathöfnina haldið til streitu. Alþjóðaolympiunefndin til- Aftaka málaliðanna orsakar versnandi samskipti við Angóla segir Henry Kissinger Luanda — l.issabon. 12. júlf —AP. AFTAKA málaliðanna fjögurra f Angóla s.l. laugardag hefur vakið mikla athygli, og hafa rfkisstjórn- ir Bretlands og Bandarfkjanna fordæmt aðgerðir stjórnarinnar í Angófa á þeirri forsendu, að það brjóti ekki í hága við alþjóðalög, að menn gérist málaliðar. Þegar málalokin voru kunn, sagði Henry Kissinger utanrlkisráð- herra Bandarfkjanna, að aftakan mundi hafa f för með sér versn- andi samskipti Angóla og Banda- rfkjanna. Áður en aftakan fór fram höfðu þjóðarleiðtogar og málsmetandi einstaklingar beint því til Agost- ino Neto, forseta Angóla, að hann þyrmdi lífi málaliðanna, en hann hafnaði gjörsamlega slíkri mála- leitan. I útvarpsræðu sagði Neto, að náðun kæmi ekki til greina þar sem málaliðarnir hefðu bakað íbúum Angóla þjáningar og slík hegðun yrði ekki liðin á Afrískri grund. Hann tók sérstaklega fram, að aftakan ætti ekki sízt að verða þeim víti til varnaðar sem hygðust gerast málaliðar i Rhodesíu og Namibíu, og „hvitir leigumorðingjar ættu ekkert er- indi til Afríku i því skyni að berj- ast gegn því að meirihlutinn fengi réttmæt völd i sinar hendur." Þrír málaliðanna, sem líflátnir voru á laugardaginn, voru Bretar, en einn var Bandarikjamaður. Bandaríski öldungardeildar- þingmaðurinn Charles Mathias var í Lissabon þegar fréttin um ERLENT aftökuna barst og beið þar eftir vegabréfi til Angóla, en þangað ætlaði hann til að freista þess að fá dauðadómnum yfir bandaríska málaliðanum Daniel Gearhart hnekkt. Bandaríska sendiráðið í Lissabon hefur farið þess á leit við stjórnina í Angóla, að lík Gearharts verði látið af hendi svo hægt sé að jarðsetja hann i Bandaríkjunum, en svar hefur enn ekki fengizt við þessari ósk. Óstaðfestar fregnir af aftök- unni herma, að hún hafi farið fram að viðstöddu fjölmenni í Lu- anda kl. 17 að staðartima, og hafi sendiherrar nokkurra ótil- greindra ríkja verið meðal áhorf- enda. 13 málaliðar hlutu dóma í rétt- arhöldunum í Angóla í sfðasta mánuði. Þeir niu, sem enn eru á lífi, hafa verið dæmdir í 16—30 ára fangelsi fyrir þátttöku sína í borgarastríðinu, þar sem MPLA vann sigur með þátttöku um 14 þúsund manna liði kúbanskra hermanna og vopnastyrk frá Sovétríkjunum. in að því spurður, hvort hann hygðist láta af formennsku í Alþjóðaolympíunefndinni eftir þessi málalok, en hann svaraði þrunginni röddu: „Auðvitað hætti ég ekki. Ég mun halda bar- Harðir jarðskjálft- ar í Panama PanamafeorK — Washington, 12. júlf — AP. FJORIR harðir jarðskjálftar urðu nálægt landamærum Kólumbfu og Panama s.l. sunnu- dag, og mældist sá mesti 7.1 stig á Richterskvarða. Fregnir hafa ekki horizt af slysum á mönnum, en nokkrar byggingar hrundu til grunna. Erfiðleikar hafa verið á samhandi við jarðskjálftasvæðið og eru fregnir þaðan enn nokkuð áreiki. Spánn: Víðtækar kröfur um náðun pólitískra fanga Madrid. 12. júlt — AP. LÖGRFGLAN í Madrid tvístraði mótmælafundi á aðaltorgi borgar- innar s.l. sunnudag. en á fundin- um voru 2—300 manns, sem kröfðust náðunar pólitfskra fanga og óhindraðrar starfsemi verka- lýðsfélaga. Kommúnistaflokkur Frank Sinatra í hjónaband Nrw Vork. 12. júll — AP. BRÚÐKAUP Frank Sinatra og Barbra Marx fór fram f Palm Springs f Kalifornfu s.l. sunnu- dag. Brúðkaupið fór fram að sveitasetri Walter Annen- bergs, sem eitt sinn var sendi- herra Bandarfkjanna í Bret- landi. Um 120 gestir voru viðstadd- ir brúðkaupið — þar á meðal Spiro Agnew, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og Ronald Reagan, sem keppir að því að verða frambjóðandi Repúblíkanaflokksins í for- setakosningunum. Gregory Peck og Kirk Douglas voru einnig meðal gesta. Áður hafði verið tilkynnt að brúðkaupið yrði haldið í októ- ber n.k. Spánar boðaði til fundarins, en hann er eini stjórnmálaflokkur landsins, sem ekki hefur fengið heimild til að starfa þar. Fundur- inn orsakaði umferðaröngþveiti og kom til handtöku einhverra fundarmanna, en lögreglan vildi ekki segja hve margir þeir voru. Sama dag gengust vinstri sam- tök sem kenna sig við lýðræðis- lega samhæfingu, fyrir fundi í Sevilla, þar sem krafizt var náð- unar pólitískra fanga og höfðu samtökin leyfi yfirvalda til fund- arhalds. Fundinn í Sevilla sóttu um 15 þúsundir manna, og fór hann friðsamlega fram, en aðal- ræðumaður á fundinum var leið- togi sósíalista, Felipe Gonzales. Mótmælaalda hefur gengið yfir landið að undanförnu, og í síðustu viku er talið, að alls hafi um 250 þúsundir tekið þátt í fundum og öðrum aðgerðum i því skyni að fá yfirvöld til að sleppa pólitiskum föngum úr haldi. Þegar Juan Carlos tók við kon- ungdómi eftir lát Francos þjóðar- leiðtoga Spánar í nóvember s.l. náðaði hann 6 þúsund fanga, en þeir voru flestir venjulegir af- brotamenn, sem afplánuðu væga dóma. Að sogn Manuels Fraga, sem nýlega lét af embætti innan- ríkisráðherra, eru um 650 póli- tískir fangar í fangelsum á Spáni. Búizt er við breytingum á refsi- lögum landsins þegar þing kemur saman um miðjan mánuðinn, og er jafnframt talið, að konungur hafi falið Suarez stjórnarmyndun af þeirri ástæðu að hann sé helzt fær um að koma slíkri lagabreyt- ingu í gegnum þingið. Þad var ekki nema von, að maðurinn tæki til fótanna og leitaði skjóls, því að haglið, sem á honum dundi var á stærð við dúfuegg. Myndin er tekin í Frankfurt s.l. fimmtudag, en þá kom fyrsta úrkoman eftir þurrkana miklu. Veðurguðirnir hafa sannarlega þurft að fá útrás því að haglið reif seglskyggni i sundur og braut gluggarúður. (AP-mynd). Olympíuleikarnir: I0C lét undan Kanadastjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.