Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 33
18 MOKGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUOAOUK 13. JÚLI 1976 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JULI 1976 19 DRUT ÆTLAR SER AÐ RJÚFA EINOKUN BANDARÍKJAMANNA — ÞAÐ verður erfitt a standast þær kröfur sem til min eru gerðar. en ég mun gera mitt bezta til þess að hafa Olympiutitil með mér heim til Frakklands. Það er kom inn timi til þess að rjúfa 40 ára einokun Bandarikjamanna á titlin- um. Það var franski grindahalupar inn Guy Drut sem mælti þessi orð I viðtaii við fréttamenn er hann lagði af stað frá heimalandi sinu til Olympiuleikarma i Montreal, en að margra áliti á þessi 25 áta gamli Frakki góða möguleika á að hreppa gullverðlaunin i 110 metra grindahlaupi. en i þeirri grein er hann nú heimsmethafi, og hefur ekki tapað siðan á Olympiuleikun- um ! Munchen 1972, er Banda rikjamaðurinn Rod Miiburn sigraði hann i úrslitahlaupinu Þá var Drut litið þekktur og afrek hans aflaði honum það mikilla vinsælda i heimalandi hans, að siðan hefur hann ekki þurft að gera annað en að æfa grindahlaup, og það hefur hann líka gert ósvíkið. Allt frá leikunum í Munchen hefur hann æft fimm klukkustundir daglega, sex daga vikunnar, og segír hann að slikt sé forsenda þess að kom- ast i fremstu röð. — Ég hef ekki mikla árhyggjur af undankeppninni i Montreal, sagði Druf i nefndu viðtali við fréttamenn. — Það eru aðeins Bandarikjamennirnir sem ég ótt- ast i úrslitahlaupinu. en reynslan hefur sýnt að þeir geta lengi bætt við sig Þó held ég að það geti tæpast verið að þeir séu i betri æfingu en ég. og slikt hefur geysi- lega mikið að segja i jafn erfiðri keppni og Olympiuleikarnir eru. Guy Drut setti heimsmet í 110 metra grindahlaupi á móti sem fram fór í Berlín i ágúst í fyrra og hljóp þá á 13,0 sek. í ár er bexti árangur hans 13,1 sek. og náði hann þeim árangri á móti i Norð ur Frakklandi i júni. Hann álítur að sigurvegarinn I Montreal þurfi að setja nýtt heimsmet i úrslitahlaup inu, og er sjálfur viss um að hann eigi að geta hlaupið á 12.8—12,9 sek Raymond Dubois, þjálfari Druts, óttast Bandarikjamennina ekki eins mikið. — Bandarikjamenn- irnir hafa ekki nógu góða tækni, sagði hann. — Sá sem ég held að verði erfiðastur er Alejandro Casanas frá Kúbu, þ.e.a.s. ef hann brotnar ekki niður áður en að úrslitahlaupinu kemur Drut segir að það sem hvað erfiðast hafi verið fyrir sig í sam- bandi við undirbúning leikanna í Montreal hafi verið að hann hafi aldrei verið látinn f friði — Ég var alltaf með hundrað manns á bak- inu, sagði hann, — allir vilja gefa mér ráð, — blaðamenn vilja við- tök, stelpurnar vilja að ég sofi hjá þeim. Ég vit vera i friði með þjálf- ara minum. Guy Drut er af enskum ættum, og var afi hans þekktur knatt- spyrnumaður i Englandi á sinum tfma. Það var þvi mikið rætt um iþróttir i fjólskyldu hans, og þegar Drut byrjaði að æfa fylgdist öll fjölskyldan með honum og hvatti hann til dáða Þetta varð mjög til þess að ýta undir metnað hans, og sjálf soryggi. en einmitt þetta tvennt hefur fært Drut enn nær settu marki en flest annað. Guy Drut kemur að markl I öóru sæti á leikunum 1 Miinehen 1972 sjönarmun á eftir bandaríska blökkumanninum Rod Mil- burn. Bandaríska Olympíuliðið: — VIÐ höfum ef til vill farið með fleiri stjörnur áður til Olvmpíu- leika, en óhætt er að fullvrða að bandariska liðið er skipað mjög jöfnum og frábærum fþrótta- mönnum, sagði talsmaður banda- rfska frjálsfþróttasambandsins að loknu úrtökumóti Bandarfkjanna fyrir Olympíuleikana í Montreal, sem fram fór f Eugene f Oregon fyrir skömmu. Meðal þeirra sem þar tryggðu sér rétt til þátttöku í leikunum f Montreal voru tveir gullverðlaunahafar frá Olympfu- leikunum í Miinchen, fjórir heimsmethafar, fjórir kornungir spretthlauparar, auk margra þekktra íþróttamanna sem verið hafa í fremstu röð að undanförnu. Eins og oftast áður fara Banda- rfkjamenn þó ekki með sitt „sterkasta" lið til Montreal, þar sem þær reglur gilda þarlendis, að þrfr fyrstu menn í úrtökumót- inu eru sendir til leikanna og gildir einu hver árangur þeirra er í úrtökumótinu og hvort aðrir hafa gert betur skömmu áður. Hins vegar er breiddin slík f handarískum frjálsíþróttum, að þó að svo fari á úrtökumótinu að frægir kappar heltist úr lestinni, þá er valinn maður í hverju rúmi í Olympíuliðinu. Þetta var í fyrsta sinn sem úr- tökumót Ifarla og kvenna fór sam- tímis fram í Bandarikjunum og var keppnisfyrirkomulagið ná- kvæmlega hið sama og verður á Olympíuleikunum í Montreal. Gífurlegur áhugi var á keppninni í Eugene, svo sem bezt má sjá af því að áhorfendur voru samtals um 150 þúsund talsins. Fyrir suma bandaríska frjálsfþróttamenn var mót þetta endalok keppnisferilsins. Meðal þeirra var hinn gamalkunni grindahlaupari, Ralph Mann, sem hlaut silfurverðlaun í 400 metra grindahlaupi á Olympíuleikunum í Munehen 1972. — Hvar eru allir ungu grinda- hlaupararnir spurði Mann fyrir úrslítahlaupið, en i því fékk hann svo svar frá þeim Quentin Wheller sem er 21 árs, Mike Shine sem einnig er 21 árs og Edwin Moses sem er 20 ára. Þeir skutu Mann ref fyrir rass, þannig að hann verður að láta sér það nægja að fylgjast með Olympfu- leikunum sem áhorfandi. Meðal þeirra sem margir voru búnir að bóka sem örugga sigur- vegara í Montreal, en verða að sitja heima eru Steve Williams spretthlaupari og millivega- lengdahlauparinn Marty Liquori. Williams sem verið hefur nær ósigrandi í spretthlaupunum að undan förnu og hefur jafnað heimsmetið í greininni nokkrum sinnum varð fyrir smávægilegum meiðslum í Eugene sem leiddu til þess að hann varð ekki meðal þriggja fyrstu. Liquori, sem er nú 27 ára, varð að hætta í 5000 metra hlaupinu og sagði eftir á að það hefði fyrst og fremst verið vegna þess að hann hefði ekki verið kominn i nægjanlega gott form. — Hefði úrtökumótið verið víku siðar, er ég ekki í vafa um að ég hefði verið meðal keppenda í Montreal, sagði Liquori. Gullverðlaunahafarnir tveir frá leikunum i Munchen sem munu freista þess að verja titil sinn i Montreal eru þeir Frank Shorter sem sigraði í maraþonhlaupinu og Randy Williams sem sigraði í langstökkinu. Shorter lét sig ekki muna um að sigra í tveimur greinum í úrtökumótinu, fyrst 10.000 metra hlaupi og siðan maraþonhlaupi. Virðist hann vera í geysilega góðri æfingu, enda lít- ið gert annað en að hlaupa síðan hann hreppti Olympíutitilinn 1972. Þegar hann var að því spurður eftir úrtökumótið hvort hann áliti sig eiga möguleika á að verja titilinn, svaraði Shorter því heimsmetið í tugþraut og bætti það raunar i úrtökumótinu úr 8.524 stigum í 8.538 stig, en sá árangur verður þó ekki viður- kenndur sem met, þar sem notuð var garhla aðferðin við timatöku, þótt sjálfvirk tímataka væri til staðar. Að venju ætla Bandarikjamenn sér stóran hlut i spretthlaupun- um, og tefla fram til þeirrar til að hann færi til þess ti) Montreaí, en í hlaupinu yrðu sennitega 50—60 keppendur sem ætluðu sér sigurinn. Þeir sem keppa með Shorter i 10.000 metra hlaupinu verða Bill Rodgers og Garry Björklund, en sá siðarnefndi sýndi af sér mikla hörku í úrtökumótinu. Hann missti af sér skóinn i hlaupinu og tafðist um margar sekúndur við að koma honum aftur á sig. Hann lét þetta óhapp samt sem áður ekki á sig fá og kom þriðji i mark- ið. Randy Williams, sem var aðeins 19 ára þegar hann sigraði í MUnchen, álti i harðri baráttu með að komast á leikana í Montre- al. Hafnaði hann í þriðja sæti á úrtökumötinu á eftir Arnie Robinson, sem hlaut bronsverð- laun í Munchen og Larry Myicks sem varð annar. Heimsmethafarnir i bandariska liðinu sem keppir í Montreal eru þeir Dave Roberts sem á metið í stangarstökki, Dwight Stones, heimsmethafi í hástökki, Mac Wilkins, heimsmethafi í kringlu- kasti og Bruce Jenner sem á Bandarísku stangarstökkvararnir Dave Roberts, neðri myndin og Earl Bell, efri myndin. Að margra áliti mun baráttan um gullið í Montreal standa milli þeirra. Mac Wilkins — heimsmethafi I kringlukasti og líklegur Olympíusigurvegari f sinni grein. keppni kornungum, en bráðefni- legum hlaupurum. Meðal þeirra eru Harvey Glanee sem er 19 ára og sigraði í 100 metra hlaupi úr- tökumótsins á 10,11 sek., Houston McTear sem er einnig 19 ára og Millard Hampton sem sigraði í 200 metra hlaupi úrtökumótsins á 20,10 sek. Yngsti spretthlaupari Bandaríkjanna á leikunum er að- eins 17 ára. Sá heítir Dwayne Evans og varð hann fjórði í 100 metra hlaupinu og komst því í boðhlaupssveitina. Elstu menn í bandaríska Olympíuliðinu í frjálsum íþrótt- um eru jafnaldrarnir Jay Silvest- er og Ron Laird. Silvester keppir nú i fjórða sinn í kringlukasti á Olympíuleikum, en Ron Laird keppir í göngu. Aðrir Olympíufar- ar sem komnir eru yfir þrítugt eru Willie Davenport sem varð annar í 110 metra grindahlaupi úrtökumótsins — gullmaður i þessari grein frá leikunum 1968, — og keppir nú í fjórða sinn á Olympíuleikum, George Woods, silfurverðlaunahafi í kúluvarpi frá leikunum 1972 og Larry Walk- er sem keppir í 20 kílómetra göngu. Allir eru þessir k.appar 33 ára. Meðal bandarísku Olympiufar- anna nú er Rick Wohlhuter sem sigraði bæði í 800 og 1500 metra hlaupi úrtökumótsins í Eugene, en slíkt er næsta fátítt. Wohlhuter hefur undanfarin ár verið í fremstu röð millivega- lengdahlaupara í heiminum og þykir mörgum sennilegt að hann láti ekki sinn hlut baráttulaust í Montreal, jafnvel þótt andstæð- ingarnir séu ekki minni karlar en John Walker og Filbert Bayi. Það vakti mikla athygli á úr- tökumótinu að ungur piltur, Bill Jankunis að nafni sigraði heims- methafann í hásHikki Dwight Stone, næsta örugglega, en Jankunis hefur að undanförnu æft með Stone og lært af honum. Þetta var fyrsti ósigur Stones á móti utanhúss á þessu keppnis- tímabili, og virtist hann ekki leggja ýkja hart að sér, eftir að hann hafði tryggt sér þátttökurétt á leikunum, og var það mál sumra hlaðamanna er fylgdust með keppninni að Stone hefði ekki gert það sem hann gat, bæði til þess að auka sjálfstraust félaga síns og eins til þess að búa sig undir að taka tapi í Montreal. Þriðji bandaríski keppandinn i hástökki á Olympíuleikunum verður James Barrineau, sem stökk sömu hæð og Stones á úr- tökumótinu. Kvennaliðið sem Bandaríkja- menn senda nú til leikanna er sennilega til muna sterkara en fyrr. Náðu stúlkurnar mjög góð- um árangri á úrtökumótinu og bættu nokkur bandarisk met. Sú el vakti hvað mesta athygli var hin 16 ára Rhonda Brady sem hljóp 100 metra grindahlaup á 13,25 sek. sem er 1/100 úr sek- úndu betri tími en gildandi bandarískt met. Flestar stúlkn- anna eru kornungar — 18—19 ára, og er talið líklegt að margar þeirra kunni að koma á óvart í keppninni. Bandaríkjamenn senda þó ekki fullskipað kvenna- lið til keppninnar i Montreal, þar sem konurnar náðu ekki í nokkr- um greinum þeim lágmörkum sem alþjóða-OIympíunefndin hafði sett sem skilyrði fyrir þátt- töku fleiri en eins keppanda frá hverju landi. Hér á eftir fara nöfn banda- rísku frjálsíþróttakeppendanna á Olympíuleikunum í Montreal: 100 metra hlaup: Harvey Glance, Houston McTear og Steve Riddick 200 metra hlaup: Millard Hamp- ton, Dwayne Evens og Mark Lutz 400 metra hlaup: Maxie Parks, Herman Frazier og Fred New- house 800 metra hiaup: Rick Wohlhuter, James Robinson og Mark Enyeart 1500 metra hlaup: Rick Wohlhuter, Matt Centrowitz og Mike Durkin 10.000 metra hlaup: Frank Shorter, Craig Virgin og Garry Björklund 110 metra grindahlaup: Charles l'rost, Willie Davenport og James Owens. 400 metra grindahlaup: Edwin Moses, Quentin Wheeler og Mike Shine Hástökk: Bill Jankunis, Dwight Stones, James Barrineau Langstökk: Randy Williams, Arnie Robinson, Larry Myicks Þrístökk: James Butts, (eini keppandinn) Stangarstökk: Dave Roberts, Earl Bell og Terry Porter Kúluvarp: A1 Feuerbach, George Woods og Pete Shmock Kringlukast: Max Wilkins, John Powell og J ay Silvester Sleggjukast: Larry Hart (eini keppandinn) KONUR 100 metra hlaup: Brenda Morehead, Chandra Cheesebor- ough og Evelyn Ashford 200 metra hlaup: Þær sömu og i 100 metra hlaupi 400 metra hlaup: Derba Sapenty, Sheila Ingram, Rosalyn Bryant 800 metra s hlaup: Madeline Manning Jackson, Cyndy Poor og Kathy Weston. 1500 metra hlaup: Cyndy Poor, Jan Merill og Francie Larrieu 100 metra grindahlaup: Khonda Brady, Derby Laplante og Pat Donnelly Ilástökk: Paula Girven, Conny Iluntley og Pam Spencer Langstökk: Kathy McMillan, Sherron Walker og Martha Watson Spjótkast: Kathy Smidt, Sherry Calvert og Karin Smith Fimmtarþraut: Jane Frederick, Gale Fitzgerald og Marilyn King. vaunn maður [ HVERJU RÚMI íþróttirnar ofar flestu ööru AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR ÆTLA SÉR 35 GULL í MONTREAL MEÐAN hið frækna austur-þýzka sund- fólk var önnum kafið við að setja hvert heimsmetið af öðru á úrtökumóti fyrir Olympíuleikana I Montreai, fór fram íþróttamót f útjaðri Berlínar þar sem Ines Baumgartner hljóp 800 metra hlaup kvenna á tveimur mfnútum og þrjátfu sekúndum. Afrek hennar vakti enga eftirtekt enda ekki ógnun við heimsmetið sem er vel innan við tvær mfnútur. Ines er heldur alls ekki full- vaxin stúlka. Hún er aðeins 12 ára, en hún, ásamt þúsundum þýzkra skóla- harna, hefur iðkað hlaup sfðan hún yar tfu ára. Börn á skólaleikvöngunum og hinar þekktu íþróttastjörnur Austur-Þjóðverja eiga það sameiginlegt, að þau eru upp- skera áætlunar um að Austur-Þýzkaland verði mesta íþróttaveldi heimsins. Ar- angur þeirrar áætlunar er þegar farinn að sjást i verki, þar sem Austur- Þjóðverjar hafa á siðustu fjórum árum hlotíð 99 verðlaun á Olympiuleikum, þar af 31 gullverðlaun á leikunum i Múnth- en. Sapporo og í Innsbruck. Nú búast Austur-Þjóðverjar við þvi að þeir muni hljóta 30—35 guilverðlaun á leikunum i Montreal og hyggjast sækja sum þessara gullverðlauna á vigstöðvar sem hingað til hafa verið álitnar óvinnandi þ.e. ná þeim af bandaríska sundfólkinu Þegar tekið er tillit il þess að i Austur- Þýzkalandi eru nú um 17 milljónir íbúa tekur uppskera þeirra á Olympiuleikum langt frarn uppskeru stórveldanna: Bandarikjanna og Sovétríkjanna, sem hafa margfalt fleiri íbúa. I ÖÐRU SÆTI A VETRARLEIKUNUM A vetrarleikunum i Innsbruck í Aust- urríki i vetur hlutu Austur-Þjóðverjar næst flest verðlaun. Það voru aðeins Sovétmenn sem fengu fleíri verðlaun. I Múnehen varð Austur-Þýzkaland í þriðja sæti, á eftir Sovétrikjunum og Banda rikjunum, og þá hlutu sundstúlkur þeirra engin gullverðlaun. Nú eiga þær samtals ellefu heimsmet og bendir það sannarlega til þess að uppskeran verði meiri í Montreal. Margir hafa velt því fyrir sér hver sé ástæðan fyrir svo frábærum árangri austur-þýzka iþróttafóiksins, Þegar mál- ið er skoðað niður i kjölinn kemur í ljós að þarna er ekki um neitt kraftaverk að ræða. Upphafið að öllu saman er fundur æðstu manna rfkisins sem haldinn var fyrir luktum dyrurn fyrir tfu árum. Þar var eínfaldlega ákveðið að nota iþrótta- fólk til þess að auglýsa landið og þjóð- Kornelia Ender — margir spá þvf að hún verði jafn atkvæóamikil á leikunum í Montreal og Shane Gould var á leikun- um í Munchen. skipulag þess og gerð áætlun til fimnt ára hvernig staðið skyldi að málum. Þeg- ar sú fimm ára áætlun rann út var ný áætlun gerð og nú tnun þriðja fimtn ár áætlunin senn fullbúin. Ekki búast stjórnmálamennirnir við þvf að Austur- Þýzkaland hafi þá þegar náð settu marki, og eru því tilbúnir að gera fjórðu fimrn ára áætlunina ef með þarf. Þótt ekki hafi þessar áætlanir komið fram i dagsljósið, er vitað að þær gera ráð fyrir að Austur-Þýzkaland eigi svo og svo marga gullmenn á flestum stórmötum sem um er að ræða. Til þess að markmiðið náist er ekkert til sparað. Börn eru teKln í þjálfun þegar á unga aldri, og síðan eru þau beztu valin úr, og þeint séð fyrir öllu sem til þarf til þess að gera þau að afreksfólki á fullorðins árum. Hlaup lnes, sem minnzt er á í upphafi, er því ekkert annað en hluti af hennar skyldunámi, og ræðst það síðan af mati eftirlitsmanna hvort hún er hæf til áframhaldandi æfinga eða hvort hún á fremur að sinna einhverju öðru sem hún er hæfari tiL FULLKOMIÐ KERFI Vestur-þýzkir blaðamenn sem fengið hafa leyfi til þess að heimsækja skóla i Austur-Þýzkalandi og kanna hvernig þjálfun ungmenna er háttað, eru sam- mála um að kerfið sé fullkomið tii þess að skapa afreksfólk. Það er íþrótta háskölinn i Leipzig sem hefur umsjón með allri skipuiagningunni, og má nefna sem dæmi að hluti af þjálfun ungling anna eru nokkurs konar Ólympiuleikar Þýzkalands, og er tilgangurinn meó leik um þessum að venja börnin allt frá unga aldri við hinn 'sérstæða anda og seið- magn sem fylgir Olympíuleikum. Á þessa unglingaleika komast aðeins þeir beztu og tilhögun leikanna er mjög svip- uð tiihögun „alvöru" Olympíuleika. Bak við svífur svo sá andi yfir vötnunum að ef einhver vinnur góð íþróttaafrek þá sé það i þágu föðurlandsins og kommún ismans. — Þótt þetta sé í sjálfu sér heillandi. er það jafnframt ógeðslegt, segja vestur- þýzku blaðamennirnir. Stundum fannst okkur börnin hreinlega vera eins og vélmenni, og þvf meira sem þau urðu eldri og komust betur inn í hugsunar- háttinn á bak við keppnina. Vökul augu þjálfaranna virtust hvila á þeim á nóttu sem degi, og það var haria fátitt að sjá gleði i andliti barnanna og unglinganna sem voru að keppa. Það var ekki einu sinni að sjá að sigurinn gleddi þau, né heldur verðlaunin, en þeim var alltaf verið að úthluta. Það var sama hvort við komum i leikfimisal sex ára barna eða fullorðins fólks, allstaðar voru verð launapallar. IÞRÖTTIR FYRIR ALMENNING Það fer þcTekki hjá því, þrátt fyrir allt, að áætlunargerð rikisins um afreks- iþróttafólk hefur leitt það af sér að iþróttaiðkanir eru meiri meðal almenn- ings i Austur-Þýzkalandi, og íþrótta áhugi er þar ntjög almennur. Af hálfu stjörnvalda er Iika mjög mikið gert til þess að almenningur hafi sent bezta að stöðu til útivistar og hreyfingar, og við flest meiriháttar atvinnufyrirtæki er íþróttaaðstaða slík að varla er hægl að hugsa sér hana fullkomnari. Blaðamennirnir vestur-þýzku sem skrifuðu unt iþróttaiðkanir Austur Þjóðverja sögðu, að þeim virtist sama hugarfars gæta hjá nágrönnununt sinum og hjá bandariskum blökkumönnum íþróttir eru eina leióin til þess að komast á toppinn I samfélaginu. Þegar þjóðfé lagið býr þessum hugsunarhætti beztu mögulegu ytri skilyrði er varla annars að vænta en að verðlaunin streymi inn segja þeir. Austur-þýzka frjálsiþróttafólkið sem sigraði f siðustu Evrópuhikarkeppni — það ætlar sér stóran hlut á Olympfuleikunum í Montreal. og er ekki að efa að það fer heimleiðis með góðmálma í farangrinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.