Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 19
J MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JULl 1976 27 Minning: Guðjón Olafsson Fæddur 1. nóvember 1925. Dáinn 3. júlí 1976. A árunum 1910—1917 var starf- ræktur unglingaskóli að Hjarðar- holti í Dölum. Ólafur Ólafsson sóknarprestur og prófastur rak þar einskonar einkaskóla ásamt myndarbúskap á fornfrægu höf- uðbóli. Nemendur voru venjulega eitthvað innanvið 20. Var þess vegna eitt af fjölmennustu sveita- heimilum landsins að Hjarðar- holti á umgetnu tímabili. Ólafur prófastur mótaði skóla sinn af festu og reglusemi. Hélt hann jafnan einn kennara sér til að- stoðar. Varð viðurkenndur árang- ur af skólavist æskufólksins, er flutti með sér áhrif skólaverunn- ar vítt um sveitir og naut þeirra um langa ævi. Skólaárin 1913—1915 var samkennari séra Ólafs maður að nafni Ólafur Sig- urðsson síðar hreppstjóri að Flat- eyri i Önundarfirði. Féll hann vel í hið fastmótaða skólaform og vann sér hylli nemenda sinna. Einkum höfðu nemendurnir orð á því hversu góður íslenskukennari Ólafur Sigurðsson hefði verið. Einn af nemendum Ölafs var 14 ára gamall piltur, Jóhannes Jónasson frá Ljárskógaseli, sem seinna varð þjóðskáldið Jóhannes úr Kötlum. Eigi þarf að lýsa hinni listrænu og mjúku meðferð þess mikilvirka skálds á móðurmáli sinu, en lengi býr að fyrstu gerð. Ólafur kennari hvarf úr Dalahér- aði eftir tveggja vetra starf og kom víst ekki aftur í það hérað. Tengsli hans við héraðið voru þó þar með ekki öll, þvi hinir ungu erfalandið. Það var á svölu haustkvöldi árið 1952, að fámennur hópur gekk milli verslunarhúsa Kaupfélags Hvammsfjarðar og sýndi utan- héraðsgesti fasteignir og starfs- skilyrði umgetinnar stofnunar. Sláturtíðin stóð yfir og var því fólk með fleira móti í Búðardal á þessum dögum. Það vakti óvenju- mikla athygli fólksins í kauptún- inu, sem annars var önnum kafið, að sjá gestinn. Mun það hafa staf- að af því að eitthvað hafði því verið hvíslað, að komið hefði til mála að ráða þennan mann sem framkvæmdarstjóra kaupfélags- ins, en sú staða hafði verið aug- lýst til umsóknar nokkrum vikum áður. Það liðu heldur ekki margir dagar þangað til að það varð opin- ber frétt, að þessi maður væri valinn úr 8 manna hópi og ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hvammsfjarðar frá næstu ára- mótum. Maðurinn hét Guðjón og var sonur Ólafs Sigurðssonar fyrrverandi kennara í Hjarðar- holti. Hann hafði stundað nám í Magnús 0. Stephen- — Minning sen Fæddur 4. nóvember 1891 Dáinn 6. júli 1976 Magnús fæddist að Lágafelli í Mosfellssveit, sonur Ólafs Step- hensen síðast prests að Bjarna- nesi i Hornafirði, Magnússonar Stephensen bónda I Viðey, Ólafs- sonar Stephensen sekreterara og jústizráðs, og Steinunnar Eiríks- dóttur bónda á Karlsskála við Reyðarfjörð, Björnssonar. Magn- ús gekk í Menntaskólann í Reykjavík á árunum 1906—08, en hvarf frá námi að loknu 2. bekkj- ar prófi og gerðist kennari i Eyr- arsveit á Snæfellsnesi árin 1909—13, en síðar i Helgustaða- hreppi i Suður-Múlasýslu árin 1913—14. Næstu árin stundaði Magnús aðallega sjómennsku, ým- ist á togurum eða farskipum, var m.a. um tíma á gamla Gullfossi í fyrri heimsstyrjöldinni. Árið 1919 gerðist Magnús bóndi og býr með föður sínum að Bjarnanesi í Hornafirði, sem faðir hans hafði fengið veitingu fyrir. Magnús býr í Bjarnanesi til 1930, að hann flyzt að Auðnum á Vatnsleysu- strönd. Þaðan flytur hann 1937 að Jórvík í Sandvíkurhreppi í Árnes- sýslu og býr þar, unz hann hættir búskap og fer til Reykjavíkur 1943. Þar ræður hann sig til verzl- unarstarfa hjá Sænsk-fsl. verzlun- arfélaginu að Rauðará. En 1953 er Magnús ráðinn til skrifstofu- starfa hjá Timburverzluninni Völundi hf. og starfar þar til árs- loka 1974, að hann lét af störfum, þá nýlega orðinn 83 ára. Magnús var maður vel í meðal- lagi hár, grannholda, einbeittur á svip og bar með sér festu. Samt var hann gæddur ríku skopskyni og hafði gaman af sögum og því sem broslegt var. Hlátur hans var innilegur og smitandi. Kynni okkar Magnúsar hófust, er hann réð sig í Völund. Þau urðu nánari en við hefði mátt búast og bar þar tvennt til. Magn- ús og Sveinn Magnús faðir minn voru skólabræður i Menntaskól- anum og auk þess náinn skyld- leiki þeirra í milli (Sverrisens- ætt). Hitt var, að Magnús var hestamaður ágætur, þannig að við áttum ótaldar ánægjustundir saman á hestbaki, bæði í ferðalög- um og styttri túrum, vetur sem sumar. Man ég þar sérstaklega eftir einni ferð, er við riðum heim af Skógarhólamóti. Við vorum komnir langleiðina heim í hrossa- haga, en áðum skammt frá bökk- um Leirvogsár, þar sem hún á skammt eftir í Tröllafoss. Heitt var í veðri, sól og hiti. Hestarnir hámuðu í sig ilmandi grasið, en við létum fara vel um okkur í hvamminum. Ilressing var hæfi- leg með í förinni og við ræddum um það, hvað gæti skort á, að hér værum við staddir á alsælustund. Kliður árinnar rann saman við söng fuglanna, en fossniðurinn barst til okkar úr gljúfrinu. Við létum okkur samt hafa það að trufla þessa synfóníu Esjurót- anna með nokkrum sögum, — en í minningu okkar, þá áttum við þarna alsælustund, sem aldrei mun úr minni líða. Magnús reið út til 83 ára aldurs og var um þær mundir elzti mað- ur i Reykjavfk, sem þá íþrótt stundaði. Margir undruðust þetta þrek, en hann svaraði: ,,Ég ætla að eiga þrjá, þegar ég fer.“ Núna eru þeir að vísu ekki nema tveir hérna pegin, en illa er ég svikinn, ef uppáhaldshestur Magnúsar, Blesi, sem féll fyrir mörgum ár- um, langt fyrir aldur fram, tekur ekki á móti húsbónda sínum, nú þegar Magnús tekur land að nýju, og þar verður örugglega fagnaðar- fundur, þegar þeir félagar geys- ast fram á skeiðvelli eilífðarinnar inn í land ljóssins. Magnús reyndist okkur Völund- armönnum hinn traustasti starfs- maður, allra manna árrisulastur og vinnusamastur. Heilsa hans var eðlilega farin að bila á siðustu árum, en staðið var meðan stætt var. Stjórnendur Völundar þakka honum vel unnin störf að leiðar- lokum. Mesta gæfuspor sitt sté Magnús þann 22. júní 1923, er hann gekk að eiga frændkonu sína Sigur- björgu Björnsdóttur bónda á Karlsskáia, Eiríkssonar, en þau Stærð 135X13 Verð KR. hjónin eru systkinabörn. Reynd- ist hún Magnúsi hinn ágætasti lífsförunautur og þá bezt er mest á reyndi. Var heimili þeirra róm- að fyrir gestrisni og hafa þeir verið margir sem hennar hafa notið. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur sem allar eru á lífi. Þær eru: Sigriður hjúkrunarkona, ógift, Guðrún Ingibjörg, gift Har- aldi Bergþórssyni vélstjóra, og Steinunn starfsstúlka í Reykja- víkurapóteki. Auk þess ólu hjónin upp frænda Sigurbjargar, Magn- ús Þorleifsson, viðskiptafræðing, nú aðalbókara hjá Flugmála- stjórninni. Kona hans er Ida Sig- ríður Daníelsdóttir. Frú Sigurbjörg lifir mann sinn. Magnús var þess aibúinn að leggja upp í sitt hinzta ferðalag, meira að starfa Guðs um geim. Hann var sáttur við Guð og menn. Ég óska honum góðrar heim- komu, þakka honum samfylgdina og bið honum heilla í nýjum störf- um. Leifur Sveinsson. Samvinnuskólanum og að því loknu verið nokkuð við verslunar- störf o.fl. Þeir menn, sem ábyrgð báru á framkvæmdastjóra umget- ins kaupfélags f þetta sinn fundu það fljótt, að þessi maður hafði til að bera mikla persónugerð. Hann kom þannig fljótt fyrir sjónir, að hann væri þéttur á velli og þéttur í lund. Hann lagði fram, eins og einnig fleiri umsækjendur, með- mæli Skólastjóra Samvinnuskól- ans, sem þá var Jónas Jónsson frá Hriflu, en Jónas hafði til að bera afburða mannþekkingu og glögg- skyggni á starfshneigð ungra manna og hæfni. Ein setníng í fáorðum meðmælum Jónasar Guðjóni til handa var svohljóð- andi: ,,Mér þótti hann líklegur til að verða atorku og framkvæmda- maður.“ Þessi setning mun hafa átt nokkurn þátt í þeirri ákvörðun að ráða Guðjón til þess starfs í Dalasýslu, sem umgetur hér að framan. Jónas Jónsson hafði á þessum árum mikið persónúsam- band við Egil Thorarensen kaup- félagsstjóra á Selfossi. Tók Egill stundum Samvinnuskólanemend- ur um tíma til starfsæfinga og reynslu, sem Jónas hafði mikið álit á. Guðjón Olafsson var einn af þeim. Kaupfélag Hvammsfjarðar þurfti einmitt á þessum tímum að fá til forystu atorkumann, og reynslan sýndi fljótt eftir að Guðjón hafði tekið að sér umgetið starf, að þetta hafði tekist. Hann fór ekki hratt af stað, athugaði vel viðhorfin og lagði stund á að treysta grunninn. Starfsafköst hans voru oft yfirmannleg. Er mér persónulega kunnugt, að það er ekki ofmælt, að dagsverk hans á skrifstofu voru stundum á við meðaldagsverk tveggja manna, þó að fyrirgreiðsla við viðskipta- menn og eðlilegar framkvæmda- ákvarðanir séu ekki meðtaldar. Þannig liðu 7 ár. Þá skipti hann um verustað en hélt hátíðlegan vígsludag nýs verslunarhúss nokkrum vikum áður en hann fór. Framkvæmdastjóri kaupfélags f strjálbýli á Islandi ber á herðum einhverja erfiðustu byrði, sem i viðkomandi byggðarlagi fellur til. Það er því mikils virði fyrir slíkan mann að mæta skilningi sam- ferðamanna, sem viðurkenni við- horf hans og fórnfýsi, stilli kröf- um í hóf og kunni að samstilla réttindi sín og skyldur. Guðjón Ölafsson hafði viðkvæma lund og brennandi löngunin til að láta gott af sér leiða klauf öldur vinnudagsins. Mér er kunnugt hversu þakklátur hann var, þegar hann varð þess var, að margir bændur á verslunarsvæði þess kaupfélags, sem hann stýrði i Dalasýslu, veittu honum vaxandi traust með líðandi árum, og hversu þeir söknuðu hans, þegar þeir misttu hann frá störfum. Þegar Guðjón Ölafsson -fluttist úr Dalasýslu fór hann austur á Vopnafjörð og stýrði þar kaupfé- lagi og nokkru seinna á Akranesi. En eftir þaú hvarf hann frá versl- unarstörfum og gerðist starfsmað- ur á skattstofu Reykjavíkur. Nú er hann allur. Ævilok hans urðu 3. þ.m. eftir langvarandi veikindi. Hann varð fimmtugur að aldri, fæddur 1. nóvember 1925. Aldur- inn varð ekki hár, en ævin var viðburðarík. Hann stundaði vinnu sina á skattstofunni með sama dugnaði og hann stundaði störf sfn fyrr á ævinni. Hann hafði þar vandasamt starf og var honum Framhald á bls. 29 Fiat eigendur:* hjólbarðar 6370- Auk þess eigum við hjólbarða undir flestar geröir fólksbíla. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/E AUDBREKKU 44-46 SÍMI 42606

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.