Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ. ÞHIÐJUDAGUR 13. JULI 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, slmi 22480
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands
í lausasolu 50,00 kr. eintakið.
Mörk lánsfjáráætlunar
Atímum viðreisnar-
stjórnar, sem hér sat
að völdum í rúman áratug,
áður en vinstri stjórnin síð-
ari kom til sögunnar, voru
skoðanir skiptar um ágæti
hennar, eins og vera bar.
Elftir á að hyggja ber þó
flestum saman um að
stjórnun hennar á ríkis-
fjármálum og efnahags-
málum þjóðarinnar, hafi
verið hyggileg og farsæl.
Hallalaus ríkisbúskapur
var aðall hennar og árlegur
meðal verðbólguvöxtur
umræddan áratug fór ekki
yfir 10—12%. Það var að
vísu talið meira en nóg á
þeim tíma en er þó hóflegt
mjög í samanburði við það
sem síðar varö.
Verðfall útflutningsaf-
urða okkar á árunum 1967
og 1968 og versnandi við-
skipta- og gjaldeyrisstaða,
sem i kjölfar kom, kallaói á
gagnaðgerðir, sem mörg-
um þótti harkalegar. Þær
leiddu hins vegar til þess
aó þjóðin náði töKum á
efnahagsvanda sínum á
furðu skömmum tíma. Við-
reisnarstjórnin skilaði búi
í blóma og í sókn til bættra
lífskjara í hendur viðtak-
andi vinstri stjórnar á ár-
inu 1971.
Vinstri stjórnin átti um
það er lauk við sin utan-
aðkomandi vandamál að
stríða, sem rætur áttu í
versnandi viðskiptakjörum
og lækkandi rauntekjum
þjóðarinnar. En hún brást
ekki við með sama hætti og
viðreisnarstjórnin. Verð-
bólgan og viðskiptahallinn
tóku á þungt skrið undir
hennar stjórn, sem enn
segir til sin i þjóðarbú-
skapnum og í afkomu
hverrar fjölskyldu í land-
inu. Verðlag neyzluvöru
hækkaöi þann veg um meir
en 50% árið 1974 og heild-
arskuldir þjóðarinnar út á
við jukust hröðum skref-
um. Greiðsluhalli ríkis-
sjóös óx og hraðbyri og var
kominn í nærri sex. mill-
jarða á sl. ári. Núverandi
ríkisstjórn greip til marg-
háttaðra mótaðgerða, sem
þegar eru farnar að bera
jákvæðan árangur. Minnk-
andi þensla í peningamál-
um hefur dregið verulega
úr viðskiptahallanum út á
vió og spennunni innan-
lands. Verðbólguvöxturinn
var kominn niður í um
25% á síðustu mánuðum
liðins árs. Ef fer sem horfir
:ná gera ráð fyrir að jöfn-
uður náist í ríkisbúskapn-
um á ný á yfirstandandi
ári.
í sambandi við afgreiðslu
fjárlaga í árslok 1975 (fyr-
ir árið 1976) var gengið frá
almennri lánsfjáráætlun í
fyrsta skipti. Fjallar þessi
áætlun um lánaviðskipti
ríkissjóðs og ríkisstofnana,
fjárfestingarlánasjóða og
innlánsstofnana, og nær til
erlendra lána jafnt sem
innlendra. Er markmið
áætlunarinnar að halda
lánum innan þeirra vé-
banda, er samræmist sett-
um markmiðum ríkis-
stjórnarinnar um minnkun
viðskiptahalla og verð-
bólgu. Þessi lánsfjáráætl-
un, sem er nýjung í stjórn
ríkisfjármála og efnahags-
mála almennt ætti að auó-
velda mjög heildarstjórn í
þessum efnum, og lausn á
aðsteðjandi efnahagsvanda
þjóðarbúsins, ef hún verð-
ur virt og í engu út af
brugðið.
Sú hætta er vissulega til
staðar, þegar eftirspurn
eftir fjármagni er mikil,
eins og nú er, og fjárfest-
ingar- eða stofnlánasjóðir
atvinnuveganna félitlir, að
kröfur komi fram um er-
lendar lántökur til að mæta
fjármagnsþörf eða óskum.
Þá þarf einurð og festu til
að fylgja fram mótaðri
stefnu í framkominni
lánsfjáráætlun. Erlendar
lántökur, innan ramma
lánsfjáráætlunar, til að
mæta umræddum þörfum,
eru sjálfsagðar og til þess
geróar að koma í veg fyrir
atvinnuleysi, en þarf hik-
laust að stöðva við þau
mörk, sem lánsfjáráætlun
setur.
Gjaldeyrisstaða þjóóar-
innar út á við hefur verið
mjög óhagstæð lengi
undanfarið. Skuldin um
síðast liðin áramót nam
3.666 milljónum króna. í
maílok sl. var gjaldeyris-
skuld bankanna komin í
hvorki meira né minna en
5.454 milljónir króna. Júní-
mánuður reyndist hinsveg-
ar einn hagstæðasti mán-
uðurinn í viðskiptum
þjóðarinnar um árabil,
enda þá flutt út mikið
magn saltfisks og annarra
sjávarafurða. Rétti sá út-
flutningur gjaldeyrisstöð-
una um rúmlega 2.300
milljónir. Engu að síður er
neikvæð staða okkar í dag
um 3.100 milljónir. Erlend-
ar skuldir þjóðarinnar í
heild hafa aldrei verið
meiri en í dag. Þetta er
afleiðing þess efnahags-
ástands, sem við höfum átt
við að glíma en nú eru að-
stæður að breytast og þó
skiptir miklu að slaka
hvergi á.
A fjórðungsmóti
Átta fyrstu hestarnir í flokki
klárhesta með tölti fara hér eftir
vellinum. Sic;urvegarinn Blakk-
ur er lengst til vinstri á mynd-
inni, þá Þokki, Flótti, Iðu-
Jarpur, Blakkur, Hlynur, Þokki
og Faxi. Myndirnar hér á síð-
unni tóku þeir Sigurgeir Sigur-
jónsson og Tryggvi Gunnars-
son.
Meðal dagskráratriða á kvöld-
vöku á laugardagskvöld var
sýning nokkurra unglinga á
ýmsum æfingum undir stjórn
Rósmarie Þorleifsdóttur. Hér
sjáum við einn þátttakendanna
grípa bolta með reiðhjálmi sín-
um.
VEÐURGUÐIRNIR létu sitt ekki eftir liggja til að gera mótsgestum
fjórðungsmóts norðlenskra hestamanna um helgina eftirminnilegt. I
steikjandi sólarhita og veðurblíðu söfnuðust um 4000 manns saman til
að fylgjast með norðlenskum góðhrossum á einhverju skemmtilegasta
mótssvæði, sem hestamenn I landinu hafa til afnota.
Mótið var haldið á nýju félagssvæði hestamannafélaganna Funa og
Léttis og víst er að þar á eftir að verða stórglæsileg aðstaða til
mótahalds, en ennþá háir svæðinu einkum, að þörf er á að binda það
betur með gróðri. Aðstaða er góð fyrir áhorfendur og munu mótsgestir
þess geta í senn horft á hrossin á vellinum og baðað sig f sólinni.
Að sögn löggæsluyfirvalda á staðnum fór mótið hið besta fram,
engin óhöpp urðu utan það hvað ein kona féll af hcsthaki og slasaðist
nokkuð. Nokkuð gerðust menn þó söngglaðir á tjaldstæðunum og áttu
sumir erfitt með svefn af þeim sökum.
RINGÓ FRA
Asgeirsbrekku
SIGRAÐI
Svartur 777 frá Syðra-
Laugalandi var eini stóðhestur-
inn, sem sýndur var með afkvæm-
*um á mótinu og hlaut hann 2.
verðlaun fyrir afkvæmi en eink-
unnina 7,69. Svartur er eign Bún-
aðarfélags Öngulstaðahrepps í
Eyjafirði en hann er undan Svip
385 frá Akureyri og Hrafntinnu
frá Sauðarárkróki, sem er undan
Síðu, því kunna verðlaunahrossi
Sveins Guðmundssonar á Sauðár-
króki. Með Svarti voru sýnd öll
þau trippi, sem til eru tamin und-
an honum en flest eru þau aðeins
4 vetra. Afkvæmi Svarts eru ekki
stór en frlð og geðþekk hross,
allvel reist þó nokkuð lýti það
afkvæmin hversu hálsdjúp þau
eru. Þau eru viljug og brokk og
tölt e,ru fyrir hendi í þeim öllum
en fótlyfing mætti vera meiri.
Skeið býr í nokkrum afkvæm-
anna, þó ekki sé það að ráði i
Svarti en Svartur virðist svara vel
ganglægum hryssum.
Af stóðhestum 6 vetra og eldri
stóð efstur Ringó frá Asgeirs-
brekku, eign Vatnsleysubúsins i
Skagafirði og hlaut hann eink-
unnina 8,09. Ringó er undan Lýs-
ingi 409 frá Vóðmúlastöðum og
Irpu frá Kyljuholti en hún er út
af Skugga 201 frá Bjarnanesi.
Irpa hlaut fyrstu verðlaun fyrir
afkvæmi á landsmótinu 1974.
Annar i þessum flokki varð Gló-
blesi 836 frá Kirkjubæ, eign Arn-
grims Geirssonar, Skútustaða-
skóla, Mývatnssveit með einkunn-
ina 8,03. Glóblesi er undan Hyl
721 frá Kirkjubæ og Hrönn frá
Kirkjubæ. Þriðji var Tvífari 819
frá Hesti, eign Einars E. Gíslason-
ar Syðra-Skörðugili, Skagafirði,
með einkunnina 8,02 en Tvífari er
undan Þokka 664 frá Bóndhóli og
Von frá Hesti, sem var undan
Nökkva 260. Alls voru sjö hestar
sýndir í þessum flokki og hlutu
ekki aðrir en þeir þrír, sem hér
hafa verið nefndir fyrstu verð-
laun þ.e. einkunnina átta eða
hærra.
Sigurvegarinn i flokki stóð-
hesta 5 vetra og eldri varð Öðinn
883 frá Sauðárkróki, eign Hrossa-
ræktarsambands Skagfirðinga og
hlaut hann einkunnina 8,02. Óð-
inn er undan Sörla 653 frá Sauð-
árkróki og Ljósku á Sauðárkróki.
Annar i þessum flokki varð
Sleipnir frá Ásgeirsbrekku, eign
Ásdisar Björnsdóttur, Vatnsleysu
með einkunnina 8,00 en Sleipnir
er hálfbróðir Ringós, sem varð
fyrstur í flokki stóðhesta 6 vetra
og eldri. Þeir eru báðir undan
Irpu frá Kyljuholti, en faðir
Sleipnis er Amor 793 frá Ásgeirs-
brekku.
Högni 884 frá Sauðárkróki, eign
Magnúsar Sigurðssonar, Sauðár-
króki, stóð efstur i flokki 4 vetra
stóðhesta og hlaut hann einkunn-
ina 7,77. Hogni er undan Sörla frá
Sauðárkróki og Brúnku frá Sauð-
árkróki.
FJÓRAR HRYSSUR
FENGUR FYRSTU
VERÐLAUN FYR-
IR AFKVÆMI
Hin 21 vetra gamla hryssa
Snörp frá Hvassafelli, eign Aðal-
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. JULI 1976
23
já norðlenskum hestamönnum
Nös, sigurvegarinn í 350 metra stökki kemur hér að marki. Knapi
er eigandinn Jón Ólafsson á Urriðavatni.
Magni Kjartansson heldur hér
á verðlaunabikar Svarts frá
Syðra-Laugalandi, en Svartur
var eini stóðhesturinn, sem
sýndur var með afkvæmum á
mótinu.
Hart barist í 250 unghrossahlaupi, sigurvegarinn Sleipnir fyrir
miðju en Fengurfrá Keldudal t.v. og Hreinn t.h.
Mótsgestir nutu veðurblíðunnar og gengu um léttklæddír. Helst var að menn kvörtuðu undan
of miklurn hita en hitastigið var í kringum 30 gráður, þegar heitast var.
Sigurður Ingimarsson
heldur hér í Kolskegg, sig-
urvegarann i A-flokki gæð-
inga, og virðir fyrir sér
verðlaunagripina.
steins Magnússonar, Akureyri,
stóð efst af kynbótahryssum með
afkvæmum og hlaut einkunnina
8,04 og fyrstu verðlaun fyrir af-
kvæmi. Snörp er undan Svip 385
frá Akureyri og Blesu frá Hvassa-
felli. Til dóms voru sýndar með
henni tvær hryssur, Dama og
Brana, báðar eru þessar hryssur
snarpviljugar og tjá í fasi sínu
myndarskap og kjark. Brana varð
önnur í flokki hryssa 6 vetra og
eldri. Önnur af afkvæma-
hryssunum varð Bára frá Akur-
eyri, eign Unu Sörensdóttur,
Akureyri, og hlaut hún 1. verð-
laun fyrir afkvæmi, einkunnina
8,01. Bára er einnig undan Svip
385. Tvær aðrar hryssur hlutu
einnig 1. verðlaun fyrir afkvæmi
en það voru Blökk frá Kyljuholti,
eign Önnu Þóru Jónsdóttur,
Vatnsleysu, Skagafirði, og Metta
frá Grund, eign Sigurðar
Snæbjörnssonar, Höskuldsstöð-
um, Eyjafirði.
Um þæi- hryssur, sem sýndar
voru á mótinu sem einstaklingar,
er i heild hægt að segja að þarna
var á ferð fjölskrúðugur hópur,
hvað snertir gæði. Yfirleitt komu
hryssurnar vel fyrir og þá ekki
siður þær yngri. En helst skorti
að þær eldri hefðu mátt sýna
meiri tilþrif og snerpu og ekki
hefði það skemmt að sjá fleiri
skeiðspretti, en þeir voru því mið-
ur of fáir i öllum flokkum kyn-
bótahrossanna. Óneitanlega verð-
ur að telja þetta afturför frá sið-
ustu mótum á Norðurlandi en frá
þeim eiga menn enn Ijúfar minn-
ingar um snjalla skeiðspretti.
Af hryssum 6 vetra og eldri stóð
efst Laufa frá Akureyri, eign
Agnars Pálssonar, Akureyri, með
einkunnina 8,19. Laufa er undan
Báru frá Akureyri, sem varð í
öðru sæti afkvæmahryssanna á
mótinu en faðirinn er Eyfirðing-
ur 654. 1 öðru sæti varð Brana frá
Akureyri, eign Aðalsteins
Magnússonar, Akureyri, með ein-
kunnina 8,18. Brana er undan
Snörp frá Hvassafelli og Gusti 782
frá Dvergasteini en hann er und-
an Eyfirðingi 654. Þriðja varð
Stjarna frá Arnesi, eign Hilmars
Hermóðssonar, Arnesi, Aðaldal,
og hlaut hún einkunnina 8,12 en
alls fengu 10 hryssur i þessum
flokki hærri einkunn en átta eða
fyrstu verðlaun. Stjarna er undan
Faxa frá Eiríksstöðum og Toppu
frá Arnesi.
Dýna frá Svertingsstöðum, eign
Haralds Tryggvasonar, Svertings-
stöðum í Eyjafirði, stóð efst af 5
vetra hryssunum og hlaut ein-
kunnina 8. Faðir Dýnu er Glæsir
656 frá Sauðárkróki og móðirin er
Perla frá Svertingsstöðum, undan
Svip 385.
Af fjögra vetra hryssunum stóð
efst Freydis frá Hesti, eign Ein-
ars E. Gislasonar, Syðra-
Skör’ðugili i Skagafirði, með ein-
kunnina 8,08. Freydís er undan
Kolbak 730 frá Gufunesi og Kviku
frá Hesti en hún var dóttir
Nökkva 260 frá Hölmi.
HVAÐA HESTA
EIGUM VIÐ AÐ
VELJA TIL
UNDANELDIS?
Gæðingar, sem til dóms mættu á
mótinu voru 56 frá 13 hesta-
mannafélögum á Norðurlandi og
voru hestarnir dæmdir með
spjaldadómum. Efstur i A-flokki
alhliða gæðinga varð Kolskeggur,
eig. og knapi Sigurður Ingimars-
son, Flugumýri, Skagafirði, með
einkunnina 8,34. Annar varð Tí’g-
ull, eigandi og knapi Þorvaldur
Pétursson, Akureyri, með ein-
kunnina 8,16 og þriðji varð Þór,
Andrésar Kristinssonar, Kvía-
bekk i Ólafsfirði, en hann fékk
einkunnina 8,10.
Af hestum í B-flokki, klárhesta
með tölti, stóð efstur Blakkur,
eign Péturs Sigfússonar, Álfta-
gerði, Skagafirði, en knapi var
sonur Péturs, Gísli. Hann hlaut
einkunnina 8,84. 1 öðru sæti varð
Sokki, eig. og kappi Jón Garðarx-
son, Ingveldarstöðum, Skagafirði,
með einkunnina 8,58 og þriðji
Flótti eig. og knapi FJnnur K.
Björnsson, Akureyri, einkunn
8,40.
Urslitin i ga'ðingakeppninni
eru vissulega ábending um
hversu erfitt er oft á tiðum að
ákveða hvaða hesta skuli hafa
óvanaða og nota til undaneldis.
Kolskeggur sigurvegarinn I A-
flokki gæðinga var t.d. faðir að
tveimur hryssum í fimm vetra
flokknum og hafnaði önnur
þeirra Öfelia frá Flugumýri í
öðru sæti. En það verður senni-
lega seint, sem hægt verður að
koma í veg fyrir að slik slys eigi
sér stað.
NÖS SIGRAÐI í
350 M STÖKKI —
LOKA VARÐ ÖNNUR
Kappreiðar mótsins voru um
margt fjörlegar og spennandi. Ar-
angur i hlaupunum hvað tíma
snertir varð þó ekkert sérstakur
og kemur þar til að hlaupabrautin
var mjög laus I sér og gljúp. Ur
þessu ætti þó að vera auðvelt að
bæta og græða völlinn upp, því
þeir eru fáir vellirnir á landinu,
sem bjóða upp á eins ákjósanleg
skilyrði fyrir áhorfendur tii að
fylgjast með hlaupunum eins og
völlurinn á Melgerðismelum.
1 250 metra skeiði sigraði Óð-
inn, Þorgeirs Jónssonar I Gufu-
nesi, knapi Aðalsteinn Aðalsteins-
son á 24,3 sek. og annar var Vafi,
Erlings Sigurðssonar á 25,8 sek.
en í þriðja og fjórða sæti urðu
þeir Ljúfur, Harðar G. Alberts-
sonar og Hrimnir, Eyjólfs tsólfs-
sonar, báðir á 27,1 sek. Fannar
Harðar G. Albertssonar lá i hvor-
ugum sprettinum og segir þar
sjálfsagt til sin að hann hefur
ekki enn jafnað sig fyllilega eftir
meiðsl, sem hann hlaut fyrir
nokkru.
1 úrslitaspretti í 250 metra ung-
hrossahlaupinu var hart barist en
Sleipnir Harðar G. Albertssonar
sigraði á 20,2 sek. en annar varð
Fengur frá Keldudal, eign
Stefáns Hrólfssonar, á sama tima,
20,2 sek. Skörungur Ragnars Sig-
urðssonar, Akureyri, og Hreinn
Harðar G. Albertssonar, eru i
þriðja og fjórða sæti á tímanum
20.4 sek.
Hápunktur kappreiðanna var
úrslitahlaupið i 350 metra stökki
og var mikið vafamál, hvort það
yrði Loka Þórdísar H. Albertsson
eða Nös, Jóns Ölafssonar á
Urðabala sem kæmi fyrst að
marki en eftir undanrásir hafði
Nös til muna betri tíma. I úrslita-
hlaupinu náði Nös strax foryst-
unni og lengi framan af var Glóa
Harðar G. Albertssona'r i öðru
sæti en Loka náði að komast fram
fyrir Glóu, þegar hlaupið var
rúmlega hálfnað. Strax og Nös
fann að Loka nálgaðist var eins og
hún tæki kipp og hún sigraði á
snörpum endaspretti en timi
hennar var 25,8 sek. Loka varð
önnur á 26,7 sek., en Glóa þriðja á
26,9 sek.
Geysir Helga og Harðar Harðar-
sona, var i sérflokki i 800 métra
stökkinu og sigraði örugglega á
64,6 sek en annar varð Skuggi
Gunnar Þórarinssonar á Dalvík
á 67,8 sek. og þriðji varð Stormur
Sigurbjarnar Eiríkssonar og
Harðar G. Albertssonar á 68.5 sek.
Keppnin i 1500 metra brokkinu
á mótjnu er einhver skemmtileg-
asta brokkkeppni, sem undirritað-
ur hefur lengi horft á. Þeir Gust-
ur Gunnars Egilssonar og Faxi
Eyjólfs Isólfssonar skiptust á um
að hafa forystu i keppninni en
þegar þeir komu seinni hringinn
náði Gustur forystunni og sigraði
á 3 mín. 26,7 sek, en Faxi v'arð
annar á 3 min. 28,8 sek, og þriðji
varð Náttfari Björns Jónssonar.
Vatnsleysu á 3 min. 36,3 sek.._(,g