Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JULl 1976 13 Frá skákmótinu í Hollandi Eftir Jón Þ. Þór Guðmundur hélt Kortsnoj í járngreipum I 5. umferð IBM — skákmóts- ins í Amsterdam áttu okkar menn í höggi við þá Miles og Kortsnoj. Friðrik hafði hvítt gegn Miles og fer skák þeirra hér á eftir. Ekki sé ég ástæðu til að gera athugasemdir við skákina, hún er svo einföld í öllum sniðum sem framast má vera. Rétt er þó að vekja at- hygli á hinum snjalla leik svarts 12. — Rb8, en með hon- um jafnar hann taflið. Hvftt: Friðrik Ölafsson Svart: A. J. Miles Drottningarbragð (Schlecht- er afbrigðið) 1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — c6, 3. Rc3 — d5, 4. e3 — g6, 5. d4 — Bg7, 6. Be2 — 0—0, 7. 0—0 — Rbd7, 8. cxd5 — cxd5, 9. Db3 — e6, 10. Bd2 — Re4, 11. Hfcl — Rxd2, 12. Rxd2 — Rb8!, 13. Bb5 — Bd7, 14. Bxd7 — Dxd7, 15. Db5 — Hc8, 16. a4 — Bf8, jafntefli. í skák þeirra Guðmundar og Kortsnoj var allan timann þung undiralda, þar sem Guðmundur hafði lengst af öruggt frum- kvæði. Hvftt: Guðmundur Sigurjóns- son Svart: Viktor Kortsnoj Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. f4 (Þessu skemmtilega afbrigði hefur Guðmundur oft beitt með góðum árangri). 6. — Dc7, (Hér koma margir leikir til greina og mun 6. — e5 einna algengast. i verðlaunaskák Reykjavikurskákmótsins 1972 lék Stein gegn Guðmundi 6. — Rbd7). 7. a4 — Rc6, (Til greina kom einnig 7. — Rbd7 ásamt g6 og Bg7). 8. Be2 — e6, 9. Be3 — Be7, 10. 0—0 — 0—0, 11. Khl — Rxd4, 12. Dxd4 — e5, (Svartur mátti auðvitað ekki leyfa hvitum að leika e5). 13. Dd3 — b6, 14. f5 — Bb7, 15. Rd5 — Bxd5, 16. exd5 — e4, 17. Dd2 — Hfe8, 18. a5 (Hvítur reynir að veikja svörtu stöðuna drottningarmeg- in en Kortsnoj verst af öryggi). 18. — b5, 19. c4 — bxc4, 20. Ha4 — c3! (Fengi hvítur að drepa á c4 hefði hann umtalsverða yfir- burði). 21. bxc3 — Rd7, 22. Hfal — Bf6, 23. Hc4 — Db7, (Nú er erfitt að benda á gott áframhald fyrir hvitan og þess vegna tekur Guðmundur þann kost að þráleika). 24. Hb4 — Dc7, 25. Hc4 — Db7, 26. Hb4 — Dc7, jafntefli. Því miður hefur mér ekki borist staðan eftir 5. umferð, enda sljiptir hún ekki höfuð- máli, þar sem 6. umferð verður lokið þegar þessar línur birtast. IIBM — mótinu er teflt í mörg- um flokkum og til gamans birt- um við nú stöðuna í B — flokki eftir 5 umferðir: 1. — 3. Pribyl (Tékkósl.), Hartoch (Holland) og Tatai (Italía) 4 v., 4. van Wijgerden (Holl.) 3 v., 5. — 7. van Barle (Holl.), Matera (USA) og Gaprindaschvili (Sovétr.) 2,5, 8. — 10. Eising (V.-Þýzkal.), Westerveld (Holl.) og Ciocaltea (Rúmenía) 2 v., 11. Woodhams (Ástralía) 1 v. og 12. Suwuh (Indland) 0,5. Guðmundur Sigurjónsson teflir við Kortsnoj og Friðrik við Miles frá Bretlandi á sunnudag. Friðrik í SJÖTTA umferð IBM- skákmótsins f Amsterdam var tefld í gær og uppskáru þeir Friðrik og Guðmundur tvö jafn- tefli. Skák Guðmundar var „hárrétt“ tefld en ekki sérlega spennandi. Fer hún hér á eftir: Hvftt: Guðmundur Sigurjóns- son Svart: K. Langeweg (HoIIand) Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rc3 — d6, 6. Be2 — Rf6, 7. 0-0 — Be7, 8. Be3 — 0-0, 9. f4 — a6, 10. Del — Bd7, 11. Dg3 — Rxd4, 12. Bxd4 — Bc6, 13. Hael — b5, 14. a3 — Dd7, 15. Bd3 — a5, 16. Hf3 — Hfe8, 17. Rdl — g6, 18. Rf2 — Rh5 19. Dh3 — e5, 20. Dxd7 — Bxd7, 21. fxe5 jafn- tefli. Skák Friðriks var mun líf- legri, þar sem Friðrik þræddi einstigi hengiflugsins undir lokin. Hvitt: Hans Ree Svart: Friðrik Olafsson Nimzonindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. Bg5 (Leningradafbrigðið, sem Spassky hefur oft beitt með góðum árangri). 4. — h6, 5. Bh4 — c5, (Sennilega þezt. 5. — d5 kemur þó einnig til greina). 6. d5 — d6, (Hér er einnig leikið 6. — e5, 7. d6). 7. e3 — Bxc3, 8. bxc3 — e5, 9. f3 — Rbd7, 10. Bd3 — Rf8, 11. Dc2 — Kd7, (Frumleg hugmynd, kóngur- inn á að fara til c7 áður en blásið er til sóknar kóngs- megin). 12. De2 — Kc7, 13. 0-0 — g5, 14. kröppum dansi Bf2 — De8, 15. Rg3 — Rg6, 16. Habl — h5, 17. Rf5 — Re7, 18. Rxe7 — Dxe7, 19. Bf5 — Bxf5, 20. Dxf5 — Rd7, (Þessa stöðu er erfitt að meta, en svartur stendur þó sízt lakar). 21. Hb2 — Rb6, 22. Hfbl — Hab8, 23. Dd3 — Dd7, 24. Hb5 — f5, 25. e4 — f4 (Nú gæti manni virzt sem svartur væri að ná óstöðvandi sókn á kóngsvæng, en. . .) 26. Bxc5! (Snjöll mannsfórn og raunar eina leiö hvíts til þess að láta ekki kæfa sig). 26. — dxc5, 27. Hxc5+ — Kd8, 28. Hcb5 — Hh6! (Góður varnarleikur eins og síðar á eftir að koma í ljós). 29. c5 — Rc8, 30. c4 ( Ekki 30. c6 —Hxc6). 30. — a6, 31. H5b3 — b5 (Eina vörnin gegn hótun- inni c5—c6). 32. cxb5 — axb5, 33. Hxb5 — Hxb5, 34. Hxb5?! (Eftir skákina voru margir ,,sérfræðingar“ þeirrar skoðun- ar að 34. Dxb5 hefði gefið hvít- um betri möguleika). 34. — Ha6! (Hrókurinn bjargar svört- um). 35. d6 (Atti hvitur vinningsleið í þessari stöðu? 35. Dc4 gæti svartur svarað með 35. — Hxa2, og ef 35. a3 þá Da7 og í báðum tilvikum heldur svartur að minnsta kosti jafntefli). 35. — Hxa2, 36. Dc4 — Hal+, 37. Kf2 — Rxd6, 38. cxd6 — Da7+, 39. Hc5 — Ha2 + , 40. Kfl — Hal+, 41. Ke2 jafntefli. Onnur úrslit i 6. umferð urðu sem hér segir: Kortsnoj vann Donner, Velimirovic Vann Lighterink, Szabó — Sax jafnt, Böhm — Ivkov jafnt., Miles — Gipslis jafnt., Farago — Kurajica jafnt Staðan að loknum 6 umferð- um er þessi: 1.—3. Kortsnoj, Miles og Farago 4 v., 4. Szabó 3,5 v. 5. —13. Ree, Guðmundur Kurajica, Friðrik, Gipslis, Sax, Ligterink, Ivkov og Böhm 3 v., 14. Velimirovic 2,5 v. 15. Donner 2 v., 16. Langeweg 1 v. I B-flokki eru þeir Tatai og Hartoch nú efstir með 5 v. eftir 6 umferðir. Voru fleiri en einn „ Jack the Ripper”? London. NTB. „JACK the Ripper" var ekki til segir f nýrri bók eftir Stephen Knight sem telur sig hafa leyst einhverja mestu morðgátu Viktorfutímans f Bretlandi. Hann segir að f raun og veru hafi verið um fleiri en einn morð- ingja að ræða, þar á meðal líf- lækni drottningar, Sir William Gull, og á bak við morðin hafi staðið enginn annar en forsætis- ráðherrann, Salisbury lávarður. Átta konur voru myrtar á árun- um fyrir 1890 og ástæðan er sögð sú, að þær hafi reýfit að kúga fé út úr stjórninni vegna þess að elzti sonur Alexöndru prinsessu, Eddy prins, hertogi af Clarence, hafi kvænzt á laun afgreiðslu- stúlku aö nafni Annie Crook sem hann hafi átt barn með. Salisbury lávarður er sagður hafa falið nokkrum frimúrurum að þagga niðri í fjárkúgurunum oe Sir William Gull er sagður hafa drýgt morðin ásamt ekli að nafni John Netley og Sir Robert Anderson lögregluforingja. Upphaf málsins var að sögn Knights, að listmálarinn Walter Sickert kynnti prinsinn og af- greiðslustúlkuna. Kaþólskur prestur mun hafa gefið þau sam- an, en þegar stjórnin frétti að þau hefðu eignazt dóttur mun hún hafa óttazt hneyksli sem gæti orð- ið hættulegt krúnunni sem var óvinsæl á þessum árum. Salisbury lávarður skipaði þá lögreglunni að láta til skarar skríða að sögn höfundar. Hann segir að Annie Crook hafi verið lýst geðveik og lokuð inni í sjúkrahúsi Sir William Gulls þar sem hún hafi látizt 1920. Irsk barnfóstra, Marie Kelly, mun hafa komizt undan með Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.