Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR
182. tbl. 63. árg.
FÖSTUDAGUR 20. ÁGUST 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Robert Dole varafor-
setaefni Gerald Fords
— sem sigraði
Reagan í fyrstu
atrennu
Kansas-borg — 19. ágúst — Reuter. AP.
ÞAÐ kom á óvart þegar
Gerald Ford kunngerði (
dag, að hann hefði valið
Robert Dole, öidungadeild-
arþingmann frá Kansas,
sem varaforsetaefni sitt f
forsetakosningunum.
„Öldungadeildarþingmað-
urinn er ötull baráttumað-
ur, og hann mun stuðla að
einingu innan flokksins,“
sagði forsetinn þegar hann
tilkynnti fréttamönnum
um ákvörðun sína. Hann
bætti þvf~við, að Dole væri
góður liðsmaður og hug-
sjónir hans væru á flestum
sviðum nákvæmlega þær
sömu og sínar.
Robert Dole er kunnur fyrir
þróttmikla frammistööu í kosn-
ingabaráttu, en ákvöröun forset-
ans kemur einkum á övart vegna
þess, að Dole var dyggur stuðn-
ingsmaður Richards Nixon þar til
yfir lauk, enda þótt ljóst væri að
sjálfur væri hann á engan hátt
flæktur í Watergate-málið.
Þá hafði verið búizt við því, að
varaforsetaefnið yrði frá Suður-
ríkjunum, en frambjóðendurnir
eru báðir frá Miðríkjunum.
í morgunsárið hitti Ford Ron-
ald Reagan að máli, og sagði hon-
um frá ákvörðun sinni um vara-
forsetaefni, en Reagan hefur nú
lýst því yfir, að hann muni styðja
framboð forsetans eftir megni þar
sem „hinn valkosturinn er óhugs-
Framhald á bls. 20
Síldveiðibann
við austurströnd
Bretlands
Japan:
Enn magnast and-
staðan gegn Miki
Tokyo — 19. ágúst — Reuter, AP.
HERFERÐIN innan Frjálslynda
lýðræóisflokksins gegn Takeo
Miki, forsætisráðherra Japans,
færðist enn í aukana f dag þegar
andstæðingar hans boðuðu til
allsherjarfundar þingmanna
flokksins.
262 þingmenn af 393, eða tveir
þriðju hlutar þingstyrks flokks-
ins, greiddu tillögiTum að boða til
fundarins atkvæði sitt, en það er
einmitt sama hlutfall og nauðsyn-
Takeo Miki.
legt er til að koma Miki frá völd-
um.
Þó er engan veginn víst, að allir
þeir þingmenn, sem studdu fund-
arboðið, séu fylgjandi því að Miki
segi af sér, en andstæðingar hans
halda því fram að hann sé ekki til
þess fallinn að veita flokknum
forystu í kosningabaráttunni, sem
í hönd fer, en þingkosningar
verða í Japan i desember n.k., auk
þess sem hann geti ekki varpað af
Framhald á bls. 20
Jr
J
Amin hótar
blóðhefnd
Jerúsalem — 19. ágúsl — Reuter.
11)1 Amin Dada, forseti
Úganda, sendi tsraelsstjórn í
dag orðsendingu þar sem hann
krefst bóta fyrir tjón það á
mönnum og mannvikjum, sem
varð þegar tsraelsmenn gerðu
árás á Entebbe-flugvöll 4. júlí
s.l., að því er stjórnvöld í tsra-
el skýrðu frá f dag.
t orðsendingunni segir, að
Framhald á bls. 20
Danmörk:
Meirihluti við
efnahagsráð-
stafanir
stjórnarinnar
Kaupmannahöfn — 18. ágúst — frá
Lars Olsen, fréttaritara Mbl.
Efnahagsmálaráðstafanir
dönsku stjórnarinnar náðu fram
að ganga með eins litlum at-
kvæðamun sem hugsazt gat. 90
þingmenn styðja tillögurnar, en
alls eiga 169 þingmenn sæti á
danska Þjóðþinginu. Áður en
þessar málalyktir urðu kunnar,
hafði thaldsflokkurinn samþykkt
að Ijá tillögunum fylgi sitt, enda
þótt formaður flokksins, Poul
Schliitter. hefði áður sagt, að litl-
ar Ifkur væru á samkomulagi við
stjórn jafnaðarmanna, þar sem
stjórnin vildi ekki koma til móts
við óskir hinna 9 þingmanna 1-
haldsflokksins. Sfðar kom f ljós,
að þessi yfirlýsing Schliitters var
aðeins liður f taugastrfðinu, sem
verið hefur á þingi meðan um-
ræður um frumvarpið hafa farið
fram.
Ástæða íhaldsflokksins til að
forðast nýjar kosningar er tví-
þætt: í fyrsta lagi benda niður-
stöður margra Gallup-kannana til
þess, að fylgi flokksins nái ekki 4
Framhald á bls. 20
Lundúnum — 19. ágúst — Reuter.
BRETAR hafa bannað sfld-
veiðar innan 12 mflna
norðaustur af strönd Jór-
víkurskíris. Bannið tekur
gildi á morgun og stendur
til loka september.
Svipaðar veiðitakmarkanir
voru settar á síðasta ári. æn hér er
um að ræða aðgerðir stjórnvalda
til að vernda síldveiðistofninn á
miðunum við Bretland.
Fyrir nokkrum dögum lýstu
Bretar því yfir, að þeir sættu sig
ekki við síldveiðikvóta sinn í
Norðursjó fyrir þetta ár, en hann
nemur 9.700 tonnum. Þá lýstu
Norðmenn því yfir í júlímánuði,
að þeir miðuðu síldveiðar sínar
við 27.600 tonn í ár i stað þeirra
23.900 tonna, sem Norðausturat-
lantshafsfiskveiðinefndin úthlut-
aði þeim. Nefndin hefur leitazt
við að stemma stigu við ofveiði
Norðursjávarsíldarinnar undan-
farin ár.
Sovézkar eldflaugar með margföldum
kjarnaoddum í Evrópu fyrir árslok
— segir Alexander Haig
Casteau, Belgiu — 19. ágúst — Reuter
ALEXANDER Haig, yfirmaður
herafla Átlantshafsbandalags-
ins ( Evrópu, sagði f dag, að
ráðamenn bandalagsins væru
sannfærðir um, að Sovétrfkin
mundu koma fyrir nýjum eld-
flaugum, sem hver um sig væri
með mörgum kjarnaoddum, f
Evrópu fyrir árslok. Hann
sagði, að eldflaugar þessar
væru f meðallagi' langdrægar,
af gerðinni SS—X—20, og
þannig útbúnar, að auðvelt
væri að flytja þær úr stað,
þannig að erfitt yrði að henda
reiður á hvar þær væru á hverj-
um tíma, svo að hægt væri að
eyðileggja þær.
Þetta kom fram á fundi, sem
hershöfðinginn hélt ásamt
fréttamönnum í dag, en þar lét
hann svo um mælt, að Sovétrfk-
in væru um þessar mundir að
birgja sig upp af kjarnorku-
vopnum, sem beint vaferi að rfkj-
um Vestur-Evrópu. Þessi aðvör-
un Haigs kemur heim og saman
Álexander Haig
við skýrslu stofnunar þeirrar í
Washington, sem eftirlit hefur
með vopnabirgðum og afvopn-
un, en skýrslan var birt í sið-
asta mánuði. Þar kom m.a.
fram, að Sovétrikin væru i
þann mund að búa hinar 600
kjarnorkueldflaugar, sem beint
væri að V-Evrópu, margföldum
kjarnaoddum.
Alexander Haig sagði enn-
fremur, að Rússar hefðu nú
komið sér upp nýrri stórskota-
byssu, sem skotið gæti kjarn-
Framhaid á bls. 20