Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976 Kylfingar í vandræðum með mót sín vegna komu „Gullbjarnarins" KYLFINGAR eru í hálfgerðum vandræðum með mót sín vegna komu Jack Nicklaus hingað til lands og sýningar hans á Nesvell- inum á sunnudaginn. Allir vilja þeir að sjálfsögðu sjá „Gullbjörn- inn" sýna kúnstir sínar og hafa fært nokkur mót til. Þannig mun lokakeppnin i „opna fslenzka meistaramótinu" fara fram eftir því sem hentar þeim átta sem eiga að leika á sunnudaginn. keyra sfðan til Reykjavfkur frá Keflavfk til að sjá Nicklaus og sfðan sömu leið til baka að sýn- ingunni lokinni. Ingi Björn Albertsson skorar mark Vals í gærkvöldi. Framarar rugluðust í rfminu vegna flautsins, sem þeir töldu að væri frá Þorvarði dómara, og voru of seinir til varnar. ■ Hjá Keili á Hvaleyri hefur drengjamóti, sem vera átti um helgina, verið frestað um eina viku, en á laugardaginn verður þar opin kvennakeppni með og án forgjafar Hefst keppnin klukkan 13, leiknar verða 18 hol- ur og verðiaun gefur Jens Guðjónsson gullsmiður. Þá verð- ur einnig innanfélagskeppni hjá þeim á Hvaleyri á laugardaginn og úrslit f öldungakeppni klúbbs- ins. Golfarar á mót víða erlendis EINS OG sfðastliðinn vetur hefur sigursveit GR f sveitakeppni landsmótsins f golfi verið boðið að taka þátt f miklu golfmóti f Frakklandi næsta vor. í fyrra fór mótið fram á Spáni og þátt f þvf tóku flestar beztu golfsveitir f Evrópu, en það er mikill gos- drykkjahringur, sem stendur að þessu móti. Þeir þrfr kylfingar f sveit GR, sem beztum árangri náðu f sveitakeppninni á nýaf- stöðnu landsmóti voru þeir Einar Guðnason, Ragnar Ólafsson og Sigurður Hafsteinsson. Er þeim þremenningunum boðið að taka þátt f mótinu f Frakklandi næsta vor og er allt ókeypis, ferðir og uppihald á fimm stjörnu hóteli En það eru fleiri kylfingar, sem eru að skipuleggja utanlandsferð. Norðurlandamótið verður í Stav- anger í Noregi í byrjun september og í október fer fram heimsmeist- arakeppni áhugakylfinga í Portú- gal. Þar verður Björgvin Þor- steinsson væntanlega meðal keppenda Er þessi keppni haldin fjórða hvert ár og er sambærileg við Ólympfuleika f öðrum íþrótta greinum. Loks má svo geta þess að kylf- ingarfrá Flugleiðum og Olluverzl- un íslands hyggja á ferð til Lux- emborgar f næsta mánuði. Munu Flugleiðir fyrst leika þar við kylf- inga frá þarlendu flugfélagi, en sfðan við Olíuverzlunina, en þessi fyrirtæki hafa háð golfkeppni síð- astliðin 9 ár. I __________________________/ SLUPPUM FYRIR HORN n n - sögðu ánægðir Valsmenn eftir að hafa náð jöfnu gegn Fram-Valur hefur svo gott sem tryggt sér íslandsmeistaratitilinn ÞAÐ skiptir ekki alltaf máli t knattspyrnunni hvert liðið er betra, það skiptir ekki minna máli að hafa heppnina með sér og Valsmenn mega svo sannarlega þakka heilladís- unum að þeir fengu annað stigið í leiknum við Fram I gærkvöldi. Framarar voru sterkari aðilinn lengst af, en úrslitin urðu 1:1. Auk þess sem mark Vals kom með vafasömum hætti þá nýttu Framarar illa færi sín í ieikn- um, en það er ekki Vals- mönnum að kenna og ekki er hægt annað en að óska þeim til hamingju með árangurinn sem þeir hafa náð hingað til. Þeir eiga eftir einn leik I deildinni, gegn Þrótti, og það er ótrúlegt annað en Valur fái bæði stigin í þeim leik. Það þýðir að íslandsmeistaratitill- inn fer að Hlfðarenda, en Framarar sitja eftir með sárt ennið eftir að hafa barizt hetjulegri baráttu allan siðari hluta íslandsmótsins. — Við sluppum fyrir horn að þessu sinni, sagði Glsli Sigurðsson gjaldkeri Knatspyrnudeildar Vals að leiknum loknum og I sama streng tók Friðjón Friðjónsson gjaldkeri KSÍ. Þessir heitu Valsmenn voru sammdla um að jafnteflið hefði tæp ast verið sanngjarnt I þessum leik. LIÐ FRAM: Ámi Stefánsson 3, Tausti Haraldsson 3, Jón Pétursson 2. Ágúst Guðmundsson 2. Sigur bergur Sigsteinsson 3, Rúnar Gtsla- son 4, Eggert Steingrlmsson 2, Ásgeir Ellasson 4, Kristinn Jórunds- son 3. Gunnar Guðmundsson 2, Slmon Kristjánsson 2. Pétur Ormslev (v) 2. Framarar hefðu með réttu átt að sigra. En knattspyrnan er óútreiknanleg og með það geta Vals- menn verið ánægðir að þessu sinni. Leikmenn Fram virtust furðanlega afslappaðir I þessum mikilvæga leik en vamarmenn Vals voru hins vegar alveg „ á tauginni" en liðin höfðu mjög óllkt hlutskipti I leiknum. Framarar höfðu allt að vinna, engu að tapa, en Valsmenn nægði jafntefli I leiknum til að ná með annarri hendinni á islandsbikarinn. Eftir að þeir svo skoruðu fyrsta mark leiksins drógu þeir sig aftur, leikurinn róaðist um tlma, en eftir að Fram hafði Texti: Ágúst I. Jónsson og Sig tryggur Sigtryggsson. Myndir Friðþjófur Helgason. jafnað færðist aftur spenna I leikinn og Valsmenn sluppu hvað eftir annað með skrekkinn, sérstaklega er Rúnar Gislason átti fast skot I stöng- ina innanverða og þaðan rann knötturinn eftir markllnunni og Vals menn náðu að hreinsa. Mark Inga Bjöms kom á 19. mln- útu fyrri hálfleiksins eftir horn- spyrnu. Byrjunin á þessari sókn var sú að Albert og Ingi Bjöm splundr- uðu vöm Framara og skyndilega var Ingi Bjöm á auðum sjó fyrir framan mark Fram. Skot hans varði Árni Stefánsson snilldarlega I horn. Al bert framkvæmdi hornspyrnuna mjög snöggt og voru fæstir viðbúnir henni, á leið knattarins að markinu kom flaut og hélt undirritaður að Þorvarður dómari hefði flautað. Hættu leikmennirnir að elta knött- LIÐ VALS: Sígurður Dagsson 4, Dýri Guðmundsson 2, Grlmur Sæmundsen 3, Bergsveinn Alfons- son 3, Magnús Bergs 2, Vilhjálmur Kjartansson 2, Albert Guðmundsson 3, Atli Eðvaldsson 3, Hermann Gunnarsson 2, Ingi Bjöm Albertsson 3, Guðmundur Þorbjömsson 2. DÓMARI: Þorvarður Bjömsson 2. inn, nema Ingi Bjöm, og læddi hann knettinum á milli fóta Framara fram- hjá Arna og alla leið I netið fyrr en nokkurn varði. Benti Þorvarður um- svifalaust A miðjuna og neitaði þvl eftir leikinn að hafa flautað. Greindi menn mjög á um þetta atriði eins og fram kemur annars staðar á stðunni, en svo kann að fara að þetta mark færi Val endanlega íslandsmeistara- titilinn lár. Mark Framara kom slðan á 35. mlnútu leiksins og var vel að þvl unnið af hálfu Framara. Trausti gaf fyrir markið frá vinstri og strauk knötturinn koll eins af varnarmönn- um Vals. Við markstöngina fjær var Sigurbergur vel staðsettur, óvaldað ur og nikkaði knettinum snyrtilega undir þverslána og inn. Framarar iéku undan vindinum I fyrri hálfleiknum og sóttu þá eðlileqa meira. Áttu þeir góð færi hvað eftir annað. Slmon I upphafi leiksins einn fyrir framan Sigurð. sem varði, Sig- urbergur skallaði rétt yfir og loks klippti Eggert knöttinn yfir sig, en einnig yfir markið á 39. mlnútu hálf- leiksins. Léku Framarar oft ágætlega saman, en þegar Valsmenn sóttu þá var nær alltaf leikið upp hægra meg- in, en Hermann Gunnarsson á vinstri vængnum sveltur langtlmum saman. i seinni hálfleiknum lék Valur und- an vindi og byrjaði hálfleikinn mjög vel, en það breyttist er leið á og Framarar tóku vóldin. Færðist míkil harka I leikinn og eltu þeir hvað eftir annað grátt silfur saman Pétur Ormslev og Grlmur Sæmundsson. FYRSTU leikirnir I úrslita- keppni þriðju deildar fóru fram á Akureyri f gær. Sjö lið taka þátt f úrslitunum og er þeim skipt f tvo riðla. t a-riðli leika Vfkingur, Ól- afsvfk, Þróttur, Neskaupstað, Knattspyrnufélag Siglufjarðar og Afturelding úr Mosfellssveit. t b- riðli leika sfðan Fylkir, Reykja- vfk, Reynir, Sandgerði, og Leikn- ir, Fáskrúðsfirði. I fyrsta leiknum léku Aftureld- ing og Víkingur og urðu úrslitin Léku liðin ekki langt þvl eins góða knattspyrnu I seinni hálfleiknum og þeim fyrri, en það verður þó að segjast að maður á mann vöm Vals- manna tókst mun betur I seinni hlut- anum og var ekki llkt þvl eins óörugg. Drógu sóknarmennirnir sig aftar á vellinum og hjálpuðu til. Að- eins heppnin kom þó I veg fyrir að Fram skoraði á 25. mlnútu hálfleiks- ins er Rúnar Gtslason skaut I stöng- ina eins og áður er rakið. Þá stund- ina var engu llkara en borðtennis væri leikinn I markteig Vals þvl bæði Ásgeir og Pétur Ormslev áttu hörku- skot af stuttu færi sem lentu I varn- armönnum Vals. Reyndar átti Pétur Ormslev hörkuskot sem stefndi I markið I hálfleiknum, en knötturinn fór I Ásgeir samherja hans. Það voru Valsmenn sem fögnuðu I lok þessa leiks og gera llklega I lok þessa íslandsmóts. öll nótt er þó ekki úti fyrir Framara, þó möguleik- arnir séu ekki miklir. Beztu menn Vals I þessum leik voru þeir Sigurður Dagsson, Bergsveinn Alfonsson, Al- bert átti góða spretti og Hermann laglegar sendingar, en var ekki mikið notaður I leiknum. Þá er þáttur Inga Bjöms I þessum leik og slðustu leikj- um Valsliðsins ómetanlegur, mark á mark ofan hjá fyrirjiðanum. Vörnin var mjög óörugg I fyrri hálfleiknum. Af Frömurum áttu þeir áberandi beztan leik Ásgeir Ellasson og Rúnar Glslason, Trausti var drjúgur mjög og yfirleitt áttu vamarmennirnir góð- an leik. í heild barðist liðið vel, enda haf ði það allt að vinna. þau að Afturelding sigraði með fjórum mörkum gegn einu. Mörk Aftureldingar gerðu þeir Páll Sturluson, Halldór Kristjánsson, Jóhann Sturluson og Hörður Arn- arson. Mark Víkings gerði Ólafur Rögnvaldsson. Þá var komið að leik, sem marg- ir álíta að hafi verið á milli sterk- ustu liðanna í a-riðlinum, Þróttar og KS. Siglfirðingarnir sigruðu 3:1 og voru öll mörkin skoruð í Fylkir gerði jafntefli í fyrsta leik sínum í úrslitum 3. deildar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.