Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976
11
Sýningu Jónasar á Sel-
fossi lýkur um helgina
stundar“, vil ég sérstaklega geta
tveggja visindamanna, sem voru
dæmdir árið 1972 — hins þekkta
stjörnufræðings Kronid Lju-
barskij og stærðfræðingsins
Alexanders Bolonkins.
Á öllum þessum árum hafa ein-
staka menn „iðrazt" hinar svo-
kölluðu villu sinnar eða afglapa.
En þegar á heildina er litið, tákn-
ar saga blaðsins „Viðburðir lið-
andi stundar" algjöran siðferði-
legan ósigur valdhafanna. I mai
1974 tóku þau Sergej Kovaljov,
Tatjana Kodarovitsch og Tatjana
Vjelikanova á sig ábyrgð á dreif-
ingu blaðsins „Viðburðir liðandi
stundar". Hversu djarft tiltæki
þetta var, verður ljóst af þvi, að
fyrir skömmu var einn þeirra
handtekinn, hinn gáfaði líffræð-
ingur Sergej Kovaljov.
Sergej Kovaljov er meðlimur
hins sovézka félagsskapar um
„Amnesty International", hin al-
þjóðlegu samtök, sem hafa það
markmið að vernda pólitíska
fanga um heim allan. 18 april
1975 var ritari hinnar sovézku
deildar „Amnesty International",
Andrej Tverdokljebov, handtek-
inn í Moskvu, en hann er maður,
sem er þekktur fyrir hugsjónir
sínar, skarpan skilning og háleit-
ar gáfur og hefur þegar afrekað
miklu til varnar mannréttindum.
Sama dag var gerð leit I ibúð
formanns sömu deildar, Valentins
Turtschin. Annar meðlimur
deildarinnar var handtekinn,
úkrainski rithöfundurinn Mikola
Rudenko. 27. maí var Rudenko
vísað úr úkrainska rithöfunda-
sambandinu — að honum sjálfum
fjarverandi en það var brot á Iög-
um sambandsins. Á fundinum var
sagt, að Rudenko væri meðlimur
„borgaralegra" samtaka. Ég vona,
að „Amnesty International" sendi
fulltrúa sína til réttarhaldanna
gegn meðlimum sinum. Og það
yrði sovézkum yfirvöldum til
smánar, ef þau leyfðu þeim ekki
aðgang.
Jafnhliða hinum réttarfarslegu
ofsóknum gegn þeim, sem eru
annarrar skoðunar, er beitt refsi-
aðgerðum utan réttarkerfisins —
uppsögn atvinnu, hindrunum
gegn því að börnin fái notið nokk-
urrar menntunar eða geti fengið
atvinnu og öðrum slíkum aðferð-
um. Mér virðist sem menn á
Vesturlöndum skilji ekki til fulls,
hversu alvarlegt allt þetta er í
alræðisríki okkar. Dæmigerð eru
einnig örlög tveggja framúrskar-
andi visindamanna okkar — for-
manns sovézku deildar „Amnesty
International,“, eðlis- og stærð-
fræðingsins doktors Valentin
Turtschin og eðlisfræðingsins og
meðlims armensku visindaaka-
demíunnar, Jurij Orlov, sem einn-
ig er meðlimur nefndrar deildar,
en fyrir rúmu ári misstu þeir stöð-
ur sínar vegna þess, að þeir komu
opinberlega til varnar mér i
september 1973.
Það verður að leggja áherzlu á
það, að yfirlýsingar beggja þess-
ara vísindamanna voru sérlega
hóflega orðaðar og af fullri holl-
ustu við Sovétríkin, sem var I
fyllsta samræmi við hina um-
burðariyndu og trúverðugu af-
stöðu þessara visindamanna al-
mennt. Þeir létu I ljós meinlausar
og hreinskilnar skoðanir, sem
voru vissulega þess verðar, að
þeim væri gaumur gefinn. En
ekkert slikt gerðist. KGB gaf
merki — og dauðskelkaðir yfir-
menn og samstarfsmenn „gerðu
ráðstafanir". Eftir slíka lausn frá
störfum „af hugmyndafræðileg-
um ástæðum“ er algjör ógerning-
ur fyrir þá Orlov og Turtschin að
fá neitt starf við sitt hæfi. Þannig
eru þeir sviptir öllum ráðum til að
vinna fyrir framfærslu sinni. Það
er meira að segja erfitt fyrir þá að
fá nemendur I aukatima. Fólk,
sem lendir I slikri aðstöðu, má
þakka fyrir það, ef það fær að
vinna sér inn 100 rúblur á tíu
dögum sem handlangarar I bygg-
ingavinnu.
Aðrar aðferðir vió ofsóknir ut-
an réttarkerfisins eru eftirfar-
andi: Þvingunarflutningur til út-
landa (beitt I tilviki Alexanders
Solschenitsyn). Að koma manni í
slík vandræði og slika neyð, að
hann sé tilneyddur að flytjast úr
landi, en það jafngildir I rauninni
nauðungarflutningi úr landi (og
um slikt eru mörg dæmi.) Nýjasta
sorglega dæmi þessa er mál
Anatolij Martschenkos. Eftir að
Martschenko hafði hafnað þvi af
grundvallarástæðum að flytjast
úr landi um tsrael, eins og ofsókn-
armenn hans ætluðust til, var
hann tekinn höndum og dæmdur
til útlegðar. Menn, sem þegar eru
farnir til útlanda, eru sviptir
sovézkum ríkisborgararétti
(Valerij Tschalidse, Jaurés
Medvedjev). Vinur minn, Valerij
Tschalidse, var fyrsta fórnarlamb
þessa tilbrigðis. Þá var það sem
ég gaf mig á vald tilfinningum
mínum og órökstuddum ótta og
birti af þessu tilefni tviræðna
yfirlýsingu. Fáar gjörðir mínar
eru þær, sem ég hef iðrazt jafn
mikið.
ENGIN NÁÐ FYRIR
ÆVILANGA FANGA.
Hörmuleg eru örlög þeirra,
sem dæmdir voru í 25 ára fangelsi
fyrir árið 1958, er ný lög voru
gefin út. Þau lög takmarka
fangelsisvist við 15 ár hæsta lagi.
Yfirleitt hafa lög, sem milda örlög
hinna dæmdu, verið látin verka
aftur fyrir sig. En vegna sérstakr-
ar ákvörðunar Æðsta ráðs Sovét-
rikjanna (ekki einn einasti með-
limur ráðsins hikaði við að lyfta
hendi við atkvæðagreiðsluna) er
þetta fólk enn í refsivinnubúðun-
um. Hér skal minnzt á örlög eins
þeirra: Litháíski kennarinn Pjotr
Poulaitis var sendur I gjör-
eyðingarbúðir af nazistum 1943,
af því að hann hafði bjargað hópi
Gyðinga undan böðlum Hitlers.
Þá tókst Poulaitis að flýja. Árið
1946 dæmdi sovézkur dómstóll
hann I 25 ára fangelsi fyrir að
gefa út ólöglegt, þjóðlegt blað.
Arið 1956 var hann látinn laus
vegna fjöldanáðunar, en tveimur
mánuðum siðar var hann aftur
dæmdur I 25 ára fangelsi án þess
að neinar ástæður væru tilgreind-
ar. Hann er nú i refsivinnubúðun-
um I Mordvinska lýðveldinu.
Fangelsisvist hans lýkur 1981.
Annar Lithái — Ljudvigas
Simutis, sem vinir hans hafa í
hávegum vegna heiðarleika og
tryggðar — mun hafa tekið út 25
ára hegningu sina árið 1980.
Lengstum hefur hann verið bund-
inn við sjúkrarúmið, þar sem
hann þjáist af beinberklum. Ekki
eru siður átakanleg örlög
Ukraínumannanna Pronjuks og
Karavanskis, sem hafa verið í
fangelsi nær óslitið siðan 1944
Siðasta refsingin var þeim dæmd
vegna öflunar gagna um harm-
leikinn I Katynskógi. Og þó eru
tugir annarra í sömu aðstöðu. Ég
hef ekki frekar en flestir lesend-
ur þessara lína séð þetta fólk
nokkru sinni. En örlög þess, sem
minna á örlög fanga á miðöldum,
hljóta að ganga hverjum mani
hjarta nær. Ævilöng fangelsisvist
jafngildir nær dauðadómi, sem ég
er mótfallinn I grundvallaratrið-
um.
í margar aldir hafa andans
menn í mörgum löndum — og
meðal þeirra Cesare Beccaria,
Victor Hugo, Leo Tolstoj —
einarðlega krafizt aðnáms dauða-
dóms, sem væru ósiðleg,
ómannúðleg og smánarleg lausn
mála. Á siðari árum hafa þeir
verið afnumdir i flestum þróuð-
um löndum eða þeim er ekki
framfylgt. En i Sovétríkjunum er
þetta skref talið „ótimabært":
Árlega eru milli 700 til 1000
manns (að þvi er ég tel mig geta
áætlað) teknir af lifi, skotnir
fyrir margra hlutá sakir — allt
frá morði án málsbóta og
„þjófnaði á eigum ríkisins á sér-
lega grófan og umfangsmikinn
hátt“ til ólöglegrar verzlunar með
gjaldeyri og annarra ástæðna,
sem vestrænni réttarmeðvitund
er framandi. Afnám dauða-
refsingar væri sérstaklega nauð-
synleg í landi voru, sem hefur
verið byrlað eitur af anda hörku
og tómlætis gagnvart raánnlegum
þjáningum. — svá —
MÁLVERKASYNINGU Jónasar
Guðmundssonar, listmálara og
rithöfundar, í Listasafni Árnes-
sýslu á Selfossi lýkur nú um helg-
ina. Sýningin verður opin frá ki.
14—22 ð laugardag og sunnudag,
en þá verður hún tekin niður.
Skv. upplýsingum Jónasar Guð-
mundssonar hefur aðsókn verið
ágæt og margar myndir selzt og til
ýmissa staða á landinu. Margir
ferðamenn hafa skoðað sýning-
una auk heimamanna á Selfossi.
I AR eru 200 ár liðin siðan tilskip-
un um póstferðir á tslandi var
gefin út. í tilefni þessara tíma-
móta gefur Póst og símamála-
stjórnin út tvö ný frímerki, kr. 35
og kr. 45 og eru á þeim titilblað og
niðurlagsorð tilskipunarinnar. Þá
Mjög góð aðstaða er fyrir list-
sýningar i Listasafninu á Selfossi
og nýjar sýningar eru þar i undir-
búningi. Þá er byggðasafnið opið,
svo og aðrar deildir Listasafnsins
og hefur fjöldi manns skoðað þær
jafnframt sýningu Jónasar.
Á sýningu Jónasar eru 33 verk,
oliumálverk og vatnslitamyndir,
þar af um 20 verk, sem áður voru
á sýningu listamannsins I Niirn-
berg I V-Þýzkalandi I byrjun sum-
ars. Olíumyndirnar eru allar mál-
aðar á þessu ári.
er I ár liðin ein öld síðan fyrsta
svokallaða auramerkið var gefið
hér út, en áður höfðu verið notuð
skildingafrimerki, enda var þá
rikisdalur og skildingar sú mynt,
sem notuð var á tslandi og voru 96
skildingar i rikisdal. Póst og sima-
Jónas Guðmundsson listmálari.
málastjórn gefur út nýtt frimerki
I tilefni af þessu afmæli og verður
það 30 kr, og sýnir 4 blokk af 5
aura frimerkinu með póststimpli
frá 1. 7. 1876 eins og þá var
notaður I Reykjavik.
PfWffVIWfVI
POSTSTOFNUM A tStANDt
\77k y 200 ARA '9T6
POSTSTOÉNUN A tSlANOl
1776 ^200AflA> 1976
ttmkt A»*e» Thtxtó S*<
tti GáftmOMjft fetr &’**&■ Ulm SiW>
ntt €5«»«* 94 fctffawt teffl'
©ftt* Ö«T8I«tt> «rf H
SfrK
Qtníórö ftí ttt
ipcfiptfftft?® Stitttmmg
éw «>■». tMtoV *>* «x*
M, «.> Sd» CWWtUWMtU « Jh»*
«»* XJfcwxx** Vm {jkí My rsH.
mtt Oerrt H ©fi#}
IHWM.HÍ
1876-1976
m ®1
fSLAND 30
Ný íslenzk frímerki