Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1976 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100 Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 22480. Auglýsingar Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 50.00 kr. eintakið. Fréttaflutningur og meðferð sakamála Fjölmiðlum er mikill vandi á höndum við meðferð þeirra sakamála, sem undanfarna mánuði hafa tröllriðið þessu þjóð- félagi. t megindráttum er sá vandi tvfþættur. t fyrsta lagi er skyndi- lega um svo viðamikil sakamál eða meint sakamál að ræða, og sum hver nýrrar tegundar, að draga verður í efa, að fjölmiðlar hér hafi bolmagn til að fást við þau og sinna skyldum sfnum við lesendur með þeim hætti, sem æskilegt væri. Til þess að fjölmiðlar af eigin frum- kvæði geti tekið sér fyrir hendur að grafast fyrir um mál af þessu tagi eins og fjölmiðlar f öðrum löndum gera og Watergatemálið er kannski frægasta dæmið um, þarf verulegt starfslið með mikla reynslu á þessu sviði. Hvorugu er til að dreifa hér á landi en þð er Ijóst, að þáttaskil eru að verða f afstöðu fjölmiðla til meðferðar sakamála eða meintra sakamála og þess vegna má búast við, að þessi reynsla verði til staðar, þegar fram f sækir. 1 öðru lagi hafa viðbrögð rannsóknaraðila, rann- sóknarlögreglu og sakadóms, f mjög rfkum mæli verið þau að halda vandlega leyndum upplýsingum, sem fram hafa komið við rannsókn þessara mála. Að vfsu hafa nokkrum sinnum verið veittar allftarlegar upplýsingar um hið svonefnda Geirfinnsmál en þess á milli hefur engar áreiðanlegar upplýsingar verið unnt að fá. Nú væri það einsýnt af hálfu dagblaðs að gera sér ekki grein fyrir þvf, að rfk rök geta legið til þeirrar afstöðu rannsóknaraðila. Um leið og sú krafa er gerð til þeirra, að þeir upplýsi hin viðamiklu sakamál, sem um er að ræða, eiga þeir með sama hætti kröfu á vinnufriði til þess að ljúka þvf verkefni. En fslenzkt þjóðfélag er sérstætt um margt og eitt af sérkennum þess er, að sögusagnir og orðrómur verða til og fljúga með ótrúlegum hraða um landið allt. Þegar almenningur hefur ekki áreiðanlegar upplýsing- ar undir höndum notast menn við sögusagnir. Þær geta komið illa við saklausa menn og skapa neikvætt andrúmsloft f þjóðfélaginu. Hér vandratað meðalhófið en það verður engu að sfður að finna á þann veg, að upplýsingaskyidu rannsóknaraðila sé sinnt að þvf marki, að ekki skaði rannsókn mála eða spilli vinnufriði en jafnframt, að dregið verði úr þeim söguburði og orðrómi sem engum er til góðs, að „blómstri" f landi okkar. Sakadómarar kvarta undan þvf, að þeir hafi ekki vinnufrið vegna ágangs blaðamanna, þeir eru uppteknir við vinnu sfna, þegar hringt er f þá á skrifstofutfma en þegar heimilisfriði er raskað er svarið, sem blaðamenn fá, að viðkomandi svari f sfma f vinnu sinni en ekki heima hjá sér. Þetta sameiginlega vandamál sakadóms og fjölmiðla verður að leysa með þvf, að sakadómur verði sér úti um sérstakan talsmann, sem sinni samskiptum við f jölmiðla. Svo er önnur hlið á þessum málum, sem snýr að fjölmiðlum sérstaklega, nefnilega spurningin um það, hversu vandir fjölmiðlar eru að virðingu sinni og hvernig fréttaflutningi þeirra er háttað. Ljóst er, að sumir fjölmiðlar hafa tekið þann kostinn, sem segja má að sé auðveldastur, þ.e. að birta fréttir, sem fjölmiðlum berast, en þeir hafa ekki traustar heimildir fyrir. Með þvf að prenta óstaðfestan orðróm eða óáreiðanlegar sögusagnir er vafalaust hægt að selja nokkur eintök af blaði á götunni en lesendur geta ekki treyst þvf, að fréttin sé rétt. Þess vegna er vandi þeirra f jölmiðla mestur, sem leggja metnað sinn f að birta réttar fréttir og fremur engar fréttir en rangar fréttir. A forsfðu Alþýðublaðsins f fyrradag var gefið f skyn, að annarlegar ástæður lægju til þess, að fram til þess dags, hafði Morgunblaðið ekki birt fréttir af niðurstöðu úrvinnslu Seðlabanka á tékkareikningum nokkurra einstaklinga, sem leiddi í Ijós, að um ávfsanahring hefði verið að ræða. Þessar getsakir eru blaðinu til vansæmdar og er bersýnilegt, að forráðamenn blaðsins hafa gert sér grein fyrir þvf, vegna þess, að f gær er þess getið, að skýringin kunni að vera sú, að engar upplýsingar hafi fengizt. Þessi skýring er auðvitað hin rétta. 1 Morgunblaðinu f gær birtist frétt um þetta mál og lesendur blaðsins geta treyst þvf, að efnisatriði hennar eru rétt. Fram til þess tfma hafði Morgunblaðinu borizt mikið magn „upplýsinga", „ábendinga" og sögusagna en fréttir Morgun- blaðsins eru ekki byggðar á slfkum heimildum. Ef f jölmiðlar á tslandi grfpa til þess ráðs að birta ósannar fréttir eða vafasamar fréttir munu slfk vinnubrögð eitra andrúmsloftið f þjóðfé- laginu og eru kannski þegar byrjuð að gera það. Og auðvitað á það að vera metnaðarmál hvers fjölmiðils, og starfsregla hvers blaðamanns, að birta ekki fréttir nema þær séu byggðar á traustum heimildum. Hin umfangsmiklu sakamál, sem mest hafa verið til umræðu á undanförnum mánuðum, eru enn óleyst. Svo virðist, sem þau verði jafnvel stöðugt viðameiri. öllu verður að kosta til að upplýsa þessi mál og það er skylda bæði rannsóknaraðila og fjölmiðla að halda þannig á málum, að eðlilegri upplýsingaskyldu sé fullnægt gagnvart almenn- ingi f landinu. Verdur orka fíutt frá íslandi um gervihnött eftir einn-tvo áratugi? Til þess þyrfti að nýta sem svaradi nær öfíu virkjanlegu vatnsafíi í tandinu f KJÖLFAR geimferðaáætlunar Bandaríkjamanna hafa vísindamenn og stjórnmálamenn þar f landi leitt hug- ann að þvf á hvern hátt hagnýta megi til annarra verkefna þá tækniþekkingu sem ávannst f framkvæmd áætlunarinnar. Til þessa hefur hin nýja tækniþekking einkum komið til góða f fjarskiptum, en athuganir vísindamanna þykja nú benda til þess.að unnt verði eftir nokkur ár.að flytja raforku um gervihnetti á hagkvæm- an hátt. Tilraunir á þessu sviði hafa farið fram í Bandarfkjunum undanfarin ár og þykja gefa jákvæðar vfsbendingar. Stofnað hefur verið í Banda- ríkjunum fyrirtæki, Power Satell- ite Corporation, sem hefur m.a. í hyggju að koma á braut gervi- hnetti til slíkra raforkuflutninga. Hefur komið lítils háttar til at- hugunar að raforka frá íslandi verði flutt með þessum hætti til annarra heimsálfa á vegum þessa fyrirtækis. Að Power Satellite Coporation standa ýmsir þekktir geimvísindamenn í Bandaríkjun- um, m.a. dr. Wernher von Braun, sem löngu er heimsfrægur fyrir sinn þátt í geimferðaáætlun Bandaríkjanna, og dr. Krafft A. Ehricke, gamall samstarfsmaður von Braun, nú vísindalegur ráðu- nautur hjá Rockwell Internation- al og fleiri fyrirtækjum. Power Satellite Corporation áformar ekki einungis að hagnýta vatnsafl eða jarðvarma eins og fyrirfinnst hérlendis, heldur mun fyrirtækið ekki síður hafa áhuga á að virkja sólarorku á eyðimerkursvæðum jarðar og varpa henni um gervi- hnött til annarra staða á hnettin- um eða virkja orkuna þegar með hnetti í geimnum og varpa henni síðan til móttökustöðva á jörðu. Þá hefur einnig komið til tals að framleiða raforku í risastórum kjarnorkuverum á afskekktum norðlægum svæðum til flutnings um gervihnött til notkunar ann- ast staðar á jörðinni. Við ýmis tæknileg vandamál er að stríða við smfði gervihnattar af því tagi sem um ræðir, einkanlega yrði erfiðleikum bundið að setja hann saman en það yrði að gerast úti í geimnum. Mun ætlun fyrir- tækisins áð hafa náið samstarf við NASA, bandarisku geimferða- stofnunina, og nota svokallaða geimskutlu til þessa verkefnis, en NASA vinnur nú að þróun og undirbúningi þessa farartækis, sem á að geta farið oft út í geim- inn og til baka án þess að eyði- leggjast eins og þær eldflaugar, sem nú eru notaðar. Dr. Ehricke kom hingað til lands sl. vor í för með Ivari Guðmundssyni aðalræðismanni í New York og átti þá viðræður við Gunnar Thoroddsen iðnaðar- og orkuráðherra og aðra framámenn í raforkumálum hérlendis, en það var ívar Guðmundsson sem upp- haflega hafði samband við Dr. Ehricke og kynnti fyrir honum hina miklu ónýttu virkjunar- möguleika hér á landi. Eftirfarandi frásögn er byggð á upplýsingum sem Mbl. hefur und- ir höndum um þetta mál, einkan- lega skýrslu sem dr. Ehricke lét frá sér fara eftir heimsókn sína hingað til lands á árinu. NÆR ALLS VIRKJAN- LEGS VATNSAFLS 1 LANPINU KRAFIZT Dr.-Krafft A. Ehricke kom á árunum 1969 — 70 fyrst fram með hugmyndina um flutning raf- orku langar vegalengdir með gervihnöttum (Power Relay Satellite Transmission System). Hafði hann þá í huga hagkvæmni þess að finna greiða leið til stór- fellds flutnings orku frá afskekkt- um svæðum til fjarlægari landa án þeirra erfiðleika, sem ella væru líklegir til að skapast af landfræði- og stjórnmálalegum orsökum. Hann hefur undanfarin ár unnið að því að hrinda hug- mynd sinni í framkvæmd og stofnun Power Satellite Corporat- ion er liður í því. Að lokinni heimsókn sinni til íslands á þessu ári gerði dr. Ehricke frumathugun á því hvort hugmynd hans um geimflutning raforku gæti hentað við fslenzkar aðstæður. Niðurstaða hans var sú, að slíkir flutningar gætu verið hagkvæmir, a.m.k. væri ástæða til að halda áfram frekari undirbún- ingsrannsóknum eftir sérstakri áætlun, sem hann hefur gert (Initial Verification- Analysis-Requirements Phase). Slík athugun, sem tæki um fjögur ár, mundi beinast að því að kanna möguleika á að reisa hér virkjanir og sendistöð fyrir þriggja milljón kílówatta afl (þ.e. 3 gigawött), en jafnframt yrði haldið áfram að fullkomna þá tækni sem til verk- efnisins yrði krafizt. (Til að gefa hugmynd um hve mikið orku- magn hér er á ferðinni, skal þess getið að skv. upplýsrngum Jakobs Björnssonar orkumálastjóra er virkjanlegt vatnsafl á Islandi tal- ið vera um 28000 gigawattstundir á ári og það afl sem vitað er um að er virkjanlegt á háhitasvæðum u.þ.b. 12000 gigawattsstundir á Dr. Krafft A. Ehrlcke, sem kom hingað til lands fyrr á árinu til viðræðna við ráðamenn um hugsanlegan flutning raforku frá tslandi um gervihnött til annarra heimsálfa. Dr. Ehricke hefur lengi verið náinn samstarfsmaður dr. Wernhers von Braun og kom með honum til Bandarfkjanna ár- ið 1945 til að vinna að eldflauga- áætlun Bandarfkjahers. ári. Þrjú gigawött sem er lág- marksafl sem senda þyrfti um hnöttinn til að ná hagkvæmni svarar til um 26000 gigawatt- stunda á ári og lætur því nærri að til að anna þeirri þörf þyrfti allt virkjanlegt vatnsafl í landinu. Virkjað afl í landinu nú er um 2300 gigawattstundir á ári, þar af framleiðir Búrfellsvirkjun 15—1700 gwst á ári. Sigölduvirkj- un mun framleiða u.þ.b. 850—1000 gwst á ári þessu til viðbótar.) Dr. Ehricke telur að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.