Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1976
Birgir Kjaran
Minning
Þegar Birgir Kjaran er fall-
inn í valinn, fyrir aldur fram
koma ýmsar minningar fram (
hugann.
Þær eru ekki sfst bundnar
margvfslegum trúnaðarstörf-
um, sem Birgir Kjaran gegndi
fyrir flokkssystkini sín, borgar-
búa og landsmenn alla. Hann
var formaður Varðar, formaður
fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna f Reykjavfk, formaður
skipulagsnefndar Sjálfstæðis-
flokksins, sat f miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins, var í bæjar-
stjórn Reykjavfkur og alþingis-
maður Reykvfkinga.
Fleiri trúnaðarstöður mætti
nefna, en upptalning þeirra er
ekki aðalatriðið, heldur starfið,
sem að baki bjó, traustið tiltrú-
in, sem af starfinu skapaðist —
maðurinn sjálfur, sem trún-
aðarstöðunum gegndi.
Starfsorka Birgis Kjaran var
oft með fádæmum. Dugnaður
hans og einbeiting, samfara
óvenjulegri yfirsýn og skipu-
lagshæfileikum, nutu sfn vel í
stjórnmálabaráttunni svo að
starf hans markaði djúp spor á
þeim vettvangi.
Birgir Kjaran var mikili bar-
áttumaður og ýmsum þótti
hann stundum einráður nokk-
uð og fara eigin götur, en við
nánari kynni f samstarfi var
hann sanngjarn, skilningsrfkur
og samvinnugóður. Vfst er um
það, að hann kunni þá fágætu
list að sannfæra marga afar
ólfka menn um, að það sama
vekti fyrir þeim öllum, að leiða
þá til árangursrfks samstarfs.
Þegar Birgir Kjaran tók sem
mestan þátt f stjórnmálastarfi
innan Sjálfstæðisflokksins, var
athyglisvert hve mikinn fjölda
manna hann þekkti persónu-
lega, ekki aðeins f Reykjavfk,
heldur alls staðar á landinu.
Hann vissi meira en yfirborðs-
leg deili á þeim, honum hafði
einnig verið trúað fyrir áhuga-
málum þeirra, áhyggjum og
vandamálum, og var sfðan
raunar oft til þess kvaddur að
leysa þau. Gilti þar gjarnan
einu hvort samherjar eða and-
stæðingar f stjórnmálum áttu f
hlut. Sýnir það hvern mann
Birgir Kjaran hafði að geyma.
Áhugamál Birgis Kjaran
voru margvfsleg, eins og kunn-
ugt er. Samhliða störfum að
efnahags- og viðskiptamálum
lét hann ferðamál og náttúru-
vernd til sfn taka löngu áður en
það komst f tfsku. Hann var
fagurkeri f bókmenntum og
listum, hugmyndarfkur bókaút-
gefandi og ritaði sjálfur bækur,
er mikilla vinsælda njóta. Þessi
margbreyttu áhugamál voru
Birgi Kjaran styrkur sem
stjórnmálamanni, en urðu
einnig m.a. oftar en einu sinni
til þess að hann færðist undan
að gegna trúnaðarstöðum á
opinberum vettvangi stjórn-
mála, sem hann vegna eðlis-
lægs áhuga gat þó aldrei slitið
sig frá.
Sjálfstæðisflokkurinn á Birgi
Kjaran mikla skuld að gjalda.
Flokkurinn býr að margvíslegu
og hugmyndarfku uppbygging-
ar- og skipulagsstarfi hans og
vönduðum málflutningi. Við
Sjálfstæðismenn minnumst
mikilhæfs og góðs manns,
þökkum honum samstarf og
vináttu, og vottum eiginkonu
hans, frú Sveinbjörgu, er ávallt
stóð við hlið manns sfns f blfðu
og strfðu, og fjölskyldu þeirra
innilega samúð okkar.
Geir Hallgrfmsson
HINN 12. þ.m. lézt Birgir Kjaran,
hagfræðingur, rúmlega sextugur
að aldri. Fæddur var hann f
Reykjavík 13. júnf 1916 og voru
foreldrar hans Magnús Kjaran,
stórkaupmaður, og Soffia Kjaran,
fædd Siemsen. Magnús átti til
merkra að telja á Suðurlandi, en
langafi hans i móðurætt var Guð-
mundur Brynjólfsson, er lengi
bjó að Keldum á Rangárvöllum á
nítjándu öld. Var Guðmundur þrí-
giftur og átti 14 börn er upp kom-
ust. Er margt merkisfólk frá hon-
um komið. Soffia var dóttir Franz
E. Siemsen, sýslumanns, og Þór-
unnar Árnadóttur landfógeta
Thorsteinssonar. Faðir Franz
Siemsen var G.N.E. Siemsen,
kaupmaður í Reykjavík, en hann
var skipstjórasonur frá Glúcks-
burg í Þýzkalandi. Þórunn, móðir
Soffíu, var eins og sjá má sonar-
dóttir Bjarna amtmanns Thor-
steinssonar og Þórunnar Hannes-
dóttur, Finnssonar biskups. Af
þessari ófullkomnu ættartölu má
glöggt sjá, að Birgir Kjaran átti til
merkisfólks að telja í báðar ættir.
Þó liðin séu nær 47 ár þá er mér
það enn í fersku minni, þegar
leiðir okkar Birgis lágu fyrst sam-
an. Ég var þá að hefja nám í
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga,
sem var til húsa í gamla Iðnskól-
anum við Vonarstræti, ungur
sveinn og öllum ókunnugur, því
ég þekkti ekkert af skólasystkin-
um mínum tilvonandi. Þegar við
komum í fyrstu kennslustundina
um haustið vissi ég f fyrstu ekkert
hvar ég ætti að sitja. Þá vildi svo
til, að ég kom auga á autt sæti i
bekk, sem aðskilinn var frá aðal-
bekkjaröðinni, en þar sat i hinu
sætinu knálegur drengur, rjóður f
kinnum og glaðlegur. Ég hikaði
við en áræddi samt að mjaka mér
í áttina og þegar drengurinn
benti mér að koma var ég ekki
seinn á mér að setjast. Hann sagð-
ist heita Birgir Kjaran. Þar með
hófust kynni sem fljótt urðu að
vináttu, sem átti eftir að endast
meðan báðir lifðu.
Þegar litið er yfir æviferil Birg-
is Kjaran verður fljótt ljóst, að
þar hefur farið maður með
óvenjulega hæfileika á mörgum
sviðum. Strax í skóla komu í ljós
forystuhæfileikar hans og við
skólasystkin vorum fljót að sjá
það. í félagsmálum naut hann sfn
þá þegar sérstaklega vel, var vel
máli farinn og þegar á unga aldri
víólesinn, einkum í sögu og hafði
ánægju af að starfa að félagsmál-
um. í Menntaskólanum komu
þessir hæfileikar hans enn betur í
ljós, enda var félagsmálastarf-
semi þar fjölbreyttari og með öðr-
um hætti en f Gagnfræðaskólan-
um. Urðu nú stjórnmálin meira
ráðandi og þar hófust fyrstu af-
skipti Birgis af þeim málum, sem
síðar áttu eftir að verða svo snar
þáttur í hans lifi. Stjórnmálabar-
áttan var hörð og óvægin í
Menntaskólanum á þessum árum,
eins og raunar oft vill verða þegar
ungt fólk á í hlut, en einnig þar
sýndi Birgir hvað f honum bjó.
Hann var kjörinn formaður
Framtíðarinnar, málfundafélags-
ins i Lærdómsdeild, og í 6. bekk
var hann kjörinn Inspector
scholae. Af þeim 42 stúdentum,
sem útskrifuðust úr Menntaskól-
anum vorið 1935, mun Birgir vera
sá áttundi, sem kveður þann hóp.
Við skólasystkinin, sem eftir
stöndum, geymum margar ljúfar
endurminningar frá samvistum f
skólanum og þegar við nú kveðj-
um þennan forystumann okkar er
okkur efst f huga þakklæti til
hans og samúð með fjölskyldu
hans á erfiðri skilnaðarstund.
Birgir hóf háskólanám og valdi
sér hagfræði. Fór hann þegar um
haustið til Kiel f Þýzkalandi og
innritaðist við hagfræðideild há-
skólans þar, sem lengi fyrr og
síðar hefur verið talin með
fremstu lærdómssetrum f hag-
fræði. Veturinn 1936/37 flutti
hann sig eitt háskólamisseri til
Munchen til þess að kynnast fleiri
skólum, en það hefur lengi verið
siður þar f landi, að stúdentar
flyttu sig á milli skóla, a.m.k. einu
sinni á námstímanum, f því skyni
að kynnast fjölbreyttara um-
hverfi í náminu. En um vorið
1937 fluttist hann aftur til Kiel og
lauk þar prófi haustið 1938 með
ágætum árangri. Veturinn 1938
var hann svo við framhaldsnám
við London School of Economics
Að loknu námi réðst Birgir
skrifstofustjóri til H.F. Shell á
tslandi, sem var þá, eins og enn, f
hópi stærstu fyrirtækja í landinu.
Gegndi hann því starfi til ársins
1946, en á því ári tók hann við
forstjórastarfi við heildverzlun
Magnúsar Kjaran, sem faðir hans
hafði þá rekið um meira en 15 ára
skeið. Því starfi gegndi hann þar
til eigendaskipti urðu að fyrir-
tækinu fyrir fáum árum.
Birgir hafði alla tíð mikið yndi
af bókum, sem vafalaust hefur
verið arfur úr föðurgarði. Faðir
hans var mikill bókamaður og
eignaðist með árunum mikinn
kost valinna bóka. Það var því
ekki að undra, að Birgir fengi
áhuga á þvf að fást við útgáfu og
hann lét ekki sitja við áhugann
einan heldur hófst handa með
nokkrum skyldmennum og vinum
og árið 1944 var Bókfellsútgáfan
stofnuð. Veitti Birgir þvf fyrir-
tæki forstöðu á meðan það starf-
aði um nærfellt aldarfjórðungs-
skeið. Hann lagði mjög mikla alúð
við þá starfsemi alla, vandaði sem
mest mátti verða til bókavals og
sömuleiðis frágangs þeirra bóka,
sem út voru gefnar á vegum for-
lagsins. Margar merkar bækur
gaf Bókfellsútgáfan út en mesta
stórvirkið var safn ævisagna und-
ir heitinu „Merkir Islendingar",
sem kom út í 12 bindum og hefur
að geyma ævisögur nær 170
manna frá ýmsum tímum. Var
mikill fengur að þvf að fá safnað
saman á einum stað ævisögum svo
margra merkra manna, en þær
höfðu áður birzt á ýmsum tfmum.
En Birgir lét sér ekki nægja út-
gáfu bóka, heldur skrifaði hann
sjálfur bækur, sem mikill fengur
var að. Hann var mikill unnandi
fagurrar náttúru og þvi var það,
að ritstörf hans beindust mikið f
þá átt að lýsa náttúrunni. Bæk-
urnar „Fagra land“ og „Unaðs-
stundir" eru safn af þáttum um
ferðalög, náttúrulýsingar, lýsing
á sérstæðum persónuleikum, en
inn í efnið er oft fléttað sögum
um menn og atburði og þjóðsög-
um. Eftirfarandi setningar úr
bókinni „Fagra land“ lýsa vel af-
stöðu hans til náttúrunnar:
„Ferðalög verða ástríða. Sjá eitt-
hvað nýtt, eitthvað fallegt. Þó
ekki einvörðungu það, heldur
engu síður tilbreytingin, að rffa
sig upp úr umhverfi hins virka
dags, yfirgefa höfuðborgarþæg-
indin liggja úti í tjaldi, gefa sig á
vald íslenzkrar náttúru. Veðrið
skiptir ekki öllu, það er erfiðið,
þrejdan, að sjá og skynja náttúr-
una, sem mestu skiptir." Tvær
aðrar bækur ritaði hann, aðra um
haförninn, en hina um þjóðgarð-
ana Þingvelli og Skaftafell. Siðar-
nefnda bókin er lýsing á þessum
gimsteinum fslenzkrar náttúru,
en sjálfur átti Birgir mikinn þátt f
þvf sem formaður Náttúruvernd-
arráðs að Skaftafell í Öræfum var
gert að þjóðgarði.
Á ferðalögum sínum lét hann
sér ekki nægja að skoða og njóta
dásemda náttúrunnar heldur
vildi hann hafa brot af henni með
heim og njóta návistar hennar
þar. Hann átti mikið af fágætlega
góðum myndum úr náttúru lands-
ins og hafði komið sér upp slíku
safni af fágætum steinum, að ég
efast um að nokkurt þvílfkt sé til
hér á landi. Var hrein unun að
skoða með honum það safn og
hlusta á lýsingar hans á þeirri
dýrð, sem hann fann í því.
Ritstörf Birgis takmörkuðust þó
ekki við þau efni, sem hér hafa
verið valin. Hann ritaði einnig
allmikið um stjórnmálaleg og fé-
lagsleg efni og eru til eftir hann
allmargir ritlingar um þau mál.
Þá er þess að geta að Birgir var
einn af stofnendum Almenna
bókafélagsins og var f bók-
menntaráði félagsins frá upphafi.
Lét Birgir málefni félagsins sig
miklu skipta og ótti sinn þátt í
viðgangi þess.
Stjórnmálaafskipti Birgis mörk-
uðu spor f stjórnmálabaráttunni.
Allt frá skólaárunum hafði áhugi
hans á þeim málum verið vakandi
og á þeim árum var hann starf-
andi í röðum þjóðernissinna.
Skömmu eftir styrjöldina hóf
hann svo fyrir alvöru afskipti af
stjórnmálunum og skipaði sér í
raðir sjálfstæðismanna. Árið 1950
var hann kjörinn f bæjarstjórn
Reykjavikur og sat þar í fjögur ár.
Meginstarf Birgis var svo á næstu
árum innan félagssamtaka flokks-
ins í Reykjavík. Arin 1952—1955
var hann formaður Landsmálafé-
lagsins Varðar. Hafði hann þar
forystu um ýmsar breytingar og
nýmæli í félagsstarfinu til þess að
gera það fjölþættara og það mætti
ná til fleiri en áður hafði verið.
Tókst honum það með ágætum og
efldist Vörður mjög f formannstíð
Birgis. Þegar hann hætti for-
mennsku f Verði tók hann við
formennsku í þýðingarmestu
samstökum flokksfélaganna f
Reykjavík, Fulltrúaráðinu. Þar
kom hann einnig með ferskan
andblæ og mótaði þar sterka bar-
áttusveit flokksins í höfuðborg-
inni, sem átti eftir að hafa mikla
þýðingu síðar. I borgarstjómar-
kosningunum 1958, á tímum hinn-
ar fyrri vinstri stjórnar, reyndi
fyrst verulega á þetta baráttutæki
flokksins og f höndum Birgis og
samstarfsmanna hans reyndist
það sannarlega vandanum vaxið.
Sigurinn f þeim kosningum var
stærri en í nokkrum kosningum
öðrum til borgarstjórnar og flokk-
urinn fékk kjörna 10 af 15 borgar-
fulltrúum.
Alþingismaður var Birgir kjör-
inn f haustkosningum 1959 og sá
þá á þingi eitt kjörtímabil. Siðan
hvarf hann af þingi eitt kjörtíma-
bil, að eigin ósk, en var kjörinn
aftur á þing sem þingmaður
Reykjavíkinga 1967 og sem vara-
maður 1971 og sat hann oft á
þingi það kjörtímabil. Á þingi
beindist starf hans aðallega að
þeim málum, sem hann hafði
mestan áhuga á, efnahagsmálum
og utanrfkismálum, og átti hann
sæti í þeim nefndum þingsins,
sem f jölluðu um þau mál.
Ekki skal gerð tilraun til þess
hér að geta allra þeirra trúnaðar-
starfa, sem Birgi voru falin á
starfsferli hans, en þau voru á
hinum ólfkustu sviðum, enda var
áhugasvið hans stórt. Náttúru-
vernd hafði ávallt verið honum
mikið hjartansmál og formennska
í Náttúruverndarráði um nær ára-
tugar skeið veitti honum vafa-
laust mikla ánægju, því þar gat
hann bezt stuðlað að góðum verk-
um til verndar viðkvæmri náttúru
landsins.
íþróttamál höfðu frá æsku ver-
ið honum hjartfólgin og á þeim
vettvangi lagði hann mjög fram
lið sitt til að auka veg íþróttanna.
Um árabil var hann formaður f
stjórn íþróttavallanna í Reykjavík
og síðar var hann formaður í
Ólympíunefnd Islands.
Eitt var það f fari Birgis, sem
fór ekki framhjá neinum, sem
honum kynntust, en það var
áhugi hans á myndlist. Vafalaust
hefur þetta að nokkru átt rætur
sfnar í uppeldinu því á æskuheim-
ili hans var til fágætt safn góðra
listaverka og náin kynni höfðu
skapazt milli foreldra hans og
ýmsra kunnustu myndlistar-
manna þeirra tfma. En það var
líka brot af listamanni i honum
sjálfum, þó hann flikaði þvf ekki,
og hefur það auðveldað honum
skilning og samúð með listamönn-
um, sem hann sýndi mjög f verki.
Setti hann sig aldrei úr færi að
liðsinna listamönnum, bæði þeim,
sem hann taldi líklega til afreka á
því sviði, og eins hinum, sem þeg-
ar höfðu sýnt hvað f þeim bjó.
Þekking hans á myndlist var og
yfirgripsmikil. En nú skal geta
starfa hans á allt öðrum vett-
vangi.
Árið 1952 var hann kjörinn f
stjórn Eimskipafélags Islands og
átti þar sæti alla tfð síðan. Taldi
hann sér mikinn heiður að því að
eiga þátt í stjórn þess fyrirtækis
og stuðlaði mjög að þvf að gera
veg þess sem mestan. Þá var hann
í stjórn Flugfélags tslands og for-
maður um árabil, þar til flugfé-
lögin tvö voru endanlega samein-
uð, en þá hafði hann einnig átt
setu í stjórn hins nýja flugfélags
Flugleiða h.f. frá því sameiningin
hófst. I stjórn Verzlunarráðs Is-
lands átti hann einnig sæti um
hríð. Að lokum skal svo getið um
starf hans fyrir Seðlabanka Is-
lands. Birgir átti sæti í fyrsta
bankaráði Seðlabankans, sem
kjörið var eftir stofnun bankans
með lögunum frá 1961. Hann var
skipaður formaður bankaráðsins
og samfleytt í ellefu ár hafði hann
á hendi það mikilvæga trúnaðar-
starf. Hann var sér þess mjög vel
meðvitandi frá byrjun, að hann