Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1976 Eldurinn læsir sig um þak frystihússins. Einungis veggirnir standa, nokkuð skemmdir þó. Á bryggjunni sést slökkvibifreiðin sem kom frá Hólmavfk. Frystihússbrunin á Drangsnesi: Tjónið metið á 45 milljónir króna EINS OG frá hefur verið skýrt hér í blaðinu varð gífurlegt tjðn á Drangs- nesi þegar frystihús kaup- félagsins þar brann á þriðjudag. Kaupfélagsstjórinn, Jón Alfreðsson, hafði áætlað tjónið vera milli 40 og 50 milljónir króna og á miðvikudagsmorguninn voru matsmenn frá Sam- vinnutryggingum að störf- um og mátu tjónið 45 milljónir, húsið sjálft 29—30 milljónir og vélar um 15. Þórir Haukur Einarsson oddviti sagði í viðtali við Mbl. í gær að menn væru slegnir yfir þessum at- burði, þetta væri þungt högg fyrir þennan fá- menna hrepp. Þórir sagði að halda ætti almennan borgarafund og ræða þar um ný viðhorf til rekstrar á frystihúsinu, þar sem hugsanlegt væri að hrepp- urinn og kaupfélagið væru aðaleigendur í hlutafélagi, sem væri myndað um reksturinn og sjómönnum og öðrum íbúum hreppsins væri gefinn kostur á aðild. Eftir fundinn, þ.e. í dag, ætlar hreppsnefndin að taka ákvörðun um hvað gert skuli, hvort rekstur- inn verði áfram með óbreyttum hætti eða hvort hlutafélag verði stofnað. Sagði Þórir að það væri að minnsta kosti ljóst, að byggja yrði aftur eins fljótt og hægt væri. Myndirnar sem fylgja hér með tóku þær Þóra Þórisdóttir, Drangsnesi, og Sigríður Elíasdóttir, Reykjavík. Allar vélar frystihússins eyðilögðust, en þær voru metnar á um 15 milljónir króna. Þingi norrænna stórkaupmanna lokið: Verðbólga, fjármagnsskortur og verðstöðvun eru belztu vandamálin AÐ undanförnu hefur þing norrænna stórkaupmanna stað- ið yfir ( Reykjavík. Þingin eru haldin annað hvert ár til skipt- is á Norðurlöndum og er þetta f annað sinn sem það er á ts- landi. Mörg mál voru til um- ræðu á þinginu og kom fram að stórkaupmenn á Norðurlönd- um eiga við svipuð vandamál að strfða. Einnig voru rædd ýmis sérmál hvers lands, svo sem ný lög sem á að setja f Svíþjóðum aðild starfsmanna að stjórn fyr- irtækja. Þessi lög bjóða upp á marga möguleika og er Svfþjóð eitt fyrsta landið til að taka þetta fyrirkomulag upp. Á blaðamannafundi að loknu þinginu kom m.a. fram að erfitt er að tryggja rekstur heild- verzlunar á Norðurlöndum og er ísland þar einna verst sett vegna hinnar miklu verðbólgu. Helztu vandamál sem stórkaup- menn eiga við að stríða eru verðlagsmál og telja þeir að verðstöðvunum sé of oft beitt og til of langs tíma. Þær geti ekki komið neytendum vel standi það of lengi, verðstöðv- unum eigi aðeins að beita um stuttan tíma og athuga þurfi betur hvaða gagn þær hafi. Arðsemi er svipuð í löndunum en þó minnst í Noregi og Finn- landi. Mbl. ræddi við nokkra þing- fulltrúa og greindi Jón Magnús- son formaður Félags ísl. stór- kaupmanna frá tilhögun þings- ins: „Þetta er eins konar mið- stjórnarfundur þar sem koma saman formenn samtaka stór- kaupmanna á Norðurlöndum, / framkvæmdastjórar og fleiri starfsmenn. Þessi þing eru haldin annað hvert ár í löndun- um og var það sfðast hér árið 1965. Helzta þýðing svona ráð- stefna er að kynnast hvernig haldið er á þessum málum f hverju landi og eru málaflokk- arnir mjög þeir sömu í löndun- um og sömu vandamál. ísland hefur nokkra sérstöðu þar sem það er ekki almennt viðurkennt hér að heildsalan sé nauðsynlegur þáttur t.d. f iðn- aði. Framleiðslunni er í raun- inni ekki lokið fyrr en varan er komin í hendur neytandans og sum iðnfyrirtæki hér hafa ekki viljað láta heildverzlunina ann- ast þann þátt. Þetta getur orðið til þess að heildsali flytur jafn- vel inn sams konar vörur og eru framleiddar hér á landi og lendir f samkeppni við iðnfyrir- tækin. Á Norðurlöndum er það viðurkennd staðreynd að heild- salar eigi að sjá um dreifingu vörunnar til neytandans og iðn- fyrirtæki þar láta stórkaup- menn um þennan þátt og má segja að þar sé um vissa hag- ræðingu að ræða.“ Per Reidarson er fram- kvæmdastjóri samtaka stór- kaupmanna í Noregi og sagði hann að þessar ráðstefnur hefðu mikla þýðingu fyrir öll löndin. Þar gæfi hvert land skýrslu um hvernig staða heild- verzlunarinnar væri og þar sem vandamálin væru oft hin sömu gætu þeir unnið sameiginlega að lausn þeirra. Hægt væri að bera saman bækur sínar um afstöðu til stjórnvalda o.s.frv. Spurningunni um hvort milli- liðir í verzlun væru of margir svaraði hann á það leið að einn nauðsynlegasti þáttur í slíkri verzlun og framleiðslu væri heildsalan. Heildsalar vissu hvernig ætti að koma vörunni sem bezt í hendur smásalans og þeir hefðu aðstöðuna til að dreifa henni sem víðast. Þýðing heildverzlunar hafi farið mjög vaxandi á síðustu áratugum þar sem fjölmargar nýjungar hafi komið fram í iðnaði sem þurfi að koma á framfæri og það væri helzt á færi heildverzlunarinn- ar. Frá sænsku stórkaupmanna- samtökunum var Ingman Norlindh, formaður þeirra. Hann sagði að heildsölum í Sví- þjóð hefði farið fækkandi á síð- ustu árum og væri það vegna þess að mörg fyrirtæki hefðu sameinazt og væri sú þróun I gangi nú. í samtökunum nú væru 1.100 fyrirtæki og veltu þau 71.5 milljörðum sænskra króna á árinu 1975. Þá sagði hann að heildsalar væru ekki hrifnir af þeirri þróun að stjórnvöld gripu meira og meira inn i heildsöluna og reyndu að stjórna henni með .lagaboðum, það væri of þungt I vöfum og lagasetning um heild- sölu yrði of flókin. Að lokum var rætt við Risto J. Holopainen frá Finnlandi og er hannformaður finnsku sam- takanna. HANN sagði að Finn- ar hefðu búið við strangt verð- lagseftirlit um margra ára skeið og nú hefði verið í gildi verðstöðvun sfðan um áramót. Henni hefðu verið aflétt um síðustu mánaðamót en strangt verðlagseftirlit væri enn, og ekki væri vitað hvað tæki við eftir þetta ástand en þó væri nokkuð öruggt að mikið yrði um hækkanir, ekki sízt hjá fyr- irtækjum sem rekin eru á veg- um ríkisins. Holopainen sagði að mesta vandamál heildverzl- unarinnar i Finnlandi væri fjármagnsskortur þar sem Finnlandsbanki veitti strangt aðhald f útlánum. Nokkrir fulltrúar á norrænu stórkaupmannaþingi. Fjærst situr Júlfus S. Ólafsson, þá Jón Magnússon, Per Reidarson, Risto Holopainen, Ingman Norlindh og tveir aðrir Svfar, Ake Sundquist og Iwan Ahlström.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.