Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976 — Robert Dole Framhald af bls. 1 andi“, eins og hann orðaði það, og átti þar við Jimmy Carter, fram- bjóðanda Demókrataflokksins. Jimmy Carter hafði í dag sam- band við forsetann, til að óska honum til hamingju með útnefn- inguna. Sigur Fords yfir Reagan hefur víða mælzt vel fyrir, og málgögn kommúnistaflokks Sovétríkjanna sö'gðu i dag, að þetta væri fyrst og fremst ósigur öfgaaflanna f bandarískum stjórnmálum. Það var ekki fyrr en síðla á aðfarar- nótt fimmtudagsins, að úrslit at- kvæðagreiðslunnar á flokksþing- inu lágu fyrir, en Ford sigraði í fyrstu atrennu með 1.135 atkvæð- um gegn 1.052. Voru úrslitatöl- urnar að heita má þær sömu og fréttastofur bandarískra sjón- varpsstöðva gerðu ráð fyrir þegar í fyrrakvöld. Viðbrögðin við úrslitunum voru áköf meðal þingfulltrúa eins og vænta mátti. Stuðningsmenn Fords tóku að dansa og syngja, þegar víst varð um sigur forset- ans, og forsetafrúin sat klappandi á palli í skauti fjölskyldunnar, meðan litskrúðugum biöðrum rigndi yfir hana í hundraðatali. Lúðrar voru þeyttir og keðjudans var stiginn, en þótt „Fordararnir" væru ærslafullir í sigurvímunni, voru hinir vonsviknu stuðnings- menn Reagans þó enn hávaðasam- ari. Varð uppistand mikið á þing- inu, og missti fundarstjóri öll tök á samkomunni um hrið, þar sem rödd hans í hátalaranum kafnaði í hávaðanum. Konur úr liði Reag- ans brustu sumar hverjar í grát, og beizkustu stuðningsmenn hans létu að þvi liggja, að þeim mundi veitast erfitt að Ijá Ford fylgi sitt i forsetakosningunum. Ronald Reagan tók ósigrinum þunglega, og rödd hans brast þegar hann sagði I kveðjuræðu til stuðningsmanna sinna í dag: „Auðvitað er ég vonsvikinn yfir því sem gerðist í gærkvöldi, en málstaðurinn er ekki úr sögunni. Baráttan fyrir honum er sú bar- átta, sem mun endast mér meðan ég lifi." Innan Repúblikanaflokksins kvíða margir því, að erfitt muni reynast að eyða klofningi flokks- manna áður en kosningabaráttan hefst fyrir alvöru. Ásakanir Reag- ans á hendur Ford fyrir flokks- þingið voru aðallega á þá lund, að hann væri ekki nægilega sterkur leiðtogi, auk þess sem hann hefði gert afdrifarík mistök í utanríkis- málum, og hafa ábyrgir stuðn- ingsmenn Reagans haft orð á því, að þetta muni verða forsetanum að fótakefli, þannig að honum takist ekki að sigra Carter í kosn- ingunum. Sjálfur hefur Ford lýst því yfir, að hingað til hafi kosn- ingabarátta hans misst marks, og muni hann nú gera ráðstafanir til að snúa vörn í sókn. Stjórnmála- skýrendur telja, að val hans á varaforsetaefninu sé liður í þeirri viðleitni. — Dómur í haust Framhald af bls. 36 tekjuskatts að fjárhæð samtals kr. 3.226.809,- og jafnframt með sama hætti komist hjá greiðslu útsvara fyrir sömu skattár að fjárhæð samtals kr. 1.518.690.-. Loks var Sigurbirni gefið að sök stórfelld vanræksla og óreiðusemi í bók- haldi vegna fyrrgreinds veitinga- reksturs. Máli þessu var vísað til dóms- meðferðar við sakadóm Reykja- víkur, og eru dómkröfur ákæru- valds þær, að ákærðu verði dæmdir til refsingar, sviptir leyf- um til vínveitinga og veitingasölu og til greiðslu alls sakar- kostnaðar. Fyrrgreindar upphæðir á verð- lagi þess tíma, sem svikin áttu sér stað nema samtals tæplega 38 milljónum króna. Dómkröfur ákæruvaldsins eru þær, eins og að framan greinir, að ákærðu verði dæmdir til refsing- ar og þeir sviptir leyfum. Aftur á móti hafa skattyfirvöld hafið inn- heimtuaðgerðir vegna vanskil- anna i samræmi við sínar niður- stöður. Hefur verið greint frá því í Mbl. tvo síðustu daga, að lögmað- ur Sigurbjörns Eiríkssonar hefur áfrýjað lögtaksgerðum sem fram hafa farið og sömuleiðis uppboðs- skilmálum, og að sögn Guðmund- ar Vignis Jósefssonar gjald- heimtustjóra, er þetta i fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu stofn- unarinnar. Samkvæmt upplýsingum Har- alds Henrýsonar, sakadómara var ákærðu, Sigurbirni og Magnúsi, birt ákæran samdægurs, en þá sátu þeir báðir í gæzluvarðhaldi i Síðumúlafangelsinu í sambandi við rannsókn Geirfinnsmálsins. Málið var sent til sakadóms Reykjavíkur frá embætti ríkissak- sóknara og var það þingfest fyrir dómnum 19. marz s.l. Verjendur ákærðu, Ingi Ingimundarson hrl. f.h. Sigurbjörns og Hafsteinn Baldvinsson hrl. f.h. Magnúsar, óskuðu framhaldsrannsóknar á tilteknum at Málið stendur þannig nú, að verjendur hafa fengið frest til að skila vörnum, en þeir höfðu óskað eftir löngum fresti, þar sem þeir hefðu iitinn aðgang haft að skjól- stæðingum sínum vegna gæzlu- varðhaldsvistar þeirra. Þegar vörnum hefur verði skil- að verður málið tekið til dóms. Meðdómendur Haralds Henrýson- ar í málinu eru Ragnar Ölafsson hrl. og Árni Björnsson hdl., en þeir eru báðir endurskoðendur að menntun. — Miki Framhald af bls. 1 sér ábyrgð á Lockheed-málinu, þar sem hann hafi verið varafor- sætisráðherra þegar meintar mútugreiðslur til Tanaka hafi far- ið fram. Meðal þeirra þingmanna, sem greiddu atkvæði með tillögu um fundarboðið, voru þeir Takeo Kukuda, varaforsætisráðherra, og Mauaqoshi Ohira, fjármálaráð- herra, en þeir hafa báðir þótt líklegir sem eftirmenn Mikis. — Danmörk Framhald af bls 1 af hundraði, sem er lágmarkshlut- fall ef flokkurinn á að fá þing- menn kjörna. í öðru lagi eru áhrifamenn i dönsku efnahagslifi andsnúnir kosningum nú, en á síðari árum hefur forysta danska iðnaðarins í auknum mæli ljáð Frjálslynda vinstri flokknum stuðning sinn. íhaldsflokkurinn vonast nú til að geta styrkt tengsl sín við ráðandi öfl í atvinnulifinu, þar sem Frjálslyndi vinstri flokk- urinn var andvígur efnahags- málafrumvarpinu. Ihaldsflokkurinn fer ekki dult með þá skoðun sina, að efnahags- ráðstafanirnar hefðu þurft að fela í sér meiri skattaívilnanir en raun ber vitni, meiri stuðning við iðn- aðinn í landinu og frekari sparn- að í opinberri sýslu. En að>einu leyti var látið undan kröfum ihaldsmanna. Rikisstjórn- in hætti við fyrirætlanir sinar um að leggja einnar krónu gjald á hverja ávisun, sem innstæðueig- endur skrifa. Afgreiðslu tilhögun- ar um skatt á hráefni til orku- framleiðslu, sem ætlað er að stemma stigu við óhóflegri orku- notkun, var frestað, en tillagan verður tekin fyrir þegar regluleg- ir þingfundir hefjast að nýju I haust. Vafasamt er hvort tillagan nær fram að ganga þar sem marg- ir þingmenn eru þeirrar skoðun- ar, að hún setji atvinnulífinu óeðlilegar skorður. Þó er vitað, að Sósíalíski þjóðarflokkurinn, sem að öðru leyti var á móti frumvarp- inu, styður tillöguna um orku- gjaldið, og eykur það Hkur á því að hún verði samþykkt. Nú er ljóst að stjórn Ankers Jörgensen situr áfram enn um sinn. Formaður Kristilega þjóðar- flokksins hefur lýst því yfir, að ekki verði um það að ræða að fulltrúar hans og Róttæka vinstri flokksins taki sæti í stjórninni. Báðir studdu flokkarnir efna- hagsmálafrumvarpið, og var um það rætt, að þeir gengju til stjórn- arsamstarfs. Enda þótt orðið hefði af þessu samstarfi, hefði stjórnin samt sem áður enn orðið minnihlutastjórn, og sjá þessir tveir smáflokkar sér hag í því að vera óháðir, sérstaklega þar sem þeir hafa nú öðlazt neitunarvald þegar um er að ræða tillögur stjórnarinnar í efnahagsmálum. Sams konar áhrif hafa nú fallið i skaut flokki miðdemókrata, sem einnig studdu frumvarpið. Á móti kemur, að flokkar þessir geta ekki flutt tillögur, sem stríða gegn anda frumvarpsins, sem nú er orðið að lögum. Þær ráðstafanir, sem stjórnin hefur nú öðlazt samþykki til að framkvæma í efnahagsmálum, munu gilda næstu tvö árin. — Landsbanki Framhald af bls. 36 leitað til fjölda banka og útibúa og ég veit ekki annað en allir hafi orðið við þessu." — Er hægt að halda svona ávisanahring gangandi án að- stoðar starfsmanna viðkomandi bankastofnunar? „Ég vil nú ekkert tjá mig um þetta. Málið er á því stigi að ég tel það ekki rétt. En eftir að Reiknistofa ba bankanna tók til starfa er þetta útilokað á höfuð- borgarsvæðinu. Hún hefur miklu betri tök á þessu en áður var og starf hennar samsvarar því að ávísanakönnun fari fram daglega." Stefán Gunnarsson, banka- stjóri Alþýðubankans: „Sakadómur fékk I vetur út- skrift á ákveðnum reikningum viðskiptaaðila bankans, eftir að hafa lagt fram ósk um það. Af þeim reikningum, sem skoðaðir voru I það heila, held ég að einungis mjög fáir þeirra hafi verið hér við bankann. Ég held að þetta mál hafi komið til i sambandi við Geirfinnsmálið." — Telur þú að hægt sé að halda.svona ávísanahring gang- andi nema með aðstoð banka- starfsmanna? „Þessari spurningu treysti ég mér ekki til að svara. En hinu er ekki að leyna, að ef menn leggja sig í líma við að svindla eru anzi margar leiðið til Fþjóð- félaginu.“ Valtýr Guðjónsson, útibús- stjóri Samvinnubankans í Keflavík: „í marz 1974 var kaupmaður einn i Keflavík I viðskiptum við bankann í rúma 30 daga. Á þessu tímabili fór fram ávisana- könnun á vegum Seðlabankans og lenti kaupmaðurinn í henni. Var reikningi hans lokað strax og hefur kaupmaðurinn ekki verið með reikning hér síðan. Eftir að þetta átti sér stað, var óskað eftir upplýsingum um viðskipti þessa manns, en siðan þá hefur engin beiðni komið hingað í bankann um upplýs- ingar um einstaka viðskipta- menn hans og þetta umrædda mál er löngu afgreitt. Ég þekki ekkert til þessa máls, sem nú er i fréttunum og þetta var mjög glannaleg frétt sem kom í Vísi um daginn, að þessir glæfra- fuglar sem talað er um hafi stundað þetta fals i samráði við útibú úti á landi. Nú liggja þau öll undir grun. Það þarf að birta nöfn og hreinsa þá sem saklausir eru.“ Páll Briem, útibússtjóri Bún- aðarbankans i Mosfellssveit: „Nei, sakadómur hefur ekki óskað eftir neinum upplýsing- um um viðskipti við þetta úti- bú.“ — Kron Framhald af bls. 2 það sótti um í Kópavogi og fallizt hafði verið á breytingar þær, sem Kron fór fram á. I félagstíðindum Kron í júlí sl. sagði hins vegar um þetta mál: „Mikið hefur verið rætt og ritað um stórmarkaðinn sem Kron var synjað um að koma á stofn í húsa- kynnum SlS við Sundahöfn. Mál- in standa þannig í dag, að Kópa- vogskaupstaður hefur gefið vil- yrði fyrir lóð, en stjórn Kron telur þá lóð of litla undir stórmarkað. Enn standa yfir viðræður við borgaryfirvöld um hentuga lóð undir stórmarkað í Reykjavík og á meðan þær viðræður fela í sér einhverja von um viðunandi lausn verður beðið með ákvörðun varðandi lóðina I Kópavogi.“ — Blaðamenn Framhald af bls. 2 Höskuldssyni í gær, en fékk þau svör, að hann ræddi ekki við blaðamenn þann daginn. Blaðið hafði samband við Baldur Möller ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðu- neytinu og spurði hvort hann teldi aðgerðir fulltrúans og lögreglunnar lögmætar. Baldur kvaðst ekki hafa aðstöðu til að tjá sig um þetta mál, og visaði á yfir- sakadómara, en til hans hefði lög- fræðingur blaðamannanna snúið sér og leitað skýringa á málinu. Mbl. reyndi árangurslaust að ná sambandi við Halldór Þorbjörns- son yfirsakadómara í gærkvöldi. Árni Páll Jóhannsson ljósmynd- ari sagði í samtali við Mbl. i gær, að örn Höskuldsson sakadóms- fulltrúi hefði ýtt sér á undan hon- um inn í húsakynni Sakadóms og skipað sér að afhenda allar filmur sem hann hefði á sér auk þeirrar er i myndavélinni var. Er ljós- myndarinn neitaði hefði fulltrú- inn skipað rannsóknarlögreglu- mönnum sem með honum voru að taka filmurnar af honum. Árni sagðist loks hafa afhent film- urnar, en á aðeins einni þeirra voru myndir af Schtitz. Var hon- um að þvi búnu sleppt og fékk hann þær filmur sem Schlitz var ekki á afhentar siðar um daginn, en hinni filmunni var haldið eftir. Að sögn Berglindar Ásgeirs- dóttur virtist Schiits sjálfur ekki kippa sér upp við það að myndir væru af honum teknar, og hvorki hann né túlkur hans gerðu athugasemdir við myndatöku ljós- myndarans. Hún sagði að hvorki hún né Árni Páll hefðu fengið nokkrar skýringar á framkomu sakadómsfulltrúans og lögregl- unnar og hefði Ragnar Aðal- steinsson lögfræðingur nú málið til meðferðar fyrir þeirra hönd. Ragnar Aðalsteinsson fékk greinargerð frá þeim um málið og óskaði þess í gær að fá skýrslu frá Sakadómi um málið, en blaða- mennirnir voru ekki yfirheyrðir á meðan þeim var haldið I húsa- kynnum Sakadóms. Mbl. fregnaði í gær að stjórn Blaðamannafélags Islands hygð- ist koma saman til fundar í dag og ræða mál þetta. — Æfing á Akureyri Framhald af bls. 2 náðist strax, aðra síðar, eins og við var að búast — Helztu atriðin, sem ábótavant var, voru að okkar dómi þessi 1) Bein símalína er milli flugturns og slökkvistöðvar, en nú kom greini- lega fram eins og raunar var vitað um áður, að hún þarf Ifka að ná til lögreglustöðvar og sjúkrahúss. 2) Nokkur smáatriði I boðunarkerfi þarf að lagfæra 3) Greinilega kom í Ijós, að lögreglulið, sem er á vakt, er ekki nógu fjölmennt í slíkum tilvikum. Lágmark er að tveir séu á lögreglu- stöð, tveir á slysstað og fjórir til fimm við umferðarstjórn á ýmsum stöðum f bænum. í morgun voru aðeins fimm eða sex menn á vakt og þess vegna varð að kveðja út frf- vaktarmenn Þess má geta að ekki hefur verið fjölgað í lögregluliði Akureyrar í fimm eða sex ár. — Annars erum við ánægðir, sagði Ófeigur Eiríksson að lokum Ef ekkert fyndist athugavert, þyrfti eng- ar æfingar, en nú er að reyna að fá bætt úr þeim ágöllum, sem komu f Ijós. En þetta var bara smáæfing, aðeins undirbúningur undir stóræf- ingu sem verður haldin síðar, við segjum auðvitað ekki hvenær. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri hafði þetta að segja: — Ég er mjög ánægður með mennina Slökkvibílar okkar voru komnir á slysstað sex mfnútum eftir útkall, en þá var slökkvibfll flug- vallarins þegar kominn þangað — Hins vegar verð ég að segja þá sorgarsögu, að flugvöllurinn er mjög vanbúinn slökkvitækjum og öðrum eldvarnarbúnaði og í annan stað að slökkvilið Akureyrar hefur engan búnað til að fást við flugvélar- bruna Þetta þurfum við að gera okkur Ijóst — Slökkviblll flugvallarins er að vísu vandaður og óslitinn, en orðinn alveg úreltur Hann hefur þrjá megingalla: 1) Hann er alltof hæg- gengur og seinn f svifum, en hver sekúnda skiptir máli í flugvélar- bruna 2) Hann hefur aðeins duft, en ekki það slökkviefni, sem hentar bezt 3) Hann er of afkastalítill, duft- ið klárast nærri strax og við þessar aðstæður og mikinn hita kviknar strax í aftur, þegar reyknum frá duftinu svifar frá undan golu, jafnvel þó að tekizt hafi að slökkva um stund Þetta kom allt vel í Ijós í morgun, en var svo sem vitað fyrir — í annan stað vantar kraftmeira froðutæki, sem dregur nokkra tugi metra Froðutækið sem slökkvilið Akureyrar á dregur ekki nema 11—12 metra og er ætlað til að slökkva olíuelda í húsum eða bátum, en menn komast ekki svo nálægt flugvélarbruna vegna hins gffurlega hita — Ég veit að á Keflavíkurflugvelli er verið að leggja til hliðar stóra og öfluga slökkvibfla, sem kæmu að prýðilegum notum hér Þeir eru nýtfzku bflar á allan hátt, en eiga að vfkja fyrir enn stærri bílum Al- mannavarnanefnd Akureyrar hefur skorað á Flugmálastjórn og Varnar- máladeild utanríkisráðuneytisins að hlutast til um að þessum bílum verði komið fyrir á flugvöllum landsins svo sem hér á Akureyrarflugvelli og vonandi verður það gert Sv.P. — Amin Framhald af bls. 1 Ugandastjórn muni gjalda líku líkt og verði ekki skirrzt við blóðsúthellingum, ef nauð- syn krefur. Israelsstjórn hefur lýst því yfir, að mark verði ekki tekið á orðsendingu þessari, en f henni hafi Idi Amin gefið Jitzhak Rabin viku frest til að verða við kröfum sínum. - Sovételdflaugar Framhald af bls. 1 orkusprengjukúlum. Þá væru nýjustu gerðir sovézkra orr- ustuþotna þannig úr garði gerð- ar, að flugþol þeirra væri allt að helmingi meira en þeirra þotna, sem notaðar hefðu verið hingað til, og gætu þær flestar beitt kjarnorkuvopnum. Hershöfðinginn sagði, að Atl- antshafsbandalagið yrði að grípa til skjótra ráðstafana, þannig að örugglega væri hægt að mæta hvers konar árás af hálfu Varsjárbandalagsrfkj- anna, þar sem leyniskýrslur gæfu til kynna, að Rússar hefðu stórlega endurbætt bæði kjarn- orkuvopn og vopn, sem notuð eru i návígi, á síðustu árum. — Vöruskipta- jöfnuður Framhald af bls. 2 júlí I fyrra fyrir 1.394,1 milljón en fyrir 247,0 milljónir i ár. Á þessu ári hefur verið flutt inn fyrir 678,1 milljón fyrir Kröflunefnd þar af 263,1 i júlimánuði, en í fyrra var enginn innflutningur til Kröflunefndar fyrstu sjö mánuði ársins. Við samanburð við utanríkis- verzlunartölur 1975 verður að hafa I huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í júlí 1976 er talið vera 11,3% hærra en það var í sama mánuði 1975 og í janúar—júli 14,0% hærra. r — A hvaða stigi Framhald af bls. 36 nema kröfur í það 330 milljónum króna. Hið svokallaða spíramál er í raun 7 sjálfstæð smyglmál á spíra eða áfengi. Nokkur þeirra, a.m.k. 3, ef ekki 4, eru enn i dómsmeð- ferð í Sakadómi Reykjavíkur, eitt bíður afgreiðslu hjá saksóknara- embættinu og nokkrum hefur lok- ið með sátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.