Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976 og viðgangur Eimskipafélagsins væri honum mjög hugleikinn þá var honum það síður en svo á móti skapi að aðrir veittu því eðlilegt aðhald með ábendingum og heil- brigðri samkeppni, — og frá upp- hafi var hann ötull hvatamaður þess að Eimskipafélagið styddi uppbyggingu Flugfélags íslands á allan hátt. Við Birgir unnum saman að ýmsum málum hátt á þriðja tug ára, bæði utan og innan stjórnar Eimskipafélags íslands, og er því margs að minnast frá þeim tíma nú í lokin, en í huga mínum ber þó hæst minninguna um hinn góða og ósérhlífna dreng, sem vildi öllum vel og ætíð var reiðu- búinn að veita góðum málum lið- sinni sitt. Hann var raunverulega dulur í lund, viðkvæmur og talaði lítt um sjálfan sig og sín vanda- mál. Ljúfmennskan var einstök. Þótt það sé hverjum og einum sárt að missa góðan vin, þá er þó mestur harmur kveðinn að eigin- konu hans og ástvinum, — þeim sem hann unni, og voru athvarf hans, stoð og stytta er að syrti. Votta ég þeim öllum fyllstu samúð mína. Pétur Sigurðsson Svo er lífið sem lifað. Birgir Kjaran var góður maður og margofið listaverk. Hann var hugsjónamaður með barnshjarta, sem öllum og öllu vildi gott. Hugur hans leitaði hátt. örninn var fuglinn hans enda flýgur hann fugla hæst. Kyrrð öræfanna og tign fjallanna heilluðu hann. Þó var smæsta öræfablómið yndið og lítill steinn gat orðið perla í lófa hans. Tign og fegurð — það var hans. Hann var um langa hríð framá- maður I þjóðfélagi okkar, án stærilætis. Hann var ritfær vel og mjög vel orði farinn án alls hroka. Aldrei — þrátt fyrir daglega um- gengni okkar f fjölda ára — heyrði ég hann hallmæla nokkr- um manni eða að hnjóðsyrði hrykki af vörum hans um náung- ann. Hann var mannvinur. Siðust æviárin fylgdi honum skugginn eilffi — við hvert fótmál, — það lamaði starfsþróttinn, og því dró hann sig að mestu út úr opinberu vafstri. f framtíðinni munu vinir hans orna sér við minninguna um hann. Eyþór Kjaran sendi ég beztu kveðjur, og þótt bróðir þinn sé fallinn, þá munt þú sigla skipi þfnu heilu í höfn, trúðu því. Innilegustu samúðar kveðjur sendi ég frú Kjaran og fjölskyldu. Minningin ein um góðan dreng gefur lífinu gildi. Yfir móðuna miklu sendi ég Birgi Kjaran hinztu kveðju. Sigurður Óskar Sigurðsson Þegar sú harmafregn barst um borgina í síðustu viku, að Birgir Kjaran, fyrrverandi alþingis- maður, væri látinn, setti margan hljóðan. Svo óvænt var fregnin um andlát hans og kom okkur vinum hans og félögum á óvart. Ungur að árum var Birgir Kjaran þegar mjög sjálfstæður í skoðun og hugsun. Það kom strax í ljós, þegar hann valdi sér íþróttafélag. Æskuárin bjó hann við Hólatorg, en það var í raun viðurkennt umráðasvæði Knatt- spyrnufélagsins Víkings, enda allir strákar frá Suðurgötu og upp á Sólvelli í því félagi. Þrátt fyrir það ákvað hann að ganga í K.R. og var alla tíð í því félagi. Á yngri árum iðkaði hann knattspyrnu og lék þá með nokkr- um drengjaflokkum, en vegna þess að hann fór ungur utan til náms varð knattspyrnuferill hans styttri en hann óskaði. Alla tíð sfðan var knattspyrnan hans uppáhaldsíþrótt. Hann studdi ávallt félag sitt með ráðum og dáð og var reiðubúinn til að rétta því hjálparhönd, þegar til hans var leitað. Birgir hafði mikinn áhuga á því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana f Reykjavík. Það var því mikill fengur, þegar hann gerðist formaður íþróttavallarstjórnar árið 1950. Þá var aðeins Mela- völlurinn til afnota fyrir opinber mót, en jafnframt fóru þar fram svo til allar æfingar knattspyrnu- manna og frjálsíþróttamanna. Hann lét strax til sín taka að endurbæta völlinn og koma upp nýjum æfingasvæðum fyrir knatt- leiki svo og kastsvæðum fyrir frjálsíþróttir. Birgir sat 8 ár í vallarstjórn og er óhætt að segja að þegar hann lét af störfum var Melavöllurinn einn besti malarvöllur sem til var, þótt víða væri leitað. Þá voru gerviefni ekki komin til sögunnar en malarbrautir notaðar. Hlauparar töldu braut- ina á Bislet í Ósló eina af bestu brautum f heimi. Þar voru mörg heimsmet sett. Brautin í Reykja- vík hafði þá hlotið þá viður- kenningu að koma fast á eftir brautinni í Ósló. Eitt af hugðarefnum Birgis á íþróttasviðinu var Ólympíuhug- sjónin og þar með talin þátttaka Islendinga í Ólympiuleikunum. Lagði hann mikla áherslu á þátt- töku Islands í Ólympíuleikunum. Lagði hann mikla áherzlu á þátt- töku Islands i Ólympfuleikunum hverju sinni. Hann átti sæti í Ólympíunefnd Islands á árunum 1958 til 1973 lengst af sem formaður nefndarinnar. Eitt af aðalverkefnum Ó.I. er að afla fjár til ferðar fþróttafólks á Ólympíuleikana. Birgir var þar ávallt fremstur f flokki og safnaði oft verulegum fjármunum. Taldi hann að þátttaka okkar hefði mikið auglýsingagildi fyrir land og þjóð og því ættu fjárframlög að vera betur tryggð frá opinberum aðilum en nú er. Fjölmennasti hópur þátt- takenda frá islandi fór á leikana siðasta tímabilið sem hann var formaður árið 1972. Þegar handknattleiksmenn unnu hinn kærkomna sigur í und- ankeppni Ólympíuleikanna á Spáni og tryggðu íslandi rétt til þátttöku 16 þjóða á Ólympíu- — Líbanon Framhald af bls. 5 hægri og vinstri manna er nú barizt í fjöllunum austan við Beirút, og enda þótt ekki sé vitað hve harðir þeir bardagar eru, virðist nokkurn veginn ljóst, að báðir aðilar hafa eílt mjög herafla sinn á þessum slóðum. Hægri menn stefna að því að ná aftur á sitt vald herteknum svæðum kristinna manna þar, og þar með samgönguleið frá yfirráðasvæð- um þeirra við ströndina til austur- hluta landsins og Sýrlands. Palestínuarabar og vinstri sinn- aðir Líbanir hafa lýst því yfir, að tilgangurinn með þvf að ná þess- um svæðum á sínum tíma hafi verið sá að þar mynduðust svo- kölluð blönduð svæði, sem mundu verða til þess að hindra skiptingu landsins. — Sismik Framhald af bls. 17 áfram olfuleit á Eyjahafi, en leit þessi hefur sem kunnugt er hleypt sambúð Grikkja og Tyrkja í bál og hrand. Talið er vfst að þetta áframhald olfuleitarinnar muni enn auka spennuna í sam- búð rfkjanna sem keppa um auð- lindir Eyjahafsins, en hins vegar virðist ástandið ekki eins alvar- legt og þegar Sismik var í sinni sfðustu sjóferð. Eins og í þeirri ferð má búast við að grísk herskip el'ti Sismik á röndum nú, en talið er ólfklegt að þau muni gera at- lögu gegn skipinu, þar eð deila rfkjanna er nú fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ósk Grikkja, sem einnig hafa skotið henni til alþjóðadómstólsins í Haag. Grikkir og Tyrkir voru í dag að athuga drög að ályktun öryggis- ráðsins þar sem þeir eru hvattir til að hefja samningaviðræður um deilumál sín. Fulltrúar Banda- ríkjanna, Frakklands, Bretlands leikunum f MUnchen fagnaði Birgir því mjög þótt erfitt yrði um vik að afla fjár til ferðarinnar. Lagði hann sig þá fram um það verk sem endranær og tókst það með ágætum. Birgir fór aðeins einu sinni á sumarleikana í formannstíð sinni, en tvisvar á vetrarleikana. Honum var það því mikið gleði- efni að einmitt á þá leika, sem hann sótti var íslenski hópurinn stærstur. Hin myndarlega þátttaka i Munchenleikunum og vera Birgis þar, var honum jafnframt mjög hugstæð sökum þess, að í Þýska- landi hlaut hann framhalds- menntun sína, kynntist vel mönnuib og málefnum og eignaðist marga persónulega vini. Þetta kom vel í ljós meðan Ólympíuleikarnir f MUnchen stóðu yfir. Birgir Kjaran ritstýrði þrem skýrslum Ólympíunefndar. Kom þar fram, sem annarsstaðar, að hann var ritfær með afbrigðum og honum var annt um íslenskt mál. Tók hann þar saman i stuttu máli sögu leikanna og þátttöku Islands í þeim. Lagði hann mikla vinnu í það verk og eru þær nú verðmætar sögulegar heimildir um þátttöku íslands í Ólympfu- leikunum. Það kom víða fram í starfi Birgis, að hann hafði til að bera skipulagsgáfur í rfkum mæli. Þannig hafði hann sérstakt lag á þvi að fá aðra til að taka virkan þátt i starfinu á hverjum tíma. Á þann hátt vannst starfið léttara og skjótari árangur náðist. Fyrir öll þau mikilvægu störf, sem Birgir Kjaran vann fyrir íþróttahreyfinguna, hafði hann hlotið æðstu heiðursmerki ÍSI og Ólympíunefndar tslands. Birgir var ávallt góður félagi og sannur vinur þeirra, sem með honum störfuðu f íþróttahreyf- ingunni, og fyrir það viljum við þakka, þegar hann nú hverfur héðan yfir móðuna miklu. Konu hans og ástvinum öllum vottum við innilegustu samúð og óskum þeim alls hins besta á ókomnum ævidögum. Ólympíunefnd tslands. og Italíu standa að ályktunardrög- um þessum, og í þeim eru deiluað- ilar jafnframt hvattir til að sína varkárni í hvívetna og stillingu á meðan reynt verði að finna frið- samlega lausn. Ef Grikkir og Tyrkir samþykkja báðir drög þessi er það nánast öruggt að öryggisráðið muni einróma sam- þykkja þau, að því er diplómatísk- ar heimildir innan Sameinuðu þjóðanna hermdu í dag. — Hallað á Framhald af bls. 14 ekki verða metin í krónum og aurum, — enda er það samdóma álit náttúru- fræðinga, sem þetta hafa rannsakaðog náttúruverndarmanna erlendra sem innlendra, að fyrir okkar baráttu og þeirra, sem með okkur stóðu, hafi unnist mesti sigur fyrir náttúruvernd hér á landi Það væri sæmra fyrir Orkustofnunar- menn og aðra, sem að undirbúningi virkjana standa, að þakka fyrir þann lærdóm sem þeir hafa fengið af þess- um málum, en að væna okkur um ofstopa sem jafnað er við andann á Sturlungaöld Að endingu undrumst við og mót- mælum harðlega þeim vinnubrögðum Páls Heiðars Jónssonar að stofna til umræðuþáttar í útvarpi um Laxárdeilu og afleiðingar hennar án þess að annar aðili þeirrar deilu þ e við landeigendur eigum kost á að túlka okkar sjónarmið í þeim þætti Einhliða málflutningur andstæðinga okkar miðaði allur að því að blása út óheillavænlegar afleiðingar Laxárdeilu og Laxársamninga, og gera okkur bændur að eins konar saka- mönnum í því máli Slfkum aðförum tökum við ekki þegjandi óg því er þessum athugasemdum hér með kom- ið á framfæri Stjórn Landeigendafélags Laxár og Mývatns Eysteinn Sigurðsson Indriði Ketilsson Þorgrlmur Starri Bjorgvinsson Jón Jónasson Vigfús B. Jónsson. — Minning Þóroddur Framhald af bls. 27 og hvers kyns skinna vöru. Var Þóroddur m.a. brautryðjandi í út- flutningi skreiðar, og fór hann í margar söluferðir til Afriku- landa. Ávann hann sér hvarvetna traust og vináttu viðskiptavina sinna. Árið 1939 kvæntist Þóroddur eftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Júlíusdóttur, og eignuðust þau fjögur börn, en þau eru: Jón, skrifstofustjóri Garðabæjar, kvæntur Ástu Ragnarsdóttur; Sverrir, forstjóri, kvæntur Ingi- björgu Gfsladóttur; Ingunn, gift Ingimundi Gíslasyni, lækni; Þór- dís, ógift ' foreldrahúsum. Auk þeirra átti Þóroddur son af fyrra hjónabandi, Skafta, sem kvæntur var Valdísi Garðarsdóttur, en hann fórst af slysförum á bezta aldri. Ég undirritaður var heimagang- ur á heimili Þórodds og Sigrúnar allt frá barnsaldri og kynntist þvf vel af eigin raun að hann var mjög barngóður. Þau Sigrún og Þóroddur áttu mjög fallegt heimili og voru sam- hent í því að ekkert skyldi -til sparað til að halda því við og endurbæta. Hag barna sinna og barnabarna bar Þóroddur einnig mjög fyrir brjósti og var heldur ekkert til sparað við að búa sem bezt í haginn fyrir þau. Ég vil ljúka þessum orðum með þvf að þakka þær mörgu ánægju- stundir sem ég hef átt að Hávalla- götu 1 og sendi Sigrúnu, börnum og aðstandendum öllum samúðar- kveðjur mínar. Jónas Gústavsson. — Kórea Framhald af bls. 17 Panmunjom, sem er á hlutlausa beltinu milli kóreönsku ríkjanna tveggja. Fundur nefndarinnar endaði hins vegar eftir 90 mín- útna þóf með því að fulltrúar stóðu upp ósáttir. Fundurinn var haldinn að frumkvæði gæzluliðs S.Þ. eftir atburðinn í gær. Fréttaskýrendur í Seoul segja að spennan í Panmunjom sé sennilega sú mesta sem verið hef- ur þar síðan Norður-Kóreumenn lögðu hald á bandarfska njósna- skipið Pueblo og hið misheppnaða morðtilræði við Park Chung-hee, forseta Suður-Kóreu, var gert, en báðir þessir atburðir áttu sér stað árið 1968. Vegatálmanir voru settar upp í dag sunnan megin landamær- anna, og hermenn með vopnabún- að komu sér fyrir við þjóðveginn frá Seoul til Panjunmon. — Viðurinn Framhald af bls. 3 EN Bergljót keypti það af fóst- urdóttur hans fyrir ári. í hús- inu hafa lengst af verið þrjár íbúðir og kvaðst Bergljót vita, að fjöldi leigjenda hefði búið þar á liðnum árum. Bergljót kvaðst hafa orðið áþreifanlega vör við að fólk er farið að gefa gömlum húsúm meiri gaum en áður og svo virt- ist sem fólk sæktist f sivaxandi mælí eftir að kaupa og gera upp gömul íbúðarhús. Á þeim stutta tíma sem hún hefur búið þar hefur fjöldi fólks bankað upp á og spurzt fyrir eða sýnt húsinu áhuga á ýmsan hátt. r — Uganda Framhald af bls. 5 ar eru eftir sjónarvottum, sem tekizt hafði að flýja land. Eru frásagnir þessar óhugnanlegar. Einn sjónarvottur segir frá því að hann hafi séð nokkra tugi stúd- enta sem voru særðir flutta á vörubflum í burtu og var .sagt að það ætti að fara með þá f sjúkra- hús. Er spurzt var fyrir um stúd- entana f öllum sjúkrahúsum í Kampala kannaðist ekkert þeirra við að hafa tekið við stúdentun- um. Hermaður í (Jgandaher sagði i samtali við fréttamann Observer að framið hefði verið fjöldamorð á stúdentunum og lfkum þeirra hent ofan í fjöldagröf, og að jarð- ýta hefði síðan rutt yfir þá. Hvatti hermaðurinn fréttamanninn til að hafa samband við aðra her- menn, sem gætu staðfest frásögn- ina, en benti honum að öðrum kosti á að bíða eftir stjórnarskipt- um þannig að hægt yrði að grafa lfkin upp. Daginn eftir seinni árásina á háskólasvæðið kom Mustafa Adrichi varnarmálaráðherra landsins í háskólann og ávarpaði þá stúdenta, sem eftir voru. Sagði hann að Amin hefði gefið fyrir- skipun um að allt andóf við háskólann skyldi brotið á bak aft- ur og að það sem stúdentarnir hefðu séð hefði aðeins verið upp- hafið ef þeir ekki létu af öllu andófi. Hann sagði að lokum að ef stúdentar hefðu ekki séð fólk grafið með jarðýtum myndu þeir bráðlega fá að sjá það, ef þeir ekki höguðu sér almennilega. — Fyrsta íbúðin Framhald af bls. 3 máli og fjögur herbergi. íbúðirn- ar eru afhentar fullfrágengnar og lóð verður einnig frágengin en þvf verki er enn ólokið. Hjónin voru sammála um að þau hlytu að kunna vel við sig í hinu nýja hverfi þó að samgöngur væru óneitanlega ekki nógu góð- ar, en þau hafa ekki bifreið til umráða. — Skák Framhald af bls. 7 axb4, 26. Hxa8 — Hxa8, 27. Rh3 — c3, 28. bxc3 — Ha2, 29. Dcl — b3, 30. c4 — Hc2, 31. Dal — Bxc4, 32. Da8+ — Df8, 33. Da4 — Dc8, 34. Hbl — Kh8, 35. Rf4 — Bg8, 36. Hfl — Dc3, 37. hvftur gefst upp. Hollenzka stórmeistaranum Sosonko vegnaði ekkert sérlega vel í Biel. Hér sjáum við hann þó vinna góðan sigúr. I byrjun- inni yfirspilar hann Smejkal gjörsamlega og heldur síðan á spilunum af miklu öryggi unz yfir lýkur. Hvítt: Sosonko Svart: Smejkal Benoní 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. g3 — c5, 4. d5 — exd5, 5. cxd5 — d6, 6. Rc3 — g6, 7. Bg2 — Bg7, 8. Rf3 — 0-0, 9. 0-0 — He8, 10. Bf4 — a6, 11. a4 — Bg4, 12. Dd2 — Bxf3, 13. Bxf3 — Dc7, 14. Hfcl — Rdb7, 15. b4 — Re5, 16. Bxe5 — Hxe5, 17. bxc5 — Dxc5, 18. Habl — Dc7, 19. Db2 — Hb8, 20. Re4 — Dd7, 21. Rc5 — Dh3, 22. Rxa6 — Hf8, 23. Dxb7 — Rg4, 24. Bxg4 — Dxg4, 25. e3 — Dh3, 26. Hc2 — Hh5, 27. f4 — Df5, 28. Db3 — De4, 29. Hdl — Ha8, 30. Rb4 — Hb8, 31. Hc4 — Df3, 32. Dd3 — Bc3?, 33. Hfl og svartur gafst upp. Bent Larsen verður seint sak- aður um að fylgja helzt þeirri forskrift sem „Byrjanafræðing- arnir“ telja bezta. 1 eftirfarandi skák velur hann afbrigði, sem á að vera svörtum óhagstætt. Lar- sen fær þrengri stöðu út úr byrjuninni, en hann nær tökum á skáklínunni a8 — hl og það notfærir hann sér á snilldar- legan hátt. Hvítt: Liberzon Svart: Larsen Sikilevjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc5, 5. Rc3 — Dc7, 6. Be2 — a6, 7. 0-0 — Rf6, 8. Khl — Bb4, 9. Rxc6 — bxc6, 10. f4 — d5, 11. e5 — Rd7, 12. Ra4 — Rb6, 13. c4 — Be7, 14. Be3 — Rxa4, 15. Dxa4 — Bd7, 16. Dc2 — Db7, 17. Bd3 — g6, 18. Habl — a5, 19. Df2 — 0-0, 20. Hfcl — Hfc8, 21. b3 — Db4, 22. Hc2 — a4, 23. Bd2 — Db7, 24. b4 — c5, 25. b5,— Hab8, 26. De2 — dxc4, 27. Bxc4 — Be6, 28. b6 — Hd8, 29. Hc3 — Be4, 30. Hb2 — Dc6, 31. Bb5 — Da8, 32. Bd3 — a3, 33. Hbl — Hxd3, 34. Hxd3 — c4, 35. Hd7 — Bxbl, 36. Hxe7 — Hxb6, 37. Dxc4 — Bxa2 og hvftur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.