Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976 13 hafði hér tekizt á hendur mikil- vægt ábyrgðarstarf, þar sem verið var að móta grundvöllinn að framtíðarstarfi mikilvægustu peningastofnunar þjóðarinnar og mikils var um vert, að vel tækist til um það verk. Sýndi hann ávallt mjög góðan skilning og áhuga á þeim málum, sem vörðuðu hag og heill bankans. Við, sem höfum starfað með Birgi við bankann um lengri eða skemmri tíma, verðum nú að láta okkur nægja að hugsa til hans með þakklæti fyrir sam- starfið og Seðlabankinn stendur í þakkarskuld við hann fyrir þann góða hug, sem hann ávallt bar til bankans og sýndi í verki með starfi sínu að málefnum hans. Þegar ég sit og skrifa þessa ófullkomnu minningargrein um vin minn Birgi Kjaran hrannast að mér endurminningar, sem ná nærri hálfa öld aftur í tlmann. Ég gat þess áður, að leiðir okkar hafi fyrst legið saman þegar við kom- um báðir í fyrsta bekk Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga. Við urð- um eiginlega strax góðir vinir og sú vinátta efldist eftir því, sem við kynntumst betur. Við fylgd- umst síðan að I námi alla tíð og sóttum sömu skóla, nema að hann lauk sínu háskólanámi einu ári fyrr en ég. Á skólaárunum i Reykjavík, þegar ég átti lengst af heima utanbæjar, var ég tíður gestur á æskuheimili Birgis og á margar ljúfar endurminningar frá kynnum mínum af heimilinu og foreldrum hans, sem ég dáði mjög fyrir þeirra miklu mann- kosti. Að loknu námi, þegar við vor- um teknir til starfa hvor á sínu sviði, voru áhugamálin samt mörg sameiginleg og enn tengdust böndin fastar, þegar Birgir kvæntist vinkonu konu minnar. Um meira en þriggja áratuga skeið mátti heita að við réðum ráðum okkar um allar meiriháttar ákvarðanir, sem við tókum, og skal þó fúslega viðurkennt, að hann lagði oft meira til en ég, enda var hann sérlega ráðagóður og ráðhollur. Fæ ég aldrei þakkað að hafa mátt svo lengi njóta þeirra vináttubanda, sem þannig tengdust við slíkan mannkosta- mann sem Birgir Kjaran var. En nú sakna ég vinar i stað. Hinn 1. júlí 1941 kvæntist Birg- ir eftirlifandi konu sinni Svein- björgu Helgu Blöndal. Foreldrar hennar voru Sóphus Blöndal, framkvæmdastjóri á Siglufirði, og Ölöf Hafliðadóttir Blöndal. Þeim varð fjögurra dætra auðið, en urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa eina dótturina á fyrsta ári. Dæturnar þrjár, sem allar hafa stundað framhaldsnám, eru Ólöf gift Hilmari Knudsen, verkfræð- ingi, Soffía gift Pálma Jóhannes- syni lic. és lettres, og Helga gift Ólafi Sigurðssyni, verkfræðingi. Heimili þeirra Sveinbjargar og Birgis á Ásvallagötu 4 var byggt á samheldni og kærleika og er nú stórt skarð höggvið, þegar heimil- isfaðirinn hefur svo skyndilega verið burtu kallaður, og er þá þess að minnast að ekki eru liðnir nema rúmir tveir mánuðir frá því Sveinbjörg fylgdi móður sinni til grafar. Hugur okkar dvelur nú hjá Sveinbjörgu og fjölskyldu hennar og við skynjum þá djúpu sorg, sem þau hafa orðið fyrir, en svo kvað þjóðskáldið Matthias: „Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarmanni, að eigi geti birt fyrir eilifa trú!“ Davið Ólafsson. Með Birgi Kjaran hagfræðingi og fyrrum alþingismanni er geng- inn góður drengur í orðsins bezta skilningi, vinsæll maður og vin- fastur með afbrigðum. Ég kynntist honum fyrst að ein- hverju marki, þegar ég tókst á hendur starf framkvæmdastjóra Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík vorið 1956, en haustið áður var Birgir Kjaran kosinn formaður þess og gegndi þvi starfi til 1963, en sem kunnugt er var hann bæði fyrr og síðar kjörinn til forystu innan Sjálfstæðisflokksins. Milli okkar tókst þegar náið og traust sam- starf, sem fljótlega leiddi til þeirrar vináttu, sem hélzt til hinztu stundar. Birgir var mikill baráttumaður, einbeittur og fylginn sér og gekk að hverju verkefni með oddi og egg. Um vorið 1956 fóru fram kosningar til Alþingis og að þeim loknum var mynduð vinstri stjórn Hermanns Jónassonar. Eitt af markmiðum þeirrar ríkisstjórnar var að víkja Sjálfstæðisflokknum til hliðar um næstu áratugi eins og það var orðað, og var þá spjótunum ekki sízt beitt gegn Fulltrúaráði Sjálfstæðis- félaganna I Reykjavlk, en það var og hefur ætfð verið vinstri mönn- um mikill þyrnir i augum. En undir einbeittri og eldheitri forystu Birgis Kjaran snerust all- ar atlögur ríkisstjórnarinnar að Fulltrúaráðinu upp I enn harðari og skipulagðari baráttu ráðsins. Þó tók steininn fyrst úr, þegar vinstri stjórnin knúði fram á Al- þingi sérstaka löggjöf, sem átti að brjóta á bak aftur alla starfsemi Fulltrúaráðsins. Sú löggjöf breytti I raun engu öðru en því, að setið var við kvöld eftir kvöld og langt fram á nætur og öll starf- semi Fulltrúaráðsins og Sjálf- stæðisfélaganna I Reykjavík endurskipulögð frá grunni. Dugnaður Birgis Kjaran og vinnusemi þá og síðar var með þeim eindæmum, sem fæstum mönnum er gefin. Fundir voru haldnir fjölmargir á degi hverj- um og þar flutti Birgir eldheitar, sannkallaðar þrumuræður næst- um á hverjum fundi. Eldmóður hans og baráttuhugur hreif fólk til starfa og við vorum oft I mestu vandræðum að finna öllum þeim grúa fólks verkefni, sem flykkt- ust að flokknum þessa mánuði fyrir borgarstjórnarkosningarnar I janúar 1958. Ég veit, að enn I dag býr Sjálf- stæðisflokkurinn við svipað skipulag I kosningabaráttunni og Birgir Kjaran framar öðrum mönnum kom á fyrir kosningarn- ar 1958. Ég nefni þessa baráttu, sem háð var fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1958 og lyktaði með því að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 10 fulltrúa kjörng I borgarstjórn i Reykjavík, sem dæmi um frábæra forystuhæfileika Birgis Kjaran og sjaldgæfa vinnusemi og dugnað hans. En aldrei mikfaðist hann af þessum hæfileikum slnum og krafti né hvarflaði það að honum, að hann fremur öðrum ætti sér- stakar þakkir skyldar fyrir frá- bær störf sin. Að hans dómi var það fólkinu I Fulltrúaráðinu og sjálfstæðis- félögunum, sem átti umfram allt að þakka þann árangur, sem ávannst hverju sinni, en engum einum eða fáum úr forystu flokks- ins. Trúr þessari skoðun sinni áttu allir, háir sem lágir, greiðan veg til hans hvenær sem var. Einkum lagði hann sig fram um að greiða götu þeirra sem við einhverja erfiðleika áttu að strlða. Og trú- lega kom greiðsemi hans og hjálp- fýsi hart niður t.d. á rekstri hans eigin fyrirtækja. Áhugamál Birgis Kjaran voru mörg og margvísleg og þótt stjórnmálin væru honum ávallt ofarlega I huga og ákaflega tíma- frek gaf hann sér þó ætíð tóm til að sinna öðrum verkefnum og hugðarefnum. Hann var mikill unnandi íslenzkrar náttúru og ferðaðist um allt tsland þvert og endilangt I bókstaflegri merk- ingu. Bækur hans, Fagra land, Auðnustundir óg Haförninn bera fagurt vitni ást hans og virðingu furir landinu, náttúru þess og þvl fólki öllu, sem hann kynntist. En hin víðtæka þekking hans á íslenzkri náttúru og landsháttum leiddi til þess, að hann var á meðal þeirra Islendínga er fyrstir skildu nauðsynin á íslenzkri náttúruvernd og var kjörinn for- maður Náttúruverndarráðs Is- lands um árabil. Sú^varð og oftast raunin á um Birgi Kjaran, að hann var vakinn til forystu um þau málefni, sem hugur hans og eldmóður beindist að. Slíkt var traust manna á honum og ósér- hlífin elja hans sjálfs og baráttu- gleði. Birgir Kjaran var sannkallaður bókamaður, víðlesinn og marg- fróður. Einkum var honum sagn- fræði og náttúrufræði hugleikið lestrarefni. Um langt skeið var hann á meðal mikilsvirkustu bókaútgefenda á landinu og átti ríkan þátt I stofnun Almenna bókafélagsins og sat i bókmennta- ráði þess til æviloka. Þannig lágu leiðir okkar Birgis einnig saman þau 16 ár, sem ég gegndi starfi framkvæmdastjóra AB. Mér og Almenna bóka- félaginu reyndist hann hollráður og hugkvæmur ráðunautur sem miðlaði mér af langri reynslu sinni I bókaútgáfu. Hvorki ég né AB fengu fullþakkað honum þau mikilsverðu störf og stuðning, sem hann veitti mér og félaginu alla tið. I minningu minni verður Birgir Kjaran mér umfram allt hug- stæður sem traustur vinur, sem var ávallt reiðubúinn að aðstoða I erfiðleikum, mikill húmanisti fullur af eldmóði og baráttugleði. Hann var ákaflega hreinskipt- inn og þoldi illa loftungur og já- mennsku og öll hræsni var honum einkar ógeðfelld. Hann var óspar á að þakka það, sem hann taldi vel gert, en lét menn einnig heyra gagnrýni sina á því, sem hann áleit hafa farið úrskeiðis. En sömu kröfur gerði hann líka til annarra, að þeir tölduðu við hann af þeirri hreinskilni, sem hann lét I ljós við þá. Og nú kveð ég vin minn Birgi Kjaran hinztu kveðju aðeins sextugan að aldri. Ég þakka af alhug langa og góða samfylgd, einlæga vináttu og gagnkvæmt trúnaðartraust til æviloka. Við hjónin flytjum ekkjunni, frú Sveinbjörgu Kjaran, og ættingjum og ástvinum Birgis Kjaran einlægar samúðarkveðjur. Baldvin Tryggvason Stuttu fyrir hádegi einn fagran sólskinsdag I lok ágústmánaðar sumarið 1943 steig ég á land úr strandferðaskipinu Heklu á Hvammstanga, hélt rakleitt upp á aðalgötu þorpsins og síðan austur þjóðveginn, vingsandi léttri skjalatösku, hafði skilið annan farangur minn eftir i skipinu. Ég var að koma heiman frá Isafirði, en áfangastaður minn var Akureyri, og ætlaði ég nú að stytta mér leið með þvl að ganga fimm kílómetra spöl I veg fyrir langferðabifreið Norðurleiða. Ég hafði ekki lengi gengið, þegar ég heyrði, að bifreið kom á eftir mér. Ég vék út á vegarbrún- ina, en hugsaði mér alls ekki að fá far með bifreiðinni, var bara hressandi að ganga þetta I blfð- viðrinu. En bifreiðin nam staðar á móts við mig, og út úr henni steig ungur maður, fríður sýnum, geðþekkur og hið mesta snyrti- menni að öllum búnaði. Hann heilsaði mér með nafni og kvaðst heita Birgir Kjaran. Eg hafði ekki þekkt hann áður í sjón, en kunni þau skil á honum, að hann væri sonur hins merka gáfumanns, Magnúsar Kjarans, skrifstofu- stjóra hjá Shell og loks það, sem mig varðaði nú að nokkru, einn af stofnendum nýs útgáfufélags, er Ölafur Björnsson, framkvæmda- stjóri á Akranesi, hafði með mínu samþykki selt útgáfuréttinn að skáldsögu minni, Blítt lætur veröldin, en af henni hafði ég lesið slðustu próförk nokkru áður en ég fór að heiman. Birgir kvað það undarlega og skemmtilega til- viljun, að við skyldum hittast þarna, og þegar ég hafði sagt hon- um hvernig stæði á ferðum mín- um, hló hann og mælti: „Það er engu líkara en forsjón- in hafi stefnt okkur saman. Ég fer án viðkomu til Akureyrar I dag, og þó að þér séuð þéttur á velli, er nóg rúm I bílnum." Þegar upp I bifreiðina kom, sagði Birgir mér strax frá sam- skiptum Ólafs Björnssonar og hinnar nýstofnuðu Bókfellsút- gáfu. Ólafur hefði af tilviljun hitt Magnús Kjaran og Magnús sagt honum frá, hvað I vændum væri. Hann hefði og látið svo um mælt, að sig langaði púkið til, að Bók- fellsútgáfan gæti hafið starfsemi sína á þvl að senda frá sér nýtt íslenzkt skáldrit, sem veigur væri I. Svo hefði þá Ólafur sagzt geta greitt fyrir honum um þetta. Hann hefði keypt af Guðmundi Hagalin skáldsögu, sem héti Blltt lætur veröldin, og væri hún kom- in I þriðju próförk. Það væri ágæt skáldsaga, og tilvalin sem fyrsta bók hinnar nýju útgáfu. Hann hefði svo sent þeim feðgum bók- ina I óbundnum örkum, þeir lesið hana I skyndi og síðan hiklaust átt kaup við Ólaf. Kvað Birgir föður sinn ekki síður hrifinn af bókinni en sig, enda varð ég þess vissu- lega var, þegar við Magnú Kjaran hittumst nokkru síðar. Margt bar á góma á leiðinni norður, og hvort sem rætt var I gamni eða alvöru, fór vel á með okkur Birgi. En eitt er mér minnisstæðast úr ferðalaginu. Við komum hvergi við, en nokkrum sinnum stöðvaði Birgir bifreiðina og alltaf þar, sem gróðurrlkt brekkukorn var I nánd við veg- inn. Sat ég þá jafnan kyrr og naut veðurblíðunnar og hins fagra út- sýnis, en Birgir fór á kreik og hugaði að gróðrinum. I einni brekkunni var bláberjalyng með fullþroska berjum. Ég fór að tína upp I mig hin ljúffengu ber, en nú sat Birgir kyrr. Svo leit hann á mig, og ég sá, að augu hans voru i senn dreymin og skær. Síðan sagði hann: „Einhvern tíma á aldrinum frá fermingu til tvítugs sá ég málverk eftir Kjarval, sem hann kallaði „Bláber séð með barnsaugum". „Og veiztu hvað? Mér opnaðist allt I einu ný veröld. Fram að þessu hafði ég eingöngu dáð það stórbrotna i náttúrunni, en nú fór ég að gefa gætur að því smáfagra." Ég þagði, en svo hafði ég ósjálf- rátt yfir í lágum rómi þetta, sem ég hafði lært I bernsku: „Smávinir fagrir, foldarskart, fifill I haga, rauð og blá, brekkusóley við mættum margt muna hvort öðru að segja frá.“ Ég ræði ekki frekar þessa fyrstu samfundi okkar Birgis Kjarans, en þó að þið, flestir lesendur mínir, kannist við Hulduljóð Jónasar Hallgríms- sonar og jafnvel kunnið þau, sum- ir hverjir, þá ætla ég að bæta hér við ljóðlínurnar, sem ég fór með i lyngbrekkunni forðum og birta einnig næsta erindið: „Prýðið þið lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, þvl ástin hans allsstaðar fyllir þarfir manns. Vissi ég áður voruð þér, vallarstjörnur um breiða grund, fegurstu leiðarljósin mér. Lét ég að yður marga stund. Nú hef ég sjóinn séð um hrið og sílalætin smá og tíð. — Munurinn raunar enginn er, því allt um lifið vitni ber.“ Við Birgir Kjaran höfðum mik- ið saman að sælda I áratugi Hann varð framkvæmdastjóri Bókfells- útgáfunnar árið eftir að hún gaf út Blitt lætur veröldin, og hún kostaði hvorki fleiri né færri en átta af þeim bókum, sem frá minni hendi hafa komið. Þá las ég iðulega yfir handrit, sem Bók- fellsútgáfan hafði ákveðið að koma á framfæri, bjó þau undir prentun og lagaði sitthvað, sem lagað varð, ávallt I bezta sam- komulagi við Birgi. Ég aðstoðaði hann og við að gera úr garði hinar fögru og merku bækur hans, Fagra land og Auðnustundir, vita- skuld þó án þess, að ég ætti þar annan hlut að en þann, sem fellur undir það, sem kallað mætti „handverk" i starfi skálda og rit- höfunda, og var mér það ljúft starf og létt, svo mjög sem andi og efni bókanna og skarpur skilning- ur höfundar á gildi „hand- verksins" var mér að skapi. En auðvitað ræddum við margt annað en bókagerð og bókmennt- ir. En hvað sem bar á góma verð- ur ekki viðhorfum hans til skaparans, lífsins, lands og þjóðar betur lýst en i erindunum tveim- ur úr Hulduljóðum. Hann unni fögrum bókmenntum og listum, en allt, sem lifir og hrærist átti að meira eða minna leyti aðdáun hans, nema hin tvífætta skepna, þegar hún fer I þann ham að eyða og deyða I blindni, stundum af heimsku, stundum af óeðlilegri skammsýni, stundum af græðgi eða jafnvel grimmd. Eins og bæk- ur hans bera með sér, var hann undra fróður jafnt um feiknir Islands sem lífríki þess, og aldrei sá ég hann glaðari en þegar hann skýrði mér frá þvi sem formaður náttúruverndarráðs, að nú væri það að fullu víst, að Skaftafell yrði gert að þjóðgarði, enda skrifaði hann þá hina fagurlega myndprýddu bók um Skaftafell og Þingvelli, sem var síðasta ritið, er kom frá hans hendi. Annars fer ég hér ekki út I að fjalla um margvísleg störf hans i félögum eða stjórnmálum, það munu aðrir gera, en ekki get ég látið hjá líða að skýra frá þvl, að þá sá ég hann oftar en einu sinni sárhryggan, þegar honum þótti það hafa gerzt I stjórnmálum, að skert hefði ver- ið þjóðarnauðsyn I samninga- makki til hægri eða vinstri. Ég og kona mín kveðjum hann með virðingu og þakklæti og ósk- um þess, að heilög forsjón megi vernda og blessa fjölskyldu hans. Guðmundur Gfslason Hagalfn ÞEGAR Seðlabanki tslands varð sjálfstæð stofnun árið 1961, var Birgir Kjaran, hagfræðingur, kjörinn i bankaráð og skipaður fyrsti formaður þess. Gegndi hann því trúnaðarstarfi samtals i ellefu ár og átti á því tímabili mikinn þátt í því að móta starfs- hætti bankans og þá ekki sízt verkaskiptingu bankastjórnar og bankaráðs. Birgir Kjaran var ágætlega fallinn til þessa hlut- verks vegna mjög góðrar þekkingar á efnahags- og við- skiptamálum, en þó ekki siður sökum mannkosta hans og rétt- sýni, sem lagði grundvöll þeirrar ágætu samvinnu, sem ætið hefur ríkt innan bankaráðs og banka stjórnar Seðlabankans. Á ég honum sjálfur miklar þakkir að gjalda fyrir hollráð hans, vináttu og umburðarlyndi I löngu sam- starfi okkar að málefnum Seðla- bankans. Leiðir okkar Birgis lágu víðar saman vegna margvislegra áhuga- mála hans, þar á meðal innan bókmenntaráðs Almenna bóka- félagsins. Kynntist ég þar fyrst, hversu fjölfróður hann var og áhugaefni hans mörg bæði á sviði lista, sögu og náttúrufræði. Hann var einn þeirra manna er lét sér fátt óviðkomandi, og hann var alltaf boðinn og búinn að veita þeim málefnum, sem hann hafði áhuga á, allan þann stuðning, sem hann mátti. Á tímum sívaxandi sér- hæfingar, þar sem færri og færri menn gefa sér tíma til þess að sinna málum utan síns eigins starfsvettvangs, var Birgir Kjaran óvenjulegur maður. Þrátt fyrir ágæta hagfræðimenntun sóttist hann aldrei eftir opinber- um embættum og það var aug- ljóst, að honum var sllkur frami minna virði en tækifærin til þess að sinna margvíslegum hugðar- efnum sínum og ljá góðum málum lið. Hann var frjálshyggjumaður I þess orðs beztu merkingu og vildi ekki sníða athafnaþrá sinni of þröngan stakk. Þess vegna verður að leita víða til að átta sig til fulls á því mikla og fjölbreytta lífs- starfi, sem Birgir vann á sviði menningar- og þjóðmála. Jóhannes Nordal. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.