Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976
Ævintýrið um
móða Manga
eftir BEAU BLACKHAM
Bæði dýrin og fólkið leit á þann, sem
talað hafði, og sá að Sámur sæljón var
þarna kominn.
— Hvaða ráð er það? spurði hringleika-
hússtjórinn. Honum leist raunar ekkert á
blikuna, því enda þótt sæljón séu ágæt að
sýna listir sínar með prik og bolta, þá eru
þau ekki talin neitt sérstaklega gáfuð. En
Sámur hefir áreiðanlega verið í essinu
sínu þennan dag, því hann sagði:
— Hvers vegna getum við ekki dregið
lestina? Með því að beita öllum dýrunum,
er þetta lafhægt. Það er ekki langt til
Staðar, og þegar við komum þangaö, get-
um við látið gera við gufuketilinn hans
Manga. Og hvað brotna hjólinu viðvíkur
— er ekki alveg ágætt að nota balann
minn fyrir hjól?
— Auðvitað! Að okkur skyldi ekki
detta þetta strax í hug! hrópaði fólkið og
brosti út undir eyru. Og öll dýrin ýmist
öskruðu eða tístu eða geltu eða
hneggjuðu „Auðvitað".
Og nú var tekið til óspilltra málanna.
Einhver fór og fann balann, en hann var
rauður, með grænum og bláum röndum
og silfurstjörnum og Sámur sat á honum,
þegar hann lék listir sínar í hringleika-
húsinu. Og eftir að gat hafði verið borað
á botninn á balanum, lyfti aflraunamað-
urinn upp bilaða vagninum og hélt hon-
um á lofti, þar til búið var að taka hjólið
af. Svo smeygðu þeir balanum upp á
öxulinn, og þú ræður hvort þú trúir þvi
eða ekki, en þetta var ágætis hjól.
Meðan á þessu stóð, valdi stjórnandi
hringleikahússins þau dýr, sem draga
áttu Móða Manga. Hann valdi vitaskuld
fílinn, af því að hann var sterkastur, og
svo líka tvö ljón, eitt tígrisdýr, brúnt
bjarndýr og hvítan ísbjörn, úlfalda og
lamadýr.
Mangi, sem vaknað hafði við hávaðann,
geispaði og teygði úr sér og fylgdist svo
með öllum af hinum mesta áhuga.
Dýrin, sem áttu að draga lestina, tóku
sér nú öll stöðu fyrir framan Móða
Manga, og þau stóðu hvert aftan við
COSPER
Nei, nei. — Ég
er að reyna að
hætta.
VÚD
MORödM
XAfp/nu
Gesturinnapurði hvort kokk-
urinn væri (golfklúbbnum svo
harðar undir tönn væru kjöt-
bollurnar.
Þetta er eins og í Reykjavfk.
Þurrt á virkum dögum en slag-
viðri allar helgar.
Jú, það er rétt. — Forstjórinn Ég hef reykt pfpu allar götur
óskaði eftir þvf að sonurinn sfðan maðurinn minn fann
væri með á fundinum í dag. hana f svefnherberginu okkar.
— Ef þú elskar sjálfan þig
meira en nokkurn annan ertu
sá eini, sem ann þér.
X
— Hvað er að sjá þig, maður,
þú ert mað báðar hendur f
fatla. Hvernig slasaðirðu þig?
— Ég ætlaði að sýna kunningj-
um mfnum, hvað ég veiddi
stóran lax og tognaði f báðum
olnbogaliðum.
X
— Má bjóða þér vindil, gamli
vinur?
— Nei takk, ég er hættur að
reykja.
— Heyrðu, hvað heitir hún?
X
Héðan í frá ætla ég eingöngu
að borða grænmeti og ávexti.
— Er það að læknisráði?
— Nei, en bakarinn, kjötsal-
inn og fisksalinn neita allir að
lána mér meira.
X
— Hugsaðirðu ekki til systur
þinnar, þegar þú borðaðir öll
eplin?
— Jú, en ekki fyrr en ég var
búinn með þau.
X
— Var gaman f veizlunni í
gærkvöldi?
— Það læt ég nú allt vera.
Sessunautur minn var rang-
eygður og drakk alltaf úr mfnu
glasi.
X
— Þetta er sjötta rjúpan, sem
ég hef miðað á og ekki hitt.
— Reyndu að miða svolftið
framhjá þeirri næstu og vittu,
hvernig fer.
X
1. stúlka: Það var ást við
fyrstu sýn, þegar ég sá Jónas
fyrst.
2. stúlka: Af hverju giftist þú
honum þá ekki?
1. stúlka: Ég sá hann svo oft
eftir það.
Höskadraumar
Framhaldssaga eftir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
56
læknir varð óneitanlega mið-
púnkturinn f rannsóknunum og
þar sem samvizka hans var vægast
sagt ekki hrein átti hann örðugt
með að standa af sér áhlaupin og
frfa sig undan hverjum grun um
aðild. En hann var ekki meira en
svo fús að viðurkenna það sem
skipti yður mestu máli, nefnilega
að miðdepillinn væri ANDREAS.
Þér önnuðust það svo sjálfar með
þýf að koma með þá ágætu og
trúverðugu skýringu um það er
þér af umhyggju fyrir manninum
yðar skiptuð um innihald salat-
skálanna. Og með þvf tókst yður
hér um bil að villa um fyrir okkur.
— En það er auðvitað ekki ætl-
un mfn að halda þvf fram að þér
hafið drýgt seinna morðið bara til
að leyna sannleikanum um hið
fyrra. Að sfnu leyti voruð þér
orðnar ekki sfður áfjáðar f að
ryðja Andreasi Hallmann úr vegi
en syni hans nokkrum dögum
áður.Og ef þér gætuð nú komið þvf
svo fyrir að Gregor Isander yrði
handtekinn sakaður um bæði
morðin, þá var eiginlega ekki
hægt að hugsa sér betri málalok.
Cecilfa hafði rétt sig upp og
svipur hennar var aftur orðinn
harður og þrjóskulegur.
— Ég hef ekkert gert. Þér getið
aldrei látið handtaka mig. Mér
þótti óskaplega vænt um Andreas,
það geta allir vottað það. Og hon-
um Ifkaði vel við mig. Ylva var
alltaf afbrýðisöm vegna þessa og
þoidi mig ekki.
— Já, sagði Christer — ég efast
ekki um að þér hafið verið hrifn-
ari af Andreasi en af Jóni. En frá
þvf augnabliki að Andreas Hall-
mann hafði fengið grun á yður,
var hann yður ægileg ógnun. Hann
hafði elskað Jón heitar en allt
annað og það hefði aidrei hvarflað
að honum að sýna banamanni
hans minnstu misjvunn — hver
sem í hlut hefði átt. Og hvað sem
þér reynið að blaðra — breytir
ekkert þvf samtali sem fór fram f
bókaherberginu daginn sem Jón
var jarðaður. Og sú niðurstaða
sem af þvf samtali fæst er ekki
beinlfnis jákvæð fyrir yður. Þegar
hann sagðí að hann væri enginn
Filippus II, vfsaði hann sem sagt á
bug tengdadóttur sem var orðin
ágeng og erfið.
Hún greip fokvond fram f fyrir
honum.
— NEI! NEI. Hann var ástfang-
inn af mér. ÉG VISSI ÞAÐ. Alveg
frá þeirri stundu sem hann hafði
hitt mig á sjúkrahúsinu, vildi
hann komast yfir mig, en svo gift-
ist ég Jóni og eftir það gat hann
aðeins sýnt mér aðdáun sfna með
þvf að ausa f mig dýrmætum gjöf-
um. Og þegar Jón væri dáinn hefði
allt orðið svo yndislegt. ÉG VEIT
það. Bara ef hann hefði ekki upp-
götvað...
— Veslings barnið. Ef þér hafið
reiknað með þeim möguleika að
þér hefðuð getað komið yður f
mjúkinn hjá Andreasi og unnið
peninga hans og kærleika voru
draumar yðar ekki annað en
fásinna. Dauði Jóns gat aldrei
breytt þeirri staðreynd að þér
höfðuð verið giftar syni hans og
þar með hefði Andreas aldrei
komið nálægt yður. En f stað þess
að gera yður grein fyrir þessu,
reynduð þér að telja mér trú um
að hann hefði verið „nærgöngull"
við yður, fáeinum klukkustundum
eftir að Jón hafði verið jarðaður.
Það var nú heldur hressilega gert
og varð til þess að ég fór að velta
ýmsu fyrir mér...
Christer þagnaði rétt augnablik,
en hélt sfðan strax áfram:
— Tengdafaðir yðar hafði sem
sagt áttað sig á þvf að það voruð
þér, sem höfðuð drepið Jón. Var
það eitthvað sem hann áleit með
sjálfum sér eða hafði hann hald-
bærar sannanir fyrir þvf?
Og allt f einu stundi hún veiklu-
lega:
— Hann ... hefur sjálfsagt lagt
hvað við annað ... svona eins og
þér hafið sjálfur gert.
Mótstöðuafl hennar var þorrið
og það var eins og henni væri nú
mest f mun að skýra hinum sem
nákvæmast frá þvf sem hún hafði
gengið f gegnum:
— Það var ægilegt — alveg voða-
legt. Hann öskraði og reif f mig og
skalf frá hvirfli til ilja. Hann sagð-
ist hafa vitað hvað ég hefði kvalið
Jón á allar lundir og hvað ég hefði
þolað illa að maðurinn minn
reyndi að nálgast hann. Auðvitað
hefði ég bara verið að sælast eftir
peningunum. En það væri mesta
lán að hann hefði ekki látið mig fá
neina peninga og nú m.vndi auðvit-
að ekki hvarfla að honum að
standa við þau orð að bæta mér
inn f erfðaskrána — ekki væri
hann að láta morðingja og blóð-
sugu erfa sig! Hann sagðist mvndu
þegja yfir þessu unz Jón hefði
verið grafinn upp og hann hefði
fengið lögformlegar sannanir, en
þegar það lægi fyrir skvldi hann
sjá tíl þess að ég fengi þ.vngstu
refsingu, sem hægt yrði að sæma
mig f ... hann sagði að ef þér
gætuð ekki fellt mig og fengið mig
til að játa skyldi hann svo sannar-
lega sjá um hefndina sjálfur. Og
hann var þannig maður að hann
hefði ekki vflað það fvrir sér.
Hann hefði ofsótt mig og elt mig
hvert sem ég hefði revnt að flýja!
Hann hefði drepið mig.
Rödd hennar varð að hvísli. þeg-
ar hún bætti við af fsköldu misk-