Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976 Áttræður í dag: Einar Steindórs- son forstjóri í dalverpi milli brattra fjalla stendur sjávarbyggðin Hnífsdal- ur I Skutulsfirði við Isafjarðar- djúp. Þar hefur um langan aldur verið mikil útgerð og þar hafa faeðst og alist upp ýmsir dug- mestu sjómenn og skipstjórar landsins. Þaðan sér út til hafs, norður í Jökulfirði og inn um norðanvert ísafjarðardjúp. Sjómennirnir og útgerðar- mennirnir í Hnífsdal eru mér f barnsminni. Dugnaður og kjarkur fólksins i þessu litla en broshýra þorpi gleymist engum, sem því hefur kynnst. Skip og smábátar hafa farist í stórviðrum, snjóflóð hafa fallið og sópað húsum og fólki á haf út. En þeir sem eftir lifðu og stóðu harmþrungnir á ströndu hafa haldið baráttunni áfram. I dag er Hnifsdalur blómleg byggð, þar sem fólkið trúir á framtíðina, glæsileg skip, myndarleg fiskiðjuver, fallegur barnaskóli og félagsheimili, sem er eitt hið besta á Vestfjörðum. Margir af mínum gömlu vinum í Hnífsdal eru horfnir, að loknu löngu og farsælu lifsstarfi. En einn af gæfusmiðum byggðar- lagsins, Einar Steindórsson, fram- kvæmdastjóri, á 20. þ.m. áttræðis- afmæli. Hann er einn þeirra, sem lengst hafa staðið I fararbroddi fyrir uppbyggingu og stjórn þess- ara fögru sjávarbyggðar. Einar Steindórsson er fæddur 20. ágúst árið 1896 í Leiru i Grunnavíkurhreppi. Foreldrar hans voru Steindór Gislason og kona hans Sigurborg Márusdóttir. Fluttust þau með börn sin ung að árum vestur yfir Djúp og settust að i Hnifsdal. Þar ólst Einar Steindórsson upp og tók þátt í hinni hörðu lífsbaráttu, eins og aðrir unglingar þess tíma. En hugur hans stóð til mennta. Fór hann í Verzlunarskólann í Reykjavik og lauk þaðan prófi árið 1920. Varð það byggðarlagi hans til mikillar farsældar. Ef ég man rétt hóf hann verslunarstörf hjá Guðmundi Sveinssyni heima í Hnifsdal. En siðar gerðist hann forstöðumaður ýmissa atvinnu- fyrirtækja á staðnum. Hann varð forstjóri Hraðfrystihúss Hnífs- dælinga árið 1948 og hefur lengst- um, verið það siðan. Er það aðal atvinnutæki byggðarlagsins, vel rekið og farsællega, í samvinnu við útgerðarmenn og sjómenn. Ber þá einnig að minnast Páls heitins Pálssonar, þess mikla höfðingja og heiðursmanns, Ingi- mars Finnbjörnssonar, Jóakims Pálssonar, Sigurðar Sv. Guðmundssonar og Elíasar heit- ins Ingimarssonar, svo nokkrir séu nefndir af samstarfsmönnum Einars og framámönnum Hnifs- dælinga. En jafnframt framkvæmda- stjórastörfum sínum gegndi hann oddvitastörfum í Eyrarhreppi um nær 30 ára-skeið. Sýslunefndar- maður var hann frá 1948 þar til Eyrarhreppur sameinaðist ísa- fjarðarkaupstað fyrir nokkrum árum. Það er ekki ofmælt, að Einar Steindórsson hafi verið framá- maður á flestum eða öllum svið- um byggðarlags síns öll sín manndómsár. Allt til þessa dags er hann þátttakandi og hollur ráð- gjafi í athafna- og menningarlífi Hnifsdælinga. Hann er enn við góða heilsu og býr nú hjá Hönnu kjördóttur sinni og Kristjáni Jónassyni framkvæmdastjóra, manni hennar, á Engavegi 29 á Isafirði. En störf sín vinnur hann ennþá úti i Hnifsdal. Einar kvæntist árið 1938 Ólöfu Magnúsdóttur frá Hóli I Bolungarvik, ágætri og dugandi konu. Var jafnan ánægjulegt að heimsækja þau og hið hlýlega heimili þeirra í Hnifsdal. Eins og áður getur, áttu þau eina kjör- dóttur, sem reyndist þeim trygg og traust. Þegar Ólöf lést fyrir nokkrum árum, var mikill harm- ur kveðinn að manni hennar og dóttur. Einar Steindórsson ér mikill mannkostamaður. Samviskusemi hans og drengskapur mun jafnan í minnum hafður meðal allra er honum hafa kynnst. Meðal Eyrar- hreppsbúa treystu honum allir. Hann naut þar einstæðra vin- sælda. Ýmsir, sem setið hafa um langt skeið með honum á fundum Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, hafa sagt mér, að þar sé Einar Steindórsson í miklum met- um hafður. Við Norður-lsfirðingar þökkum þessum góða dreng fyrir störf hans í þágu byggðarlaga okkar. Sjálfur þakka ég honum langt og ómetanlegt samstarf og órofa vin- áttu. Eitt af höfuðeinkennum Einars Steindórssonar er góðvild hans í garð samborgara sinna. Ég hefi aldrei heyrt hann tala illa um nokkurn mann. Jón Helgason prófessor segir i formála sinum fyrir merkri doltorsritgjörð sinni um Jón Ólafsson úr Grunnavfk, að orðtak Guðrúnar ömmu hans hafi verið: „Engum þarf ills að biðja, allt jafnast upp um síðir.“ Þessi spaklegu orð gætu einnig hafa verið orðtak Einars Stein- dórssonar. Við Ólöf óskum þess- um gamla vini og fólki hans allrar blessunar og mildrar gleði meðan ævin endist. Sigurður Bjarnason frá Vigur Stjórn verkamannabústaða, Akureyri auglýsir21 íbúð til umsóknar. stjórn verkamannabústaða, Akureyri hefur hafið bygg- ingu fjölbýlishúss nr. 1-3-5 við Hjallalund á Akureyri. f í fjölbýlishúsi þessu verða 21 ibúð. 18 fjögurra herbergja og 3 þriggja herbergja ibúðir. Brúttó gólfflötur fjögurra herbergja ibúðar er um 88.55 fm. inmfalin hlutdeild í stigahúsi Hverri ibúð fylgir sér geymsla i kjallara um 4 4 fm. að meðaltafi, svo og sameiginleg reiðhjóla- og barnavagnageymsla, hitaklefi. þvottahús. anddyri og sorpgeymsla fyrir hverjar sjö íbúðir (hvert stigahús) Brúttó gólfflötur þriggja herbergja ibúðar er um 80.0 fm. með geymslu. Áaetlað er að ibúðirnar verði tilbúnar 1. nóvember 1977. Áætlað verð á fjögurra herbergja ibúð er kr. 6.000.000 - en á þriggja herbergja ibúð kr. 5.5000.000.-. Áætlað verð ibúðanna mun breytast i samræmi við breytingar á byggingarkostnaði á byggingartimanum. Við úthlutun íbúðanna ber umsækjendum að greiða 10% af áætluðu kostnaðarverði og við afhendingu það sem á vantar til að 20% af endanlegu kostnaðarverði ibúðarinnar séu greidd af hans hendi. 80% af kostnaðarverði ibúðanna fylgir sem föst lán. Umsóknarfrestur um ibúðir þessar er til 1 8. september 1976. Væntanlegir umsækjendur geta vitjað umsóknareyðublaða frá og með 18. ágúst 1976 og fengið nánari upplýsingar hjá stjórn verkamanna- bústaða, sem fyrst um sinn mun hafa aðsetur i skrifstofu verkalýðs- félaganna, Strandgötu 7 frá kl. 5 — 7 siðdegis virka daga, þó ekki á laugardögum. Einnig verða umsóknareyðublöð afhent á skrifstofu Iðju, Brekkugötu 34, Akureyri. Sérstök athygli er vakin á þvi að endurnýia þarf eldri umsóknir, til að þær verði teknar til greina við úthlutun. Stjórn verkamannabústað Akureyri. Austfirðingar Sölumaður frá okkur verður staddur: VALHÖLL ESKIFIRÐI föstudaginn 20 og laugardaginn 21 . ágúst. VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM sunnudaginn 22. og mánudaginn 23. ágúst. HERÐUBREIÐ SEYÐISFIRÐI þriðjudaginn 24. ágúst með sýnishorn af áklæði, kögri og galloni. Tökum aö okkur klæöningar Fljót og góö þjónusta Verzlunin Húsmunir Hverfisgötu 82, Reykjavík, sími 13655. „Hallað á landeigendur með einhliða málflutningi,, Frá stjórn Landeigendafélags Laxár og Mývatns VEGNA útvarpsþátta um orkumál, sem Páll Heiðar Jónsson hefur stjómað og fluttir hafa verið að und- anfömu telur stjórn Landeigendafé lags Laxár og Mývatns sig til knúna að fá birtar eftirfarandi athugasemd- ir. Þátturinn 3. ágúst Þátturinn, sem fluttur var 3ja ágúst s.l., fjallaði að langmestu leyti um Laxárdeiluna svonefndu, þó að önnur yfirskrift væri höfð á efni hans. í þætt- inum þar á undan var einnig vikið að þeirri deilu og hallað á landeigendur meðeinhliða málflutningi í þættinum 3ja ágúst komu fram þrfr fulltrúar Laxárvirkjunarstjórnar, þeir sem einsýnastir hafa reynst sem tals- menn fullvirkjunar Laxár og hlífðarleys- is við sjónarmið bænda og þeirra ann- arra, sem vernda vilja náttúruverðmæti Laxár og Mývatns Auk þeirra komu fram margir aðrir einhliða talsmenn virkjunarsjónarmiðanna en engum full- trúa landeigenda- eða verndunar- manna var gefinn kostur á andsvörum Eftir þessu var efni þáttarins — þar gekk maður undir mannshönd til að úthrópa bændur og lýsa þeim orku- skorti á Norðurlandi, ógnar fjárhags- legum vanda og öðrum vandræðum, sem af þeirra varnarstríði leiddi Allt átti þetta að vera bændum í Þingeyjar- sýslu að kenna og því að þeir komu í veg fyrir að Laxárvirkjunarstjórn fengi óáreitt að fullvirkja Laxá Svo var á sumum þeim, sem fram komu í þættinum að skilja, að Laxár- samningurinn, sem gerður var á milli rfkisstjórnarinnar, Laxárvirkjunarstjórn- ar og Landeigendafélagsins árið 1973 um lausn deilunnar, væru stærstu mis- tökin, sem gerð hefðu verið í raforku- málum þjóðarinnar síðari ár Bændum einum voru kennd þessi ósköp Hverra voru mistökin? Engin virkjunarmanna vék að því að hugsanlegt væri að „mistökin” væru virkjunarstjórnarinnar, ráðgjafa hennar og þeirra yfirvalda í orkumálum sem lögðu blessun sína á áformin um Gljúf- urversvirkjun Sú virkjun var hönnuð og undirbúin án þess að eiga nokkra stoð í lögum, án þess að nokkurt samráð væri haft við alla þá fjölmörgu bændur f 6 hreppum sýslunnar, sem hefðu fyrir hana orðið að líða skaða á löndum og verðmætum og án þess að nokkur tilraun væri gerð til að meta tjón á eignum eða óbætanlegum nátt- úruverðmætum í áætluninni um Gljúfurversvirkjun batt einn áfangi annan þannig að með þeim fyrsta, sem hvað orkuframleiðslu snerti, gat rúmast innan ramma lag- anna, var lagður grundvöllur að þeim síðari með vatnaflutningum og stíflu- gerðum Þegar virkjunarstjórnin hafði í orði dregið þau áform til þaka, reyndist hún samt sem áður ófáanleg til að breyta hönnuninni á vélum og jarð- göngum Með því hefði þó mátt spara mikla fjármuni og gera virkjunina af- kastameiri Augljóst var að með þessu vildi Laxárvirkjunarstjórn halda öllum leiðum til fullvirkjunar eftir Gljúfurvers- áætlun opnum Einkennileg framkoma formannsins Enginn gekk lengra í þessum mál- flutningi en formaður Laxárvirkjunar- stjórnar Valur Arnþórsson Hann var þó einn af þeim sem skrifaði undir Laxársamninginn um lausn deilunnar. Þrátt fyrir þetta lýsti hann þeirri ósk- hyggju sinni að með nýjum tímum og nýjum herrum kæmi sú tfð að tekið yrði til þar sem fyrr var frá horfið með virkjanir Laxár. Er formanni Laxvirkjun- arstjórnar virkilega ekki Ijóst að með Laxársamningunum var bundinn endi á deiluna og fyrir fullt og allt komið I veg fyrir áframhaldandi virkjanir í Laxá án fulls samþykkis landeigenda? Auk þessa hefur Alþingi nú sett lög um verndun Laxár og Mývatnssvæðis Það eitt ætti að tryggja það að ekki yrði hugsað til frekari virkjana I Laxá, jafn- vel þó bændur framtíðarinnar yrðu svo blindir að leyfa slíkt, sem enginn ástæða er til að ætla Hitt er sennilegra að stjórnendur orkumála muni í framtíðinni líta á þessi mál með meira raunsæi og sanngirni en núverandi formaður og fram- kvæmdastjóri Laxárvirkjunarstjórnar hafa sýnt Hvað með Laxá III Því var mjög haldið fram í þættinum að orkuskort á Norðurlandi nú, svo og dýrt rafmagn, megi rekja til þess að ekki fékkst að reisa sfðari áfanga Laxár III (En svo var virkjunin nefnd eftir að hopað var frá vatnaflutningum og háu stíflunni, þó að hönnun væri í engu breytt eins og fyrr getur) Þetta verður furðuleg fullyrðing, þegar á það er litið að samkvæmt framkvæmdaáætlun Laxárvirkjunar á sfnum tíma átti þessi áfangi ekki að koma f gagnið fyrr en 1977, svo að slíkt hefði engu breytt um ástandið fram að þessu. Með þessu hefðu þó fengist f mesta lagi 1 0— 1 2 M W aukning á raforku fyrir svæðið, og dettur nokkrum f hug að það hefði verið lausn til frambúðar fyrir Norðurland? Hefði átt að fórna Laxá fyrir slíkt smáræði? Er það kannski Gljúfurversvirkjun f heild, með 57 m hárri stíflu og vatna- flutningum, sem sökkt hefði Laxárdal og unnið stórfelld spjöll á Mývatns- sveit, sem þessir menn eru að óska eftir þegar þeir eru að tala um „mestu mistökin í raforkumálum' ? Enn um mistökin Áður en virkjunarframkvæmdirnar við Laxá hófust var Ijóst að bændur myndu aldrei fallast á fyrirhugaða virkj- unartilhögun Þeir höfðu réttinn sín megin, og síðar sýndu líffræðilegar rannsóknir á Laxá og Mývatni að allar frekari virkjanir voru tilræði við nátt- úruverðmæti svæðisins. Þrátt fyrir þetta voru framkvæmdir hafnar — án samninga — og því lýst yfir af Laxár- virkjunarstjórn að þær væru landeig- endum óviðkomandi!! Sannleikurinn ö'r sá að mestu mis- tökin við sfðustu virkjun Laxár eru þau að nokkurn tíma skyldi í hana ráðist Auðvitað eru þau mistok fyrst og fremst á ábyrgð Laxárvirkjunar stjómar. Það var snemma Ijóst að ólöglega var að þessum virkjunarframkvæmd- um staðið; engar rannsóknir lágu til grundvallar á því hver áhrif þetta hefði á ána og vatnasvæðið, hagkvæmnisút- reikningar voru út f hött, þar sem ekki var tekið tillit til þess mikla tjóns, sem af virkjuninni hefði leitt Lögbannið sem við bændur fengum sett á virkjun- ina staðfesti rétt okkar og það að rangt var að málum staðið að hálfu virkjunar- aðilans. Hver ábyrgur aðili hefði hætt við framkvæmdir á því stigi — þegar áður talin sannindi lágu fyrir, en það gerði Laxárvirkjunarstjórn ekki Þá var nægur tími til að leita annarra lausna, og hægt hefði verið að koma í veg fyrir orkuskort Bent var á margar aðrar leiðir, svo sem flutningslínu yfir Sprengisand, aukna jarðgufuvirkjun f Bjarnarflagi, eða aðrar vatnsvirkjanir. Engin þessara leiða, sem við margbentum á var þá talin fær þó að síðar hafi Laxárvirkjun- arstjórn bent á að auka hefði mátt afl jarðgufuvirkjunarinnar með litlum fyrir- vara og litlum kostnaði Allt létu þeir sem vind um eyru þjóta og keýrðu virkjunina áfram f trausti þess að þegar búið væri að eyða f hana svo ærnu fé — yrðu bændur kúgaðir til hlýðni. Það er þessi þrjóska Laxárvirkjunar stjómar og ráðgjafa hennar, sem skapað hefur vandræðin — þeirra er ábyrgðin en ekki okkar. Knútur Ottersted lét þau orð falla í þættinum að baráttu okkar hafi ráðið fégirndin ein og að náttúruverndar- sjónarmiðin hafi verið yfirvarp Hið sanna er að hvort tveggja var að við vildum vernda öll verðmæti jarða okk- arog héraðs og ekki síður þau, sem Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.