Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGÚST 1976
19
A þessari mynd má sjá hvar dr. Ehricke telur helzt vænlegast að koma upp sendistöðvum fyrir
raforku og sjá má stefnu geislans frá hvorum stað. Myndin sýnir einnig afstöðu þessara staða til
eldvirknisvæðisins sem nær frá Reykjanesskaga og norður um hálendið.
óvirkjað vatnsafl og nýtanlegur
jarðvarmi á íslandi sé nægilegur
til að nýta tvo fyrstu áfanga gervi-
hnattarins, en gert er ráð fyrir að
aflnotkun aukist smám saman úr
þrem gigawöttum í um 7 gigawött,
eða sem svarar 60000 gigawatt-
stundum á ári.
Ef að lokinni þessari fjögurra
ára athugun yrði talin ástæða til
að ráðast í framkvæmdir telur dr.
Ehricke hugsanlegt að hægt yrði
að hefja sjálfan orkuflutninginn
eftir um tíu ár. Jakob Björnsson
sagði í samtali við Mbl. þegar
þessi tala var borin undir hann að
hún væri vafalaust of lág og
mætti vart ætla minni tíma en
15—20 ár til þessara rannsókna
og framkvæmda ef í þær yrði ráð-
izt.
MEÐ ÖRBYLGJUM TIL
ANNARRA HEIMSALFA
Hugmynd dr. Ehricke er sú að
senda orkuna með örbylgjum á
tfðninni tvö milljón rið á sekúndu
til gervihnattarins, sem siðan
sendi orkuna áfram til móttöku-
stöðva annars staðar í heiminum.
Dr. Ehricke telur að nýting ork-
unnar í þessum flutningum gæti
verið rúm 60%, en það telur hann
að sé betri nýting en mundi fást,
tækisí að leiða raforku um
sæstreng svipaða vegalengd. Yfir-
borð gervihnattarins sem endur-
varpaði orkunni til jarðaryrði um
tveir ferkílómetrar. Hnötturinn
yrði á braut yfir miðbaug á
sunnanverðu Atlantshafi i um 36
þúsund kílómetra hæð. Hann
mundi snúast með sama hraða og
jörðin og vera því ævinlega á
sama stað. Hnöttur á braut á þess-
um stað gæti endurkastað orku til
austurstrandar Norður-Ameríku,
nær allrar Suður-Ameríku, stórs
hluta Afríku og hluta af Vestur-
Evrópu. Á þessum svæðum eru
um 50 ríki, þar sem búa 1,3
milljarðar manna. Dr. Ehricke
telur að enda þótt Island gæti
aldrei annað nær allri eftirspurn
eftir rafmagni á þessum svæðum,
gæti svo farið að landið gæti séð
fyrir allstórum hluta raforkuþarf-
ar þeirra ríkja Bandaríkjanna,
sem liggja á austurströndinni, sé
miðað við spár fyrir orkuþörf þar
í landi árin 1985—95.
TVEIR STAÐIR I
LANDINU KOMA HELZT
TIL GREINA UNDIR
_________SENDISTÖÐ__________
Dr. Ehricke telur að tsland sé
mjög vel I sveit sett til orkufram-
leiðslu og -flutninga af því tagi
sem hér um ræðir, bæði vegna
mikilla virkjunarmöguleika og
landfræðilegrar einangrunar í
Atlantshafinu. Áður en orku-
flutningar um gervihnött gætu
orðið að veruleika þyrfti þó að
yfirstíga fjölmörg vandamál, sem
yrðu samfara slíku hérlendis.
Helzt þeirra telur dr. Ehricke
vera áhrif verðurfars og jarð-
virkni á senditæknina, áhrif legu
landsins á sendingarmöguleika til
gervihnattar yfir miðbaug og síð-
ast en ekki sízt þyrfti að kanna
ýtarlega alla möguleika á virkjun
jarðvarma hérlendis, þann orku-
gjafa virðist Ehricke telja afar
mikilvægan i þessu sambandi.
Tveir staðir á landinu eru taldir
koma helzt til greina undir sendi-
stöð fyrir rafmagnið. Annars veg-
ar svæðið norðan Sprengisands,
en hins vegar svæði norðvestan
Langjökuls austan við Hrúta-
fjörð. Yrði fyrri möguleikinn fyr-
ir valinu mundi raforkugeislinn
fara milli Vatnajökuls og Hofsjök-
uls og hátt yfir Mýrdalsjökul út í
geiminn (sjá mynd). Yrði hitt
svæðið fyrir valinu mundi geisl-
inn fara vestan við Langjökul og
fyrir austan Reykjavíkursvæðið á
leið sinni til gervihnattarins.
Hugsanlegt er talið að geislinn
kynni að hafa einhver áhrif á
flugumferð og takmarka þyrfti
hana á þeim svæðum sem hann
fer um. Fyrrnefnda svæðið er tal-
ið hentugra að því leyti að það er
nær hugsanlegum jarðvarma-
virkjunum, en á móti því vegur að
úrkoma er meiri á þeim svæðum
sem geislinn færi þá yfir, en hún
hefur neikvæð áhrif á sending-
una. Einnig er nágrenni þcssa
svæðis við eldvirk svæði talið
hafa vissa áhættu í för með sér.
Þess er rétt að geta að dr. Ehricke
gerði einungis algjöra frumathug-
un á staðsetningarmöguleikum og
ef haldið yrði áfram athugunum á
þessu sviði þyrfti vitanlega að
rannsaka þessi svæði mun nánar
og einnig önnur sem gætu komið
til greina.
Talið er að unnt muni að nota
afgangsorku sem verður eftir í
sendistöð af því tagi sem um er
rætt til ylræktar og gæti orðið um
að ræða 700 hektara svæði sem
góðs gæti notið af orku I þessu
skyni.
VIRKJ ANIRNAR MUNDU
KOSTA HUNDRUÐ
MILLJARÐA KRÖNA
Power Satellite Corporation var
stofnað fyrr á þessu ári i Dela-
ware í Bandarikjunum og áform-
ar fyrirtækið að hanna, byggja og
koma á loft gervihnetti til raf-
orkuflutninga eins og kemur
fram að ofan. Fyrirtækið hyggst
sjálft eiga og reka hnöttinn, en
ætlar öðrum aðilum að eiga mót-
töku- og sendistöðvar, sem fyrir-
tækið mun þó taka þátt í að hanna
og reisa, og orkuver. Ætlun fyrir-
tækisins mun sú að koma á braut
tilraunahnetti á árunum
1980—81, en síðan á árunum
1984—85 er fyrirhugað að koma á
loft sjálfum orkuflutningshnett-
inum og er þá við það miðað að
búið verði að koma upp nauðsyn-
legum orkuverum, móttöku- og
sendistöðvum á jörðu niðri. Áætl-
aður kostnaður við þessar ráða-
gerðir er vitaskuld mjög mikill og
margir óvissuþættir sem inn í
spila. Áætlað er að bygging fyrsta
nothæfa gervitunglsins kosti um
885 milljónir Bandaríkjadala
(u.þ.b. 170 milljarðar króna), en
liklegt er að sú tala eigi eftir að
hækka. Skv. upplýsingum Jakobs
Björnssonar orkumálastjóra má
ætla að stofnkostnaður við að
virkja þau þrjú gigawött sem tal-
að er um að framan muni nema
um 400 milljörðum ísl. króna, eða
rúmum tveim milljörðum dala. Er
þá eftir að huga að kostnaði við
sendistöð og annan útbúnað en af
þessum tölum má sjá að um tröll-
vaxnar tölur er að ræða.
Nær útilokað er að spá um sölu-
verð raforkunnar, en Jakob
Björnsson orkumálastjóri sagðist
telja að slíkir flutningar kæmu
vart til greina nema verulegar
hömlur yrðu á framleiðslu kjarn-
orku og orku úr eldsneytisgjöfum
eins og kolum og olíu, én verðlag
á orku sem flutt kynni að verða
með þessum hætti yrði þá eflaust
tiltölulega hátt. Til að gefa ein-
hverja hugmynd um þær gjald-
eyristekjur sem hugsanlegt væri
að hafa af þessari orkusölu má
geta þess að heyrzt hefur talan
4—500 milljón Bandaríkjadalir á
ári í þessu sambandi (tæplega 100
milljarðar ísl. króna), en rétt er
að taka öllum slikum tölum með
varúð á meðan málið er ekki
lengra komið.
FJÖGURRA ÁRA
UNDIRBÚNINGS-
RANNSÓKNIR KOSTA
UM 3 MILLJARÐA
Frekari rannsóknir á hag-
kvæmni þeirra orkuflutninga sem
hér um ræðir (Initial Verificat-
ion-Analysis-Requirements
Study) mundu beinast að öllum
þáttum þessa víðtæka máls. Telur
dr. Ehricke að kanna þyrfti til
hlítar möguleika til virkjunar
jarðvarma og vatnsafls í þessu
skyni og ljúka rannsóknum á
Dr. Werhner von Braun, sem
stjórnaði geimferðaáætlun
Bandarlkjanna og er löngu
heimsþekktur fyrir afrek sfn á
sviði geimvfsindatækni. Hann er
ásamt dr. Ehricke aðili að Power
Satellite Corporation, en það
fyrirtæki hefur sýnt áhuga á því
að flytja héðan orku um gervi-
hnött síðar meir.
tæknilegri hlið flutninganna (þar
með talið senditækni og gerð
sendi- og móttökustöðva). Tækni-
legar athuganir i þessu sambandi
færu að líkindum fram i bækistöð
Geimvísindastofnunar Bandaríkj-
anna í Goldstone í Kaliforníu.
Velja þyrfti vandlega staðinn þar
sem sendistöðinni yrði komið fyr-
ir og gera þar ýmsar tilraunir,
m.a. byggðar á upplýsingum um
veðurfar. Kanna þyrfti hvaða aðr-
ir möguleikar eru fyrir hendi á
Islandi um útflutning orku og
einnig hvaða tæknilegir eða efna-
hagslegir þættir gætu haft
neikvæð áhrif á markað fyrir út-
flutta orku á árunum 1990—2010.
Þá þyrfti að gera ýtarlega mark-
aðskönnun fyrir árin 1985—95 og
kanna áhuga orkuinnflutnings-
landa í þeim hlutum heims, sem
sending frá gervihnettinum gæti
náð til. Þessar rannsóknir, sem
tækju um fjögur ár, eins og fram
kemur að ofan, eru taldar mundu
kosta um 15 milljónir Bandarlkja-
dala, eða tæplega þrjá, milljarða
íslenzkra króna.
Dr. Ehricke segir I skýrslu
sinni, að auk þess að taka þátt I
kostnaði við þessar fjögurra ára
rannsóknir gæti framlag is-
lenzkra yfirvalda til þeirra verið I
formi sérhæfðs mannafla á sviði
jarðfræði, verkfræði, veðurfræði
og stjórnunar auk upplýsinga og
aðstöðu sem láta yrði f té.