Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1976
17
Robert Dole — orð^
hvatur miðiumaður
Eldfjallið „La Soufriere" áður en það tðk að gjósa á
dögunum. Eldfjallið er á eynni Basse-Terre, eða Lágu-
Grund, en önnur eyja í nágrenninu heitir Haute-Terre,
eða Háa-Grund.
Beðið átekta
á Guadeloupe
Poinie-a-Pilre 19. ágúsl — NTB.
VÍSINDAMENN sem fylgjast nú
með eldfjallinu Soufriere á eyj-
unni Guadeloupe og búast við
kraftmiklu eldgosi þá og þegar
sögðu f dag að ástæðan fyrir þvf
að gosið léti á sér standa kynni að
vera sú að enn meiri sprengiorka
væri að safnast fyrir í iðrum
fjallsins. Enn var allt með kyrr-
Danskur dósa-
bjór fyrir bí
um kjörum, en sérfræðingar
segja að þegar gosið verði kunni
kraftur þess að jafngilda kjarn-
orkusprengingu.
íbúar hafa verið fluttir á brott,
en þeim hefur verið leyft að snúa
heim til að sækja eigur og búpen-
ing sem skilinn var eftir í skyndi-
flutningunum fyrr í vikunni.
Franska ríkisstjórnin, sem eyjan
heyrir undir, hefur lofað allri
hugsanlegri efnahagsaðstoð til að
bæta eyjarskeggjum tjón sem
þeir kunna að verða fyrir, og
hefur þegar verið varið 2,2
milljónum franka á viku til matar
og húsnæðis fyrir þá.
ROBERT Dole, öldungadeildar-
þingmaður frá Kansas, sem f
gær varð flestum á óvart vara-
forsetaefni repúblikana f kosn-
ingabaráttunni í haust, er vel-
þekktur forystumaður innan
Repúblikanaflokksins. Gerald
Ford, forseti, hefur með vali
hans hafnað landfræðilegu
jafnvægi f framboði repúblik-
ana með þvf að velja Suður-
rfkjamann, og heldur tekið
þann kostinn að fá til liðs við
sig mann sem líklegur er til að
berjast af hörku og leikni.
Dole, sem er 53 ára að aldri,
hefur orð á sér fyrir að vera
harður í horn að taka f stjórn-
málum, opinskár og jafnvel
stóryrtur, en einnig fyndinn og
þægilegur í framkomu. Og það
sem ekki skiptir minnstu máli
— hann er á svipaðri pólitfskri
Ifnu og Ford sjálfur, þ.e. miðj-
unni, er fhaldssamur f hófi.
Þeir eru báðir Norðurríkja-
menn.
Robert J. Dole er fæddur í
Russell í Kansas 22. júlf 1921.
Hann var foringi fótgönguliðs-
sveitar f heimsstyrjöldinni
sfðari og fékk fyrir framgöngu
sína nokkurn heiður, en f átök-
um á Italfu særðist hann alvar-
lega þegar hann stjórnaði árás
á vélbyssuhreiður eitt og var 39
mánuði á sjúkrahúsi. Vegna
sára sem hann þá halut er
hægri handleggur hans enn
þann dag f dag lamaður.
Dole útskrifaðist frá Arizona-
háskóla og fékk lagagráðu árið
1951 frá Washburn-háskóla f
Kansas. Hann sat á fylkisþing-
inu f Kansas árin 1951—53, og
var f fjögur kjörtfmabil sak-
sóknari Russellsýslu. Árið 1960
tók hann fyrst sæti f fulltrúa-
deild Randarfkjaþings og var
þar til 1968, en þá varð hann
öldungadeildarþingmaður.
Sem öldungadeildarþingmað-
ur gerði hann tftt harða hrfð að
frjálslyndum og hófsömum
þingmönnum sem snerust gegn
ríkisstjórn Nixons og frum-
vörpum hennar. Hann var kos-
inn formaður landsnefndar
Repúblikanaflokksins árið
1971, og gegndi þeirri stöðu á
„Watergateárunum", unz hann
sagði af sér 1973. Þá varði hann
Nixon af hörku, en hefur þó
ekki beðið álitshnekki fyrir af-
stöðu sfna til Watergate sfðan.
Hann var endurkjörinn til öld-
ungadeildarinnar árið 1974 eft-
ir harða baráttu sem mjög sner-
ist um tengsl hans við Nixon.
Dole greiddi atkvæði gegn
frumvarpinu um jafnan rétt til
atvinnu árið 1966, en telur sig
«ngu að síður stuðningsmann
aukinna og jafnari mannrétt-
inda, og hefur hvatt m.a. til
þess að Repúblikanaflokkurinn
reyndi að höfða meir til blökku-
manna. Hann hefur verið for-
ingi repúblikana í land-
búnaðarnefnd öldungadeildar-
innar.
Dole er tvfkvæntur. Fyrsta
hjónaband hans, með sjúkra-
þjálfara sem annaðist hann á
meðan hann var á sjúkrahúsi,
endaði með skilnaði árið 1972.
Hann gekk sfðan að eiga Eliza-
beth Hanford, embættismann f
innanrfkisviðskiptastofnun-
inni, í desember s.l.
Búizt er við að valið á Robert
Dole muni mælast vel fyrir inn-
an flokksins, þvf hann er þar f
hávegum hafður. „Hann er góð-
ur baráttumaður," sagði Ford,
forseti, f gær er hann tilkynnti
um valið, „og mun veita aðstoð
við að sameina flokkinn að
nýju.“ Ford sagði ennfremur að
viðhorf þeirra Doles færu sam-
an svo til að öllu leyti. Dole
hafði þetta að segja: „Ég hafði
ekki búizt við því að forsetinn
myndi hringja í mig f morgun.
En ég er feginn að ég skyldi
hafa verið heima.“
Herir við öllu búnir
bæði í N- og S-Kóreu
Kaupmannahöfn 19. ágúst — Reuter.
DANIR ætla að hætta að tappa
bjór á dósir árið 1981 og setja
hann þar eftir einungis á
flöskur eða þá tunnur sem
tappað er beint af í glös á
veitingastöðum. Þessi ákvörð-
um danskra bruggverksmiðja
er tekin vegna umhverfis-
verndarsjónarmiða.
Sismik 1. til
olíuleitar á ný
Ankara. Sameinuðu þjóðunum 19. ágúst —
Reuter.
TYRKNESKA olfuleitarskipið
Sismik 1. átti í dag að leggja að
nýju úr höfn f Izmir til að halda
Framhald á bls. 22
Kortið sýnir jarðskjálftasvæð-
in miklu. Inn á kortið eru
merktir staðirnir f Kfna og á
Filipseyjum, þar sem öflugir
jarðskjálftar urðu með tveggja
klukkustunda millibili s.l.
mánudag.
Panmunjom 19. ágúst — Reuter.
Skipzt var á harðorðum ásökun-
um um ögrunn og árás yfir hlut-
lausa beltið sem greinir að Norð-
ur- og Suður-Kóreu í dag eftir
morðin f gær á tveimur banda-
rískum herforingjum á landa-
mærasvæðinu og rfkir þar nú
Leiðtogafundur óháðra ríkja:
Flotar stórveldanna
f ari burt af höfunum
Colombo 19. ágúst — NTB.
NÝTT skipulag efnahagsmála í
heiminum er mikilvægasta verk-
efnið sem við blasir ríkjum
þriðja heimsins, og meiriháttar
liður f baráttunni fyrir jafnari
skiptingu auðæfa heimsins er
stofnun hráefnabanka og sameig-
inlegs sjóðs til að stjórna verðlagi
í þeim efnum. Þetta kemur fram f
niðurstöðum þeirra tillagna um
aðgerðir sem lagðar voru fram á
leiðtogafundi óháðra rfkja f Col-
ombo á Sri I.anka f dag.
I fyrsta skipti mun fundurinn
taka afstöðu f almennri stjórn-
málayfirlýsingu til aðgerða um
efnahagslega samvinnu, sem ætl-
að er að reyna að brúa bilið milli
fátækra og auðugra ríkja. Eitt
helzta umræðuefni á fundinum
hefur ennfremur verið sú tillaga
Sri Lanka að þess verði farið á
leit við stórveldin tvö, Bandaríkin
og Sovétríkin, að þay fari burt af
Indlandshafi með flöta sína til að
þar geti orðið friðarsvæði.
Málgagn sovézka kommúnista-
Brezka stjórnin ræðir þurrkana:
og land-
1 hættu
að bæta tjón af völdum þeirra, en
þurrkarnir eru þeir verstu sem
orðið hafa f Bretlandi f 250 ár.
Vatnsbirgðir eru mismunandi
miklar eftir landshlutum núna,
en í London eru birgðir til f hæsta
lagi 100 daga.
Þurrkarnir hafa valdið miklum
vandamálum í landbúnaði og í
iðnaði sem notar mikið vatn við
framleiðsluna. Eric Varley,
iðnaðarráðherra, mun sennilega á
fundinum eftir helgina skýra frá
því að vatnsskorturinn kunni að
leiða til þess að vefnaðar-, efna-
og stálverksmiðjur kynnu að
þurfa að skera niður framleiðsl-
una eða jafnvel leggja hana alveg
niður. Ráðherrarnir sem ræða
munu um hugsanleg úrræði og
verða að hætta i sumarfríi sínu til
þess, eru landbúnaðarráðherr-
ann, iðnaðarráðherrann, félags-
málaráðherrann, umhverfismála-
ráðherrann og verðlagsmálaráð-
herrann.
Iðnaður
búnaður
London 19. ágúst Reuter— NTB.
JAMES Callaghan, forsætisráð-
herra Bretlands, hefur kvatt
hluta ríkisstjórnar sinnar saman
til sérstaks fundar á þriðjudag í
næstu viku til að fjalla um
ástandið f landinu vegna undan-
genginna þurrka í sumar og til að
ræða hvað gera skuli til að reyna
flokksins, Pravda, tók f dag ein-
dregna afstöðu gegn þessari til-
lögu. í dag lagði fulltrúi Möltu á
sama hátt fram tillögu um að flot-
ar stórveldanna hyrfu af Miðjarð-
arhafi.
I yfirlýsingu sem samþykkja
átti seint i kvöld lýsa óháðu ríkin
85 yfir stuðningi við afrískar
frelsishreyfingar og hvetja til ol-
iusölubanns á Frakka og israela
fyrir að selja Suður-Afríku vopn.
ERLENT
meiri spenna en verið hefur í
langan tfma. Gæzlulið Sameinuðu
þjóðanna, sem er undir forystu
Bandaríkjamanna, birti opinber
mótmæli við stjórn Norður-
Kóreu, þar sem segir að atburður
þessi hafi verið „grímulaust og
ruddafengið morð“, en Norður-
Kóreumenn segja að það hafi ver-
ið gæzlulið S.Þ. sem hafi átt upp
tökin með „fyrirframáætlaðri,
skipulagðri ögrun“. Æðsta her-
stjórn Norður-Kóreu hefur sett
herafla landsins f viðbragðsstöðu
fyrir hugsanleg stríðsátök og allir
bandarfskir hermenn í fríi f Suð-
ur-Kóreu hafa fengið skipun um
að snúa aftur til herdeilda sinna.
Ríkisstjórn Suður-Kóreu segir
að þessi hernaðarlegu viðbrögö
N-Kóreumanna væru „djöfulleg
áætlun um að koma á ófriði í Asíu
með því að gera innrás í Suður-
Kóreu“.
Mótmæli yfirstjórnar gæzluliðr
Sameinuðu þjóðanna komu fram
á fundi hinnar sameiginlegu
vopnahlésnefndar í þorpinu
Framhald á bls. 22
2000 fá ekki
inni í Oslóar-
háskólanum
Osló 19. ágúsl — NTB
UM 2000 af þeim 5000 náms-
mönnum, sem sóttu um inngöngu
f Oslóarháskóla í ár, hefur verið
synjað um skólavist að þvf er
blaðið Nationen hefur fengið
upplýst hjá stjórn háskólans.
Flestir þeirra, sem fá synjun,
sóttu um inngöngu í læknisfræði-
deild, eða 800. Tala þeirra sem
ekki fá skólavist, er hærri í ár en í
fyrra, en þá voru þeir um 1700.