Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGUST 1976
Vöruskiptajöfnuðiir
1 júlí hagstæður um
1.160 milljónir króna
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR var
hagstæður I júllmánuði um
1.160,2 milljónir króna segir f
frétt frá Hagstofu Islands. t júlí f
fyrra var hann hins vegar óhag-
stæður um 1.505,6 milljónir og á
tfmabilinu janúar til júlf 1975
var vöruskiptajöfnuðurinn óhag-
stæður um 15.218,8 milljónir. Á
sama tfmabili f ár, þ.e. janúar tij
júlf, var hann óhagstæður um
2.805.5 milljónir, en innflutning-
ur á þvf tfmabili nam alls 43.011,0
milljónum og útflutningur
40.205.5 milljónum. Á árinu 1975
nam innflutningur mánuðina
janúar til júlf alls 42.475,4
milljónum en útflutningur
27.256,6 milljónum.
Fyrstu sjö mánuði ársins f ár
var flutt út ál og álmelmi fyrir
6.564,2 milljónir króna en 2.415,1
á sama tíma f fyrra og fyrir julí-
mánuði eru tölurnar 1.501,8 f ár
en 1.120,5 f fyrra. Engin skip eða
flugvélar voru flutt inn í júlímán-
uði þessi ár, en til Landsvirkjunar
var flutt inn, að mestu vegna Sig-
öldu, fyrirr 233,7 milljónir i júlf-
mánuði í fyrra en 55,0 í ár. Til
íslenzka álfélagsins var flutt inn i
Framhald á bls. 20
Þýzki sakamálafræðingurinn Karl Schiitz (t.v.) heldur út úr húsakynnum Sakadóms í Borgartúni í gær
ásamt Pétri Eggerz sendiherra sem er túlkur Þjóðverjans hérlendis.
Blaðamenn teknir í gæzlu
í húsakynnum Sakadóms
og filmur teknar af þeim
TVEIR starfsmenn Dagblaðsins f
Reykjavfk, Berglind Asgeirsdótt-
ir blaðamaður og Arni Páll J6-
hannsson Ijósmyndari, voru
tekin f gæzlu af rannsóknarlög-
reglumönnum, þar sem þau voru
stödd f matsal starfsfólks rfkis-
stofnana f Borgartúni 7, en þar
snæða meðal annarra starfsmenn
Sakadóms. Að sögn Berglindar
Ásgeirsdóttur hafði Ijósmyndar-
inn tekið nokkrar myndir af
þýzka sakamálafræðingnum Karl
Schiitz, sem þarna sat að snæðingi
ásamt Pétri Eggerz sendiherra,
sem er túlkur Þjóðverjans. Hefði
hún hugsað sér að reyna að ná tali
af Schutz, en hefði hvorki yrt á
hann né nálgazt hann á annan
hátt, þegar Örn Höskuldsson
sakadómsfulltrúi kom f salinn og
skipaði Ijósmyndaranum að koma
með sér. Hefði hún skömmu síðar
einnig verið færð f húsakynni
Sakadóms, þar sem henni var
haldið f um klukkustund án nokk-
urra skýringa og meinað að
hringja eða láta af sér vita.
Mbl. reyndi að ná tali af Erni
Framhald á bls. 20
Askorun til neyt-
enda gegn lokun
mjólkurbúða
„SAMTÖK gegn lokun mjólkur-
búða“ höfðu samband við blaðið í
gær og báðu fyrir áskorun til
verkalýðsfélaga, launþega og ann-
arra neytenda um stuðning, fjár-
framlög og sjálfboðaliða til að
leggja baráttunni lið. Er þar skor-
að á fólk úr öllum hverfum að
bjóða sig fram til að ganga með
undirskriftarlista í hús. Aðsetur
samtakanna er að Kirkjutorgi 4
(Kirkjuhvoli).
Skólanemar
skreyta geymsl-
ur Isbjarnarins
„SENNILEGA hefur bæjarstjórn-
inni fundizt þetta hús vera til
lftillar prýði fyrir þá sem leggja
leið sfna hingað út á Nesið, og þvf
ákveðið að efna til þessarar sam-
keppni um fegurra umhverfi,"
sagði Frfða Kristfn Gfsladóttir er
við tókum hana tali við geymslur
Isbjarnarins úti á Seltjarnarnesi
f gær.
Efnt var til samkeppni meðal
nemenda Valhúsaskóla og Mýrar-
húsaskóla um hugmyndir að
skreytingu framhliðar og gafls
geymslu einnar sem er við Nes-
veginn og hefur verið til lítillar
prýði. Þessa keppni vann Frfða
Kristín en hún var í 5. bekk Val-
húsaskóla. Hún sér um að útfæra
listaverkið á bygginguna, en
henni til aðstoðar er Erna Lúð-
víksdóttir sem var í 2. bekk, en
hún varð í öðru sæti í samkeppn-
inni. Aðspurðar sögðu þær, að
veður hefði tafið verkið en þær
hafa verið að í um 3 víkur og ætla
sér að klára fyrir haustið, hvað
svo sem veðurguðirnir segja við
því.
Akureyri, 1 9 ágúst
HLUTI almannavarnakerfis Akur
eyrar var reyndur í morgun þegar
flugslys var sett á svið við syðri
enda flugbrautarinnar á Akureyr-
arflugvelli. Látið var svo sem sex
farþega flugvél hefði hlekkzt á i
lendingu og eldur komið upp I
henni. Gamalt bílflak lék hlutverk
flugvélarinnar. Einkum var verið
að kanna og æfa viðbrögð og sam-
starf lögreglu, sjúkraliðs, slökkvi-
liðs og flugvallarstarfsmanna.
Yfirlæknir Fjórðungssjúkrahúss-
ins, Gauti Arnþórsson, kom f
skyndi á fiugvöllinn, sjúkdóms-
greindi hina ,,slösuðu" og bjó þá
til flutnings á sjúkrahús. Þar
fengu þeir síðan læknismeðferð
eins og um raunverulega slasaða
menn væri að ræða. Sá þáttur
tókst mjög vel.
Séð yfir „slysstaðinn" við Akureyrarflugvoll, þar sem æfing Almannavarna fór fram f gær.
Vel heppnuð almanna-
varnaæfing
Að undirbúningi æfingarinnar
unnu Gisli Ólafsson yfirlögreglu-
þjónn, Tómas Búi Böðvarsson
slökkviliðsstjóri og Sverrir Vilhjálms-
son flugumferðarstjóri Þeir einir
ásamt Ófeigi Eirikssyni bæjarfógeta,
yfirmanní almannavarna á Akureyri,
vissu fyrirfram um timasetningu æf
ingarinnar
Fréttamaður Mbl náði í dag tali at
Ófeigi Eirlkssyni og Gisla Ólafssyni
og höfðu þeir þetta að segja um
æfinguna:
— Yfirleitt má kalla að æfingin
gengi mjög vel og þeir sem tóku
á Akureyri
þátt í henni stóðu afar vel í starfi
sínu Aðeins liðu 25 mínútur frá því
útkallið kom frá flugturni og þar til
hinn siðasti af hinum sex „slösuðu"
var kominn í sjúkrahús Það var
styttri tím'i en við höfðum áætlað
Tveir sjúkrabilar fóru tvær ferðir
hvor og þar að auki fór lögreglubíll
eina ferð með „sjúkling " Greiðlega
tókst að stjórna umferð og stöðva
hana að mestu á þeim götum, sem
sjúkrabílar þurftu að fara um, en
hins vegar varð að kveðja út lög-
reglumenn á frívakt til þess. í suma
Framhald á bls. 20
„Slasaður" farþegi fluttur af „slysstað".
Kópavogur:
Kron sækir um lóð — fær lóð
— en vill viðræður við Rvík
KAUPFÉLAG Reykjavfkur og ná-
grennis — Kron —, sem nokkuð
kom til umræðu í borgarstjórn
Reykjavfkur f vor vegna beiðni
um að reka stórmarkað f vöru-
skemmu SÍS við Sundahöfn hefur
sótt um lóð og fengið Ióð undir
slfkan stórmarkað í Kópavogi. 1
félagstfðindum Kron f júlfmán-
uði sl. var hins vegar skýrt frá
því, að enn stæðu yfir viðræður
um lóð við Reykjavfkurborg og á
meðan þær stæðu yfir yrði ekki
tekin afstaða til þeirrar lóðar,
sem Kron hefur fengið úthlutað f
Kópavogi.
Upphaf þessa máls er, að
snemma í maímánuði sl. sótti
Kron um lóð undir stórmarkað við
Skemmuveg f Kópavogi og var
tekið fram, að framkvæmdir
mundu hefast strax og teikningar
væru tilbúnar og öðrum undir-
búningi lokið. Þessi lóðaumsókn
Kron var tekin fyrir á fundi bæj-
arráðs Kópavogs hinn 11. maí sl.
og var þá ákveðið að vísa henni til
afgreiðslu bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar Kópa-
vogs hinn 14. maí sl. var sam-
þykkt að úthluta Kron lóð nr. 4a
við Skemmuveg að stærð 6,250
fm. með tilteknum skilmálum.
Tveimur mánuðum síðar ritaði
Kron bæjarstjórn Kópavogs bréf
og fór fram á þá breytingu, að
heimiluð yrði tenging inn á lóðina
við vestari húsagötu frá „Suður-
hlíðarvegi“. Á fundi skipulags-
nefndar Kópavogs hinn 4. ágúst
sl. var fallizt á þessa beiöni Kron
með fyrirvara um, að afnema
mætti tengingu þessa ef og þegar
bæjaryfirvöld teldu nauðsynlegt
af umferðarástæðum að gera það.
Samkvæmt þessari afgreiðslu
bæjarstjórnar og skipulagsnefnd-
ar hafði Kaupfélag Reykjavíkur
og nágrennis fengið lóð þá, sem
Framhald á bls. 20