Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1976
21
BirgirKjaran
Framhald af bls. 13
ÞEGAR ég kynntist Birgi Kjaran
fyrir rúmlega aldarfjórðungi, var
hann einn sterkasti og duglegasti
starfskraftur, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur haft á að skipa.
Hann lagði á sig á þessum árum
og I mörg ár á eftir óhemju vinnu
fyrir flokkinn og lagði grundvöll
að endurbættu skipulagi starfs,
sem var flokknum til mikillar far-
sældar. Þá var ekki legið á liði
sínu, fundir og skipulagsmál voru
daglegir viðburðir. Hver sem kos-
inn var til starfa, sem undir Birgi
heyrðu, varð að skila sinu hlut-
verki undanbragðalaust.
Dugnaður hans, gáfur, mann-
dómur og menntun gerðu það að
verkum að hann var kallaður til
fjölmargra starfa í þágu lands og
þjóðar.
Kynni okkar voru hægfara í
fyrstu en urðu með árunum að
tryggri og órofa vináttu, sem
aldrei bar skugga á. Fyrst og
fremst lágu leiðir okkar saman í
flokksstarfi en síðar í samstarfi
innan Alþingis. öll þau kynni
voru mér til mikils gagns og
ánægju.
En kynni voru þó ánægjulegust
á heimili hans og þeirra hjóna,
þar sem var skemmt sér við frá-
sagnir liðinna daga og flest mann-
leg samskipti tekin til umræðu og
ferðazt um landið þvert og endi-
langt, þá var gaman að heyra
þennan náttúruskoðara og dýra-
vin segja frá.
Ein sú ferð, sem við fórum
saman og alltaf var ofarlega í
okkar huga, var ferð um Horn-
strandir fyrir um það bil hálfum
öðrum áratug. Hrikalegt, fagurt
og gróðursælt land heillaði okkur
eins og alla aðra, sem þá leið fara.
Iðandi líf í ósnortinni náttúru,
þar sem ríkir tign, kyrrð og
friður, hafa meiri áhrif á þann
sem sífellt er í önnum og vafstri
en nokkuð annað.
En skjótt hefur sól brugðið
sumri. Nú er þessi ágæti drengur
fallinn frá aðeins sextugur að
aldri.
Við, sem sátum með honum á
Alþingi, þökkum honum af heil-
um huga ágætt samstarf og elsku-
legt viðmót. Við gleymum því
aldrei, að þegar hann lagði til
mála þá var það gert af drengskap
og velvild til lausnar hverju
vandamáli eins og hann taldi
skynsamlegast og farsælast að
leiða það til lykta.
Við hjónin þökkum Birgi fyrir
hlýhug og vináttu frá fyrstu
kynnum og söknum þess að sam-
verustundirnar voru svo fáar
allra síðustu árin. En það er skaði
sem nú verður ekki bættur.
Við sendum Sveinbjörgu,
dætrunum og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
biðjum góðan Guð að blessa
minningu þessa fallna vinar.
í minum huga mun ávallt vera
birta og hjartahlýja- yfir við-
kynningunni og vináttunni við
drengskaparmanninn Birgi
Kjaran.
Matthfas Bjarnason.
Af nánum kynnum við Birgi
Kjaran um áratugabil virtst mér
oft, að meginþættir skapferils
hans og athafna hafi á ýmsum
sviðum mótast og tekið mið af
hugsjónum ungmennafélags-
hreyfingarinnar, sem gagntók
hugi margra bestu sona þjóðar
okkar fyrstu áratugi þessarar ald-
ar og kveikti eldmóð og athafna-
þrá í brjóstum þeirra. Stefna
þessarar þjóðarhreyfingar var af-
dráttarlaus — engin hálfkveðin
visa: tslenska þjóðin skyldi rétta
úr kútnum ný tækni tekin í þjón-
ustu atvinnuveganna, landið
ræktað og sár landeyðingar
grædd. Þó var hervæðing hugans
ef til vill enn þýðingarmeiri:
drengskapur var dyggð og ætt-
jarðarást forsenda allra athafna.
„Starfið er margt, en eitt er
bræðrabandið... það er að elska,
byggja og treysta á landið."
Hvatning þessara manna og eink-
unnarorð var: tslandi allt!
Nú er það svo, að Birgir var
ekki beinn þátttakandi i þessari
félagshreyfingu, en á heimili for-
eldra hans ríkti andi þessara hug-
sjóna, enda var faðir hans,
Magnús Kjaran, ötull þátttakandi '
og framámaður á vettvangi þess-
ara samtaka. Mér var það löngum
ljóst, að Birgir bjó lengi að þeim
áhrifum, sem hann varð fyrir f
foreldrahúsum, og hafði margar
þær hugsjónir, sem hann kynntist
þar, að leiðarljósi í margþættu
starfi síðar á ævinni.
XXX
Persónuleg kynni okkar Birgis
hófust 1935. Hann hafði þá nýlok-
ið stúdentsprófi og hugðist halda
til náms í hagfræði í Þýzkalandi.
Leitaði hann upplýsinga um
námsaðstöðu við Christian Al-
brecht-háskólann í Kiel, en þar
höfðu ýmsir landar stundað nám í
þessari fræðigrein. Innritaðist
hann þar haustið 1935. Ég fylgdist
nokkuð með námi Birgis, bæði í
Kiel og vfðar. Sóttist honum það
vel og lauk þar prófi seint á árinu
1938 með góðum vitnisburði.
Birgir bar jafnan hlýjan hug til
sinnar gömlu alma mater. Kom
það m.a. fram í því, að hann,
ásamt fleirum, beitti sér fyrir
hjálparstarfi við stúdenta og
kennara þessarar menntastofnun-
ar eftir lok stríðsins 1945, en þá
ríkti þar mikil neyð. Er þetta
drengskaparbragð þar enn í
minnum haft.
XXX
Jafnan er margs að minnast
þegar góðir vinir eru kvaddir.
Ekki er þó til hæfis að rekja hér
persónuleg atriði. Þó er mér nú
öðru fremur ein minning f huga.
Hún er um samfundi okkar í Kiel
sumarið 1938. Birgir var þá að
undirbúa sig undir lokapróf. Ekki
fór á milli mála, að yfirsýn mála
og þekking hafði aukist. Að sjálf-
sögðu bar margt á góma. Mér er
þó ein kvöldstund sérstaklega
minnisstæð. Hinn ungi stúdent
ræddi um framtíð lands okkar og
þjóðar. Hann sá f hyllingum heill-
andi verkefni, sem hans biðu þeg-
ar heim kæmi. Var þessi orðræða
hans þrungin slfkum eldmóði og
sannfæringarkrafti, að mér var
þegar -ljóst, að hér var á ferð
maður, sem mikils mátti vænta af.
Sú varð og raunin á. Er heim kom,
eftir frekara nám í Englandi og
Belgfu, tók hann til óspilltra mál-
anna. Er þar skemmst frá að
segja, að brátt voru honum falin
hin margvíslegustu trúnaðarstörf
f þjóðfélagi okkar og það féll í
hans hlut að fást við mörg þau
verkefni, sem hann í draumsýn
hafði séð á góðum vinarfundi,
kvöldstund í Kiel 1938.
Hér verður ekki rakið, hvar
spor hans lágu á hinum víða
starfsvettvangi hans. Um það má
lesa annars staðar hér f blaðinu.
Nægir að vísa til þess, að hann
hefir reist sér óbrotgjarnan minn-
isvarða á sviði íslenskra stjórn-
mála og afskipta af þeim. En við-
fangsefni hans voru einnig á vett-
vangi efnahags-, banka- og sam-
göngumála, þar»sem hann gegndi
ýmsum forystustörfum. Margvfs-
leg félags- og menningarmál voru
honum einnig alla tfð næsta hug-
stæð. Þá vannst honum ennfrem-
ur tími til að sinna kærum hugð-
arefnum. Hann var prýðilega rit-
fær, svo sem ýmsar bækur hans
og erindi bera vott um.
Samskipti okkar voru um árabil
náin og einlæg. Hann var lengi
staðgengill minn í Fjárhagsráði
og fleiri stofnunum, oft um lang-
an tfma vegna fjarveru minnar
erlendis. Einnig þar komu fram
góðir eiginleikar hans: góð dóm-
greind, staðgóð þekking og rétt-
sýni. Ekki varð þess vart, að lýð-
hylli hans biði tjón af starfi hans
þarna, þótt það væri ekki þess
eðlis að auka vinsældir manna.
XXX
Vinum Birgis er nú söknuður f
huga, en jafnframt þakklæti fyrir
ógleymanleg kynni við góðan
dreng og félaga. Hugurinn leitar
nú öðru fremur 'til eiginkonu
Birgis, Sveinbjörgu, sem jafnan
var hans trausti lífsförunautur og
samherji. Til hennar og fjöl-
skyldu, svo og systkina Birgis, er
nú beint einlægum samúðar-
kveðjum. Megi minningin um
góðan dreng reynast þeim hugg-
un í sárri sorg.
Oddur Guðjónsson.
Nú er lokið hart nær f jörutiu og
sex ára samfylgd okkar Birgis
Kjarans. Það var haustið 1930 er
við hittumst fyrst. Við áttum þá
samleið heim úr skólanum og
gengum Vonarstræti og Suður-
götu. Þá leið gengum við svo
saman flesta daga um fimm skóla-
áraskeið. Þá tengdumst við þeim
böndum er ekki brustu, enda lágu
þeir vegir viða, er við áttum sam-
leið um. Birgir var snemma fjöl-
fróður og vel lesinn, miðað við
sína jafnaldra, og hafði sérlegan
áhuga á sögu og náttúrufræðum.
Hann lét sér fátt mannlegt óvið-
komandi og hafði ákveðnar skoð-
anir á hlutunum. Það var þvf jafn-
an hressandi að hitta hann og eiga
við hann orðastað, hvort sem var f
skólanum, úti á götu eða hvar
annars staðar er fundum bar
saman. Eftir stúdentsprófið varð,
á köflum, vík á milli vina, þegar
nám eða störf kölluðu okkur
hvorn f sfna áttina, en jafnan
tókum við aftur upp þráðinn er
leiðir lágu saman á ný. Þær eru
því orðnar margar ánægjustund-
irnar, sem við höfum átt saman.
Minningin um þær varir þótt
maðurinn hverfi. Eg ætla ekki að
fara að rekja hér ævi né störf
Birgis, en ég ætla að ganga með
honum, f sfðasta sinn, leiðina
okkar um Vonarstræti og Suður-
götu, kveðja hann þar og þakka
honum fyrir samfylgdina. Eftir-
lifandi ástvinum hans sendum við
hjónin okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ólafur Tryggvason
Þótt andlát Birgis Kjaran bæri
br'átt að, þá kom það þó vinum
hans ekki alveg óvænt því hann
hafði um árabil átt við að stríða
þann sjúkdóm, sem að lokum varð
honum að aldurtila.
Eðliskostir Birgis urðu þess
valdandi að þegar á unga aldri
hlóðust á hann fjölmörg störf,
jafnt á opinberum vettvangi sem f
einkarekstri. Áhugamál hans
voru mörg og dreifð, allt frá bók-
menntum og fögrum listum til
almennra vandamála daglegs lffs,
náttúruverndar, viðskipta og
stjórnmála. öllu þessu gerði hann
sér far um að sinna með sinni
alkunnu samviskusemi og því
kappi, sem var honum efginlegt.
Gáfum hans og alhliða menntun
gerðu honum einnig mjög auðvelt
að skilja kjarna hvers máls og þá
um leið orsakir mismunandi skoð-
ana.
Víðlesinn var hann með ólfkind-
um og stundum á sviðum sem fáir
skyldu ætla að hann hefði borið
niður, sannur heimsborgari, en þð
innst inni fyrst og fremst tslend-
ingur, sem vildi heill og heiður
lands síns sem mestan f hverju
máli.
Eitt þeirra fyrirtækja sem átti
þess kost að njóta hollráða hans
og framsýni var Eimskipafélag Is-
lands þar sem hann var valinn í
stjórn árið 1952 og endurkjörinn
æ sfðar. Naut félagið í ríkum
mæli hinnar víðtæku þekkingar
hans, ekki aðeins á sviði verslun-
ar og viðskipta heldur og f fjöl-
mörgum öðrum málum, sem
stjórn svo umsvifamikils fyrir-
tækis verður að ráða fram úr. Ber
þar að sjálfsögðu hæst afstöðu
rótgróins skipafélags til annarra
yngri á sama vettvangi, skilning-
urinn á þýðingu flúgsamgangna,
svo og lffeyris- og önnur félags-
mál. Á öllum þessum sviðum var
Birgir afar jákvæður. Hann var
að eðli til frjálshyggjumaður til
hugar og handa og vildi hvar-
vetna stuðla að því að það besta
fengi að njóta sín, og þótt vöxtur
Framhald á næstu sfðu
milupa bamamatur
HRAUST OG ANÆGÐ BORN
MUch-fwbgi^ / MOch-Fertlgbrel í
KÆRA MOÐIR
Fyrir utan sjálfa móðurástina er næringin
mikilvægust til að barninu liði vel. Milupa
vítamínbættur barnamatur framleiddur úr
völdu hráefni er ekki aðeins hollur, heldur
einnig bragðgóður og umfram allt hand-
hægur og drjúgur.
Milupa hefir allt fyrir börnin frá fæðingu.
Milumil þurrmjólk inniheldur öll nauð-
synleg vítamín. Hún er seðjandi og auð-
melt og fyrirbyggir melíingartruflanir.
Þegar barnið er u.þ.b. 9 vikna gamalt
nægir pelinn ekki lengur. Hér býður
Milupa uppá fjölbreytt úrval af barna-
mjöli. Miluvit hunarigsmjöl. Miluvit
„mit" mjólkurmjöl. 7 Korn flocken
barnamjöl úr sjö korntegundum.
Milupa býður ennfremur upp á 12 teg-
undir af gómsætu barnamjöli, blönduðu
ferskum ávöxtum, t.d. perurrv&þanönum
•jírblönduðum ávöxtum 'jir hnetum með
súkkulaði. Úr einum pakka fást margir
skammtar af úrvals ávaxtamauki á hóf-
legu verði. Þetta er algjör nýjung sem vert
er að reyna Bragðgott, seðjandi og styrkj-
andi.
Þér getið treyst Milupa og verið vissar um
að barn yðar fær það besta sem völ er á.
Milupa hálfrar aldar sérhæfing í barna-
mat. Dagstimpill og leiðarvísir á hverjum
pakka tryggir ferska og góða vöru. Biðjið
um leiðbeiningabækling.
Fæst í næstu IMA matvöruverzlun.
IMA-verzlanir
Arnarkjör Lækjarfit 7, Garðahr. Ingólfskjör Grettisgötu 86, R.
Ásgeir Efstalandi 26. R. ívar S. Guðm. Njálsgötu 26, R.
Ásgeirsbúð Hjallabrekku 2, Kóp. Kaupgarður h.f. Smiðjuvegi 9, Kóp.
Árbæjarkjör Rofabæ 9, R. Kjartansbúð Efstasundi 27, R.
Birgisbúð Ránargötu 1 5, R. Kjörbær Þórsgötu 1 7, R.
Borgarbúðin Urðarbraut 20, Kóp. Kjöt og Fiskur Seljabraut 54, R.
Bústaðabúðin Hólmgarði 34, R. Kópavogur Borgarholtsbr. 6. R.
Drifa Hliðarvegi 53, Kóp. Langholtsval Langholtsvegi 1 74,
Guðm. Guðjónsson Vallargerði 4, Kóp. Matval Þinghólsbraut 21, Kóp.
Garðakjör Hraunbæ 102, R. Sólver Fjölnisvegi 2, R.
Gunnarskjör Arnarhrauni 21, Hafnarf. Svalbarði Framnesvegi 44, R.
Hagabúðin Hjarðarhaga 47, R. Sunnubúðin Mávahlið 26, R.
Heimakjör Sólheimum 23, R. Sölvabúð Hringbr. 99, Keflavík
Hraunver Álfaskeiði 115, Hafnarf. Teigabúðin Kirkjuteig 19, R.
Iðufell Iðufelli 14, R. Þingholt Grundarstig 2, R.