Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGUST 1976 27 Minning: ÞóroddurE. Jóns- son stórkaupmaöur Fæddur 6. maf 1905 Dáinn 13. ágúst 1976 Aðfararnótt föstudagsins 13. ágúst lézt Þóroddur E. Jónsson, stórkaupmaður, á Borgarspítalan- um eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu. Þoroddur fæddist á Þórodds- stöðum I ölfusi 6. mal 1905. For- eldrar hans voru Jón Jónsson. bóndi á Þóroddsstöðum, og kona hans, Vigdís Eyjólfsdóttir frá Grímslæk í ölfusi. Þóroddur ólst upp á Þóroddsstöðum I glaðvær- um systrahópi, því hann var eini sonur þeirra hjóna af tíu börnum. Nú eru aðeins tvær systur á lífi: Vigfúsfna og Kristrún. Sextán ára gamall fluttist hann til Reykja- víkur ásamt foreldrum sinum og systrum. Það lá ekki fyrir Þóroddi að fara að sið feðra sinna og stunda búskap. Á fyrstu Reykjavíkur- árunum 1921 til 1926 stundaði hans eins og þá var títt hverja þá verkamannavinnu sem til féll. Árið 1926 hóf hann sfðan nám við Verzlunarskóla Islands og lauk þaðan námi árið 1928. Að loknu námi þar var hann síðan eitt ár í framhaldsnámi I Vínarborg. Árið 1930 stofnsetti hann eigið heildsölufyrirtæki og var til- gangurinn frá upphafi bæði inn- og útflutningur. Með skilst að höfuðáherzla hafi verið lögð á innflutning fyrstu árin, en Þór- oddi hefur sjálfsagt þótt sér of þröngur stakkur skorinri á þeim vettvangi, þar sem lengst af var við margs konar erfiðleika að etja i innflutningsmálum hérlendis. Þótt á móti blési lét hann það ekki á sig fá, reyndi nýjar leiðir og hóf tilraunir með útflunting fslenskra landbúnaðarafurða. Þar kom honum að góðum notum haldgóð þekking á högum bænda, afkomu þeirra og framleiðsluhátt- um, sem þá tíðkuðust. Hann náði ótrúlega góðum árangri á þessu sviði og varð hannn síðar við- þekktur um landið sem traustur kaupandi landbúnaðarafurða. Fylgdist hann síðan mjög vel með tímanum og hóf útflutning á skreið til Nígeríu, fyrstu manna hérlendis. Heimsótti hann oft þá innfæddu og lét sér ekki muna um að neyta skreiðarrétta eins og þeir matreiddu þá. Enn jók hann útflutning sinn og það skipti voru það grásleppuhrogn. Þóroddur hefur tvfmælalaust gert landi sinu mikið gagn með útflutningsframtaki sínu. Það að selja afurðirnar er að mínu áliti þýðingarmesti þáttur fram- leiðslunnar, þvf það dugir skammt að framleiða vöru sem ekki selst. Eins góðum árangri f út- flutningsviðskiptum og raun ber vitni hefði Þóroddur aldrei náð nema vegna þess, hve atorkusam- ur og heiðarlegur hann var í hvf- vetna. Mín kynni af Þóroddi hófust, þegar ég kynnstist fjölskyldu hans árið 1963. Ég kynntist honum þá sem góðum fjölskyldu- föður dugandi kaupsýslumanni, heiðarlegum og traustum dreng og það hefur hann ætíð verið. Þóroddur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Júlíusdóttur, hinni ágætustu konu, þann 28. október 1939. Þá hófst nýtt tíma- bil í ævi þeirra beggja, sem átti eftir að færa þeim mikla gæfu. Sigrún er mikil húsmóðir og dug- leg og bjó hún manni sfnum og börnum fagurt heimili. Þau eignuðust fjögur börn: Jón, lögfræðing, kvæntan Ástu Ragnarsdóttur, Sverri, forstjóra, kvæntan Ingibjörgu Gfsladóttur, Ingunni Helgu, gifta Ingimundi Gíslasyni, lækni, og Sigrúnu Þor- dísi, menntaskólanema. Þóroddur eignaðist einn son, Skafta, flug- umsjónarmann, i fyrra hjóna- bandi. Skafti fórst i bílslysi 1962. Hann var kvæntur Valdísi Garðarsdóttur. Barnabörn Þór- odds eru 13 talsins og barna- barnabarnið er eitt. Þóroddur átti við vanheilsu að strfða síðustu æviárin og þá naut hann mjög umönnunar barna sinna og þó sér f lagi Sigrúnar konu sinnar. Að leiðarlokum kveðjum við Þórodd með þakklæti fyrir allar góðu samverustundirnar, sem við áttum með honum. Hjartanlegar samúðarkveðjur sendum við til eiginkonu, barna, barnabarna, tengdabarna svo og annarra ættingja og vina. Sveinn Haukur Björnsson Kynni min af Þóroddi E. Jóns- syni ná aðeins yfir fimm siðustu ár lffs hans, en sfðustu missirin var þrótturinn tekinn að þverra. Þrátt fyrir þetta mun Þóroddur ætíð standa fyrir hugskotssjónum mfnum sem hinn hreini atvinnu- maður, þ.e.a.s. maður, sem gengur að starfi sinu af eldmóði, með þekkingu og reynslu að vopni. Ungur að árum aflaði hann sér menntunar í verslunarfræðum f Reykjavík og Vín. Síðar hófst glæstur ferill hans í viðskiptum, einkum í útflutningi sjávar- og landbúnaðarafurða. Að fylgjast með athöfnum hans var eins og að sjá glergerðarmenn móta listgrip úr bráðnu gleri — verslunar- starfið varð skapandi verk hugar og handa. Þóroddur var manna alþýð- legastur. Hann var sprottinn úr jarðvegi sunnlenskrar sveitar og reykvískrar sjávarsíðu. Merki þess bar hann alla ævi. Hann lét ekki tildur og gaspur glepja sér sýn. Allt prjál var honum eitur í beinum. Hina efnalegu velgengni sína bar hann ekki á torg. Hann átti traust flestra og vináttu margra. Lffsskoðun Þórodds verður vart lýst í þessum skrifum. Hann var fastheldinn í skoðunum, en ætíð reiðubúinn að hlusta á rök annarra. Hann var ágætur fulltrúi þeirrar kynslóðar, sem hefur byggt upp islenskt sam- félag eins og það er nú. Hann áleit, að gæfa og gengi hvers manns byggðist á vinnusemi, dugnaði og heiðarleika. I hans augum var starfandi maður einnig hamingjusamur maður. Þóroddur taldi fjölskylduna grundvallarstofnun þjóðfélags- ins, enda átti hún hug hans allan, er erilsömum starfsdegi lauk. Þá sóttu allir til hans, einkum barna- börnin og hlýddu á frásagnir og sögur. Þarna var maður, sem gat miðlað af þekkingu og reynslu — maður, sem gott var að leita til. Ingimundur Gfslason I dag verður til moldar borinn •Þóroddur E. Jónsson, stórkaup- maður, en hann andaðist hinn 13. þ.m. eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu. Þóroddur fæddist 6. maí 1905 að Þóroddsstöðum í Ölfusi, sonur Jóns Jónssonar bónda þar og konu hans, Vigdísar Eyjólfsdótt- ur. Þóroddur lauk námi frá Verzl- unarskóla Islands árið 1928. Frá árinu 1930 rak hann heildverzlun í Reykjavík og fékkst seinustu áratugi einkum við útflutning á margvtslegum sjávarafurðum, svo Framhald á bls. 22 Gerið góð kaup! Rúsínur 1 kg..... ......... Kr. Kókosmjöl 400 gr.... ......kr. Þurrk. bl. ávextir 1/2 kg. kr« Haframjöl 2 kg.... ...... kr. Hrísgrjón 907 gr.. ........kr. Möndlur heilar 250 gr. .... kr. Herzlihnetukjarnar 250 gr.. kr. Hveiti 5 Ibs... ..........kr. Moli 1 kg............... kr. Libbys tómatsósa... kr. „Mixfertig" kókómalt 1 kg.... kr. Ávaxtasafi Flóru 2 I. kr. Rækjur 1/2 kg.... ........kr. OPIÐ TIL KL. 120. 173.— 336.- 215.— 262.— 200.- 152.— 446.— 605.— 649.- 10 V M Vorumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-1 1 2 Matvörudeild S-86-1 1 1, Vefnaðarv.d. S-86-1 13 Landsleikuríknattspyrnu áfram ísland Island — Luxemborg A Laugardalsleikvanginum á morgun laugardaginn 21. ágúst kl. 15.00 (3 e.h.) Skólahljómsveit Kópavogs leikur frá kl. 14.30. Komiö og hvetjiö íslenzka landsliðið. Forsala aðgöngumiða verður við Útvegsbankann, Austurstræti frá hádegi í dag. Guðgeir Leifss Verð: Stúka kr. 1000 Stæði kr. 600 Börn kr. 200. Dómari: B. McGinley Línuverðir: Knattspyrnusamband Islands Grétar Norðfjörð, Valur Benediktsson Matthlas Hallgrlmss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.