Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. AGÚST 1976 5 Færeyingar þá ákvörðun að færa út fiskveiðimörk sin í tvö hundruð mílur og birtist hér afstöðukort af hinum nýju mörkum. Búizt við harðnandi átökum í Líbanon Beirút — 19. ágúst — Reuter. ÞÓTT bardagar f Beirút hafi ekki verið eins harðvftugir í dag og í gær, hafa þeir haldið áfram, þrátt fyrir samkomulag hinna stríðandi afla um vopnahlé f fbúðahverfum borgarinnar. Falangistar og Palestfnuar- abar stððu að samkomulaginu, en Ifbanskir vinstrimenn undir forystu Kamals Jumblatts og frjálslyndi þjóðernissinnaflokkurinn (NLP) með Camille Chamoun innanrfkisráðherra f fararbroddi hafa ekki ljáð máls á vopnahléi. Báðir þessir aðilar hafa virt að vettugi samninga um vopnahlé, sem falangistar og Palestfnuarabar hafa gert að undan- förnu. Sumir stjórnmálaskýrendur f Beirút telja, að styrjöldin f landinu muni enn magnast f næsta mánuði, þar eð styrjaldaraðilar muni allir freista þess að styrkja stöðu sína áður en kjörinn forseti landsins, Elias Sarkis, tekur við embætti hinn 23. september. Utvarpsstöðvar hægri og vinstri manna hafa báðar skýrt frá því að Saeb Salam, fyrrverandi forsætis- ráðherra Lfbanons, hafi hitt Pierre Gemayel, leiðtoga falang- ista, að máli í dag til að reyna að stöðva sprengjuárásir á ibúða- hverfi í Beirút, en Salam mun nú leitast við að miðla málum milli vinstri manna og falangista, þann- ig að vopnahléssamningurinn frá því i gær verði haldinn. Talið er að embættistaka Elias Sarkis geti orðið til þess að auka líkur á friðarsamkomulagi, og þess verður nú vart, að hægri öflin i Líbanon verða æ hlynntari þvi, að landinu verði skipt. Virð- ist helzt koma til greina að skipta landinu milli múhameðstrúar- manna annars vegar og kristinna manna hins vegar, en þegar er slík skipting að vissu leyti orðin staðreynd, þótt ekki hafi hún hlotið formlega staðfestingu. Með falli Tel Al-Zaatar í síðustu viku og úthverfisins Nabaa, sem að mestu leyti hefur verið byggt mú- hameðstrúarmönnum, í byrjun ágúst, eru síðustu vigi múhameðs- trúarmanna i austurhluta Beirút úr sögunni. Þótt horfur virðist á því að vinstri sinnaðir Líbanir og falan- gistar geti útkljáð sin mál. leysir það ekki vandamál viðvikjandi þeim Palestinuaröbum, sem eru i Libanon, en hægri öflin I landinu hafa gert tillögu um, að þeim verði skipt niður í öll Arabalönd í samræmi við ibúatölu viðkomandi ríkja. Að sögn útvarpsstöðva bæði Framhald á bls. 22 Fjöldamorð við háskóla í Úganda FREGNIR frá Uganda herma að fyrr i þessum mánuði hafi allt að 100 stúdentar við Makererehá- skólann i Kampala verið myrtir af hermönnum Ugandastjórnar eftir að stúdentarnir höfðu á útifundi krafizt þess að syni Amins, Tab- an, yrði visað úr háskólanum, en að sögn stúdentanna er hann ólæs og hefur aldrei gengið i skóla, ef undanskildir eru tveir mánuðir í Moskvu, en faðir hans sendi hann þangað til að nema flugvélaverk- fræði. Sendu Sovétmenn Taban heim að tveimur mánuðum liðn- um. í júní sl. innritaðist Taban í verkfræðideild Makerereháskóla, en skipti skömmu siðar yfir í tungumálanám. Það mun hafa verið 5. ágúst sl., sem þessi útifundur var haldinn og er Taban frétti af honum fór hann til föður síns og skýrði hon- um frá málavöxtum. Amin fyrir- skipaði hermönnum sínum þegar í stað að brjóta stúdentahreyfing- una á bak aftur. Vitni að atburð- inum segja að þegar hermennirn- ir hafi ráðizt inn á háskólasvæðið hafi margir stúdentar verið skotn- ir til bana eða reknir í gegn með byssustingjum. Um 500 stúdentar voru þá teknir í gæzluvarðhald, en þeir sem særðir voru, voru látnir liggja i blóði sinu og komið i veg fyrir að nokkur gæti komið þeim til hjálpar. Þegar rökkur féll á færðist ró yfir háskólasvæð- ið og stúdentarnir, sem höfðu flú- ið, sneru aftur til svefnálma sinna. Um kl. 3 þá nótt sneru hermennirnir aftur og réðust inn í kvenna- og karlavistir. Var fjölda stúlkna nauðgað og þeim misþyrmt á hinn hroðalegasta hátt og karlar myrtir. Allt skólahald við háskólann hefur legið niðri frá þvi að þessir atburðir gerðust og um 800 stúd- enta er saknað. Er talið að flestir þeira séu i felum I Uganda og biði eftir tækifæri til að flýja land. Brezku blöðin Observer og Guardian birtu um siðustu helgi frásgnir af þessum fjöldamorðum frá fréttariturum 'sínum I Dar —es Salaam i Tanzaniu, sem hafð- Framhald á bls. 22 Við veitum 10% afslátt af öllum vörum íverzlunumokkar til mánaðamóta. TtZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS (IL'ii) KARNABÆR W AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá sklptiboröi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.