Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.08.1976, Blaðsíða 36
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 3fílflr0xtnblabi?> Veðurstofan spáir litlum breyt- ingum á veðurfarinu frá þvf sem verið hefur. Sunnan lands má bú- ast við sunnan- eða suðvestanátt og skúrum og dálftið svalara veðri en f dag. Á Norðausturlandi er spáð björtu og hlýju veðri. FÖSTUDAGUR 20. ÁGUST 1976 Dóms yfir veitinga- mönnum Klúbbsins að vænta í haust Ákærðir fyrir mis- ferli sem nemur tæpum 38 milljónum RANNSÖKN Klúhhmálsins svo- kallaða er nú lokið hjá sakadómi Reykjavíkur, samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. fékk f gær hjá Haraldi Henrýssyni, sakadómara. Verjendur ákærðu, Sigurbjörns Eirfkssonar og Magn- úsar Leópoldssonar veitinga- manna Klúbbsins hafa fengið frest til að skila vörn f málinu og sagði Haraldur Henrýsson, að 2 nýjar áfengis- útsölur íRvík? Áfengisverzlun rfkisins at- hugar nú möguleika á að fjölga áfengisútsölum í Reykjavfk. Að sögn Jóns Kjartanssonar forstjóra ÁTVR hefur stofnunin áhuga á að opna útsölu f Breiðholti og aðra á Grensásvegi f húsi þvf sem Sölunefnd Varnarliðs- eigna hefur til umráða, en eng- ar ákvarðanir hafa verið tekn- ar í þessum efnum ennþá. hann vænti dóms síðar í haust. Verði dómnum áfrýjað til Hæsta- réttar geta liðið nokkur ár þar til lokadómur fellur í málinu. Eins og margsinnís hefur komið fram í fréttum, var upphaf Klúbb- málsins það, að uppvíst varð um ólöglega meðferð áfengis hjá veit- ingahúsinu í október 1972. Var veitingahúsinu lokað um hríð og rannsókn hafin á starfsemi þess. Var . þetta yfirgripsmikil rann- sókn og kom í Ijós meiriháttar misferli í sambandi við rekstur veitingahússins. Með ákæruskjali dagsettu 27. febrúar s.l. höfðaði ríkissaksókn- ari opinbert mál á hendur þeim Sigurbirni Eiríkssyni, veitinga- manni, Stóra-Hofi, Rangárvöllum, og Magnúsi Leopoldssyni, fram- kvæmdastjóra Lundarbrekku 10 Kópavogi, fyrir brot á lögum um söluskatt, lögum um tekjuskatt og eignarskatt og bókhaldslögum við rekstur veitingahúsanna Glaum- bæjar og Lækjarteigs 2 (Klúbbur- inn) í Reykjavík. Var ákærðu gefið að sök að hafa frá 1. janúar 1970 til 1. október 1972 dregið undan við framtöl til söluskatts söluskatt samtals að fjárhæð kr. 3.484.694.-. Þá var Sig- urbirni gefið að sök að hafa van- rækt skil til skattstjóra á lögboðn- um skýrslum (launaframtölum) um starfslaun í veitingahúsunum, sem á skattárunum 1970 og 1971 námu samtals kr. 18.771.469,- auk launa framreiðslumanna, sem á sömu árum námu a.m.k. kr. 10.827.136.-. Ennfremur var Sigurbirni gefið að sök' að hafa vanrækt að telja fram til tekjuskatts og eignar- skatts fyrir skattárin 1970 og 1971 og komist með því hjá greiðslu Framhald á bls. 20 Mikil aukning f ar- þega með Smyrli Seyðisfirði, 19. ágúst — FÆREYSKA ferjan Smyrill er búinn að fara 10 ferðir og á eftir að fara 4 I sumar. Þessar ferðir hafa gengið Ijómandi vel og er stórkostleg aukning á farþega- flutningi. Dálftil aukning er einn- ig á frakt, sérstaklega á frystu kindakjöti. Færeyingar bættu við ferðir Smyrils einni áætlunarhöfn. Það er Scrabster í Skotlandi. Mér skilst að hingað til hafi verið fæst- ir farþegar þangað, en Færeying- ar binda miklar vonir við þessa höfn, þegar þeir eru búnir að aug- lýsa ferðir þangað nógu vel. Ég hefi ekki fengið nákvæmar tölur um farþega eða bíla í þessum ferðum, en get vel ímyndað mér að flutningar til Seyðisfjarðar hafi aukizt um helming og sé nú hátt á þriðja þúsund brottfarar- og komufarþegar. Fólki virðist líka vel að geta farið með bílinn í sumarfríið. Svo virðast þessar ferðir fremur ódýr- ar sérstaklega með bílana. Til Scrabster kostar fyrir bíl 8.400 krónur en til Bergen 9.600 krónur aðra leiðina. Engar tryggingar eru innifaldar í því verði. Þessi áætlun virðist fremur stíf fyrir þá að koma til þriggja er- lendra hafna á viku, enda hafa þær oft verið einum til tveimur klukkustundum á eftir áætiun hér á Seyðisfirði. — Sveinn. Dæmigerö mynd fyrir rigningarsumarið 1976. Myndin var tekin í Reykjavík í gær. (Ljósm. Friðþjóftír). Á hvaða dómsmála- stigi eru stórmálin? Á HVAÐA dómsstigi eru helztu sakamálin, sem verið hafa til rannsóknar að undanförnu? Þessi mál eru samtals 7 að tölu: Geir- finnsmálið, Guðmundar Einars- sonar-málið, ávfsanakeðju-málið, Grjótjötunns-málið, Álþýðubankamálið, Áir Viking- málið, sem tengist Álþýðubanka- málinu að nokkru leyti og spira- málið. Svo sem kunnugt er eru Geir- finnsmálið, Guðmundar Einars- sonar-málið og ávísanakeðjumálið til rannsóknar hjá Sakadómi Reykjavikur. Grjótjötunsmálið er nýkomið til saksóknaraembættis- ins, sem hefur enn ekki tekið ákvörðun í þvi og Alþýðubanka- málið er til framhaldsrannsóknar í Sakadómi en þangað visaði sak- sóknari því að nýju. í tengslum við Alþýðubankamálið er Air Viking-málið, en ennars er það fyrirtæki til skiptameðferðar hjá skiptaráðandanum í Reykjavík og Framhald á bls. 20 Leiguflug milli Fiji og íslands í október BREZKA leiguflugfélagið Air Hibiscus mun hefja leiguflug milli íslands og Kyrrahafsins Fiji þann 12. október nk., að því er tals- maður þessa nýja fyrirtæk- is sagði í Suva á Fiji í gær. Að sögn talsmannsins ætl- ar fyrirtækið að fljúga þessa leið á Boeing 707—þotum sem taka 186 farþega í sæti og er ráð fyrir þvf gert að fyrst í stað verði farin ein ferð í viku. Mbl. skýrði frá því fyrir mánuði að þetta leiguflug væri í bígerð og að flug- málayfirvöld á íslandi og á Fiji hefðu veitt leyfi til þess að þetta flug gæti haf- izt. Air Hibiscus er í eigu Harður árekst- ur 1 Njarðvík HARÐUR árekstur varð á mótum Reykjanesbrautar og Borgarveg- ar í Njarðvík um tíu-Ieytið i gær- morgun. Þar rákust á jeppi og bfll björgunarsveitarinnar Stakks f Keflavík. Báðir bflarnir skemmd- ust talsvert og er björgunarsveit- arbfllinn óökufær, en engin slys urðu á fólki. brezks athafnamanns, Michaéls Bartlett, eh tals- maður fyrirtækisins á Fiji, William Clark, stundar þar einnig hótelrekstur. Leigu- flugsleyfið var veitt til 12 mánaða í reynsluskyni. Fiji, sem er miðstöð sam- gangna í suðvesturhluta Kyrrahafsins, er smáríki, sem áður laut stjórn Breta. Það hlaut sjálfstæði árið 1970. Ríkið er eyjaklasi, sem alls um 800 eyjum, en þar af eru um 100 í byggð og á þeim býr um hálf milljón manna. Landsbanki, Alþýðubanki og Útvegsbanki 1 Kópavogi MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f gær til .'orstöðumanna nokk- urra bankastofnana í Reykja- vfk og nágrenní og spurðist fyrir um, hvort þeim hefði f vetur borizt beiðni frá saka- dómi 'um upplýsingar um tékkaviðskipti ákveðinna einstaklinga en skv. dómsúr- skurði eru bankar skyldugir til að gefa slfkar upplýsingar. Bankastjóri Afþýðubankans og útibússtjóri tJtvegsbankans í Kópavogi staðfestu báðir að meðal þeirra bankastofnana, sem sakadómur leitaði upplýsinga hjá slfk beiðni hefði borizt frá sakadómi og að upplýsingar þessar hefðu verið látnar f té. (Jtibússtjórar Búnaðarbankans f Mosfellssveit og Samvinnu- bankans f Keflavfk sögðu hins vegar að slfk beiðni hefði ekki borizt til þeirra. Eins og fram kom f Morgunblaðinu f gær staðfesti einn af lögfræðingum Landsbankans að slík beiðni hefði borizt Landsbankanum og upplýsingar verið veittar. Hér fer á eftir frásögn af viðtöl- um við forstöðumenn ofan- greindra fjögurra bankastofn- ana. Loftur Guðbjartsson, útibús- stjóri Utvegsbankans f Kópa- vogi: „Já, þaö er rétt, sakadómur óskaði eftir gögnum um við- skipti í gegnum ákveðna reikn- inga hjá útibúinu og við send- um þær upplýsingar áleiðis. Þetta voru reyndar ekki margir reikningar. Þetta liggur sjálf- sagt vfða og það hefur verið Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.