Morgunblaðið - 15.10.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.10.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 Listasafnið með yfír- litssýningu á verkum Finns Jónssonar Finnur Jónsson við málverkið „Fiskimenn", sem er f eigu Sjó- mannaskóla Islands. YFIRLITSSVNING á verkum Finns Jónssonar listmálara verður opnuð á morgun klukk- an 14 ( Listasafni tslands. Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra mun opna sýn- inguna að viðstöddum forseta tslands og frú. Um það bil helmingur málverkanna á sýn- ingunni er f eigu listamannsins sjálfs, hin eru ( eigu Listasafns- ins og einkaaðilja. Finnur Jónsson er fæddur 15. nóvember 1892 og er því kom- inn talsvert yfir áttrætt. 1 við- tali við Morgunblaðið í gær sagði Finnur að hann málaði enn af fullum krafti, eða hvern dag, sem guð gæfi yfir. Finnur lauk námi ( gullsmiði f Reykjavfk árið 1919, en lagði sfðan leið sfna til Kaupmanna- hafnar þar sem hann stundaði listnám, en hélt síðan til Þýzka- lands og stundaði nám í Berlín og Dresden. Kennari hans í Þýzkalandi var m.a. Oskar Kokoschka. Fyrstu einkasýningu sína hélt Finnur f Reykjavík 1921, en hefur sfðan haldið fjölmarg- ar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði heima og erlendis. Honum hefur hlotnazt margvíslegur heiður fyrir list sína og hefur t.d. fengið heiðurslaun frá Alþingi síðan 1973. Yfirlitssýningin á verkum Finns stendur f fjórar vikur og verður opin alla daga frá 13.30 til 22. Kjarval í kaffi- stofunni JÖHANNES S. Kjarval list- málari hefði orðið 91 árs f dag og verður hans minnzt á Kjar- valsstöðum f dag. Málverk og teikningar eftir meistarann verða sýnd á kaffistofu Kjar- valsstaða, en verkin eru úr safni Þorsteins B. Magnússonar og Karitas Bjargmundsdóttur. Fimmtudaginn 21. október verður fyrsti fyrirlesturinn um nútfmastefnur í myndlist í fyrirlestraröð, sem áætlað er að verði fram yfir jól. Verða þessi fyrirlestrar haldnir hvern Jóhannes S. Kjarval. fimmtudag klukkan 17.30 og mun Aðalsteinn Ingólfsson sjá um þá alla. Magnús Á. Árna- son opnar sýningu á Kjarvalsstödum Magnús Á. Arnason opnar málverkasúningu á Kjarvals- stöðum á morgun klukkan 14. Er þetta fyrsta sýning Magnús- ar f 7 ár, en sfðast sýndi hann hjá Ragnari f Smára á Veghúsa- stíg 1969. Flestar myndirnar á sýning- unni eru málaðar á undanförn- um árum og eru allar til sölu. Á sýningunni eru auk málverk- anna nokkrar höggmyndir. Magnús hefur tekið þátt í sýn- ingum í Danmörku, Rúmeníu, Mexíkó og Bandarfkjunum, en nám stundaði Magnús á yngri árum í Danmörku og Banda- ríkjunum. Nýlega stofnaði Magnús ásamt syni sínum, Vífli Magnússyni arkitekt, „Minningarsjóð Barböru Árna- son“. Skal fé úr sjóðnum varið til styrktar einum listamanni ár hvert og fer úthlutun úr sjóðn- um fram á afmæli listakonunn- ar, 19. apríl. Sýning Magnúsar á Kjarvals- stöðum stendur frá 16. okt. — 31. okt. frá kl. 14—22 alla daga nema mánudaga. Magnús A. Árnason með Valdfsi sonardóttur sinni. Máfverk- ið til hægri á myndinni heitir „Eyjafjallajökull" og til vinstri er málverk af Tjörfafelli. Séra Tómas Sveinsson Atkvæði talin f prestkosningunum til Dómkirkjunnar f gærmorgun. Frá vinstri Baldur Möller, Jón Tómasson, Hjalti Guðmundsson, Hann- es Guðmundsson, Þórir Stephensen, Öskar J. Þorláksson, Þór Magnús- son, herra Sigurbjörn Einarsson biskup og Jón Þorvarðarson. Kosningar til Dómkirkjunnar og Háteigskirkju ólögmætar: Hjalti og Tómas hlutu flest atkvæði Atkvæði voru f gær talin á skrifstofu biskups f prestskosr- ingunum til Dómkirkjunnar og Háteigskirkju, sem fram fóru sfð- astliðinn sunnudag. Séra Hjalti Guðmundsson hlaut mun fleiri at- kvæði en Hannes Guðmundsson f Dómkirkjukosningunum, en f Háteigssókn hlaut séra Tómas Sveinsson flest atkvæði þriggja frambjóðenda. Á kjörskrá í prestskosningun- um til Dómkrikjunnar 10. október sl. voru 4656 manns, en 1795 greiddu atkvæði. Hlaut séra Framhald á bls. 46 SFV lögð niður sem landssamtök Framkvœmdastjórn hefur lagt niður störf og aflgst áður auglgstum landsfundi MORGUNBLAÐINU barst f gær fréttatilkynning frá framkvæmda- stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þar kemur fram, að framkvæmdastjórnin samþykkti á fundi sfnum á þriðjudaginn tillögu, sem efnislega felur f sér að Samtökin verða lögð niður sem landssam- tök. Hefur framkvæmdanefndin lagt niður störf og aflýst áður auglýst- um landsfundi. Fréttatilkynning fer hér á eftir: Á fundi framkvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 12. október 1976 fluttu Ólafur Ragnar Grímsson, Karvel Pálmason og Magnús Torfi Ólafs- son eftirfarandi tillögu og var hún samþykkt einróma af öllum framkvæmdastjórnarmönnum: __„Undanfarið hafa farið fram innan Samtaka frjálslyndra og vinstri manna umræður um fram- tfð íslenskrar vinstri hreyfingar. Meginkjarni umræðnanna hefur falist í athugun á þeim leiðum sem færstar þykja til að vinna að upphaflegu markmiði Samtak- anna, þ.e. að stuðla að sameiningu vinstri aflanna í landinu. Fram- kvæmdastjórn Samtakanna hefur verið aðalvettvangur þessara um- ræðna og hefur hún á fundi sin- um 12. október 1976 komist ein- róma að eftirfarandi niðurstöð- um: 1. Þótt framkvæmdastjórnin sé einhuga um mikilvægi hins upp- haflega markmiðs, rikja skiptar skoðanir um leiðir til að vinna að þvi og ólíkt mat á hverjar séu ákjósanlegastar. 2. Þessi þróun hefur það í för með sér að farsælast þykir, eins og nú er komið, að hver eining Samtakanna — þinglokkur, kjör- dæmasambönd, flokksfélög og einstaklingar — vinni að fram- gangi þessa markmiðs í næstu framtíð á sínum starfsvettvangi og í samræmi við það sem hver aðili telur ákjósanlegast. 3. I samræmi við fyrrgreindar niðurstöður telur framkvæmda- stjórnin rétt að fela þingflokki meðferð þeirra sameiginlegu verkefna, sem sinna þarf, og vfsar sérmálum til meðferðar hinna einstöku skipulagseininga. Framhald á bls. 46 Opinber málshöfdun vegna skopteikninga Áhugi Tímans á „glæpamálum” loksins vakinn SAKSÖKNARI ríkisins hefur gefið út ákæru á hendur rit- stjórum Morgunblaðsins, Matt- hfasi Jóhannessen og Styrmi Gunnarssyni, vegna kæru v- þýzka rannsóknarlögreglu- mannsins Karl Schiitz til saka- dóms Reykjavfkur út af tveim- ur skopmyndum Sigmunds, sem birtust f Morgunblaðinu á sfnum tfma og Schiitz telur meiðandi fyrir sig. Jafnframt hefur Halldór Þor- björnsson, yfirsakadómari, úr- skurðað, að reglulegir dómarar sakadóms Reykjavíkur skuli ekki fjalla um mál þetta, þar sem Karl Schíitz starfi í þágu embættisins og verður þvf væntanlega skipaður setudóm- ari í málinu. Ritstjórum Morgunblaðsins varð fyrst kunnugt um að ákæra þessi hefði verið gefin út, er þeir sáu frétt þess efnis f dagblaðinu Timanum í gær- morgun, sem hófst á þessum orðum: „Ríkissaksóknari hefur fyrir hönd ákæruvaldsins höfð- að mál gegn ritstjórum Morgun- blaðsins...“ Ákæruvaldið hef- ur um langt árabil verið í hönd- um ríkissaksóknara og er Mbl. ekki kunnugt um að breyting hafi orðið á því en fyrir all- mörgum árum var embætti sak- sóknara stofnað og ákæruvaldið flutt úr höndum dómsmálaráð- herra. Þessi breyting var gerð til þess að koma í veg fyrir tortryggni um að pólitísk sjónarmið réðu ákvörðunum ákæruvaldsins. Þrátt fyrir orða- lag fréttar Tfmans í morgun er ekki kunnugt um að breyting hafi orðið á þessari skipan. Þótt hér sé f rauninni um venjulegt meiðyrðamál að ræða, er mál þetta höfðað sem opinbert mál á grundvelli 108. gr. hegningarlaga, sem gerir ráð fyrir að höfða megi opin- bert mál ef opinber starfsmað- ur verður fyrir meintum æru- meiðingum. Við rannsókn máls- ins f sakadómi lýstu ritstjórar Morgunblaðsins því yfir, að þeir teldu að ekki væri hægt að lfta á Karl Schlitz sem opinber- an starfsmann í skilningi lag- anna og áskildu sér rétt til þess að krefjast dómsúrskurðar um það atriði á síðari stigum máls- ins. 1 samræmi við það munu lögfræðingar Morgunblaðsins nú gera ráðstafanir til að krefj- ast úrskurðar sakadóms um þetta efni. Falli úrskurður dómstóls á þann veg að Karl Schíitz geti ekki talizt opinber starfskraftur, verður að reka mál þetta sem venjulegt einka- mál. Karl Schutz beðinn afsökunar Af hálfu ritstjóra Morgun- blaðsins hefur þegar verið beð- izt afsökunar á birtingu þessara tveggja mynda. í yfirlýsingu frá ritstjóra Morgunblaðsins hinn 9. september sl. segir svo: „Vestur-þýzki rannsóknarlög- reglumaðurinn Karl SchUtz Framhald ð bls. 46

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.