Morgunblaðið - 15.10.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976
Meiri samstaða en
á öðru þingi BSRB
— sagði Kristján Thorlacius, sem
endurkjörinn var sem formaður
— Það kom I ljós á þessu þingi,
að samtökin eru sterk og að þing-
inu loknu eru þau enn sterkari en
áður, sagði Kristján Thorlacius,
formaður Bandalags starfsmanna
rfkis og bæja, 1 samtali við
Morgunbaðið 1 gær en 30. árs-
þingi Bandalagsins lauk á Hótel
Sögu f gær. — Ég auglýsti eftir
þvf við upphaf þings hvort þær
lausafregnir sem lesa hafði mátt f
blöðum um að samtökin væru að
gliðna hefðu við rök að styðjast.
Þetta þing sannaði mér að slfkar
Kristján Thorlacius
fréttir voru úr lausu lofti gripnar
og ég minnist þess ekki að sam-
staða hafi verið meiri á öðru
þingi BSRB sagði Kristján.
Margar ályktanir voru sam-
þykktar á þinginu og fjölluðu þær
m.a. um kjaramál, efnahagsmál,
skattamál, orlofsheimili og
fræðslu— og útbreiðslumál sam-
takanna. Síðasta dag þingsans var
eftirfarandi tillaga samþykkt:
„Þar sem viðskiptakjör þjóðar-
innar hafa á undanförnum mán-
uðum stórbatnað og allt útlit er
fyrir framhald þeirra þróunar
skorar 30. þing BSRB á rikis-
stjórn og Alþingi að gera ráðstaf-
anir til þess að kaupmáttur launa
verði þegar á þessu hausti veru-
lega bættur annað hvort með
efnahagsráðstöfunum eða með
beinni almennri launahækkun."
Kristján Thorlacíus var endur-
kjörinn formaður BSRB og sömu-
leiðis varaformennirnir Hersir
Oddsson og Haraldur Steinþórs-
son. Meðstjórnendur voru kjörnir
Ágúst Geirsson, Einar Ólafsson,
Jónas Jónasson (voru fyrir í
stjórn), Albert Kristinsson, Guð-
rún Helgadóttir, Kristfn Tryggva-
dóttir, Sigurveig Sigurðardóttir
og örlygur Geirsson.
Spasskí boðið á næsta
alþjóðamót hér á landi
„ÞAÐ VAR mjög ánægjulegt
að lesa um það að Spasskf vildi
koma hingað og tefla. Við mun-
um skrifa honum á næstunni
og bjóða honum á næsta al-
þjóðamót, sem haldið verður
hér,“ sagði Einar S. Einarsson,
forseti Skáksambands Islands,
f samtali við Mbl. f gær, en f
samtali við Mbl. f gær lýsti Bor-
is Spasskí, fyrrverandi heims-
meistari, yfir áhuga á þvf að
tefla á tslandi.
Framhald á bls. 46
Ljósm. Mbl.:OI.K.M.
EINS ARS AFMÆLI — Þessi mynd var tekin f stjórnstöð Landhelgisgæzlunnar f gær. A myndinni eru
talið frá vinstri: Benóný Ásgrfmsson stýrimaður, Pétur Sigurðsson forstjóri og Þórður Þórðarson
loftskeytamaður. Á veggnum bak við þá þremenninga má sjá kort af tslandi og 200 mflunum. Inn á
það er skráð hvar togararnir halda sig að veiðum, og eins hvar varðskipin eru á hverjum tfma.
40 erlendir togarar ad
veidum við landið í gær
— Snöggtum færri en sama dag í fyrra —
1 dag er liðið eitt ár frá þvf að
fiskveiðilögsagan var færð úr
50 sjómfium f 200. Ástandið á
miðunum kringum landið er
allt annað nú en var á sama
tfma f fyrra og erlendir togarar
að veiðum snöggtum færri en
þá, auk þess sem þeir mega
aðeins veiða á tilteknum svæð-
um. Kom þetta fram er Mbl.
hafði samband við Pétur
Sigurðsson, forstjóra Land-
helgisgæzlunnar f gær.
Að sögn Péturs voru alls 40
erlend fiskiskip á veiðum við
landið í gær. Brezkir togarar
voru alls 23. Voru 16 að veiðum
úti fyrir Austfjörðum þ.e. á
svæðinu frá Gullkistu, sem er i
kantinum úti af Glettinganesi,
suður undir Eystra— og
Vestra-Horn. Þá voru nokkrir
togarar að veiðum í hinum víð-
fræga Rósagarði, sem er djúpt
úti af Suð-Austurlandi. Flestir
þessara togara voru að veiðum
djúpt undan landi, i kantinum
eða a.m.k. 40—50 sjómílur frá
landi. Þá sagði Pétur, að 7
brezkir togarar hefðu verið að
veiðum úti fyrir Norðurlandi á
svæðinu SV af Kolbeinsey.
Tveir brezkrir togarar voru á
heimleið í gær.
Ellefu v-þýzkir togarar voru
að veiðum við landið í gær og
voru allir að veiðum úti af
Reykjanesa, nema einn sem hélt
sig úti fyrir Vesturlandi. Þá
voru 4 belgfskir togarar að veið-
um úti af Reykjanesi og 2 fær-
eyskir togarar voru að veiðum
undan norðnaverðum Aust-
fjörðum.
Helztu verkefni varðskip-
anna að undanförnu hafa verið
að fylgjast með veiðum er-
lendra og íslenzkra skipa. Með-
al annars hefur oftsinnis verið
farið um borð í erlendu togar-
ana, veiðarfæri þeirra mæld og
kannað hvort aflasamsetning sé
rétt.
ilistif
' - *«.7V
> f
V 'M
■ .
i "ZVA
4<V<
**
m . ' *■>-*
* <
<•
* V, . , .
•* *
VITIÐÞIÐ...?
... HVAÐHÆGT ERAÐ GERA
SVAKALEGA gódkaupá
ÚTSÖLUMARKAÐNUM
★ Föt m/vesti
Fermingarföt
★ St. terylenebuxur herra — Öll nr.
St. terylenebuxur dömu — Nr. 26—30
Kjólar — Pils — Buxnapils
★ Dragtir (m/buxnapilsi)
Dömupeysur og herrapeysur 600 —
St. jakkar herra og dömu 6000/—
★ Skór mjög ódýrir
Allt mjög góðar og nýlegar vörur
Látið ekki happ úr hendi sleppa
áf^m TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS
I t)P KARNABÆR
Útsölumarkaðurinn,
Laugavegi 66, sími 28155