Morgunblaðið - 15.10.1976, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.10.1976, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTOBER 1976 27 EINHVER mikilvægasti þáttur síðustu landhelgis- deilu okkar við Breta var án efa upplýsingamiðlun- in eða „áróðursstríðið" eins og það var oft kallað. Við höfðum í vikunni samband við 4 menn, sem þar voru í eldlínunni ásamt mörgum öðrum og spurðum þá hvað þeim væri minnisstæðast frá þessum tíma. Þessir menn eru Jón Olgeirsson ræðismaður íslands í Grimsby, Helgi Ágústsson sendiráðsritari í íslenzka sendiráðinu í London, Þórður Einarsson blað afulltrúi utanríkisráðu- neytisins og Mikael Magnússon, sem þá var fréttastjóri BBC með aðsetur í Reykjavík meðan á deilunni stóð, en hann er nú blaðafulltrúi banda- rísku upplýsingaþjónustunnar á íslandi. Þórður Einarsson: „Margir af fréttamönn unum voru frábærir í sínu starfi” Það sem mér er efst í huga er tímakapp- hlaupið, sem var i sambandi við upp- lýsingamiðlunina, að koma fréttum og ég vil leggja áherzlu á, réttum fréttum, út til sendiráðanna til þess að þau gætu síðan komið þeim til fjölmiðlana. I annan stað er mér minnissltæðastur hinn mikli og stöðugi straumur af fréttamönnum hingað til lands og þá sérstaklega brezkum og ég hef yfirleitt aðeins gott um samstarfið við þá að segja. Við reyndum að veita þeim alla aðstoð og þjónustu eftir því sem við mögulega gátum og það sem kannski mikilvægast var í sambandi við þá þ.K ,tu var að geta orðið við óskum þe ca um að fá að fara um borð í varð- skipin eða í flug með gæzlunni en flestir höfðu þeir slíkar óskir. Þetta var að min- um dómi alveg sérstaklega mikilvægt i sambandi við fréttamenn BBC og ITN, útvarps og sjónvarpsstöðvanna. Þessar stofnanir voru i harðri samkeppni hvor við aðra um að koma sem beztum og nýjustum fréttum frá sér. Það er ekki mitt að dæma um hvernig þetta hefur tékizt, en ég tel að það hafi verið framar öllum vonum. Ef við stæðum frammi fyrir svona aðstæðum aftur þá tel ég að við yrðum að leggja áherzlu á að undirbúa þessa þjónustu betur. Við vorum ekki nægilega vel undirbúnir í upphafi deilunnar, en tókum okkur fljótlega á og þetta fór batn- andi. Menn voru i fyrstu svolítið í vafa um gildi þess að leyfa fréttamönnum að fara um borð í varðskipin. Ég get fyrir mitt leyti dável skilið þetta. Menn voru hrædd- ir við að fólk óvant því að vera á sjó gæti orðið til trafala, vegna sjóveiki eða ann- arra hluta, skipin eru lítil og tilvist utan- aðkomandi fólks gæti orðið til leiðinda eða tafa. Þetta reyndist hins vegar betur en menn höfðu átt von á og margir af þessum fréttamönnum voru frábærir menn í sínu starfi. Hins vegar get ég ekki svarað því til hvaða áhrif þessi þjónustu okkar hafði á þeirra fréttaflutning, en við vonum að þau áhrif hafi verið jákvæð. Jón Olgeirsson: „Yið vorum yfirleitt alltaf á undan Bret- um og með betri fréttir” „Upplýsingamiðlunin var mjög mikilvæg fyrir þær sakir að við vorum fyrirleitt alltaf á undan Bretum með frétt- ir af miðunum og með betri fréttir. Þessi deila var frábrugðin deilunni 1973 að því leyti, að það var miklu meiri harka nú og almenningur fylgdist af meiri athygli með því sem var að gerast. Einmitt þess vegna var það svo mikilvægt fyrir Islendinga að koma frá sér réttum og nákvæmum frétt- um. Það eru tveir atburðir i síðustu deilu, sem kannski gerðu mig hvað reiðastan og það var er minnstu munaði að Falmouth sigldi Tý niður og þegar dráttarbátarnir tveir gerðu fyrirsátina fyrir Þór innan 12 milnanna út af Seyðisfirði. 1 fyrra tilfellinu sögðu brezkir fjölmiðlar nær ekkert frá atburðinum og i siðar tilfellinu tókst Bretum að koma því inn hjá fjölmiðl- um, að það hefði verið Þór sem hefði ráðist á dráttarbátana. Ef brezkur almenningur hefði fengið réttar fréttir af þessum tveimur atburðum hefði það getað haft mjög mikil áhrif. Þetta var alls ekki vegna þess að við kæmum okkar fréttum ekki á framfæri í þessum tilfellum þvert á móti, það fór einhvern veginn þannig að brezka hliðin var túlkuð, okkar ekki. I heildina er ekki nokkur vafi á því að hin mikla upplýsingamiðlun og skrif um þessa deilu í brezka fjölmiðla átti mikinn þátt i því að almenningsálit i Bretlandi var Islendingum talsvert hliðhollt og það hafði geysilega mikið að segja að íslenzk yfirvöld skyldu taka þá ákvörðun að leyfa brezkum fréttamönnum að fara um borð í íslenzku varðskipin, það sýndi Bretum að tslendingar höfðu ekkert að fela. Það verður lika að leggja áherzlu á að starfs- menn íslenzka sendiráðsins unnu feikna- lega mikið starf á þessu sviði, sem seint verður fullmetið. — ihj. 'S'A' V M

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.