Morgunblaðið - 15.10.1976, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976
38
Tryggvi Salómonsson
— Nokkur kveðjuorð
Tryggvi Slómonsson var fædd-
ur 21. ágúst 1989 að Drápuhlíð
ytri í Helgafellssveit. Foreldrar
hans voru Salómon Sigurðsson og
Lára Lárusdóttir Fjeldsteð frá
Kolgröfum i Eyrarsveit og var
hún síðari kona hans. Ætt Saló-
mons er mér ókunn, en hún mun
vera úr Mýrasýslu eða Borgar-
firði.
Vorið 1900 flytja foreldrar hans
svo á eignarjörð sina Laxárbakka
í Miklaholtshreppi.
Það mun hafa verið árið 1908,
sem Slómon andaðist frá 8 börn-
um, öllum innan fermingarald-
urs; varð þá þröngt i búi hjá ekkj-
unni, þvi að ekki var um trygging-
ar né bætur þá að ræða, en börnin
fóru að vinna og allt blessaðist.
Vorið 1910 flyzt Tryggvi að
Svelgsá í Helgafellssveit og dvel-
ur þar að mestu næstu 11 ár.
Þegar hann kom að Svelgsá,
bjuggu þar móðursystkini min; ég
hafði verið þar smali tvö síðastlið-
in sumur og var þar hálfgerður
heimagangur á þvi timabili.
Kynntumst við Tryggvi fljótt all-
náið, því að við vorum jafnaldrar
hluta af hverju ári. Hélzt vinátta
okkar óskert til hans dánardæg-
urs.
Nokkra daga vorum við báðir á
Landakotsspítala í fyrra mánuði
og ætlaði ég að koma að rúmi
hans; en mér var i fyrra skiptið
sagt að hann svæfi, en í síðara
skiptið að tilgangslaust væri fyrir
mig að fara til hans — varð því
ekki af samfundi okkar. 1 hvert
sinn sem ég kom til Reykjavíkur,
eftir að hann fluttist þangað,
heimsótti ég hann og röbbuðum
við um góða og gamla daga og
tókum í spil, við góðar veitingar;
þá sjaldan að hann hafði aðstöðu
til að koma hér á fornar slóðir
heimsótti hann mig einnig.
Frá Svelgsá fór Tryggvi að
Hvanneyri í Borgarfirði og var
þar yfirfjósamaður nokkur ár —
þaðan fór hann bústjóri að kúabúi
Thors Jensen á Korpúlfsstöðum,
meðan það var rekið. Eftir það
rak hann kúabú á Sunnuhvoli í
Reykjavík, þar til búseta og bygg-
ingar þrengdu svo að að olnboga-
rúm var ekkert. Jafnframt bú-
skap á Sunnuhvoli var hann
fangavörður í fangahúsinu við
Skólavörðustig, þar til aldurs-
hámark vék honum þaðan.
Tryggvi var kvæntur Bjarneyju
Hólm Sigurgarðsdóttur og áttu
þau 4 börn; 2 dætur, sem giftar
eru i Bandarílfjunun og 2 sonu i
Reykjavík, sem báðir eru kvænt-
ir.
Eftir að Tryggvi hætti búskap á
Sunnuhvoli fluttist hann með
+
Eiginkona min
MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR
Þinghólsbraut 33
lézt i Borgarsjúkrahúsinu að morgni 1 4 október
Magnús Ingi Sigurðsson.
t
BALDUR BREIÐFJORÐ SIGURLAUGSSON,
bifreiSastjóri
Skólagötu 8, ÍsafirSi.
verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju, laugardaginn 16 október kl
2 00
Fyrir okkar hönd og annarra ættingja
Soffía Ingimarsdóttir og börn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir
SIGMUNDUR ÁMUNDASON,
bóndi, HraungerSi,
verður jarðsunginnfrá Hraungerðiskirkju, laugardaginn 1 6 október kl 2
GuSrún GuSmundsdóttir,
börn og tengdabörn.
+
Útför
JENNÝAR KAMILLU JÚLÍUSDÓTTUR
fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 16 október kl 14
Þeim.sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir
Börn og tengdabörn.
+
Útför
ÓSKARS J. MAGNÚSSONAR,
kaupmanns,
Grundarstlg 6
fer fram frá Fossvogskírkju laugardaginn, 1 6 okt . kl 10.30
Þeir sem vilja minnast Óskars, láti vinsamlegast liknarstofnanirnjóta
hans.
F.H. aðstandenda Marteinn M. Skaftfells
konu og börn að Meltröð 10, Kópa-
vogi.
Síðustu árin var likamleg heilsa
hans mjög á völtum fæti, en alltaf
var hann hress og kátur.
Þetta er I stórum dráttum ævi-
skeið þessa ágæta vinar míns; en
vinátta okkar hefur staðið rösk 66
ár. Marga góða kunningja hefi ég
átt á lífsleið minni, en að fráskild-
um nánustu ættingjum, var
Tryggvi minn bezt vinur. Hann
var vel gefinn heiðursmaður. Ég
veit að hann ásamt fleirum ætt-
mennum mínum, tekur á móti
mér, þegar ég hefi vistaskipti,
með bros á vör eins og þegar ég
stóð fyrir dyrum hans á Sunnu-
hvoli og Meltröð 10.
Af alsystkinum hans eru kunn-
ust Lárus fyrrverandi lögreglu-
þjónn, aflraunamaðurinn Gunn-
ar, nú látinn, og Guðrún, lengi
húsfreyja á Ytri Skeljabrekku, en
af hálfsystkinum Helgi Hjörvar
fyrrverandi kennari og útvarps-
maður.
Bjarneyju, börnum þeirra og
öðrum aðstandendum vottum við
hjónin innilega samúð við fráfall
hans.
Haukur Sigurðsson.
Afmælis-
og
minning-
argreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
lfnubili.
Gunnur Gunnars-
dóttir—Kveðja
F. 18. desember 1940.
D. 5. nóvember 1976.
Þriðjudaginn 12. okt. var gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju útför
Gunnar Gunnarsdóttur, Álfa-
skeiði 107, Hafnarfirði, sem
andaðist 5. okt. eftir stutta en
erfiða sjúkrahúsvist aðeins 35 ára
að aldri.
Kynni okkar Gunnar hófust
vorið 1961, þegar hún, ásamt
fósturmóður sinni og eftirlifandi
eiginmanni fluttist I húsið Hring-
braut 19 hér i Hafnarfirði. Þar
stofnuðu Gunnur og Friðbjörn
Hólm heimili sitt og bjuggu til
vorsins 1966 er þau fluttust í eigið
hús að Álfaskeiði 107 sem þau
samhent höfðu reist frá grunni.
1 fimm ár deildum við Gunnur
kjörum sem grannkonur og þá var
lagður grunnur að þeirri vináttu
sem æ síðan hélst. Jafnaldra börn
okkar urðu leikfélagar og vinir og
segja má að öll hafi þau átt tvö
heimili. Bar þar aldrei skugga á.
Minningar mínar frá þessum ár-
um eru hlýjar og geymast mér
sem fjársjóður.
Gunnr var fædd á Norðfirði
þann 18. des. 1940. Hún fluttist
tólf ára gömul til Hafnarfjarðar
ásamt fósturmóður sinni Matt-
hildi Guðmundsdóttur. Gunnur
lauk gagnfræðaprófi frá Flens-
borgarskóla, og dvaldi siðar i Eng-
landi um skeið og stundaði þar
frekari nám. Er heim kom starf-
aði hún fyrst á skrifstofu Alþýðu-
flokksins, en svo um árabil hjá
Verkakvennafélaginu Framtíðin í
Hafnarfirði. Hafði hún þar á
hendi margvísleg trúnaðarstörf.
Gunnur hafði heilsteypta skap-
gerð. Heiðarleiki og nákvæmni I
starfi einkenndu hana og gerði
hún ætið miklar kröfur til sjálfr-
ar sín. Hún hiaut I vöggugjöf
góðar gáfur og nýtti þær vel til
þeirra starfa sem hún kaus sér.
Ber þar einnig heimilið henni
fagurt vitni.
Gunnur giftist árið 1961 eftirlif-
andi eiginmanni sínum Friðbirni
Hólm kennara og varð þeim
hjónum þriggja sona auðið:
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
móður okkar
SUNNEVU ORMSDÓTTUR,
Elri -Ey
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á Kirkjubæjarklaustri og
Borgarspítalanum
Guðrún Árnadóttir
Jón Árnason
Bjami Árnason
Vilborg Ámadóttir
og aðrir vandamenn
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
DANÍELS SVEINBJÖRNSSONAR,
Saurbæ
Guð blessi ykkur öll.
Eiginkona,
böm, tengdabörn og barnaböm.
Gunnar Björn, fæddur 1961, vel
gefinn drengur með yfirbragð
gæfumanns og ber svipmót
beggja foreldra sinna; Baldur,
fæddist 1962, en dó fárra mánaða
gamall. Og haustið 1975, fyrir
tæpu ári fæddist fallegur drengur
sem var uppfylling vona, en hon-
um auðnaðist ekki að lita ljós
þessa heims. Það voru hörð örlög
og á einni stund hrundi til grunna
bjartur heimur vona og
framtiðaráætlana, og eftir var
aðeins tómið. En Gunnur var
sterkust þegar mest á reyndi. Hún
bar sinn sára harm I hljóði og á
sorgarstundu átti hún styrk til að
miðla öðrum.
Eikin skelfur aðeins I ofviðrum.
Hún stendur þar til öxin er reidd
að rótum hennar. Og nú hefur það
skeð. 1 annað sinn, á tæpu ári
knýr sorgin dyra að Álfaskeiði
107. Skarðið sem hefur myndast
er stórt og verður ekki fyllt. Við
stöndum skilningsvana and-
spænis hinu mikla valdi og
skynjum aðeins veikleika okkar
og smæð.
Og nú hvila jarðneskar leifar
Gunnar í kirkjugarðinum ofan við
Hafnarfjörð. En við trúum þvi í
einlægni að hún sé nú í æðri
veröld, fái að leiða drengina sína
á þroskabraut þeirra, og umvefja
þá móðurástinni sem hún átti svo
mikla, en auðnaðist ekki að veita
þeim hér á jörð. Við óskum vel-
farnaðar syninum unga sem lifir
móður sina og hefur þunga
reynslu að baki.
Við, fjölskyldan Kelduhvammi
25 minnumst Gunnar með
virðingu og söknuði og þökkum
hin góðu kynni liðinnna ára. Við
viljum einnig flytja ástvinum,
syni, eiginmanni og aldraðri fóst-
urmóður, okkar einlægu samúðar-
kveðjur. Unnur Einarsdóttir.
— Glæpir . . .
Framhald af bls 11
ir, að vændislifnaður færist að sjálf-
sögðu í vöxt, en sé hins vegar ekki
stórkostlegt vandamál, og sú stað-
hæfing lætur sennilega ennþá betur í
eyrum fólks, sem veit að erfitt er og
jafnvel ógerningur að uppræta ýmsa
þætti mannlegra samskipta. Það ætti
fremur að auka á vinarþel annarra
þjóða í garð Kínverja að vita, að þeir
eiga við að glima margs konar sam-
félagsleg vandamál, sem eiga sér hvar-
vetna hliðstæður.
Og það er enginn barnaleikur að
ráða fram úr þessum vandamálum, eða
hvað hefði gerzt i rikjum Ameríku,
Evrópu eða í Ástraliu ef maður á borð
við Mao Tse tung, sem nánast var i
guðatölu, hefði lýst ómerkt starf skóla-
manna, barnasálfræðinga og annarra
sérfræðinga í menntakerfinu, og hvatt
æskulýðinn til uppreisnar gegn veldi
kennara og foreldra.
Mótmæla
breytingu
á vinnu-
i •• • •• •
loggjoimni
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi ályktun:
Almennur fundur í Vélstjórafé-
lagi Suðurnesja, haldinn 10.
október 1976, telur einsýnt að
með þeirri breytingu á vinnulög-
gjöfinni, sem stefnt er að, yrði
réttur launþega til að fylgja eftir
kröfum sinum í kjaramálabaráttu
stórlega skertur. Hvetur fundur-
inn tii órofa samstöðu allra laun-
þega til að koma í veg fyrir þessi
áform vinnuveitenda og aftur-
haldsins í landinu.
Skilti á krossa
Skiltagerðin Ás
Skólavörðustíg 18.
Simi 12779.