Morgunblaðið - 15.10.1976, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976
— Málshöfðun
Framhald af bls. 2
hefur gert athugasemdir við
bírtingu tveggja teikninga eftir
Sigmund í Morgunblaðinu hinn
8. ágúst og 2. september sl. með
yfirlýsingu, sem birt var hér i
blaðinu sl. þriðjudag og kæru
til sakadóms.
Af þessu tilefni vill Morgun-
blaðið taka fram, að það var
hvorki ætlun blaðsins né
Sigmunds 'að gefa í skyn, að
Karl Schíitz hefði átt aðild að
þýzka nazistaflokknum eða
leynilögreglu nazista, Gestapó,
eða valda honum sársauka og
óþægindum. Morgunblaðið bið-
ur þvf Karl Schlitz afsökunar á
birtingu þessara teikninga.
Bæði Morgunblaðið og
Sigmund telja það miklu skipta
að svo reyndur rannsóknarlög-
reglumaður hefur fengizt til
starfa hér og óska honum far-
sældar í þeim störfum." Eftir
að afsökunarbeiðni þessi var
birt í Morgunblaðinu óskaði
annar ritsjóri blaðsins eftir per-
sónulegu viðtali við Karl
Schutz. Gerði hann Schiitz
grein fyrir sjónarmiðum
Morgunblaðsins varðandi birt-
ingu teikninga Sigmunds og
undirstrikaði þá afstöðu sem
fram kom i ofangreindri af-
sökunarbeiðni.
Afstaða Morgunblaðsins
til Karls Schiitz og
starf a hans
Afstaða Morgunblaðsins til
Karls Schíitz og starfa hans hér
á Islandi hafði raunar komið
mjög skýrt fram f tveimur
Reykjavikurbréfum blaðsins.
Sunnudaginn 18. júlf sl. —
skömmu eftir að Kari Schiitz
var ráðinn til starfa hjá saka-
dómi — segir m.a. svo í Reykja-
víkurbréfi:
„Nú hafa borizt þær fregnir
að dómsmálaráðherra landsins
hafi átt frumkvæðið að þvf, að
hingað hefur komið þýzkur
sakamálasérfræðingur islenzk-
um rannsóknarmönnum til að-
stoóar, og er það vel.
Við skulum vona, að aðstoð
þessa manns og allra þeirra,
sem vilja leggja fram sinn skerf
til þess að ur 'vsa þau voða-
legu mál, sem legið hafa eins og
farg á þjóðinni, verði til þess,
að þau upplýsist og sannleikur-
inn liggi fyrir. Á það hefur Mbl.
lagt höfuðáherzlu og fagnar því
frumkvæði dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra hefur
með þvi að kalla hingað sérstak-
an sérfræðing í sakamálum
stigið mikilvægt spor, sem
áreiðanlega á eftir að efla
traust manna á dómsmála-
stjórninni. Er gott til þess að
AUGi.VSINGASÍMINN ER:
^>22480
vita að ráðherrann skuli hafa
haft forystu um að koma til
móts við þá kröfu almennings,
að allt verði gert til að glæpa-
málin verði upplýst. Vonandi
leiðir þetta til nýrrar rann-
sóknar á öllu málinu."
1 Reykjavíkurbréfi hinn 22.
ágúst er fjallað sérstaklega um
starf Karls Schiitz og vakin
athygli á frétt sem birtist fáein-
um dögum áður um ný vinnu-
brögð, sem tekin hefðu verið
upp í sambandi við rannsókn
Geirfinnsmálsins svonefnda.
Þar segir m.a. orðrétt:
„Ný vinnubrögð og nýtt
skipulag hafa leitt til þess að nú
fer geysimikil vinna fram hjá
sakadómi og rannsóknar-
lögreglu vegna Geirfinnsmáls-
ins og það er þýzki sakamáia-
sérfræðingurinn Karl Schtitz,
sem Ölafur Jóhannesson, dóms-
málaráðherra, fékk hingað til
lands, sem hefur haft forustu
um þetta starf. Á þessu stigi er
að sjálfsögðu of snemmt að spá
nokkru um árangurinn en þó
má öllum vera ljóst, að mikil
vinna er lögð I rannsókn máls-
ins og 10 manna starfshópur
helgar sig þessu verkefni ein-
göngu, að sagt er.
Síðustu daga hefur athygli
fjölmiðla nokkuð beinzt að hin-
um þýzka sérfræðingi og störf-
um hans og er það í sjálfu sér
skiljanlegt, en þó er ástæða til
að undirstrika nauðsyn þess, að
hinn þýzki gestur okkar fái
starfsfrið og næði til þess að
vinna að þeim málefnum, sem
hann hefur tekizt á hendur.
Karl Schútz er aðeins 60 ára að
aldri en lét af starfi á þessu ári
skv. reglum sem gilda í heima-
landi hans um hámarksaldur
við slík störf. Hann gekk á
árinu 1947 í þjónustu rann-
sóknastofnunar sakamála í
þýzka sambandslýðveldinu,
sem sett var á stofn eftir heims-
styrjöldina síðari og hóf þá
störf í þjónustu ríkisins. Mjög
var vandað til vals starfsmanna
hinnar nýju stofnunar og mjög
strangar reglur giltu um val
starfsmanna hennar, bæði að
því er varðaði hæfni þeirra og
forsögu. Þegar Karl Schútz lét
af störfum var hann orðinn
einn æðsti lögreglumaður
Sambandslýðveldisins sem yfir-
maður rannsóknadeildar
Öryggislöggæzlu í Bonn-Bad
Godesberg.
Ljóst er, að það er mjög
mikilsvert fyrir islenzka rann-
sóknarlögreglumenn og saka-
dóm að hafa fengið jafn reynd-
an og hæfan mann til ráðuneyt-
is við rannsókn hinna umfangs-
miklu sakamála, sem nú eru á
döfinni hér. Morgunblaðinu er
kunnugt um, að milli Karl
Schútz og hinna íslenzku rann-
sóknaraðila hefur tekizt mjög
góð samvinna og er fyllsta
ástæða til að vona, að það starf,
sem nú er hafið á nýjum grund-
velli við rannsókn Geirfinns-
málsins, muni verða til þess að
hreinsa andrúmsloftið í sam-
félagi okkar varðandi þetta mál
og önnur, sem þvl kunna að
vera tengd.“
— Endurbætur..
Framhald af bls. 13.
viðbyggingu en allt er óvlst um
þá framkvæmd og í samræmi
við breyttar hugmyndar kann
sú kostnaðaráætlun að breyt-
ast.
Búast má við, að forsetinn og
fjölskylda hans verði að flytja
úr húsinu þann tíma, sem
unnið er að endurbótum.
— 9% hækkun
Framhald af bls. 48
Samkvæmt upplýsingum Kristj-
áns Andréssonar á Verðlagsskrif-
stofunni kosta ný ýsu- og þorsk-
flök framvegis 308 krónur kg en
kostuðu 282 krónur. Nætursöltuð
flök kosta 318 krónur kg en kost-
uðu 292 krónur. Slægð ýsa og
þorskur með haus kosta 138 krón-
ur kg en kostuðu 127 krónur.
— Rjúpur
Framhald af bls. 48
fyrir skyttur að í gær sást
rjúpnahópur ( Akraseli I
Breiðholti. Voru rjúpurnar
þar á vappi á milli húsa og átti
sér greinilega einskis ills von.
Fyrir nokkrum árum hefði
það varla verið f frásögur fær-
andi þó rjúpur sæjust þarna í
næsta nágrenni við Rjúpna-
hæð, en hin siðari ár hefur hin
þétta byggð í Breiðholti hrakið
rjúpur á brott. Breiðhyltingur-
inn, sem hafði samband við
blaðið, sagði að ef til vill þyrfti
heimsókn rjúpnanna i Akra-
selið ekki að þýða annað en
harðan vetur og benti á að
rjúpur I nágrenni við byggð í
byrjun vetrar hefðu áður ein-
mitt þótt boða erfiðan vetur.
— Líbanon
Framhald af bls. 1.
en þó er ljóst, að Sýrlendingar
sækja nú fram á flestum víg-
stöðvum. Fregnir hafa borizt af
eldflaugaárásum þeirra á þjóð-
veginn frá Roum til hafnar-
borgarinnar Sídon. Palestfnu-
arabar hafa haldið því fram að
undanförnu, að Sýrlendingar
muni fyrst reyna að ná Sídon á
sitt vald, og sækja þaðan til
Beirút til að ná á sitt vald vest-
urhluta Beirút, sem er á valdi
vinstri manna.
Sovétstjórnin skoraði á dag á
Sýrlendinga að ganga í lið með
vinstri öflunum I Libanon, en
frá Damaskus kom það svar, að
Sýrlendingar mundu ekki láta
af stefnu sinni I Líbanon.
Leiðtogar Arabalandanna
hefja á morgun fundarhöld í
Kaíró í því skyni að finna lausn
á málefnum Lfbanons, en talið
er að þessir fundir verði til þess
eins að varpa Ijósi á sundrungu
innan Arababandalagsins.
Fundur utanrfkisráðherra að-
ildarrfkja bandalagsins á að
hefjast á mánudaginn, en í Kaf-
ró telja ýmsir, að fundinum
kunni að verða aflýst, þar sem
Hafez Al-Assad hafi ákveðið að
taka ekki þátt f honum.
Föstudagur 15. október
Eins árs afmæli
útfærslu landhelginnar í 200 mílur
í tilefni dagsins efnir sjóðurinn „Hliðskjálf" til merkjasölu. Ágóði sölunnar er ætlaður í
bætta aðstöðu og þjálfun fyrir þá menn, sem gerðu útfærsluna að veruleika.
LANDHELGISGÆSLUMENN
íslendingar tökum höndum saman á merkum tímamótum, sýnum hug okkar ( verki og
kaupum merki. 10% sölulaun og verðlaun til 15 söluhæstu barna. Merkið kostar
200.— kr Eina krónu á MÍLUNA:
Afgreiðslustaðir merkja í Reykjavík og nágrennis eru sem hér segir:
Vesturberg 73 Félagsheimili á mótum HlaS- Vesturbæjarskóli vi8 Öldugötu
Fellaskóli bæjar og Rofabæ ViSistaðarskóli Hafnafj.
Álftamýraskóli HlfSarskóli Bamaskóli GarSabæ
Langholtsskóli Laugarnesskóli SkálaheiSaskóli Kópav.
Melaskóli Mýrahúsaskóli Dígranesskóli
BreiSholtsskóli Hvassaleitisskóli BreiSagerSisskóli
Austurbæjarskóli Einni0 oru m®rkin seld viSa um land
Miðstöð verður á Baldursgötu 9 Rvik. Simi 11410. Allar upplýsingar og afgreiðsla
frá kl. 10.00 um morguninn.
— Gjaldþrota
Framhald af bls. 48
kvæmdastjórinn væri búinn að
draga sér verulega f jármuni frá
félaginu og væri talað um allt
að 50 milljónum belgfskra
franka. Hefði hann frest fram
til dagsins f dag að gera hreint
fyrir sínum dyrum, en ella ætti
hann það á hættu að lenda f
fangelsi.
—Ég held, sagði Marteinn, að
það sé engin hætta á því að
félagið verði tekið til gjald-
þrotaskipta, eða lagt niður. Það
hefur komið fram, og okkur
leikmönnunum hefur verið til-
kynnt, að það séu fjársterkir
aðilar sem séu tilbúnir að taka
við rekstra félagsins og bjarga
fjárhag þess. Munu þar vera
um að ræða 15—20 menn, sem
lengi hafa haft áhuga á þvf að
taka við félaginu, en ekki átt
möguleika á því. Víst er, að við
leikmennirnir munum ekki
harma það þótt eigendaskipti
verði að félaginu og þá sfzt þeir
sem ekki hafa fengið launin sin
greidd.
- SFV lögð niður
Framhald af bls. 2
4. Til að auðvelda öllum hlutað-
eigandi aðilum aðlögun að nýjum
aðstæðum leggur framkvæmda-
stjórnin niður störf og aflýsir áð-
ur auglýstum landsfundi."
Auk flutningsmanna tillögunn-
ar, Ölafs Ragnars Grímssonar,
Karvels Pálmasonar og Magnúsar
Torfa Ólafssonar, áttu eftirtaldir
menn sæti í framkvæmdarstjórn
SFV: Andrés Kristjánsson, Arnór
Karlsson, Elias S. Jónsson, Eyjólf-
ur Eysteinsson, Halldór S.
Magnússon, Haraldur Henrýsson,
Herdis Ölafsdóttir, Jón Helgason,
Kristján Bersi Ólafsson og Stein-
unn Finnbogadóttir. Friðgeir
Björnsson og Sigurjón I.
Hillaríusson, sem kosnir voru i
framkvæmdastjórnina á lands-
fundi 1974, hafa dvalið langdvöl-
um erlendis.
Áður en framkvæmdastjórnin
lagði niður störf fól hún undirrit-
uðum að koma framangreindri
samþykkt á framfæri við fjöl-
miðla.
Reykjavík, 14. október 1976,
Ólafur Ragnar Grfmsson
— Alþingi
Framhald af bls. 37
fé til slíkra mála, m.a. vegna
þeirra, sem ánetjazt hefðu fikni-
efnum.
Refsing er fyrir-
byggjandi aðgerð
Sighvatur Björgvinsson (A)
talaði enn og sagði nauðsynlegt að
ljúka rannsóknum brotamála á
skemmri tíma en nú væri og að
dómum væri framfylgt. Slíkt væri
út af fyrir sig fyrirbyggjandi um
framhald afbrota. Hann hvatti
þingmenn til að flýta afgreiðslu
frumvarpsins.
Komi inn í
fjárlagadæmið
Karvel Pálmason (SFV) sagði
að frumvarp þetta hefði átt að
samþykkja strax
í vor. Ur því sem
komið væri bæri
að leggja kapp á
að hraða með-
ferð þess svo að
koma mætti ^ * (
kostnaði við <*r
framkvæmdina
dæmið. Deilur «1
um málsmeðferð sl. vor skiptu
litlu, meiri nú, heldur bæri að
stuðla að samstöðu um framgang
málsins.
— Umræðunni lauk og verður
málið sent til allsherjarnefnda.
— Spasskí
Framhald af bls. 3
Einar S. Einarsson sagði að
samkvæmt hefð ætti næsta
Reykjavíkurskákmót að verða
hér árið 1978. Til greina kæmi
að halda mótið fyrr, ef tryggt
væri að skákmenn á borð við
Spasski vildu tefla hérna. Hins
vegar sagði Einar að fjárhags-
grundvöllur slíkra móta væri
vart fyrir hendi nema til kæmi
meíri stuðningur rikis og borg-
ar. „Það er undir ríki og borg
komið hvort hægt verður að
halda slíka menningarviðburði
sem alþjóðleg skákmót hér á
landi," sagði Einar.
— Kosningar
Framhald af bls. 2
Hjalti Guðmundsson 1647 at-
kvæði og séra Hannes Guðmunds-
son 130. Auðir seðlar voru 13 og
ógildir 5. Kosningin telst ólögmæt
vegna ónógrar þátttöku.
Á kjörskrá í prestskosningun-
um í Háteigskirkju sama dag voru
5518. Þar af kusu 3327 og féllu
atkvæði þannig að séra Tómas
Sveinsson hlaut flest atkvæði eða
1304. Séra Auður Eir Vilhjálms-
dóttir hlaut 1018 og séra Magnús
Guðjónsson hlaut 961 atkvæði.
Auðir seðlar voru 38 og ógildir 6.
Kosningin telst ólögmæt þar sem
enginn umsækjenda fékk 50% at-
kvæða eða meira.
— „Tilræði”
Framhald af bls. 31
forðans án þess að þurfa að lesa
islenzkar bókmenntir.
Ég fæ ekki skilið, að slíkt
samval greina gæti orðið náms-
greininni íslenzku til tjóns,
heldur þvert á móti.
Af svipuðum toga er meiri
háttar nýmæli:
„Stúdent, sem les almenn
málvísindi sem aðalgrein, skal
heimilt að taka 30 e i íslenzkri
málfræði sem aukagrein. A
sama hátt skal stúdent, sem
les almenna bókmenntafræði
sem aðalgrein, heimilt að taka
30 eáislenzkum bókmenntum
sem aukagrein".
Þessum stúdentum er síðan
leyft að halda áfram til
kandídatsprófs:
„Sá, er leyst hefur af hendi
B.A-próf og lokið 60 e í al-
mennum málvísindum ásamt
30 e í íslenzkri málfræði, get-
ur lesið til cand. mag. prófs í
íslenzkri málfræði. Sá, er
leyst hefur af hendi B.A.-próf
og lokið 60 e í almennri bók-
menntafræði ásamt 30 e í
íslenzkum bókmenntum, get-
ur lesið til cand. mag. prófs i
íslenzkum bókmenntum".
Þetta er mjög sérhæft nám,
og ekki er það skoðun deildar,
að stúdentar með slikt próf fái
kennsluréttindi í íslenzku í
skólum, enda er það mál ráðu-
neytis að kveða á um það.
Þessa námstilhögun setur
Halldór Halldórsson mjög fyrir
sig, en ég fæ ekki séð, að hún
rýri stöðu íslenzkunnar i náms-
kerfinu. Hér er aðeins bætt við
nýjum leiðum. Og hvf skyldi
ekki stúdentum heimilt að fara
þessar leiðir, ef hugur þeirra
stendur til? Sú viðleitni
heimspekideildar að fjölga
námsleiðum, ætti ekki að vera
Halldóri Halldórssyni tilefni til
að bera deildinni og háskóla-
ráði á brýn tilræði við fsienzkt
mál og fslenzkar bókmenntir.
Lokaorð
Það segir sig sjálft, að
skoðanir um ágæti reglugerðar-
breytinga eru oft skiptar, en
við hljótum að treysta því, að
þeir aðilar, sem um þær fjalla,
háskóladeild, háskólaráð og
menntamálaráðuneyti reyni að
leysa vandann eftir beztu getu
og vitund. Fái einstakir aðilar
ekki sitt fram, væri skynsam-
legt að gefa ró reiðinni.
Ýmsum skipulagsatriðum
varðandi hina nýju reglugerð
er enn ósinnt, svo sem samræm-
ingu prófþátta o.fl. Hefur heim-
spekideild kosið þriggja manna
nefnd til að takast á við þann
vanda, og er formaður hennar
kennslustjóri Háskólans. Til
þess að hin breytta námsskipan
fari vel af stað og skipulega,
væntir deildin þess, að reglu-
gerðardrögin verði — með eða
án breytinga — staðfest sem
fyrst, þannig að hin nýja reglu-
gerð geti tekið gildi haustmiss-
erið 1977.
- Bjarni Guðnason.