Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 7 Verðbólgan Á meira en ðratugar ferli viðreisnarstjórnar. svokallaðrar, óx verðlag hérlendis að meðaltali um 10 til 12% ð ðri. Þetta þótti ærin verðbólga, enda örari nokkuð en þá tlðkaðist ð viðskiptalönd- um okkar. Þessi tiltölu lega hægfara verðbólga viðreisnarðranna breyttist í ógnvekjandi flóðbylgju ð ðrum vinstri stjórnarinnar siðari. náði hðmarki I lok valdaferils hennar, 53% ársverðbólga. Þessi þróun segir til sín enn I dag, enda þótt eilftið hafi hægt á verðlagsskriðunni; verð- bólguvöxtur er talinn munu verða 25—30% á þessu ðri. sem er ailt upp I þrefaldur vöxtur miðað við markaðslönd okkar. Það þarf ekki að tlunda það fyrir lesendum, hvern veg verðbólgan hefur leikið gjaldmiðil okkar eða kaupmátt launa al- mennings. Hrun á verð- lagi helztu útflutnings- afurða okkar á árunum 1974 og 1975, samhliða hækkandi verðlagi inn- fluttra nauðsynja, ekki sizt oliu, leiddi til versn- andi viðskiptakjara, lækk- andi þjóðartekna og minni verðmæta til skipta milli þegnanna. Þetta hefur sagt til sin i rýrnandi lifs- kjörum, ef miðað er við hin hagstæðu viðskipta- kjör áranna 1972 og 1973. En þess er einnig að geta að þá var kaup- máttur launa falskur. þjóðareyðslunni haldið uppi með þvt að eta upp gjaldeyrisvarasjóði og erlendri skuldasöfnun; umframeyðslu, sem i dag drekkur i sig batnandi við- skiptakjör, svo þau koma ekki fram i betri lifskjör- um. Þá var I raun lifað á skuldasöfnun, sem nú er i gjalddaga fallin. í tið núverandi rfkis- stjómar hefur tekizt að lækka viðskiptahallann út á við úr 12% 1974 og 75 I 5—6% 1976 og hægja á verðbólguskriðunni úr 53% i tæplega 30%. Þetta hefur að sjálfsögðu komið fram i minnkandi einkaneyzlu (lifskjara- skerðingu). samdrætti i opinberum framkvæmd- um og aðhaldi i rikisút- gjöldum (sem þó mætti og þyrfti að vera meira). Á sama tima hefur tekizt að halda uppi fullri atvinnu um land allt, öfugt við það sem raun er á I flestum Evrópurikjum. Það hefur sem sé ekki verið gripið til svo harkalegra mótað- gerða gegn verðbólgu og viðskiptahalla, að leitt hafi til atvinnuleysis. Vald Alþingis og ríkis- stjórnarinnar Það verður að hafa i huga. þegar krafizt er ár- angursrikari aðgerða gegn verðbólgu og viðskipta- halla, að þær kunna að verða á kostnað atvinnu- oryggis i landinu. Þess verður og að gæta. að Alþingi hefur ekki óskor- að vald til mótaðgerða, eins og málum er háttað I þjóðfélagi okkar. Vald þess til að hafa áhrif á þróun efnahagsmála hef- ur verið verulega skert eða það færzt yfir á ýmsa hagsmunahópa i þjóð- félaginu, sem i daglegu tali eru kallaðir aðilar vinnumarkaðarins. Þetta hefur torveldað Alþingi að móta og framfylgja sam- ræmdri efnahags- og fjár- málastefnu. Af þessum sökum m.a. hafa ráð- stafanir i efnahagsmálum oftar en skyldi reynst ófullnægjandi. seinvirkar og ekki nægilega mark- visar. í stuttu máli sagt hafa hér komið við sögu, I vaxandi mæli, öfl utan þings, hagsmunahópar, embættismannavald og bankavald. Einn þing- manna núverandi rtkis- stjórnar, Ingvar Gislason, orðar það svo. að þessir aðilar hafi skert „vald- helgi Alþingis". Hann seg- ir og að þessar staðreynd- ir hljóti að krefjast svara almennings við þeirri spurningu, hvort Alþingi eða þrýstihópar eigi að ráða ferð i efnahagsmál- um þjóðarinnar? Þessar staðreyndir munu fyrst og fremst, eða i aðra röndina, valda þvi, að rikisstjórnin hefur nú skipað samstarfsnefnd þingflokka og aðila vinnu- markaðar, i viðleitni til að ná fram samræmdri stefnu i kjaramálum og efnahagsmálum almennt. Verður að vænta þess að sú viðleitni mæti skilningi og ábyrgð allra þeirra, sem hér geta haft áhrif á að gert verði sameiginlegt þjóðarátak til úrlausnar viðblasandi vanda. En vald Alþingis er eftir sem áður mikið. Það verður að sinna sinu for- ystuhlutverki. í þvi efni verður fróðlegt að sjá, hvort ábyrgð mótar störf við endanlega gerð fjár- laga, sem hafa viðtæk efnahagsáhrif, eða hvort stefna útþenslunnar ræð- ur enn ferð. Prófraunir sem þingmenn ganga undir byggist einkum á þvi, hvort hlutur rikisút- gjalda i þjóðartekjum vex eða ekki. Sannleikanum verður hver sárreiðastur Reykjavíkurbréf, sem var öðrum þræði tilvitnan- ir í viðmælendur Þjóðvilj- ans á fertugsafmæli blaðsins, hefur vakið mikla athygli almennings sem og furðuleg viðbrögð ritstjóra Þjóðviljans og annarra skriffinna hans. Þá hefur upprifjun Morgunblaðsins á atburð- unum I Ungverjalandi 1956 og samtíma frá- sögnum Þjóðviljans af þeim sett rót mikið á sálarlff „gömlu komma- klíkunnar" í Alþýðu- bandalaginu. Viðbrögðin bergmála ekki sízt I upp- hrópunum eins og ,,sefa- sýki" og „göbbelskur andi". Það segir e.t.v. sina sögu að orðréttar til- vitnanir í Þjóðviljann skuli einmitt kalla fram þessi orð, og það sem að baki þeim býr, á sálarskjám skriffinna blaðsins. Athugið 12 gerðir eru leðurklæddar OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD 1^1 Vörumarkaðurinnhf. | ÁRMÚLA 1 A I HÚSGAGNADEILD SÍMI 86-112. MÍRA suðurveri I W III Stigahlið 45—47 Simi 82430 Barnabókasýning frá Norðurlöndum Barnabókabúð Máls og Menningar, á Lauga- vegi 18 hefur sýningu á barnabókum frá Norð- urlöndunum. Auk íslenskra bóka eru um 500 bókatitlar á sýningunni sem stendur dagana 12. — 20. nóvember og er opin á venjulegum verslunar- tíma. BARNABÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR, LAUGAVEGI 18. Það gleður ömmu og afa á jólunum. að fá fallega handstækkun af barnabörnunum með jólapakkanum. Leitið í fórum yðar að skemmtilegri mynd til að stækka. Árangurinn verður ótrúlega góður. 3 stærðir eru mögulegar, 13x18 cm, 20x25 cm og 24x30cm. Ef þér finnið ekki heppilega mynd, þvi þá ekki að koma með alla fjölskylduna i myndatöku til okkar. myndiðþn HÁSTÞÓRP Hafnarstræti 17 — Suðurlandsbraut 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.