Morgunblaðið - 12.11.1976, Page 40

Morgunblaðið - 12.11.1976, Page 40
,'GLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JWorgunbln&iö AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 Litlar líkur á álsölu til Rússa LITLAR líkur munu vera á því að af samningum ís- lenzka álfélagsins og Sovétmanna um sölu á áli til Sovétríkjanna verði. í síðasta mánuði sýndu Sovétmenn áhuga á að kaupa héðan 8—10 þúsund tonn af áli, en útflutnings- verðmæti þess magns mun vera um 1800 milljðnir krðna. Að sögn Ragnars Halldórssonar, forstjóra ísals, hefur ekkert heyrzt frá Sovétmönnunum síð- ustu 2 vikur og hann sagð- ist svartsýnn á að af þess- um samningum yrði. Áhugi Sovétmanna fyrir kaup- um á áli héðan mun hafa verið til kominn vegna skulda Islendinga við Sovétrfkin, m.a. vegna olíu- kaupa. Verð á áli hefur nokkuð farið lækkandi á heimsmarkaði að undanförnu og sagði Ragnar Halldórsson að þessi sveifla, sem hann vonaðist til að væri aðeins tímabundin, væri e.t.v. ástæðan fyrir því að afturkippur hefði komið f samningana við Sovét- menn. Verður Ver seldur til Hafnarf jarðar? UNDANFARNA daga hafa staðið yfir viðræður eig- enda skuttogarans Vers á Akranesi, sem er Krossvík h.f., og eigenda Guðsteins Hassmálið: Rannsóknin á lokastigi EINN áttmenninganna, sem að undanförnu hafa setið í gæzlu- varðhaldi vegna hins umfangs- mikla hassmáls, sem ffkniefna- dómstóllinn hefur nú til meðferð- ar, var látinn laus úr gæzluvarð- haldi f gær eftir að hafa setið inni f 15 daga. 7 menn sitja þvf inni nú vegna þessa máls, en f samtali f gær við Arnar Guðmundsson hjá ffkniefnadómstólnum, sagði hann að töluverður skriður væri nú kominn á málsrannsóknina og kvaðst hann reikna með, að það færi að losna um hnútana þótt hann gæti ekki sagt nánar frá þvf að sinni. GK, sem er Samherji h.f. f Hafnarfirði, um að Sam- herji kaupi Ver af Kross- vík. Ver er sem kunnugt er einn af pðlsku skuttogur- unum og var um tíma í leigu hjá Landhelgis- hæzlunni, en hefur nú ver- ið skilað. Samherji h.f. er hlutafél- ag þriggja fyrirtækja í Grindavík, Hafnarfiði og Framhald á bls. 22 Meðvitundar- laus ennþá MORGUNBLAÐIÐ spurða í gær- kvöldi um líðan piltsins úr Eyj- um, sem hrapaði í Gígjökli, stúlk- unnar sem lenti í skellinöðruslys- inu á Skúlagötu og stúlkunnar sem lenti undir bíl í Austurstræti. Var ekkert þeirra komið til með- vitundar ennþá og líðan þeirra sögð óbreytt, en þau liggja öll á gjörgæzludeild Borgarspítalans. Ljóms.: Ol.K.M. Frá komu viðræðunefndar Efnahagsbandalagsins til Keflavíkur f gær, en fulltrúar utanrfkisráðuneytis- ins tóku á móti nefndinni. Frá vinstri: Olafur Egilsson, David Hannay, Finn Olav Gundelach. Hörður Helgason og Emon Gallagher. Finn Olav Gundelach: Túlka ekki sjónarmið einstaks ríkis heldur bandalagsins í heild „ÉG VIL leggja sérstaka áherzlu á, að ég er ekki kominn hingað til þess að túlka sjónarmið neins einstaks ríkis innan Efna- hagsbandalagsins heldur hagsmuni þess sem heild- ar,“ sagði Finn Olav Gundelach, einn af fram- kvæmdastjðrum Efnahags- bandalagsins, sem hingað kom í gær til þess að eiga viðræður við íslendinga um gagnkvæm fiskveiði- réttindi íslendinga og Efnahagsbandalagsins. Finn Olav Gundelach kom hingað ásamt Emon Gallagher, aðstoðarframkvæmdastjóra utan- rikismála bandalagsins, og David Hannay, skrifstofustjóra einka- skrifstofu sir Christopher Somes, sem er veikur, en hefði ella verið í forsæti þeirrar viðræðunefndar, sem ræðir við lönd utan Efna- hagsbandalagsins. Gundelach kvað fundinn á morgun vera óformlegar könnunarviðræður og ekki yrði um samningavaðræður að ræða. Hann sagði að þeir félagar myndu hlusta á sjónarmið Framhald á bls. 22 Innan vid 20% hækkunábökum frá því í fyrra Tvær Loftleiða-vélar af gerðinni DG-8 á Keflavfkurflugvelli í gærdag, sú til vinstri er vélin sem fyrirtækið er að kaupa. (Ljósm. Mbl. ól.K. Man.L Flugleiðir: Kaupa ný ja DC-8 þotu á liðlega 2 milljarða FLUGLEIÐIR hafa fest kaup á nýrri þotu af gerðinni DC 8 og er kaup- verð vélarinnar liðlega tveir milljarðar króna. Kaupin eru miðuð við 1. október og gerð með þeim fyrirvara að eftir er að fá heimild frá Rfkis- ábyrgðarsjóði og Við- skiptaráðuneytinu fyrir kaupunum. Flugleiðir hafa ekki farið fram á ríkisábyrgð vegna þess- ara kaupa. Þota þessi er keypt af fyrirtækinu Seabord World í Bandaríkjunum, en 1. október síðastliðinn rann út tveggja ára leigu- samningur Flugleiða við það fyrirtæki. Er kaup- verðið á þotunni miðað við 1. otóber, en innifalið í verði þotunnar eru ýms- ir fylgihlutir. Flugleiðir eiga tvær vélar af DC 8 gerð, sams konar og þá sem nú hefur verið keypt og taka vél- arnar 249 farþega. JÓLABÆKURNAR eru þegar farnar að koma á bókamarkaðinn og að sögn Lárusar Blöndals virðist verð þeirra ekki ætla að vera eins hátt og hann hafði reiknað með. — Ég hafði átt von á að jólabæk- urnar í ár yrðu allt að 30% hærri en í fyrra en verð á þeim bókum, sem þegar eru komnar á markaðinn, er talsvert undir því. Tók Lárus sem dæmi, aö bækur í sama bókaflokki hefðu hækkað innan við 20% á milli ára. Ver- aldarsaga Fjölva kostaði 3.120 krónur í fyrra, en kostar nú 3480, nemur sú hækkun um 12%. Ferðabók Scotts kostaði í fyrra 2508, en annað bindi þeirrar bókar kostar 2950 krónur og er það um 17% hækkun. Verð á þýddum reyfurum hefði hækkað um 13—19% á milli ára. Tinn-a- bók hefði í fyrra kostað 840 krón- ur, en bók f sama flokki kostaði nú 960 krónur og er það tæplega 12% hækkun. Nefndi Lárus Blöndal til viðmiðunar að yfir ári hefði brennivínsflaska kostað 2170 krónur í ríkinu, en kostaði nú 2600. Bókamenn mættu því allvel við una. Aðspurður um verð á íslenzkum skáldsögum sagði Lárus, að þær væru ekki almennt komnar á markað og því erfitt að segja fyrir um hvert verð yrði á þeim. Hækkanir á brauði og klippingu Verðlagsráð staðfesti I gær hækkanir á brauði og verð- skrám hárgreiðslufólks. Hækka fransbrauð og heil- hveitibrauð úr 74 krðnum ( 80 krónur, eða um 8.1%, og tví- bökur jafn mikið. Verðskrár hárgreiðslu- og hárskerameist- ara hækka að meðaltali um 2.4%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.