Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 Minning: Elínborg Lárus- dóttir rithöfundur Að vísu skortir mig nokkuð á allt, er til þess þarf að auðga og prýða minningu frú Elinborgar Lárusdóttur rithöTundar. Þegar ég ungur hóf að sitja fundi sem sitjari hjá miðlinum Hafsteini Björnssyní kynntist ég frú Elínborgu og séra Ingimar skóla- stjóra persónulega. Frú Elínborg var flestum mannkostum búin sem laðaði fólk að henni. Af alúð og samvizkusemi lét hún sig miklu máli skipta málefni sálarrannsóknamálsins. Snemma hafði hugarstefna beygst í þá átt- ina, með lifandi meðvitund þeirr- ar ábyrgðar, sem það að vera spíritisti leggur manninum á herðar gagnvart sjálfum sér og öðrum mönnum. Frú Elínborg sýndi í lifi sínu sem rithöfundur áhugann til sálarrannsóknanna. Trúmennska og skyldurækni gat engum dulizt. Elínborg kostaði sifellt kapps um að skrifa um málið öðrum til blessunar og heilla. Hún elskaði hið mikilvægasta mál allra mála af alhug og átti enga aðra ósk heitari en að það mætti blómgast og ávinna sér enn meiri verðskuldaða hylli og traust þjóðarinnar. Hún var vakin og sofin í umhugsuninni um vöxt og vaxtarskilyrði sálarrannsókna- málsins, hvernig það mætti verða til sem mestrar blessunar fyrir aldna og óborna Islendinga. Allir vita hve vönd frú Elínborg var að virðingu, er stóð í nánasta sambandi við næma ábyrgðartil- finningu og vitund um kröfur, sem mikilvægasta málið í heimi gerir til sinna. Gestrisni, greiðvikni, hjálpfýsi og ljúfmennsku prestshjónanna var við brugðið, og hefur margur átt ánægjustundir á heimili þeirra. Um minningu frú Elínborgar mun bjart í hugum allra sem þekktu hina viðkvæmu hugsjóna- konu og stórkostlega hollustu við mikilvægasta málefnið í heimi, höfuðmál hjarta hennar. Mér er vel Ijóst hver gæfa féll mér í skaut að eignast á unga aldri slíka vini sem frú Elinborgu og séra Ingimar, það eins og ann- að á ég mínum einlæga vini Haf- steini Björnssyni miðli aóþakka. Djúpstæð og sönn einlægni voru ein af mörgum aðals- merkjum hinnar áhrifamiklu konu. Innilegustu samúðarkveðjur sendi ég séra Ingimar og fjöl- skyldu hans allri. Helgi Vigfússon I dag verður gerð frá Hallgríms- kirkju í Reykjavfk útför frú Elfn- borgar Lárusdóttur skáldkonu. Hún andaðist á Landspítalanum að morgni 5. þ.m. Með frú Elfn- borgu Lárusdóttur er gengin frábær kona, stórbrotinn persónuleiki og gösugmenni. Hún var því ein af ágætustu dætrum þjóðar vorrar á þessari öld, kvist- ur af sterkum skagfirskum bændastofni, langt í ættir fram, tileinkaði sér ung að árum menningu liðinna kynslóða, sem varð henni notadrjúgt veganesti á viðburðaríkri ævi. Andlát hennar kom ekki, þeim er til þekktu, á óvart, því undanfarið misseri hafði hún legið meira og minna veik, og líkamskraftur þrotinn. Frú Elínborg Lárusdóttir fædd- ist 12. nóv. 1891 að Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi, dóttir Lárus- ar Þorsteinssonar og konu hans Þóreyju Bjarnadóttur, bónda á Hofi í Dölum, Hannessonar, prests á Ríp. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum, en ung að árum fór hún til náms á Kvennaskólann á Blönduósi og stundaði htin þar nám í tvo vetur. Þá stundaði hún og nám við Kennaraskólann og hússtjórnarnámskeið á Akureyri. Hið fagra hérað Skagfjarðar hefir löngum fengið orð fyrir að ala dugmikla og framtakssama menn, en ekki hafa síður komið úr sveitum Skagafjaröar gáfaðar og stórbrotnar konur, og var frú Elínborg Lárusdóttir sannarlega ein af þeim. 18. maf 1918 giftist hún eftirlifandi manni. sínum séra Ingimar Jónssyni. Hafa þau eignast tvo syni, Lárus og Jón. Þrátt fyrir að heilsa hennar væri oft stopul og annir við hús- móðurstörf á stóru heimili, gerð- ist hún um miðja ævi umsvifa- mikil f heimi bókmenntanna, og hefur hún um áratugi verið einn af mikilvirkustu rithöfundum þjóðarinnar. Ritstörf hennar ætla ég ekki að dæma hér, það munu aðrir gera á öðrum vettvangi, en bækur hennar hafa fyrir löngu skipað henni þann virðingarsess, sem henni ber, og nú fyrir jólin er að vænta hennar síðustu bókar. Ung að árum kynntist hún t Kveðjuathöfn um manninn minn og föður, OLVERFANNBERG, fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 13 nóvember kl 9:30 Jarðsett verður frá Þykkvabæjarkirkju sama dag kl. 2 Þóra Fannberg Ólafur Fannberg. t Alúðarþakkir til allra nær og fjær sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og jarðarför SIGURÐAR KRISTINS EIRÍKSSONAR Neskaupstað Guðrún Eiriksdóttir og vandamenn. Innilega þökkum t við auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför. ÓLAFS TRYGGVASONAR. Hríngbraut 85, Reykjavik Ruth Ólafsson, Eric Ólafsson, Peter Ólafsson Mark Ólafsson, Stephen Ólafsson Guðrún Magnúsdóttir, Tryggvi Ólafsson Erla Tryggvadóttir, Pétur Pétursson 1 Svana Tryggvadóttir, Egill Snorrason Arni Guðmundsson bakari — Minning málefnum sálarrannsóknar- manna, en hafði ekki í upphafi mikinn áhuga á þeim. En þegar maður hennar var prestur aö Mos- felli í Grímsnesi, kom Andrés Böðvarsson miðill á heimili þeirra, og dvaldist hann þar hjá þeim heilt sumar. Hjá honum sat hún sinn fyrsta miðilsfund með þremur prestum, eiginmanni sín- um, séra Kjartani í Hruna og séra Jóni Magnússyni, föður Magnúsar heitins guðfræðiprófessors. Henni datt þá ekki i hug að trúa neinu, sem þarna kom fram, og •var hún með sjálfri sér undrandi yfir þvf, að þessi maður skyldi geta slegið slfku ryki í augu þess- ara gáfuðu og menntuðu manna. En eitthvað knúði hana til að halda áfram að sitja þessa fundi, og sagði hún mér löngu seinna, að þá hefði sér verið efst f huga ósk um að fá tækifæri til að koma upp þeim svikum, sem hún hélt að miðillinn beitti. En „svikin" reyndust torfundin, því að í stað þess komu fram ótal atvik af ýmsu tagi, sem ekki var hægt að vefengja. Eitt sinn, er hún sat fund með séra Jóni Magnússyni, segir miðillinn í hálf-„trance", að hann sjái lftinn dreng í kjöltu séra Jóns, og hann bætir við: „Ég sé að þú átt hann, en hann á ekkert nafn." Frú Elfnborg vissi ekki til þess, að þau hjónin hefðu misst barn, og hugsaði með sér: „Þetta er áreiðanlega ekki rétt hjá honum, og nú fæ ég gott tæki- færi til að leiða athygli séra Jóns að því." Eftir fundinn spurði hún séra Jón, hverju þetta sætti. Hann svaraði: „Þetta er mjög athyglis- vert. Ég hef aldrei talið okkur eiga nema þessa tvo syni, Magnús og Þorstein, og býst ég ekki við að neinn viti það nú, nema ég og kona mín, að á fyrsta hjúskapar- ári okkar ól hún sveinbarn, sem fæddist andvana, og hlaut þess vegna ekki skfrn, þá bjuggum við að Hvammi f Laxárdal." Þannig mynduðu mörg smáatriði órjúfandi keðju merkilegra at- vika og sannana, og svo fór, að hún sannfærðist smám saman um, að á bak við þennan mann, stóðu þroskaðar verur frá æðri heimi, og að hann væri verkfæri í hönd- um þeirra til þess að brúa bilið á milli hins sýnilega heims og hins ósýnilega. Gerðist hún nú ein- dreginn spíritisti, og hefur hún helgað nokkurn hluta bóka sanna dulrænum málum, m.a. ritað bæk- ur um miðlana Andrés Böðvars- son, Kristfnu Kristjánsson, og þann er þessar lfnur ritar. Minnist ég nú eftir öll þessi ár ógleymanlegra samverustunda á heimili hennar og séra Ingimars. Framhald á bls. 31 Árni Guðmundsson var fæddur á Seyðisfirði 2. nóvember 1916, og var þvf aðeins einn dag yfir sextugt, er hann lést. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Benediktssonar, gullsmiðs, og Guðbjargar Sæunnar Arnadóttur, en þau voru bæði aðflutt til Seyð- isfjarðar, hún sunnan frá, en hann að norðan. Arni var tápmikill f æsku, enda þótt ekki væri hann hár í loftinu. Hann var þéttvaxinn og beinn í baki og mjög vel að manni, enda hneigðist hugur hans snemma til íþróttanna, sérstaklega fimleika. Þegar Árni var 18 ára gamall, réðst hann í að fara á héraðsskól- ann að Laugum í Þingeyjarsýslu, og stundaði þar nám í tvö ár. Þar efldist mjög áhugi hans á fimleik- um, og ekki spillti það fyrir, að í þann tíð var afbragðs fþrótta- kennari á Seyðisfirði, svo að þeg- ar Arni hafði lokið námi að Laug- um 1935, fór hann aftur til Seyðis- fjarðar, og náttúrlega vann hann af kappi að áhugamálum sfnum þar. Þegar hann svo kom til Reykjavfkur tveim árum sfðar, gekk hann án tafar í Glfmufélagið Ármann, og ekki liðu mörg ár þar til hann var orðinn einn af úrvals fimleikamönnum félagsins. A Seyðisfirði hóf Árni nám sitt f bakaraiðninni, og hélt því síðan áfram eftir að hann kom til Reykjavíkur, og vann þá lengi hjá Alþýðubrauðgerðinni. Hann lauk sveinsprófi í iðninni árið 1941, og hlaut meistararéttindi árið 1944 þá 28 áragamall. Nokkru seinna hóf hann sinn eigin rekstur, fyrst f félagi með öðrum og síðar upp á eigin spýtur. Síðast á Fálkagötunni á Gríms- staðaholti, en kökurnar, sem hann Árni bakaði, voru svo sannarlega í sérflokki. A Fálkagötunni rak hann sitt bakarl þar til hann neyddist til að hæjta störfum vegna vanheilsu. Árni var mikill dugnaðarmað- ur. Þegar honum fannst hann ekki bera nægilega mikið úr být- um f starfi sfnu hér í Reykjavík, þá dreif hann sig út á land yfir sumartímann til þess að lyfta undir fjárhaginn, en þá þurfti lfka að tak'a til höndunum. Þeir voru ekki alltaf margir svefntfm- Innilegar þakk t r fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls og jarðarfarar. ommu minnar. SIGURVEIGAR 8RYNJÓLFSDÓTTUR. Skagabraut 23, Akranesi. Leifur Guðjónsson. Lokað f rá kl. 12 í dag vegna konu. Opið a útfarar llan dag, Elínborgar Lárusdóttur, laugardag 1 3. þ.m. skáld- Lárus Ingimarsson Heildverzlun. arnir hans Árna á þeim sumrum. En hvað skal segja. Það var farið á þá staði þar sem mestar voru sumarannirnar, svo sem Siglu- fjörð og Raufarhöfn, og það var langþreyttur bakari sem kom heim að hausti, en glaður og ánægður með sumarstarfið og af- raksturinn. Arni var hvers manns hugljúfi þeirra er til hans þekktu. Hann var jafnan fámáll, en sffellt bros- leitur og í góðu skapi, svo þeir sem með honum voru, gátu ekki annað en hrifist af því. Ég kynnt- ist Árna stuttu eftir að hann kom til Reykjavíkur, og hafði þvf þá ánægju að njóta vináttu hans í hartnær fjóra áratugi. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkr- um manni, en hann var alltaf skemmtilega glettinn og gaman- samur, og hafði það til að vera smástríðinn ef svo bar undir, á sinn hægláta máta. Aðal tómstundaiðja Arna I seinni tfð var að spila á spil. Hann var virkur þátttakandi hjá Bridgefélagi Reykjavíkur um margra ára skeið, en seinni árin lét hann sér nægja að spila I Krummaklúbbnum, en þar eru spilakvöldin hálsmánaðarlega. Félagar hans i Krummbaklúbbn- um biðja fyrir bestu kveðju til eiginkonu hans og barna þeirra, með kæru þakklæti til Árna fyrir ljúfa viðkynningu undanfarinn áratug. Arið 1941 giftist Arni Karólfnu Stefánsdóttur, og eignuðust þau fimm mannvænleg börn, sem öll eru fyrir löngu uppkomin. Ég færi Karólínu og börnunum, svo og barnabörnunum, innilegustu samúðarkveðju, en minninguna um hinn góða dreng munum við vinir hans varðveita I hjörtum okkar. Ólafur Þorsteinsson. — Kveðja fra Lands- sambandi bakarameistara. Arni Guðmundsson var fæddur á Seyðisfirði 2. nóvember 1916. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Benediktsson gullsmiður og rafvirki á Seyðisfirði og Guðbjörg S. Árnadóttir, kona hans. Arni ólst upp á Seyðisfirði til 14 ára aldurs. Fór hann þá norður á Langanes að Hallgilsstöðum. 18 ára fór hann í Laugaskóla og var þar einn vetur. Til Seyðisfjarðar fór hann 1936 og hóf þar bakara- nám hjá Pétri Sigurðssyni bakarameistara. Árið 1937 fluttist Árni til Reykjavíkur og hélt áfram námi hjá Kaupfélagi Reykjavíkur, sem þá starfrækti brauðgerð f gömlu Bernhöfts- húsunum við Bakarabrekkuna, nú Bankastræti. Sfðan keypti Alþýðubrauðgerðin fyrirtækið. Lauk Árni námi í Alþýðubrauð- gerðinni hjá Guðmundi R. Odds- syni bakarameistara. Að sveinsprófi loknu vann Árni við ýmis brauðgerðarhús, þó lengst í Björnsbakarfi. Á þessum árum svo og síðar starfaði hann um tfma hjá undirrituðum. Er ég í þakkarskuld við hann vegna þess hve örvandi starfskraftur hann var. Arni var ávallt glaður og líflegur í starfi og umfram allt vandvirkur, góður fagmaður og reiðubúinn til að létta þeim störf- in, sem helst þurftu á aðstoð hans að halda. Auk þess var hann Framhald á bls. 25 t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar JÓNU SjGURÐARDÓTTUR. Nanna Björg SigurSardóttir SigurSur GarSar Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.