Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÖVEMBER 1976 21 Á GAGNVEGUM kumál íturlands 1. að lokið verði hið fyrsta rannsókn á byggingu Fljótsdalsvirkjunar. 2. að leitað verði eftir kaupanda að raforku með stóriðju staðsetta i Reyðar- firði fyrir augum“. Ekki náðist samstaða um síðari lið ályktunarinnar, en hinn fyrri, um að ljúka hið fyrsta rannsókn á bygg- ingu Fljótsdalsvirkjunar, var afgreiddur sem álykt- un Alþingis 16. maí 1975. Sumaið 1975 var allmikið unnið að rannsóknum á Fljótsdalsheiði. Aftur á móti tókst svo illa til að ekkert var unnið að rann- sóknum sl. sumar og hefði þó verkinu vafalaust skilað vel fram vegna einmuna veðurblíðu. Við svo buið má ekki lengur standa, enda liggur viljayfirlýsing Alþingis fyrir og að henni ber að fara. En auðvitað er þetta spurning um peninga. í orkumálum er í ýmis horn og stórar holur að líta, en rannsókn á Fljótsdalsvirkj- un viðamikil og dýr. Það hefur áður verið á það minnzt í greinarflokki þessum að Svisslendingar hafa boðið okkur fé og mannafla til rannsóknar á Fljótsdalsheiði, án skuld- bindinga. Auðvitað yrði sú rannsókn undir yfirstjórn íslendinga, eins og allar slíkar rannsóknir eiga að vera. En okkur skortir fé og okkur skortir sérfræð- inga. Hvers vegna er boði Svisslendinga ekki tekið? Hverjir standa þar í vegi? Fram í dagsljósið með þá! Það skal fullyrt hér að ekki skortir áhugann í þessu efni hjá æðstu stjórn orkumála. Hinsvegar þurfa Austfirðingar sjálfir að ganga úr skugga um, að forystumenn þeirra í félagsmálum séu ekki dragbítar á framgang þessa máls. Alveg er lífsnauðsynlegt að lokið verði hið allra fyrsta rannsóknum á 1. áfanga Fljótsdalsvirkjunar svo hefjast megi handa um virkjunarframkvæmdir. Ekki er langt í land með þær rannsóknir, þótt all- mikið verk sé óunnið við boranir t.d. Hinsvegar er að sjálfsögðu ekki skyn- samlegt að hefja fram- kvæmdir við 1. áfanga fyrr en framhaldinu eru gerð nauðsynleg skil og glögg yfirsýn fengin yfir alla Fljótsdalsvirkjun. Það er augljóst að Aust- firðingar munu ekki njóta orku frá Fljótsdalsvirkjun á næstunni, þótt rannsókn- um verði hraðað. Á meðan þarf að bregða á önnur ráð til lausnar á hinum bráða vanda í orkumálum lands- hlutans. Enginn vafi er á því að bezta ráðið í því efni er lagning línu að norðan frá Kröflu, sem góðar vætt- ir gefi að komist hið fyrsta í gagnið. I fyrsta lagi er þar um landsmál að tefla, sem framhald á hringtengingu orkuveranna; í öðru lagi hagsmunamál Kröfluvirkj- unar ef vonir rætast um umframorku hennar fyrstu árin, en annars tæki orka Byggðalínu (Lands- virkjunar) við; í þriðja lagi hagsmunamál Norðlend- inga, þegar Fljósdalsvirkj- un getur flutt þeim raf- magn eftir sömu línu og í fjórða lagi hagsmunamál Austurlands að leysa þann veg orkuþörf sína, þar til Fljótsdalsvirkjun tekur við. Af þessu má ljóst vera, að Kröflulína austur er ekkert einkamál Austfirð- inga, og engin sérúthlutun til þeirra, þótt fé verði til hennar veitt. Rafmagnsveitur ríkisins hafa í undirbúningi að auka dieselafl eystra á þessu hausti með uppsetn- ingu véla á Seyðisfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði og e.t.v. á fjórða staðnum. Gert er ráð fyrir að aukn- ingin verði um 2 þús. kw. Er það talin lágmarksvið- bót ef frosthörkur verða miklar með þar af leiðandi vatnsþurrð á mesta álags- tíma nk. vetur. En dýrt er dieselaflið og erfitt við að búa í lands- hluta, þar sem finnst bezti virkjunarkostur landsins i Fljótsdal austur. iHHHKI v • ■ 'wS&Hh Hffll T**** WR - - rr m I ♦ 1 * s jgm % y? j sm <> * pWHR 'I MF' Hg 'i a!i 11 Bli—11 i (M i \ - - f ’ Séð yfir Akureyri og út Eyjaf jörð Nokkur orð um álver Norðanlands NU AÐ undanförnu hefir verið nokkuð til umræðu staðsetning álvers hér við Eyjaf jörð. Þar sem mér hefir skilist, að bæði lærðir og leikir mættu leggja það orð í belg, hripa ég þessar linur til að láta mitt álit í ljósi. Misráðið tel ég ef það yrði reist við Eyjafjörð: Ef mengun er höfð I huga, þá er fjörðurinn sjálfur og byggðin í kring gyrt háum fjöllum, og stormar blása mest norður og suður, myndi þvf hið skaðvæna loft berast auðveldlega yfir hin byggðu svæði. I öðru lagi er hér nóg að starfa, og lftur ekki út fyrir að á því sé breyting. Blómleg fiski- þorp báðum megin fjarðarins og grösugar landbúnaðarsveitir bjóða upp á mikla framtíðar möguleika, og vafasamt að raska þeirri þróun sem orðin er. Svo er mikilvægt atriði sem ég hefi ekki tekið eftir að minnst hafi verið á í fjölmiðl- um undanfarið, og það er: Hvaðan eigi að taka raforkuna til hins orkufreka iðnaðar. Sem við vitum, býr Eyjafjörðurinn ekki yfir fallvötnum sem nýta mætti til framleiðslu á orku, nema þá í smáum stíl, og yrði því að sækja orkuna til austurs eða vesturs. Hefir þá austan Eyjafjarðar helst verið rætt um Jökulsá á Fjöllum til virkjunar, og í vestri frekast virkjun Blöndu. En það er nokkuð umdeilt mál og orkar mjög tvfmælis, hvort leggja eigi hin grónu heiða- svæði inn af Austur- Húnavatnssýslu undir vatn. Fyrir mitt leiti er ég því andvíg- ur, þótt hinir vísu menn telji vfst, að græða megi önnur ör- foka landssvæði i staðinn, þá mun það taka óralangann tfma og kosta mikið fé. Minnst hefir líka verið á virkjun Jökulsánna sem falla til Skagafjarðar, þá hugmynd lfst mér betur á, þar eyðileggst að öllum lfkindum minna gróðurlendi og mögu- leikar fleiri að nýta vatnsfallið. Þá er að athuga um staðarval- ið, fyrir álverið. Ef svo félli að Jökulsárnar í Skagafirði yrðu virkjaðar sem aflgjafi, og jafn- vel þó Blanda yrði fyrir valinu, þá er Selnes við Skagafjöð vest- anverðan, mjög athyglisverður staður í þessu augnamiði. Selvik hefir verið löggilt höfn sfðan um aldamót og skilyrði fyrir nútíma hafnarfram- kvæmdir mjög álitleg, þar var rekin útgerð um áratuga skeið meðan fiskur gekk enn á grunnmið, en flest mannvirki frá þeim tíma eru nú eyðilögð. Þannig hagar þarna til, að hátt klettabelti skilur nesið frá meginströnd Skagans, og myndi það varna að mengun bærist yfir byggðina, sem er þarna fremur strjál, landað nokkuð hrjóstrugt og lftt fallið til ræktunar. Staðurinn er um 28 km frá Sauðárkróki út með Skagafirð- inum. Væri ekki fráleitt að hugsa sér að þarna myndaðist þéttbýliskjarni svipað því sem er að gerast við Kísiliðjuna í Mývatnssveit, en öll meginvið- skipti færu í byrjun fram um Sauðárkrók. Margur hefir talað um byggðaþróun og byggða- jafnvægi, sem áreiðanlega er nauðsynlegt; væri nú ekki vel þess virði að sýna þarna að það spjall væri eitthvað meira en orðin tóm. Færi nú svo, að Jökulsá á Fjöllum yrði virkjuð sem afl- gjafi fyrir álver eða aðra stór- iðju, þætti mér ekki óeðlilegt að Melrakkaslétta yrði valin fyrir athafnasvæði. Þar er land mjög lfkt og á Skaganum, landrými nóg og lftt fallið til ræktunar. Sléttubúar eiga við þau vanda- mál að stríða sem margar aðrar útkjálkasveitir, að fólkið leitar burtu og byggðin gisnar: Er ekki einmitt við því sem þarf að sporna. Því fyrr, þvf betra. Ég er ekki andvfgur stóriðju hér á landi, sé því í hóf stillt og málin athuguð varóandi fram- tíðina. En ég er algjörlega and- vígur því að hrúga slikum stöðvum eingöngu á suðvestur- horn landsins. Það er ekki til heilla fyrir almenning i land- inu og stuðlar ekki að byggða- jafnvægi. Hér að auki vil ég tilgreina tvö atriði sem snerta þessi mál. 1 fyrra lagi tel ég mjög óhyggi- legt að reisa flest raforkuverin á elsta gossprungubelti lands- ins. Og í öðru lagi, ef til hernaðar- átaka kemur yfir Islandi, þá er iðjuverum hvergi hættara en við Faxaflóann og í grennd. Ég ætla að vona að fleiri láti frá sér heyra varðandi þetta mál og önnur er snerta búsetu manna í landinu, einkum þeir sem berjast og verjast í dreif- býlinu. Það er um að gera að láta heyrast frá sér, meðan við höfum þó enn málfrelsi. Að ræða málin og hugsa, eyk- ur þroska og skilning, og leiðir oft til þykkjulauss samkomu- lags. Akureyri 8.11.’76. Gunnar S. Gisurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.